Morgunblaðið - 01.10.1969, Side 13

Morgunblaðið - 01.10.1969, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1ÖÖ9 13 um frá frjókornum jarðarhnýð isins. Ef þetta reyndist rétt, þá var sýnilegt að um áhrif tveggja feðra var að ræða, vegna þess að plönturnar, sem komu upp af fræjunum voru sólarblóm. Ennfremur var ljóst, að ef þetta reynd- ist vera svona þá var um fjölfrumuifrjóvgun (poly- spermy) að ræða. Það voru þó miklar líkur á því að bæði frjókorn sólarblómsins og jarð arhnýðisins tæmdust í kímsekk inn. Mér þótti liklegt að hægt væri að verða einhvers vísari með því að gera írjókorn jarð- arhnýðisins geislavirk og mæla geislavirknina bæði í frjókorn- unum og í frævísinum eftir frjóvgunina. Það eru til margs konar geislavirk efni, sem unnt er að nota til þessara hluta. Geislavirkur fosfór (P- 32) varð samt fyrir valinu og hefur sýnt sig að hann hefur ýmsa þá kosti, sem gerir það að verkum að hann er sennilega betur til svona rannsókna fall hátt ná nokkur af þessum fáu frjókornum sem urðu eftir á stílnum, fræninu. Þar að auki hjálpar maður þessum kom- um að ná snertingu, þegar maður ber hið geislavirka frjókornaduft jarð- arhnýðisins á frænið. Það sem skiptir mestu máli hér, er að fræni hvens blóms, sem ég vinn við í körfu sólarblómsins fær ríkulegt magn af geislavirk um frjókornum jarðarhnýðisins, en lítið eitt af frjókornum frá sjálfu blómabeltinu, sem þessi blóm tilheyra. Sökum þess að jarðarhnýðis- karfan sýgur upp fosfórinn í gegnum fáar viðaræðar, verður dreifing fosfórsins ójöfn. Þann Jarðarhnýði inn, en nokkurt annað geisla- virkt ef ni. í körfu sólarblómsins er mikill fjöldi blóma. Þau springa úí í hrinigjum eða beltum í körf unni, þannig að þegar karfan byrjar blómgun sína, þá opnasrt fjöldi blóma samtímis snemma morguns. Þessi blóm eru yztu blómin í körfunni og mynda þau belti sem fylgir kanti körfunn- ar. Næsta morgun opnast ámóta mörg blóm og mynda belti af svipaðri breidd innan við blóm in, sem sprungu út daginn áður. Þannig myndast hvert hringbelt ið á fætur öðru, það sem mynd- ast er alltaf innan við það, sem kom á undan unz miðpunkti körfunnar er náð. Þetta getur tekið allt frá viku til hálfs mán aðar tíma. — Ég lýsti því áður — segir Eiinar — hvernig ég fjarlægði frjókornin úr blómum svona blómabeltis. Ég gat þess einnig að einstaka frjókorn verða sennilega eftir utan á hverjum einasta stíl. Stíllinn er klofinn og seinna um daginn beygjast greinarnar útávið og síðan hringa þær sig í fleiri vafn- inga og mynda snúð. Á þennan ig gefur ákveðinn fjöldi frá einu blómi mikið meira geislamagn frá sér en sami fjöldi frjókorna frá öðru blómi og þar af leiðandi er óhjákvæmilegt að vinna með frjókorn frá aðeins einu blómi í senn. Þar að auki er geisla- virkni frjókorna frá sama blómi tilbreytni undirorpin, en ekki í svo ríkum mæli, að það komi mjög að sök. Þegar ég með öðrum orðum ber frjóduft á frænin, blanda ég efeki saman dufti frá tveim- ur eða fleiri blómum, heldur duíta ég eins mörg blóm í á- kveðnu belti í sólarblómskörf- unni og frjóduft frá einu jarð- arhnýðisblómi hrekkur til. Áður en ég geri þetta tek ég ofboðlítið af frjódufti frá þessu jarðarhnýðisblómi og finn síðan með mælinguim geislavirkni hvers korns. Ég beið síðan, þar til ég áleit að frjóvgun væri um garð geng in, fjarlægði þá blómin úr körf- unni, opnaði þá frævubolina og tók út frævísana. Síðan er geisfliavirknin mæld. — Er efeki erfitt að mæla geislavirkni svo lítilla hluta? — Jú. Vegna erfiðleika við að mæla svo veika geislavirkni sem hér er um að ræða, var það róð tekið að leggja nokkra frævísa í sömu skál og mæla sameigin- lega geisiavirkni þeirra. Þetta hafði í för með sér að erfiðleik- ar fylgja túlkun þeirra