Morgunblaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER ld6» > % BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9 maana - Landrover 7 manna fetgíi LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftír lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKBliA UT car rental service 8-23-47 sendtun Wjj riíi.ii.rroty JFALUIt? fUotaðar vinnuvélar Greenham Equipment LTD. býð- ur vinnuvélar stórac og sméar, svo sem: dælirr, hitara, járn- beygjuvélar, krana, jarðýtur, gröfur, steypustöð. ffjðtandi rammbúkka og fl. Upplýsingar í síma 10958. Plastgómpúðar halda gervitönn- unum töstum • Lina gfaasæri • Festast vlfl perrigrÓTTia. • Ekki lenpur d&gle? vMígerí Ekki lengur iausar gervitenmir, sem falla llla og særa. Snug Den- ture Cushlons bætlr úr þvl. AuC- velt aö lagfæra skröltandi gerví- tennur með gómpúSanum. BorðiS hvað sem er. tallð. na góm- púðinn heldur tönnunum föstum. Snug er varanlegt — ekki lengur dagleg endurnýjun. — Auðvelt að hreinsa og taka burt ef þarf að endurnýja. Framieiðendur tryggja óénægðum endurgreiðslu. Fáið yð- ur Snug i dag. 1 hverjjum pakka eru tveir gómpúðar. VATTTP DENTURE U VX CUSHIONS AUGLVSIHGAR SÍWIk 22*4*80 e Hljóp Halldór á sig? Séra Sig. Haukar Guðjónsson, prestur í Langholtsprestakalli, skrifar: „Reykjavík, 5.11. ’69. Kæri Velvakandi! Ég er hrærður eftir lestur dálka þinna i dag 5.11. hrærður vegna þeirrar umhyggju er Haildór minn Pétursson sýnir mér enn einu sinnL óverðskuldaða, með „ritsmíðum" sínum. Síðastliðinn vetur hélt hann öðlingurinn, að ég ætti í vök að verjast og var þá heldur ekki seinn á sér að senda mér hugarhressingu undir mottóinu „ólyginn sagði mér, að séra Sigurður hefði sagt“. Það varð mér hrjáðum mikil skemmtan að sjá, hve vopn fimur hann er í baráttu við eig in vindmyllur. Ja. ég sem hafði haldið að allir Don Quixotar væru löngu dauðir. Og í dag birtir þú bréf, þar sem mig furð ar á, hve örlátur hann er á blek sitt við að biðja biskup um að líta nú í náð til mín. $ Hælbit Ég hreinlega skammast mín, þar sem ég man ekki tfl, að ég hafi unnið til slíks vinarþels. Einu samskipti okkar var mis- skilningur af minni hálfu, og hefði blessaður maðurinn vel mátt reiðast. Hafði mér verið send bók til umsagnar eftir Hall dór. Ég tók að þetta væri al- vörubók og hélt, að ég ætti að segja um hana sannleikann, en vissi ekki fyrr en um seinan, að þetta var rangt, og eðlilega varð Halldór skelfingu 'lostinn. Minni maður en hann hefði sjálísagt orðið frumhlaupi mínu ofsareið- ur. Þá hefði ég ekkert haft glópsku minni til afsökunar ann- að en það, að ég sel ekki sann- færingu mína fyrir vináttu nokk urs manns. Heldur vil ég þola hælbit um skeið. 0 Óáreiðanlegir heimildarmenn Vinur minn Jónas frá Brekkna koti hefir beðið mig að koma hugvekju minnL þeirri sömu, er Halldór frétti af, til sín, og nota ég nú tækifærið og bið þig að bera honum hana með kærri kveðju. Menn geta þá borið ummæli mín saman við „hugdettur Halldórs" og séð, hve ábyggilegar hlustir sumra manna eru og gáleysislegt að hlaupa eftir slíkum heimild- um. Með kveðju og þökk. Sij. Haukur Guðjónsson". 