Morgunblaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU'R 29. OKTÓBKR 1969 Mj 1 BÍLALEIGAX ÆjALURf I mAlF/O/fí BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sím/ 14970 Eftir lokun 81748 eða 14370. MAGIMÚSAR ÍKIPH0LTI21 SIMAr2H90 •ftirloiiun »lmi 40381 BíLAKAUR^ Vel með farnir bílar til sölu og sýnis f bílageymslu okkar | að Laugavegi 105. Tækifæri til a8 gera góð bílakaup.. Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. | Árgerð, tegund, verð í þús. '66 Peugeot 240 I '68 Corti'ne 230 [ '67 Cortina 185 ’66 Plym. Belvadere 260 '66 Landrover 180 '66 Bronco 245 '69 Volkswagen 1200, 200 '67 Voíkswagen 1300, 135 '68 Ford 17 M 295 '66 73000« 17 M stafk>n 235 ’66 Taunos 17 M 235 '67 Volkswagen 1600 T L 235 '66 Ford Custom 300 '68 Ford 12 M 225 '63 Taun us 12 M 85 '62 Land nover 120 '67 Jeepster 295 '68 Moskv. 150 '66 Moskv. 105 '65 Ford Fairtame 210 '65 Gaz '69, 75 '65 Skoda 1000 MB 83 ’68 Mosikv. station 170 '59 Fiat 1800, 95 '64 Opel Rekord 145 '64 Skoda Oktavra 65 '59 Gaz '69, 95. iTökum góða bíla í umboðssölu | Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. W’/rrm umboðið SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 £ Áfengisvandamál Svavar K ristinn Björnsson skrifar: „Velvakandi góður! Ég get ekki á mér setið að víkja nokkrum orðum að pistli er birtist hér ekki alls fyrir löngu, og langar mig til að biðja þig að birta eftirfarandi: Það var ekki að sjá í Vel- vakanda sl. laugardag 18. okt., að þar væri framkvæmdastjóri Áfengismálafélags íslands að skrifa um sín áhugamál. Áður en lengra er haldið, er ekki nema sanngjarnt að biðja Steinar Guðmundsson að skrifa þessa furðulegu grein þannig, að allir geti lesið hana, án þess að þurfa að lesa milli allra lina skammir og svívirðingar á það fólk, sem að áfengismálum vinn- ur. Væri ekki hægt að finna ein- hver orð, sem næðu merkingu og hugsun greinar þeSsa „fram- kvæmdastjóra" eins vel og „leka bytta“, „djúpdæla” og „fúa-kerfi taðkvarnarinnar"? En nóg um það. Væri ekki vel þess virði, aö Steinar Guðmunds son skýrði frá því, hvað hann hyggðist gera til bóta í þessu mikla vandamáli, í stað þess að raða saman tylftum af fáránleg- um orðatiltækjum, sem engan til gang hefur? Gera verður greinarmun á alkó hólistum, sem eiga sitt heimili og sína fjölskyldu, og þeim mönn- um, sem daglega eru i hæðnis- tón nefnair „hafnarrónarnir", og hafa nú unda,nfarin ár hafzt við í skipum og kofaskriflum, sem hvorki halda vatni né vindi. Gæti Steinar Guðmundsson gert grein fyrir því, hve margir menn hafa króknað úr kulda og vosbúð inn an takmarka borgarlandsins á síð ustu árum? Nei, það getur hann varla, og það get ég ekki held- ur, en þeir eru fleiri en flesta grunar. Náttskýli fyrir heimilis- leysingja var sett á stofn, til að láta slíkt ekki koma fyrir oftar. Það er ábyrgðarhluti fyrir þjóð félagið að láta þessa menin krókna úr kulda, þó svo að þeir hafi orðið undir í baráttunni við áfengið. í grein, sem Steinar Guð- mundsson skrifaði fyrir nokkru stendur m.a.: „Alkóhólismi sem ofnæmissjúkdómur er ekkert erf iðari en sumir aðrir ofnæmissjúk dómar, nema siður sé. Og sem smitandi sjúkdómur getur hann verið allra skemmtilegasta við- fangsefni. En það gerist ekkert með því að halda stöðugt í heiðri hinum rótgróna sið, að sinna of- drykkjunni ekki fyrr en viðkom- andi er „kominn í skitinn.” Og