Morgunblaðið - 13.12.1969, Page 4
4
MOROUNB-LAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1969
BtLALEIGAS
22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
MAGNÚSAR
íkipholh2i «mar2]190
eftir lokun »!ml 40381
555
4444
mUIDIB
BILALEIGA
UVERFISGÖTU 103
V W Sendiferðabifreið-VW 5 marma -VW svefnvagn
YW9 marma-Landrover 7manna
bilaleigan
AÆBRA VT
Lækkuð leigugjöld.
r' 8-23-17
scndum
FVR$TA FLCKKS FRÁ FONIX
Með eínum hnappi veljið þér réíta
þvottaVerfið# og . • • •
KiRK
Centrifugal -Wash
þ«MV hitor, lýftur, margskolor og
þeytivindur, eftir þv( tem vift ú,
ALLAN ÞVOTT — OLL EFNI, algerlega
tjáifvirldL
• 3jo hftlfa þvottaefnisskúffa telcur
sápuikammta og skolefni strax.
• Kunn fyrir afbragfti þvott og góftu,
tvfvirfcu þeylivindinguna.
• Hljóftur og litringilaut gangur.
* • Bæfti tromla og vatnsker úr ryft-
frfu státi. Nylonhúftaftur kassi.
• Ytra lokift er til prýfti og Aryggis,
og opift myndar þaft borft til þæg-
inda vift fyllingu og losun.
• Innra lokift er til enn frekara ðr-
yggis, er á sjálfu vatnskerinu og
hefur þykkan, varanlegan þéttihring.
• Innbyggingarmöguleikar: stöftluft
mál, stilingar og sápuhólf á fram-
hUA.
sív; 2 44 20 — SUDURGOTU 10
0 Ævintýri á gönguför
Undir þessari fyrirsögn skrif-
ar séra Benjamin Kristjánsson
Velvakanda eftirfanandi bréf:
„Kæri Velvakandi:
Þú, seanri vegur eins hinn vesæla
og háa, hlustar á kveinstafi
sm ælin.gjans og ert ruslakista
allra volaðra! Nú lamgar mig til
að biðja þig fyrir fáeinar linur,
þar sem ég á nú naumast framar
í anmað hús að venda í þínu
heiðraða blaði.
0 Jólabækurnar
Bækur koma nú í atríðum
straumum í bókaverzlaniraar,
eins og vant er að vera fyrir
jólin, og ber vitanlega að fagna
því, enda hafa íslendingar löng-
um verið kallaðir bókmennta-
þjóð og elska margir ekki annað
meir en góðar bækur. Ekki er
heldur nokkur jólagjöf skemmti-
legri né kærkomnari en góð bók.
1 rúmlega fjörutíu ár hef ég
skrifað talsvert mikið um bækur,
bæði í íslenzk blöð og tímarit,
mest eftir beiðni höfunda og út-
gefenda, og enn eru bækur farn-
ar að hrúgast upp á skrifborði
mínu, sem ég hef verið beðinm
að segja fáem orð um. Þess kon
ar iðja hefur oft kostað mig tais-
verða vinnu, en yfirleitt hef ég
þó haft ánægju af þessu. Með
þessu móti hef ég kynnet höf-
undum og ritverkum, sem mér
hefur verið ánægja að mæla með,
og ég hef haft ávinning af að
kynoast, og þannig hef ég reynt
að fylgjast með því helzta, sem
út hefur komið.
Nú neyðist ég til að biðja menn
að hætta því að senda mér bæk-
ur til umsagnar, því að ekki
nemni ég að ganga bónleiður
milli búða stórblaðanna hér í
Reykjavík og láta þau reka mig
á dyr með slíkar greinar, og hef-
ur þetta hent mig tvisvar frá því
ég settist að í Reykjavík. Hér er
þó skylt að undanskilja Tímanm,
sem hefur verið svo vinsamlegur
að bjóða mér rúm fyrir greinar,
hvenær sem ég óska þess, og er
ég honum þakklátur fyrir slíka
gestrisni.