0 Hugvekjan Hér kemur svo hugvekja séra Sigurðar, eins og hann flutti hana í útvarpið að morgni föstudags ins 17. okt. sL: „Föstudagurinn 17.10. ’69. Vizka er betri en perlur og engir dýrgripir jafnast á við hana. Orðskv. 8:11. Eitthvert sinn, þegar ég átti leið framhjá Bólu, þar sem skáld ið Hjálmar bjö, laust þvi niður í huga mér, að gaman væri nú að þekkja nöfn þeirra miklu manna Útsýnarkvöld í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 9. nóvember kl. 20.30. MYNDASÝNING FRÁ SPANI. FERÐAHAPPDRÆTTI. DANS TIL KL. 1. Enginn sérstakur aðgangseyrir. — Fjöhnennið. Kvðldverður framreiddur frá kl. 19.00. Tryggið yður borð í tima hjá yfirþjóni. Allir velkomnir með húsrúm leyfir. Útsýn Úrvalsgarnið Allar tegundir í buxnadragtina í kjólinn og peysuna, hekiunálar og prjónar. Næg bíiastæði. Verzlunin DALUR Framnesvegi 2. Hæð við Lynghaga Til sölu er 116 fermetra efri hæð við Lyng- haga. íbúðin er 4 herbergi, þar af 2 svefn- herbergi. Suðursvalir. Bílskúrsréttur. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Austurstræti 17 — 3. hæð, Sími 26600 (2 (línur). Hetmasímar. Stefán J. Richter 30587 Jóna Sigurjónsdóttir 18396. sem Hjálmar dæmdu aumastan allra í hreppnum. En ég mundi þau bara ekki nein. Og þá vakn- aði þessi spurn: Hvernig stend- ur á því, að samtíð og saga dæma verk manna ekki á sama veg? Hvað er það sem fær okkur til þess að skríða í duftið fyrir sam- borgurum okkar? Það eru oft furðulegustu hlutir. Oftast er það óttinn við hálfþroskamenn sem náð hafa sér í veldissprota heimsins, það er lýð, sem lifir á þvi að kalla þá stóra, — nú eða þá að hringl buddunnar fær okkur t.þ.a. titra af eftirvæntingu. í hvorugu tilfellinu gefum við okkur - oft- ast — tíma t.þ.a. ígrunda, hvort hrópin um stærðina eru sönn. eða hvort auðurinn er afrakstur vinnu eða þjófnaðar. Við metum sem sé manngildi á furðulegri vog. Tökum eitt af dæmunum, sem nærtæk eru, við hlið Hjálmars. Niels Finsen hélt ekki með merki legan vitnisburð úr skóla hér heima. En sagan sannaði, að hann var maður sem lýsti af. Nú, í dag má sjá í skóla,num hans gamla gullnu letri skráð, — á latínu auðvitað, að Finsen hafi þar numið. Og enn talandi tákn um glámskyggni samtíðarinnar á menn og manngildi: Milljónir krupu Hitler og héldu, að þar væri guð endurborinn, áður en þeir áttuðu sig á, að þeir krupu manni, sem sloppið hafði af „kleppi". Það sama gerðist í aust- urvegi, er Stalín settist í sæti guðs. „Drykkjusj úklingurinn" Jónas Hallgrímsson er orðinn að þjóð- ardýrlingi, og „prestlingurinn" Hallgrímur Pétursson, sem yfir- gaf skóla og bækur, t.þ.a. fá að lifa með fallegri konu, — áhann er bent i dag, af íslenzku kirkj- unni, sem stærstan sona hennar. Furðulegir hlutir. Kannski ættu þessar staðreyndir, — þótt fá ar séu, — úr safninu stóra, að verða til þess að við reynum I dag að glöggva okkur á þvL hvaða manngildi við dýrkum, — hvað það er, sem segir okkur, að tveggja stunda vinna eins sé jafnvirði mánaðarstreðs annars. Ef til vill erum við hér komin að meinsemdinni, er þjáir heim- inn: Hugsunarlausu flani okkar á eftir mönnum sem burðast með stóra lífspoka fulla af ryki. Þú munt taka eftir því, að stærð manma í sögunni fer eftir, hve mikið þeir gáfu eða gefa mannkyninu — bæði