Morgunblaðið - 20.12.1969, Page 11

Morgunblaðið - 20.12.1969, Page 11
MQRGUiNHLAíMÐ, •*, KESEMBER 196® 11 S j ómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar I Höfnum Hinrik og trillan. UEGAR brim veltur beint a± hafi í Höfnunum, þá er kallað aS það sé leirbrim (Hafnarleiir- inn) og þá er vandsiglt inn á Kirkjuvoginn. Bæli heitir hæð fyrir sunnan Kalmanstjörn. Þegiatr þessa mis- hæð ber í Júnkaragerðiskletta þá er komið að Sundinu. Þetta er sem sé djúpmið, sem gefur til kynna, að úr því að komið er á þetta mið rmegi engu skeika um siglinguna. Frá þessu djúpmiði, Junkaragerðisklettamir í Bælið — er siglt inn eftir tveimur merkjastöngum hvorttveggja með rauðum hlemmi (í dimmu mauðum ljósum) — og er annað merkið á hafnargarðinum en hitt, það sem fjær er, á kamb- inum. Þessi merki eru látin ganga hægt saman til bakborða en þó ekki til fulls og er or- sökin sú, að boðar, sem brjóta á stjórnborða, eða sunnan við bát- inn, kasta honum norður eða í bakborða. Það er því haft bil milli merkjanna, þegar lagt er á Sundið, sem svarar því að klyfja hestur kæmist þar á milli. Þegar Bælið ber í Merkines er komið að Þrengslunum. Þar er 4 faðma dýpi, en aðalsundið er 8—10 faðma djúpt. Sjáist nú ólag framá, þegar komið er að Þrengslunum, þá á að bíða og láta það ólag ríða hjá, því að tvö lög þarf til að taka allt Sundið inn og þess vegna á að bíða eftir góðu lagi við Þrengsl- in. Þegar svo haldið er innúr Þrengslunum eiga Sundmerkin að bera í Keili og þannig er haldið inn, þar til tvö önnur merki taka við og bera saman. Þessi merki eru á svonefndri Eyju, rétt norðaustan við höfn- ina, og er nú haldið eftir þeim, þar til komið er að stöng á koll- óttu skeri all-háu. (Sé um 10— 15 tonna bát að ræða þarf að fara mjög nænri stönginni, varla meira en 3—4 faðma frá henni). Við þessa stöng eða sker er beygt í bakborða og er þá kom- ið í höfnina. Það segja þeir í Höfnunum, að þá sé ekki fært opnum báti á útsjó, ef ekki sé hægt að taka Sundið með þessu lagi. Það er þó sýnilegt að það er ekki nema fyrir þaulkunnuga mienn að taka sundin inn á Kirkjuvoginn í veltubrimi, og hefur jafnvel mörgum kunnug- um orðið hált á þessari innsigl- ingu og farizt á Smiðjuboða eða Hásteinum, en svo heitir grynn ingin fram af sundinu. Kirkjuvogur vair sögufrægt býli og yfir því mikil reisn. Séra Jón Thorarensen hefuir varpað á það rómantískum blæ með Út- niesjasögu sinni. Af þessu merk- isbýli er ekkert eftir nema steyptur gjrunnuir af síðasta hús- inu á bæjarhólnum. Það er graf- reitur kynslóðanna og einu merkin um það líf liðins tíma, þegar margt fólk gekk þarna um garða í önn dagsins með sömu þrár og kenndir og við sem stóð- um á rústunum. Stórbóndinn er horfinn ummerkj alaust eins og ■niðursetningurinn á bænuin hans. Jafnvel sj ávargatan tnoð- in af kynslóð eftir kynslóð á leið til skips eða frá skipi, er gróin og horfin. En eftir stendur Kotvogur. Að visu er reisn hans ekki mikil, en hann lifði þó höfuðbólið og hór birtist af honum mynd. Þar býr nú einmani. Sjór gengur upp að húsinu og hefur verið hlaðinn garður til vamar og ekki teldi ég „irótt að eiga nótt“ í því hrörlega tknburhúsi, þegar útsynningurinn er í algleymingi á myrkri vetrarnótt, og brimið svarrar við húsvegginn er storm urinn hröktir til