0 Ruslakista
lofgerðarinnar
Ég skrifaði greinarstúf I morg-
un um bók eftir kunningja minn,
sem bæði er gott skáld og merk
ismaður í þjóðfélaginu, fór síðan
með hana út í hríðarkófið til að
koma henni í blað, sem hann ósk
aði sérstaklega að greinin birt-
ist í, og var nærri orðinn úti í
veðurvonzkunni. Þegar ég loks-
ins fann skrifstofu bliaðsins og
var vísað inn til aðalritstjórans,
leit hann varla á greinina, en
tjáði mér þegar í stað, að hann
tæki engar „umsagnir um bækur
utan úr bæ“. Sjálft hefði blaðið
sína gagnrýnendur, sem mér
skildist, að væru sérstaklega til
þess lærðir og útvaldir til að
fjalla um bókmenntir, og vildi
hann ekki ata hinn hreina pappír
blaðs síns með lofgerðum
ómenmtaðra og gera blaðið þann
ig að ruslakistu. Ég ympraði á
því, hvort það Væri ekki nokkuð
vafasamt fyrir biað, sem vildi
telja sig opirm vettvang fyrir
frjálsa skoðanamyndun í land-
inu, að fá þannig einum eða
tveimur mönnum algert einræðis
vald yfir bókmenntagagnrýninni,
svo sem nú tiðkast í Rússlandi
með herfilegum árangri, en hann
kvað þetta einmitt gert til að
„hækka standardinn" éins og
hann komst að orði. Færi illa á
því, þegar þeir vísu bókmennta-
fræðingaj: væru kannski búnir að
rífa niður góðar bækur, að þá
kæmu fáráðlingarnir og hældu
þeim vondu. Var það ofvaxið
mínum skilningi, hvaða nauðsyn
rak þá menntuðu til að niða góð-
ar bækur, en ritstjórinn gaf mér
þá til kynma, að viðtaiinu væri
lokið, og þar með lyppaðist ég
aftur út I bylinn eins og hala-
klipptur hundur.
§ Umræður í útvarpinu
Nýlega urðu nokkrar umræður
í ríkisútvarpinu um gagnrýni,
skáldskap og bókmenntir, og
minnir mig, að það væri einm rit-
stjóra Morgunblaðsins, sem vitn-
aði þar í speking, sem óneitan-
lega talaði vituriegar en sumir
aðrir á þvi þingi, em hann hélt
því fram, að gagnrýni hefði ná-
kvæmlega jafmmikla þýðingu,
sem vit þess manns hrykki til,
er hama skrifaði. Lærdómur, jafn
vel í bókmenntum, hefði þar
minna að segja, enda væri svo
nefndir bókmenntafræðingaj- og
listdómarax iðulega hver upp á
móti öðrum, eftir því hverja
tízkuna þeir eltu, og kroppaði
þannig einn hrafninn augun úr
öðrum. Hvað skáldskaparmekk-
inn snertir, er það og löngu við-
urkennt, að um hann er örðugt
að deila, og finnst sitt hverjum.
Leiðir það og af sjálfu sér, að
þegar einhverjir busar ætla að
fara að dæma um skáldverk eða
önnur amidleg verk sér gáfaðri
manna, þá hvorki skilja þeir né
vilja skilja vegna öfundsýki eða
annarlegra sjónarmiða, og verð
ur af vitleysa. Og þeim mun
minni sem ritdómamdinm er fyrir
sér, því illgjarmari og lítilfjör-
legri eru þessi skrif að jafnaði.
Það liggur og í augum uppi, að
enda þótt einhver slysist til að
ná háskólaprófi í íslenzkum bók
menntum, getur sá hinn sami
verið þaulheimskur og engu
betur lesinn í þeirri grein en
margur sveitabóndi, sem aldrei
nefur á skólabekk setið.
£ Er æskilegt að einoka
bókmenntagagnrýni?