andlegt og veraldlegt. Sá, sem er fátækur af því að hann er að gefa sjálf- an sig verður í sögunni stór. Sá, sem í dag er fyrirferðarmikill af því að hann hefir troðið mold í vasa sína, — og byggt „safnhlöð ur“, hann verður í sögunni smár. Við þurfum alltaf að rétta líf- inu fræin, sem við höfum í hönd um, ef við ætlum þeim að bera ávöxt. Það sama er um okkur sjálf: Við þurfum að rétta hjörtu okkar móti himninum, svo að frá þeim stafi birta. Hugsum um það í dag, hverju við krjúpum. Til hvaða verka erum við að ganga? Gef það Drottinn, að við skilj- um það, að dýr og maður eru eitt, — utan vitundarinnar um him ininn. Faðiv vor . . . Guð gefi okkur góðan og bless- aðan dag“. £ Enn um brottrekstur úr skóla Jón Finnsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi! í dag birtir þú bréf frá nem- endum í landsprófsdeild skóla nokkurs í Reykjavik, sem lýsir svo miklum hroka, að óþarft er að svara því. Afstaða þín er þó slík, að ég get ekki stillt mig um að svara þér. Málið liggur nógu ljóst fyrir, til að unnt sé að gera sér grein fyrir málavöxtum. Af- stöðuleysið til hrokans og menn ingarleysisins hefur þegar orðið okkur svo dýrkeypt, að mál er að spyrna við fæti í stað þess að loka augunum fyrir því, eins og venja er. Piltur sá, sem rætt er um í bréfinu, sat í kennslustund, án þess að gera það, sem ætlazt var til af honum. Hann á því ekk- ert erindi í kennslustundina. Þá óhlýðnast hann kennaranum, sýnir honum óvirðingu, svo að til handalögmáls kemur milli þeirra. Með þvi fyrirgerir hann rétti sínum til að vera í skól- anum, og á þá skólastjóri ekki annarra kosta völ en að víkja pilti úr skólamim, vilji hann ekki innleiða skrílræði í skólan- um. Þegar nemandi ininritast í skóla, skuldbindur hann sig til að stunda nám, hlýða reglum skólans og fyrirmælum skóla- stjóra og kennara. Geri hann það ekki, er hann réttrækur. Skóla- stjórar leiða allt of oft hjá sér að reka nemendur, sem ekkert erindi eiga í skóla með venju- legum un.glingum. Nemendur komast upp með sviksemi, sið- leysi og ósvífni átölulaust. Þann ig bregzt skólinn hlutverki sínu sem uppeldisstofnun. Árangurinn sjáum við allt í kringum okkur I þjóðfélaginu. Ég þakka þér fyrir að birta bréfið frá „Nokkrum vitnanna". Það varpar ljósi á ástandið í gagnfræðaskóhinum, hið erfiða hlutverk kennaranna, og hvern- ig heimilin bregðast uppeldishlut verki sínu. Þér var hins vegar óhætt að segja unglingunum sann leikann afdráttarlaust. Jón Finnsson. Fáein orð í viðbót í tilefni bréfs: Skólastjórum er ekki heim ilt að neita nemendum, sem hafa staðizt unglingapróf, um að setj ast í landsprófsdeildir. Allir nem endur eiga rétt á þvi. Sumir skólastjórar gera þetta að vísu vegna fordildar. Þá skólastjóra ætti að setja frá. J.F.“ Kœliborð Kæliborð fyrir matvöruverzlun óskast, ýmsar gerðir koma til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Kæliborð — 8912". Síðdegisbaifi og tízknsýning kvenstúdentafélags Islands verður I Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 9. nóvember kl. 3 e.h. Forsala aðgöngumiða verður laugardaginn 8. nóvember kl. 3—5 e.h. í anddyri Súlnasals Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.