Morgunblaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.1969, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DBSEMBER 10«9 7 Séð ofan í Njarðvík úr Njarðvíkurskriðum. Gamlir Eskfirðingar í skemmtiferð Morguninn 21. september s 1. vaknaði margur aldinn Eskfirð- ingur óvanalega snemma og skyggndist til veðurs fullur eftir væntingar og tilhlökkunar sem ungur vær. Fagurt var út að líta, himininn skafheiður, en hæg fjallgola gáraði fjörðinn. Byggð- in og fjörðurinn lágu enn í skugga, en „guðsdýrðarroði skein á tindum mærum“. Það, sem olli okkur gamla fólk inu eftirvænitingu var, að hrepps nefnd Eskifjarðar hafði boðið okkur í skemmtiferð. Skyldi far- ið upp í Fljótsdalshérað og til Borgarfjarðar. Áttu allir að vera mættir við íélagsheimilið Valhöll kl. 9 árdegis. Var nú búizt til ferðar, þegar timi þótti til kominn, og fyrir hinn ákveðna brottfarartíma voru saman komin um 47 manns, karlar og 'konur, glaðvær og ung í anda, þótt ýmislega væru merkt af áranna rauin og fang- brögðum við elli. Við Valhöll fagnaði okkur undirbúnings- nefnd og fararstjórn, en hana skipuðu Steinn Jónsson, formað ur, Kristján Ingólfsson skóla- stjóri og Þorleifur Jónsson sveit arstjóri. Höfðu þeir undirbúið ferðina af mikilli fyrirhyggju og stjórnuðu henni af röggsemi en þó tillitssemi og nærgætni við okkur gamla fólkið. Til fararinnar höfðu verið fengnir tveir góðir bílar frá Aust fjarðaleiðum. Stjórnuðu þeim Sig fús Kristinsson, framkvæmda- stjóri Austfjarðaleiða h.f., alkunn ur sem ágætuir bílstjóri, fróður og skemmtilegur ferðafélagi, og ungur Norðfirðingur, hæglátur en öruggur og gætinn. Brátt voru allir komnir í bílana og „í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð svo vítt gem er séð.“ Það er að vísu tak- markað útsýni á Eskifirði, en þegar kemur upp á Hólmahálsinn gefur á að líta. Reyðarfjörður er allur sem bráðið gull, en ris- brött og tíguíleg fjöllin báðum megin fjarðarins teygja sig morg unglöð upp í himinblámann. En yfir veginn rís Hólmatindur eins og risi á verði og skyggnist um byggð og skipaleiðir. Undir skik'kjufaldi hans felast bein völvunnar góðu, sem bægir vá frá byggðum Reyðarfjarðar. í þeim bílnum, er undinritaður var í, hélt Kristján Ingólfsson uppi fræðslu um ýmislegt, sem fyrir augu bar, en þess á milli stjóimaði hann söng, er raunar varð oft einisöngur að mestu, af því að við, gamla fólkið, höfðum litla söngkrafta fram að leggja, Skjótt sækist leiðin inn Reyðar fjörð og upp um Fagradal og út- sýn opnast til Fljótsdalshéraðs, sem margir, er trútt máttu um tala, hafa talið eitt allra feguirsta hérað landsins. Þar blikar á bjartan Löginn, en lengst í norðri bláma Hlíðanfjöll og Þerri bjargið í Kollumúla hlær við augum. Landið skartar fegurstu haustlitum og hægur laufvindur á hljóðskraf við ilmbjarkir Egils staðaskógar. Við söluskála K. Hb. er numið staðar. Menn kaupa sér smávegis til að gæða sér á í fecðiinni eða ljúka öðr- um nauðsynjum. Svo er aftur haldið upp úr Egilsstaðakaup- túni. Vekur þá athygli stór bygg ing í smíðum. Það kvað eiga að verða guðshús íbúanna. Við það er að rísa „hæsti turn í heimi miðað við fólksfjölda", að sögn. Með möirgu móti lofa menn guð sinn, og er vel, ef lofið er fram- borið í einlægni af auðmjúku hjarta. Næsti áfangi er Eiðar, gamalt stórbýli og nú um langt skeið höfuðmenntasetur Austurlands. Þar eru margar og miklar bygg- ingar, flestar ungair að árum. Þar tekur skólastjórinn, Þorkell