nú er ekki aranað sýnna en að í Velvakandagrein sinni leggi Stein ar Guðmundsson á það áherzlu að maður, sem á annað borð sé „kominn í skítinn", eigi að vera þar í friði og ekki undir nokkr- um kringumstæðum megi skjóta yfir hann skjólshúsi á kaldri vetramóttu. Þannig hljóðar það, og verður sannarlega gaman að fylgjast með, þegar Áfengismála félag íslands, eitt af hráskinnum illra nýttra áfengismálaféiaga á íslandi, eins og Steinar Guð- mundsson nefnir það i fyrr- nefndri grein, fer áf stað undir forystu fyrrnefnds framkvæmda- stjóra, og skyldi maður þá ætla að skammt yrði milli stórafreka. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Ungur maður, lipur og áreiðanlegur, getur fengið atvinnu nú þegar eða síðar, í karlmannafataverzlun í miðborginni Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kaupmannasam takanna, Marargötu 2. 1 x 2 — 1 x 2 Vinningor í Getrnunum 13. leikvika — leikir 25. október. Úrslitaröðin: X21 — 112 — XXX — 1 Fram komu 16 seðlar með 10 réttum: Vinningur kr. 12.000,00. 11205 Reykjavík 16265 Reykjavík 16552 Reykjavík 19848 Reykjavik 20071 Reykjavík X 1. 5527 Keflavík 5530 Keflavík 5584 Keflavík 7109 Selfoss 7216 Reykjavik 21154 Reykjavík 21392 Reykjavík 22606 Reykjavík 22871 Reykjavi 24759 Reykjavík 27289 Reykjavík Kærufrestur er til 17. nóvember. Vinningsupphæðir geta lækkað er kærur reynast á rökum reistar. Vinningar fyrir 13. leikviku verða greiddir út 18. nóvember. Getraunir íþróttamiðstöðin — Reykjavík En sem sagt, þess er óskað, að Steinar Guðmundsson geri grein fyrir hugmyndum sínum í þessu máli, og eru það vinsamleg til- mæli, að sú greinargerð verði skrifuð á sæmilega auðskilinni íslenzku! Svavar Kristinn Bjömsson." 0 Gervimjólkurblönd- unarvandamál „Reykjavík, 21. okt., 1969. Herra Velvakandi. Ég vona, að þú ljáir rúm í dáikum þínum fyrir þessar lín- ur mínar eins og svo margra ann- arra. Fyrir nokkru birtist í dálkum þínum bréf frá Steingrími Davíðs syni. í bréfi þessu ræðir hann um „væntanlegt mjólkursamsull eða hristing", eins O’g hann kall- ar það. Ekki gat blessaður karl- inn, Steingrímur hellt úr skálum reiði sinnar vegna þessa máls nema kasta hnútum að mér í leið inni, enda veit hann sem er, að það er ekki óvelkomið í dálkum Velvakanda. Nú náttúrulega hafði ég stórlega hneykslað þenn sm ritglaða mann. Ég hafði néfni lega dirfzt að hafa skoðun sem, Steingrími féll ekki í geð. Steingrímur fyllist forundran mikilli, vegna þess að ég dirf- ist að segja mitt persónulega álit á þeirri mjólkurvöru, sem hér um ræðir. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði mig, eft- ir að ég hafði fyrst bragðað á margnefndri mjólk, hvernig mér hefði bragðazt mjólkin, svaraði ég því til, að persónulega fynd- ist mér mjólkin góð, en stjórn Neytendasamtakanna hefði ekki tekið neina afstöðu tl málsins. Og það ætla ég að segja Stein- grími Davíðssyni og hverjum sem er, að þótt ég sé fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, tel ég, að mér sé heimilt að tjá skoðanir minar um hvaða málefni sém er, hvar sem er, og mun ég gera það svo oft sem mér einum líkar. Steingrími þótti ég taka mér full mikið vald og ákveða fyrir hönd íslenzkra neytenda, að um- rædd mjólk væri góð, og spyr raunar, hvaðan mér komi slíkt vald. Þetta vald hef ég ekki og hef aldrei tekið mér, og ég vona að það hendi mig aldrei, að taka