húsinu. Margur kynni þá að vena á ferli í dimmri nóttinm og sumir máslki á leið frá sjó upp að Kirkjuvogsbæn- um, úa- sjóferð, sem þeir komu ekki lifandi úir. í Höfnunum eru 170 sálir, það an róa 2 dekkbátar, annar þeinra 12 tonn en hinn 8 torni og 5 opnir bátar frá 3—6 tonn, og eru 3—4 menn á stæriri bátun- um en 2—3 á hinum netna Hinr- ik hreppstjóri irær einn á sinni trillu enda er hún minnst báta á staðnum. Allir etru bátamir á færaveiðum og Hafnarmenn róa ekki með annað veiðarfæri en handfærið, sem er nú reyndar ekki lengur raunverulegt hand- færi, því að þeir em allir með rafmagnsvindur. Þeir róa suður að Eldey, og er það tveggjatíma stím fyrir þá og þeir verða að hafa augun hjá sér á miðunum og fullan andvara, því að þetta er eitt viðsjálasta fiskisvæði landsins. Þeiir eru sem sé þama í sjálfri Reykjanesröstinni, og það þarf ekki að kula mikið, ef fallið er á móti vindi til þess að illfært sé að verja opinn bát áföllum. Sé hann við norðanátt, fara þeir að hafa sig af stað undiir norðurfallið, en ef hann er suðlægur þá hætta þeir und iir suðurfallið. Róðrar á opnum bátum úti Reykjanesröst era þvi samfelld nættuför, eins og róðrar á opn- um bátum tvo tíma til hafs eða meira við strenduir íslands eira nú reyndar víðast hvar, en þó er það nokkuð misjafnt eftir að- stæðum hér og þar við landið. Út af Vestfjörðunum er einnig mjög varhugavert sjólag fyirir opna báta, en við suðurströnd- ina og fyrir Norðurlandi er sjó- lag yfirleitt hreinna em opnum bátum er verst straumkvikan eða tvísjóir, sem myndast, begar vindur stendur út af fjörðum þvert á hafsjóinn fyrir utan. Eins og jafnan verður, læra kynslóðirnair á aðstæðurnar og slys verða því ekki tíð á þessum stöðum. Ógæftir hafa hrjáð Hafnarmenn í sumar eins og fleiri, og þeir hafa því ekki haft eims mikið upp og oft éður, en ekkert atvinnuleysi er þó í Höfn um og afkoma manna góð. Það eru eldri menmimir, sem róa helzt, en þeir yngri stunda gjaman vinnu á Vellinum og er það í samræmi við tíðarandann. Það er ekki von að unglingur- inn nenni leragur að kúgast sjó- veikur og hrekjast úti 1 hafi fyr ir lítinn pening, þegar hann get- ur tekið meiri pening á þurtru og án vosbúðar. Annars er það skemmtilegt verk og skemmti- legra en margir halda að róa á trillu. Formaðurinn eir að vísu sá sem ræður, en hásetarnir finna mjög lítið fyriir hans magt, nema við að ákveða, hvenær ró- ið skuli og hvert haldið. Það ganga allir jafnt í verkin og koma fram hverir við aðra sem jafningjatr. Misjafn afli, veð urbreytingar og breytilag veiði- svæði lífga upp stairfið. Það er í rauninni mörgum fullorðnum mörmum óskiljanlegt hvers vegna nokkur ungur maður fæst til að vinna á skrifstofu, í búð eða keyra bíl, meðan hægt er að fá pláss á sjó. En áfram með smjördð. Hinrik í Merkinesi hafði margt að segja, því að hann er refa- skytta og sjósóknairi og svo auð- vitað hreppstjóri. Hann trúir að sjálfsögðu á það, að miorgun- stund gefi gull í mund og fer því snemma ofan á morgnanna og þau hjón bæði — þó að ekki sé róðrarveður. Þegar frúin er búin að hita og hann að gá til veðuirs og snússa sig og full- vissa sig um að ekki sé róandi drekka þau saman kaffið og rabba þá gjaman um landsins gagn og nauðsynjar og það höfðu þau einmitt gert morgun þess dags, sem okkur