gilda, sem fengust. Það er venjulegt að vissir frævísar eru alls ekki geislavirkir og þá verður mað- ur að komast að niðurstöðu um hvað margir frævisar séu virk- ir í sýninu. Nú skyldi einhver halda að unnt væri að fjar- lægja einn og einn vísir úr skál inni og það ætti að vera hægt að komast á þann hátt að því hvort þessir frævísar væru virk ir. Það er illframkvæmanlegt, meðal annars vegna þess, að þegar frævísarnir þorna í skál- inni límast þeir á botn hennar og séu þeir losaðir frá er ekk- ert öryggi fyrir því að allt komi með. f öðru lagi þarf helzt að líma frævísana, sem fluttir eru á botn annarrar skálar. Það er erfiðleikum bundið vegna þess að það þarf sáralítið efnisimagn til þess að fanga upp geislunina og þar með_ verða niðurstöðurn ar rangar. Ég hef tekið það ráð í staðinn, að komast að fjölda virfera frævísa með ályktunum. Þessum erfiðleikum hefði maður komizt hjá ef mögulegt hefði verið að mæla geislavirkni fræ vísanna hvers um sig. Ég hef samt mælt geislavirkni í svo mörgum skálum að ég tel álykt anir mínar af þessum mæling- um algjörlega öruggar. — Menn hafa áður komið auga á svokallaða tvöfailda frjóvgun? — Árið 1898 uppgötvaði Ser- gei Navashin hina svokölluðu tvöföldu frjóvgun hjá liljum. Síðan sýndi það sig að tvöföld frjóvgun var einkennandi fyrir æðri plöntur. Hún var í því fólg ein að hinir tveir hannkjarnar frjókornsins renna saman við hvern sinn kjarna í embryo sekknum, eggkjarnann og mið- kjarnann. í kennslubókum stendur, að í þessu sé frjóvgun in fólgin. Menn hafa ekki sinnt því að kímfræðingar hafa oft á tíðum séð í smásjánni, þegar þeir hafa verið að skoða kím- sekki ýmissa jurta, fleiri en tvo hannkjarna í kknsetaknum. Ég hef fundið heimildir í gömlum og nýjum tímaritum fyrir meira en tveimur hannkjörnum í kím sefckjum yfir 50 tegunda. Ástæð an fyrir því að menn hatfa ekki séð þetta hjá enn þá fleiri teg- undum getur m.a. verið atf því, að það líður býsna langur tími á milli tæminga frjókornanna í kimsekkinn. Það er hugsanlegt að hin tvö falda frjóvgun sé oft á tíðum um garð gengin þegar næsta kjarnapar kemur inn. Ennfrem ur má vera að þeir kjarnar, sem voru snemma á ferð hafi stund um leystst upp þegar þeir síð ustu koma inn og því fær mað- ur við talningu of lága tölu. kjarnamir, sem renna saman við eggkjarnann og miðkjarn- ann í kímsekknum koma frá sól arblómsfrjókorni. Það er því greinilegt að leggja ber eitt frjókorn við þá tölu sem segir til um, hve mörg virk frjókorn hafa tæmzt í kímsekkinn og þar með fæst röðin 1, 2, 3, 5, 9, 17. . . Ég gat þess fyrr, að ég frjó- dufta blóm innan sama beltis með frjódufti eins geislavirks blóms. Það hefur komið í ljós að ef frævísar, sem statfa frá sama belti eru ekki óvirkir þannig að frjóvgunin hefur mis tekizt að minnsta kosti að því leyti að geislavirkir kjarnar hafa ekki komizt inn, þá sýna þeir sömu eða svipaða geisla- ég hlotið öll möguleg milligildi. Ég hef einnig ástæðu til að ætla að það yrðu alllág gildi, sökum þess, að hannkjarnar með háum valens eru hlutskarpari kjörn- um með lágum valens og ná því kímsekknum á undan hinum — Hvaða ályktanir má svo draga? — í fyrsta lagi dreg ég þá ályktun, að æxlunarliðir plantn anna, kímsekkir og frjókorn, hafa viss gildi (valensa) og • þessi gildi eru mismunandi inn- an blómskipunarinnar og eru ó- háð erfð (genotyp) plöntunn- ar sjálfrar og einnig eru þessi gildi óháð erfð æxlunarliðarins sjálfs. Þessi tilbreytni í gild- um plöntunnar er aftur á móti greinilega háð legu blómsins í blómskipuninni. Þessar reglur gilda í höfuðatriðum, en undir vissum kringumstæðum munu þeim vera takmörk sett. Þannig hafa t.d. allir kímeetkkir æxlun arliðarins sama gildi innan blóm skipunar, sem er lítil