St. Ellertsson, á móti okkur. Hann hefir verdð beðinn að sýna okkur staðarhúsin. Hann leiðir okkur fyrst í elzta hús staðarins, lítið hús í bjarkaskjóli sunnan við aðalhúsaþorpið. Þetta er Eiða- kirlkja. Ýmsir í hópnum eiga það an góðar minningar. Þar dvelst okkur svo lengi, að ekki reynist tími til að skoða byggingar nýja tímans. Svo er aftur ekið úr hlaði og enn haldið til norðurs. Einhvers staðar milli Hlednargarðs og Ket ilsstaða förum við yfir mörkin milli Suður- og Norður-Múla sýslna. Skammt þar frá komum við í lítinn hvamm. Þair eru tvö lágreist hús. Hér hefir Jóhannes Kjarval lengi átt sumarbústað Sýna húsin nægjusemi og látleysi snillingsins. Áfram bruna bílarmir út Hjalta staðaþinghána allt út undir Hér- aðssand. Því miður hylja ský hin fögru austurfjöll. Samt er þama fagurt um að litast, land allt grasi vafið og reisuleg býli með mikilli ræktun blasa hvarvetna við. Ekki er að sjá, að margra ára harðindi hafi komið bændum á kné, em vafalaust hefir barátt- an við harðærið lagt mörgum þyngri byrði á herðar en hann fær með góðu móti risið undir. Er nú ekið að rótum austur fjalla og þar farið yfir Selfljót. Litlu utar, hjá Unaósi, er lagt upp á Vatnsskarð. Ofarlega í hlíðum er numið staðar og bílfreyja vor, frú Sigurborg Sörensen, útbýtir öli, gosdrykkjum og gómsætu kexi, sem er vel þegið. Frú Sigur borg er ljósimóðir, og höifðu sum- ir að gamananálum, að lítt mundi hún þurfa að reyna á kunnáttu sína í þessari ferð. En fararstjór ar vissu hvað þeir sungu. fslenzk ar ljósmæður eru þekktar að því að geta lagt fleirum líknarhend- ur en fæðandi konum. Hér vair margur veill í för, og auk þess geta alltaf orðið einhver óhöpp, þar sem nærfærnar hendur og nokkur kunnátta getur komið að liði. En sem betur fór dugðu ferðamenn vel og engin slys urðu í ferðinni. Á Vatnsskarði er snjóföl og breytir úr kólgubökkum. En leið in yfir skarðið og niður í Njarð- vík sækist fljótt. Hér skarta fjöll in föigrum litum. Annars vegar er undurfagurt, litaauðugt gróð- urflos, en hins vegar naktar skriður og klettakambar, bleik- ir, grænir og bláir að lit. Hér hlutust til forna mikil mannvíg af völdum ómeirkilegs óhappa- manns. Skammt frá garði í Njarð vík er Þiðrandaþúfa, þar sem Þiðrandi Geitisson féll, og hand an Njarðvíkurskriðna er Gunn- arsdæld, þar sem Gunnar Þið- randabani tók land eftir að hafa synt yfir Njarðvík að sögn Fljóts dælu. f Njairðvík hafa löngum búið góðir bændur og gildir, og eru þaðan komnar miklar og merkar ættir. Nú er komið að hinuím ill- ræmdu Njarðvikurskiriðum. Veg- urinn er allgóður, en víða eru krappar beygjur, og ekki er laust við, að hroll setji að mönn urn við þá hugsuin, að aíturhjól kunni að lenda út af í einhveirri beygjunni. En bílstjóramir eru gætnir og öruggir og stýra hjá öllum háska. Austarlega í skrið- unum eir kross Kristi vigður, sem bægir iliu.m vættum frá vegfar- endum. Svo opnast Borgarfjörður. Yzt bæja vestan fjarðar er Snotru- nes, en Höfn er yzt bæja aust- an fjarðair. Þar bjó Árni Gísla- son, faðir Hafnarbræðra. Utan við Hafnartanga er vogur sá, er Sæluvogur heitir. -Hann varð Árna Gíslasyni tákn hinzta ar- yiggis eins og sjá má af þessari vísu hans: Þegar ég skilst við þennan heim þreyttur og elliboginn, ég mun róa árum tveim inn í Sæluvoginn. Loks er numið staðar við fé- lagsheimilið í Bakkagerði. Þar bíða okkar hlaðin borð með veizluföngum, og nú eta. menn og eru glaðir. Síðan er