Helga bar að garði. — Við vorum að ræða um það í morgun sagði Hirxrik, að í raun og veru væri ekki dýrtíð í land- inu. Þegar konan vann í siátur- húsi, en það gerði hún mörg fyrstu búskaparár okkar, hafði hún 80 aura á timann en þá kostaði mjólkurpotturinn 42 aura. Hún náði því sem sagt ekki að vinna fyrir tveimur mjólkurpottum á klukkustund- irrni. Nú myndi hún vinna fyrir fjórum eða fiimm pottum. Þannig er um fleira. Qrsökin til erfið- leika okkar er vitaskuld sú, hvað þarfirnair hafa aukizt geysi lega. Það er auðvitað vandalaust að búa til þarfir umfram tekjur sínar og auðvitað getum við ekki snúið aftur á brautinni, en miðað við það sem áður var, er ekki dýrtíð í landinu." Þetta sagði hann nú karlinn um dýrtíðarmálin. Hinrik sagðist vera búinn að afla um 30 tonn af fiski upp úr sjó, síðan hann hóf róðrana í febrúarlok, eða í rúma átta mán- uði, en úthaldstímiran sagði hann að væri venjulega um 9 mánuðir alls á ári. Fjögur tonn á mán- uði eir vitaskuld ekki mikill afli, ef gæftir eru sæmilegar, það hef ur einmitt ekki verið £ sumar og er þetta með rýrustu úthöldum Hiniriks og þeirra í Höfnunum almennt. Það gleymdist að spyrja Hinrik um nettótekjur hans við róðrana, honum er það vafalaust ekkert launungamál, en það má ímynda sér af aflan- um, að þær hafi ekki verið mikl ar í ár. Þar sem þetta er allt færafisk- ur verðuir að gera ráð fyrir, að hann sé í hæsta verðflokki og þá eir þetta brúttó um 200 þús- undir króna. Olíukostnaður hlýt ur að vera all-tilfinnalegur, þeg ar jafnlangt er iróið eins og þeir verða að gera í Höfnunum og svo að nettotekjur Hinriks eru þetta úthaldið ekki miklar, en eins mun um fleiri Hafnarmenn. Þeir una þó glaðir við sitt og þeim nýtast t ekjumar betur en fólki í bæjum. — Við þuirfum ekki að kvarta, sagði þessi öldungur, sem lifir því lífi, sem flestir karlmenn þrá, veiðimaranslífinu. Hann hvíl ir sig frá fiskveiðunum á því að veiða refi. Hann á margar byss- ur og stórar og reyndar fjölda vopna. í stofunni hjá honum var mikil exi og langskeft, einnig at- geir. Sonur hans hefur smiðað þessi vopn. Skyndilega stökk HinTÍk á fætur. — Það er ekki til setunnar boðið. Það er að verða hátt í. og ég þarf að bjarga bátnum. Hann átti trilluna sína við hryggjuna, og hún hafði hafst þar vel við um fjöruna, en í því brimi, sem var, myndi hún ekki haldast þar á flóðinu. Hinrik þurfti þvi að færa hana inn í vörina, þar sem Hafnarmenn geyma báta sína í aftökum. Þeg- ar kom ofan á bryggjuna var bátur Hinriks eirm eftir. Það var aðeins byrjað að gutla yfir vamarvegginn á garðinum. Hinr ik losaði landfestamar, dró framfestarendann í gegnum kenginn á bryggjunni og stökk síðan með endann út í bátinn og batt honum um mastrið Ef einhveirjir halda, að menn slitni vemr í Höfnunum en annars stað ar hefðu þeir menn átt að sjá þennan mann á áttræðisaldrin- um stökkva niður í trilluna sína, snarast léttilega aftur í véla- rúmið, þegár hann b? '"r; fest framendanum um mastrið og setja í gang, hlaupa síðan enn fram og losa framendamn, draga hann að sér, og stikla þá aftuir- eftir á ný, stjaka frá að aftan og setja á fulla ferð fram á vog- inn. Þetta allt tók hann ekki nema andartak. Það voru engin ellimörk á manninum. Kotvognr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.