Morgunblaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGU’R 30. SEPTEMBER 1969 13 RÁÐGJAFAR RAÐHERRANS Fim'mm.enningarTiir hafia enn reynt að verja gerðir stjómar Veiðifélags Ámesinga í Tíman- um og MorgunblaðinU 19. júlí s.L, og mótmæla þeir skilningi okkar á laxveiðilögunum. Þó gera þeir enga tilraun til að rökræða þau mál en birta í stað inn bréf frá Ingólfi Jónssyni, landbúnaðarráðherra, þar sem hann samþykkir lagaskilning stjórnarinnar og staðfestir þess vegna ekki samþykkt aðalfvmd- ar í vor. Með því að birta þetta bréf telja fimmmenningarnir sig hafa slegið út stóru trompi, en þetta minnir þó frekar á mörsiðrið, sem verjendur Borgarvirkis köst uðu út sér til varnar eins og segir í munnmælasögunni. Reynd ar hefði líka verið fróðlegt að sjá þau bréf, sem stjómin lét frá sér fara í vor til veiðimála- stjóra og ráðherra. Hvers vegna voru þau bréf ekki birt líka? Landbúnaðarráðherrann nýtur traiusts meðal bænda, því að þeir vita, að hann hefur sýnt dugn- að við að þoka málum þeirra áleiðis, en íramkvæmd einstakra mála hlýtur þó oft að orka tví- mælis, og veldur slíkt stundum deilum. í því máli, sem nú er deilt um, hefur ráðherrann greinilega haft slæma ráðgjafa, og veiði- málastjóri hefur væntanlega ver ið æðsti ráðgjafinn, en þá hafa líka skoðanir hans breytzt veru lega frá þvi, sem þær voru /yrir ári. Þess vegna er nú nauðsyn- legt að ryfja upp það, sem þá gerðist. Þá var eftirfarandi tillaga samþykkt á aðalfundinum: „Aðalfundur Veiðifélags Ár- nesinga haldinn á Selfossi 27. april 1968 felur stjóm félagsins að leggja til við veiðimálastofn unina, að ekki verði leyfð lax- veiði á félagssvæðinu á tímabil- inu frá 5. júní til 4. júlí þetta ár.“ Tillagan var samþykkt með 138 atkv. gegn 85. f bréfi veiðimálastjóra til Jör undar Brynjólfssonar, formanns veiðifélags Ámesinga, dags. 30. maí 1968, siegir m.a.: „tít af nefndri tillögu vilja Veiðimálanefnd og veiðimála- stjóri taka fram við stjóm Veiði félags Árnesinga, að það er ekki á valdi veiðimálastofnunarinnar að ákveða, hvenær á hinum lög- leyfða 4 mánaða veiðitíma skuli leyfð laxveiði, fari það ekki fram úx 3 mánuðum samtals. Ákvörðun um veiðitíma á vatna- svæði félagsins er sérmál þess. Veiðimálastofnunin sér ekki, að laxveiðilögin séu brotin með of- annefndri tillögu, t.d. er hvergi tekið fram í lögum, að veiði- tími skuli vera samfelldur. Hitt verður stjórn V. Á. að gera upp við sig, hvort hún framkvæmir efnislega samþykkt, sem aðal- fundur hefur gert með yfirgnæf andi meirihluta atkvæða.“ Þessi ummæli veiðimálastjóra eru auðskilin, en stjórn veiðifé- lagsins ákvað samt að hafa þau að engu, því að í tilkynningu til veiðiréttareigenda á vatnasvæði V. Á., dags. 14. júní 1968, sagði stjórnin: „Jafnframt ákvað stjórnin að gera þá tillögu til ráðherra, að laxveiðitími skuli hefjast 21. júní n.k.“ Hvað gerði nú ráðherrann við þessa tillögu? Frá því hefur stjórn V.Á. aldrei skýrt, enda var þess naumast að vænta, því að tillagan hlaut hvorki með- mæli veiðimálastofnunarinnar eða staðfestingu landbúnaðar ráðu neytisins. í 2. málsgr. 18. gr. laxveiði- laganna segir svo: „Á tímabili því, er getur i 1. mgr., má hvergi stunda laxveiði lengur en í 3 mánuði. Rétt er ráðherra, að setja nánari reglur um veiðitíma i vatni hverju, að fengnum tillögum stjórnar hlut- aðeigandi veiðifélags og veiði- málanefndar og með samþykki veiðimálastj óra.“ Þarna er að vísu ekki tekið fram, að stjórnin eigi að fram- kvæma vilja meirihluta félags- manna, og það gerði hún heldur ekki, heldur beitti fáheyrðu of- beldi til þess að koma vilja sín- um fram. Eðlileg afleiðing af þessari framkomu stjórnarinnar í fyrra var svo sú, að á aðal- fundinum 26. apríl s.l. voru þeir tveir stjórnarmenn, sem kosið var um, felldir úr stjórninni. Á aðalfundi félagsins var svo samþykkt tillaga frá Einari Gestssyni á Hæli, sem gekk skemmra en tillagan frá fyrra ári. Samkvæmt henni skyldi eng in veiði leyfð síðustu 10 dagana í júní, en til vara fékk þó félagsstjómin heimild til að leigja þá daga út til stangaveiði til ágóða fyrir félagssjóð. Eins og kunnugt er, þá er fjárhagur Framhald á bls. 29 Styrkir til náms í félagsráðgjöf Samkvæmt ákvörðun félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar eru hér með auglýstir styrkir til náms erlendis í félagsráðgjöf. Styrkir þessir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim, sem hyggjast taka á hendur félagsmálastörf í stofnunum Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu Félagsmálastofnunar Reykiavíkurborgar, Pósthússtræti 9, og skulu umsóknir hafa borizt þangað eigi síðar en 15. október næstkomandi. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Dansskóli Hermanns Ragnars„Mi()bær“ Síðasta innritunarvika Símor 8-2122 og 3-2222 Skólinn er ti! húsa i „Miðbæ” Háaleitisbraut 53—60 Skrifstofan er opin frá kl. 3—7 e.h. Sími 8-2122. Strætisvagnar sem stanza næst skólanum eru: Leið 8, 20, 22, 25, 27 og 28, rétt við innganginn. Góð bifreiðastæði eru við húsið. Árbæjarhverfi — BreiðhoJt: Strætisvagnar stanza rétt við skólann. Seltjarnarnes: Kennt verður í nýja Félagsheimilinu. Upplýsingarit í bókaverzlunum. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS H afnarfjörður SjáKstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund i Sjálfstæðis- húsinu miðvikudaginn 1. október kl. 8.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisfiokksins. 2. Kosning í fulltrúaráð. 3. Rætt um vetrarstarfið. 4. Eríndi Frú Sigurveig Guðmundsdóttir. STJÓRNIN. mST ÚPERHR STIITT ? RTYNIB ÞÁ N E® E X Þær endast meir en en 2V2 sinnum leng- ur. (2.500 klukkustund- ir við eðlilegar að- stæður). Þér sparið yður bæði fé og fyrirhöfn með því að nota NELEX. Heildsala — Smásala EINAR FARESTVEIT & CO. H.F., Bergstaðastræti 10 — Símar 21565-—16995. H AUST TÍZKAN il 1969 BUXUR PILS & DR AGTIR FRÁ DÚKUR hf. Alltaf fjöl- breitt úrval, en þó aldrei meira en í haust. Okkar fag Tízkan Vönduð vinna Vönduð snið Þegar þér leitið að haustfatnað- inum í ár, spyrjið þá um Slimma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.