Vel má það nú vera, að ég sé
nú gengimm svo i barndóm, að
ekki sé framar boðlegur lítill
greinarstúfur eftir mig, eftir að
standardinn er kominn svona hátt
1 bókmenmtagagnrými blaðanna,
og harrma ég það ekki svo mjög,
þó að ég sé þannig sjálfkrafa
leystur frá því erfiði að lesa
margar bækur og þykkar, skrifa
síðan um þær og fá að lokum
snuprur fyrir að voga mér að
mælast til að greimarnar verði
birtar. En aðalkjarni málsins er
þessi:
Er æskilegt að einoka gagnrýn-
ina eins og gert er í harðstjórn-
arríkjum? Fer vel á því, að blöð
sem þykjast vilja vera frjáls-
lynd, og vilja gefa rúm sundur-
leitum skoðun.um á hverju öðru
sviði þjóðlífsins, banni öðrum en
einhverjum útvöldum bókmenmta
páfum að segja sitt álit um góða
eða slæma bók? Er þetta heil-
brigt viðhorf og líklegt til auk-
innar víðsýni? Jaðrar þetta ekki
miklu fremur að því, að bók-
menmtastarfsemin í landinu sé
sett undir ritskoðun, velþóknun
eða fordæmingu misviturra skrif
finna, sem beitt geta valdi sinu
með svo svívirðilegri hlutdrægni,
öfund og illgirmi, að stórt sálar-
tjón og forheimskun þjóðarinnar
hljótist af.
Yfirleitt treysti ég betur góð-
viljaðri gagnrýni en þeirri, sem
bæði er illkvittin og smásálarleg.
Látum það vera, að ritstjórar
geri athugasemdir við ritdóma,
ef þeim finnst eitthvað að at-
huga við þá, eða jafnvel hafni
þeim. En einræði í skoðanamynd
un er ævinlega til ilils og óþurft-
ar og hvergi verra en í bók-
memmtum.
Benjamln Kristjánsson".
0 Birting ritdóma í
desember
Velvakandi leyfir sér að bæta
því við, að atvik það, sem bréf-
ritari segir hér að framan, átti
sér ekki stað í viðskiptum hans
við Morgunblaðið, enda er þar
emginn „aðalritstjóri“.
Hins vegar sakar ekki að geta
þess, að vegna gífurlegrar ásókn
ar manna (útgefenda, höfunda
o.s.frv.) í að fá birta ritdóma sið
ustu vikurnar fyrir jólin, hefur
Mbl. tekið þann hátt upp sem
meginreglu að birta ekki nema
einm ritdóm um hverja bók. Aft-
ur á móti kemur til greina að
birta fieiri ritdóma eftir jól, þeg
ar um hægist. — Auk þess hefur
Mbl. auðvitað teyft umræður um
bækur, þó að ritdómar hafi birzt
um þær.
Kökubasar — kökubasor
verður haldinn i Félagsheimili rafvirkja- og múrara Freyju- götu 27 sunnudaginn 14. desember kl. 3.00 e.h.
NEFNDIN.
NÆC BÍLASTÆÐ1
HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞÉR:
Náttkjóla, undirkjóla, skjðrt. Jólaskóna á alla fjölskylduna.
einnig sokkabuxur í mörgum Mikið úrval af inniskóm
litum og gerðum. á bðm og fullorðna.
Peysur og náttfðt á bðm Kuldaskór á mjðg góðu
og fullorðna. verði.
Verzlunin Dalur Skóv. Péturs
Framnesvegi 2. Andréssonar
Framnesvegi 2.
Höfum til sBlu í húsi þessu sem staSsett er I Kópavogl, fokheldar
2ja og 3ja herbergja íbúðir Hver IbúO hefur sérinngang og sér-
þvottahús. ASelns fjórar ibúAlr I húsinu. Bilskúrsréttur. Beðið
eftir láni húsnaeðismálastjórnar Hagstæð kjör. Höfum einnig tíl
sölu Xja, 3Ja, 4ra oe S herbergja ibúðir f smlðum i Breiðholti
íbúðasalan opin til kl. 18.00.
ÍBÚÐA-
SALAN
GISL.I OLAFSS.
ARNAK SIGURÐSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓI
SÍMI 12180.
HEIMASÍMAR
83974.
36349.
Afar og ömmur
Verzlunin FÁFNIR vill gefa ykkur tæki-
færi á að verzla utan venjulegs afgreiðslu
tíma fram að jólum.
Ef þið viljið nota ykkur þetta tækifæri þá
hringið í síma 12631 fyrir kl. 17.
Betri tími, góð þjónusta.
Verzlunin FÁFNIR
Klapparstíg 40.
©pi*
—n