sezt aft- ur í bílana, og nú bætast tveir heiimamenn í hópinn, hvor í sinn bíL Er svo ekið um sveitina þvera og endilanga. Er hún fög- ur og búsældarleg. í mínum bíl er Sigurður Pálsson, skólastjóri, og kann á öllu skil. Fræðir hann okkur um býlin og fjöllin, álfa og tröll, útburði, skottur og galdramenn. Fjöllin í Borgar- firði eru rómuð fyrir tign og feg urð, einlkuim Staðarfjalll og Dyr fjöll. Þótt ekki sé sólskin í Borg arfirði þessa dagstund, sjást aust urfjöllin greinilega, brött og fjöl breytt að formi og litbrigðum. En vesturfjöllin og þar með hin ann áluðu Dyrfjöll hyljast dimmu skýi eins og Hórebsfjall á dög- um Móse. Ekki leggjum við í að ganga á Dyrfjöll til fundar við drottinn, en í litlu kirkjunni í Bakkagerði sjáum við drottinn í dýrðarljóma að Dyrfjöllum á altaristöflunni undra fögru eftir Jóhannes Kjarval. Skammt innan við Bakkagerð- isþorp er Álfaborgin fræga. Þar hefiir löngum verið álfabyggð, og eir vonandi enn. Umhverfis hana lá rómantíkin í loftinu fram að hinum síðustu og verstu tímum, að sögn Sigurðar Pálssonar. Þangað hefir margur ungur sveinn og meyja lagt leið sína undir leiðsögn ástarguðsins, og ótal hjörtu hafa bundizt þar ævi löngum tryggðum. „En nú er öll rómantík komin inn í bílana“, segrr Sigurður, og það er sökn- uður í rómnum. Svo kveðjum við Borgarfjörð og einn úr hópi oklka-r gamla fyrir gestrisni og ánægjulega sam veirustund. Er nú haldið heim á leið og ekki numið staðar fyrr en í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar er drukkið ágætt og vel úti látið kaffi. Tekið er að rökkva og kominn heimhugur í menn, er gerast mú ferðlúnir nokkuð. Brábt er því haldið af stað aftur og ekki numið staðar fyrtr en á Hólmahálsi, þar sem Eskifjarðar kauptún blasir við. Þar er snöggvast stigið út úr bílunum, og einn úr hópi ökkar gaimla fólksins þakkar fararstjórum fyr ir frábærlega vel undirbúna og skemmtilega ferð. Svo er aftur ekið af stað og brátt er komið á leiðarenda, og hver heldur til síns heima. Ferðinni er lokið. En minningin um skemmtilegan dag vermir okkur á komandi vetrar- dögum. Verður okkur þá hugsað með þakklæti og hlýju til allra, sem þátt áttu í því, að við urðum aðnjótandi þessarar óvæntu á- raægju. Ég tel, að þessi hugulsemi sveitarstjórnar Edkiifjarðar sé til fyrirmyndar, og mættu fleiri fara að dæmi hennar og annarra, sem hafa gert þetta siama. En varast skyldu menn að hafa langa á- fanga eða dagleiðir. Einn af oss. Jóla Magasin, Breiðfirðingabúð Mikið af ódýrum leikföngum, jólaskrauti og margskonar gjafavöru. Hvitar herraskyrtur á kr. 290,— Velur-skyrtur í mörgum litum kr. 490,— JÓLA-MAGASlN, Breidfirðingabúð Skólavörðustig 6 B. oCdti^ jólaljöllu. ohhar uíóa lýöur veainn tií La^lwæmra iólainnh« r &iA aupa f Ljósatæki: Loftljós, vegglampar, borðlampar og standlampar. Heimilistæki: Eldavélar, frystikistur, kæliskápar, þvottavélar, strauvélar, hrærivélar, vöfflujárn, straujárn, ryksugur. Merkuria ryksugan kostar aðeins kr. 4.088,— og 4.672,— og ótal fleiri tegundir af góðum heimilistækjum. Jólaljós: Jólatréssamstæður, úti og inni, kirkjur m/ljósi og spiladós, stjörnur. Jólatré, margar stærðir. Mislitar perur. Jólagjafir: Femina, Calor og Relax nuddtæki, Philips háfjallasólir, Ronson hárþurrkur, Philips rakvélar, Solis hárliðunarjárn, og ótal margt fleira. Opið til klukkan 10. Ath. Næg bílastæði við verzlunina Grandagarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.