og hefur átt erfitt með þroska. í öðru lagi dreg ég einnig þá Sólarblóm. virkni. Það þýðir, að þegar sama belti er frjóborið frjókorn um frá sama blómi, þá þrengja sér jafnmargir hannkjarnar inn í hvern kímsekk, t.d. átta pör. Aftur á móti geta blóm frá öðru belti í sömu körfu, þótt þau séu frjóborin frjókornum sama blóms, tekið á móti annarri tölu hannkjarna, t.d. fjórum pörum. Einnig get ég fengið mismun, sem er algjörlega hliðstæður þessum, ef ég skipti beltinu í tvennt og frjóber hkctana hvorn um sig með frjókornum frá mismunandi blómum, sem koma hvort frá sínu belti í jarðhnýðiskörfunni. Ef blómin, sem leggja til frjóduftið eru aftur á móti frá sama belti þá fer sami fjöldi kjarnapara ínn í kímsekkinn. Af þessu sést að Tafla yfir fjölda tæmdra frjóko rna í kímsekkjum sólarblóms fjórum til átta sólarhringum eftir frjóburð biómanna í körfu sólarblómsins með ríkulegu magni af geislavirkum frjókorn um jarðarhnýðis og ofboðlitlu magni frjókorna frá sjálfum hin um frjóbornu blómum. Fjöldi geislavirkra frjókorna eða fjöldi frjókorna framandi tegunda. 0 1 2 4 8 16 Frjók., sem koma frá móðurplönt-nni sjálfri 11111 1 Samanl. fjöldi frjók., sem tæmast i kímsekkinn 1 2 3 5 9 17 — Fyrsta lína í töflunni — heldur Einar Vigfússon áfram, sýnir margfeldisröð. Taki mað- ur einhverja tölu í röðinni að undanskilinni tölunni núll og margfaldar hana með tveimur fæst næsta tala. Mælingargildi fjögurra ára eru yfirleitt þann- ig að þau liggja mjög nálægt eða mótsvara nákvæmlega þess uim tölum og falla því inn í þessa margfeldisröð. Ég gat þess áður, að þegar svona fræj um er sáð koma sólarblóm upp af þeim. Þar af er unnt að draga örugga ályktun um að hann- bæði kímsekkir og frjókorn getn haft mismunandi gildi — ég kalla það valensa, allt eftir legu þeirra í körfunni. Þegar ég frjóber fræni með frjókornum frá aðeins einu blómi mótsvarar fjöldi jarðar- hnýðisfrjókornanna, sem tæm- ast í kímsefekinn liðunum í margtfeldisröðinni. Hins vegar er ljóst, að ef ég hefði blandað frjókornum frá mörgum blóm- um með mismunandi legu í jarð arhnýðiskörfunni, hefði ég ekki hlotið gildi hliðstæð liðum marg feldisraðarinnar, heldur hefði ályktun að fjölfrumufrjóvgun eins og sú, sem fram hefur kom ið hjá sólarblómúm er ekki neitt sérkenni þeirra, heldur mun gangur frjóvgunarinnar vera á þennan hátt meðal ærði plantna. í þriðja lagi. Vegna þess að frjóburður villtra plantna á sér oftast stað á þann hátt, að það frjóduft, sem hvert fræni fær er vel blandað duft frá mörgum blómum og mörgum plöntum, má ekki vænta þess að fjöldi þeirra kjarnapara sem komast inn í kímsekkina sé í samræmi við margfeldisröð sól- arblómsins, heldur munu bar milligildi og tiltölulega lág gildi vera að finna. Sú skýring er á þessu, að í slíkri frjókorns- blöndu eru frjókorn af ýmsum gildum, og frjókorn hárra giílda eru hlutskarpari frjókornum lágra giida, þegar um er að ræða að ná kímsekknum. Kím- sekkurinn tekur á móti færri kjarnapörum hárra gilda en lágra. — Ef spurt er, af hvaða tagi þesisi gildi eru, mun mér verða svarafátt. Ef ég á að geta mér einhvers til mundi ég helzt gizka á hleðslur (pólentíala). Það sem hér er að verkum, hvort sem það eru hleðslur eða eitthvað annað, tvöfaldast þegar það eykst. Aukning kjarnasýra á sér stað á þennan hátt, þær tvöfaldast. Sér til gam ans getur maður farið enn einu stigi lengra inn í óvissuna og hugsað sér að þessar hleðslur séu óþekkt hlið á kjarnasýrum. Æxlunarliðirnir hefðu þá hleðsl ur með mismunandi forteifenum og gangur frjóvunarinnar ætti þá að vera sá, að hleðslur gagn stæðra forteikna mætast og frjóvgunin er fullkomnuð, þegar hleðslurnar má hvor aðra út. — mf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.