mér vald, sem ég hef ekki, en ég vona jafnframt, að ég verði alltaf svo frjáls maður, að mér leyfist að tjá persónulegar skoð- anir mínar og meðan svo er, mun ég gera það óhikað. En nú langar mig til að spyrja Steingrím, hvaðan honum komi vald til að ákveða fyrir hönd allra neytenda, eins og hann ger- ir í áðurnefndri grein, að „neyt— endur munu glaðir greiða hærra verð fyrir mjólkina, ef þeir fá hana óblandaða". Er Steingrim- ur viss um, að hann tali þar fyr- ir munn allra raeytenda? Ég ef- ast um að svo sé, og ég hygg, að þar séu fieiri en ég á öndverð- um meiði við Steingrím. 18. október s.l. skrifar Stein- grímur Davíðsson aftur í Vel- vakanda. Er ég þar enn til um- ræðu og hef nú hækkað nokkuð í tign hjá Steingrími — orðinn aðalleikarinn í baráttu Stefáns mjólkursamsöluforstjóra við að plata fólk til að drekka þennan drykk, sem Steingrími er svo ó- geðfelldur. En ég vona, að þessi blandaða mjólk verði ekki eini drykkurinn., sem á boðstólum verður í landi okkar, svo Stein- grímur geti fundið sér drykk, sem honum fellur betur i geð meðan blandaða mjólkin verður á boð- stólum, ef hún verður það þá nokkurn tíma. Ég hefði talið eðli- legra að Steingrímur hefði kynnt sér þessa mjólkurblöndun áður en hann upphefur svo mik- inn áróður gegn þeim tilraunum, sem fram hafa farið, og hvort hér sé um lausn á yfirvofandi mjólkurskorti að ræða. Alla vega hefði Steinigrímur getað haft um mæli þau, sem hann hefur eftir mér, rétt eftir. Til dæmis hefði hann getað farið með rétt mál £ bréfi sínu 18. október s.l. — það er að segja ef hann kærir sig um að segja það, sem sannara reynist — um það, sem ég sagði á fundi, þar sem staddir voru blaðamenn og fréttamenn frá út- varpi og sjónvarpi, að mér fynd- ist mjólkin í hyrnu no. 2 vera bezt, en í ljós kom, að í þessari hyrnu var mjólk með 10 prs. íblöndun, en ekki 20 til 30 prs. eins og Steingrímur segir. Enn- fremur sagði ég, að það væri öll um vorkunoarlaust að drekka þessa mjólk heldur en að hafa hér mjólkurskort, þetta er min skoðun, hvort sem mönnum líkar hún betur eða verr. Að lokum lanigar mig til að skjóta því að Steingrími Davíðs syni, fyrst hann hefur slíkan brennandi áhuga á þessu mjólk urmáli, að hann í fyrsta lagi bragði á umræddri mjólkur- blöndu, áður en hamn ríður fram á ritvöllinn í þriðja sinn. Væri sannarlega tími tilkominn að hann ræddi svolítið um þátt húsbónda forstjóra mjólkursam- sölunnar, þ.e.a.s. landbúnaðarráð- herrans, sem óskaði eftir því að mjólkursamsalan gerði þær athug anir, sem hún hefur gert í þessu máli, því mér finnst ómaklegt að ráðast aðeins á þá, sem fram- kvæma beiðni hlutaðeigandi ráð- herra. Ég skýt þessu hér fram án þess þó að ég ætli mér að fara að verja starfsmenn Mjólk- ursamsölunnar, það geta þeir sjálfir. Að lokum þetta Steingrímur Davíðsson. Ég mun ekki taka þátt í ritdeilum við þig meðan þú ekki hefur kynnt þér þessi mál til hlítar og þá einnig hvernig þessi mjólk er á bragðið. Virðingarfyllst, Kristján Þorgeirsson.“ — Er landbúnaðarráðherra virklega „húsbóndi forstjóra mjólkursamsölunnar"? 4ra herbergja íbúð við Fjölnisveg til sölu. Nánari uppýsingar frá kl. 2—5 I dag og á morgun í síma 1-99-88. Harðviðarþiljur — afsláttur Seljum næstu daga með afslætti gullálmsþiljur. Óðinstorg h.f., Skólavörðustíg 16 sími 14275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.