Morgunblaðið - 11.01.1970, Blaðsíða 12
ORSON WELLES hatar að tala um sjálfan sig og myndir sínar. Hann
segir, að í rauninni hefði tilviljun ráðið því að hann fór að fást við
kvikmyndagerð, aðaláhugamál sitt hefði »tið verið og muni alltaf verða
stjómmál. Hann iðrist þess alla ævi að hafa ekki gripið tækifærið, er
honum var boðið að gefa kost á sér til framboðs sem öldungardeildar-
þingmaður fyrir Wisconsin-fylki. Orson Welles hefur verið tregur á við-
töl við blaðamenn um dagana, en Tony Palmer hjá Observer tókst ný-
lega að losa ofurlítið um málbeinið á gamla manninum, og komu þá
fram margar nýjar og skemmtilegar hliðar á honum. Grein Palmers fer
hér á eftir í lauslegri endursögn og nokkuð stytt.
Fyrir um þaS bil 20
árum hóf Orson Welles
vinnu við gerð mynd-
ar, sem er ófullgerð
enn 1 dag. Þessi mynd
er gerð eftir meistara-
verki Cervantes, Don
Quixote, og biður þcss
að verða að veruleika,
likt og draumur hans
að verða forseti Banda
ríkja Norður-Ameríku
kitlar stöðugt mctorða-
girnd hans.
Óþekktur spænskur
leikari fer mcð hlut-
vcrk Don Quixote og
hann sendi nýlega leik
aranum Akim Tamir-
off, sem fcr með hlut-
verk Sancho Panza í
þcssari útgáfu Welles,
línu: „Góði vinur”,
skrifaði hann, „viltu
ekki vera svo góður og
skrifa þínum ágæta vini
og spyrja hann, hvenær
frekari taka mun fara
fram. Með sama áfram
haldi óttast ég nefni
lega, að ég verði kom-
inn í gröfina áður en
verkefninu lýkur.”
Welles hefur reynt að
öllum mætti að losna
við stjórnmáladrauma
sína, scm hafa ætíð
fylgt honum, sama að
hverju hann hefur snú-
ið sér. „Ég er þess full-
viss, að ég hcfði átt að
snúa mér að stjórnmál
um,” segir hann. „Ég
var tældur frá þeim.
Vegna þess að ég elska
kvikmyndir. Þetta er
likast því sem maður,
er ferðast eftir þjóð-
vegi, sjái fagurt fljóð 1
krárdyrum og farl þá
ekki lengra. Ég varð
hreinlega ástfangtnn af
þessu tjáningarformi".
Sé Welles spurður,
hvort hann iðrLst þcss
að hafa látlð tælast,
svarar hann: „Vissu-
lega. Vissulega. Kvik-
mynd er bara draum-
ur. Grófur, kjánalegur,
drungalegur og ólögu-
legur draumur, kannski
martröð. Og ekki hvað
sízt — draumur verð-
ur aldrei sjónhverflng.”
Hugur hans er sneisa-
fullur af slíkum draum
um.
Uppvöxtur
Georg Orson Welles
var borinn í þcnn-
an heim hlnn 6. mai ár
ið 1915 í Kenosha 1
Wisconsin. Aðeins
tvcggja ára var hann
orðinn fljúgandi læs, og
sjö ára gat hann þulið
utanbókar samræður úr
Lé konungl. Og áður
en hann náðl tíu ára
aldri var hann teklnn
til við að stílfæra verk
Shakespeares i nútfma
legan búning, og 11 ára
ritaði hann 8 þúsund
orða ritgerð um verk
Nietzsches — „Hlnn
virti Zaraþústra".
Móðir Welles var
— svo eitthvað sé nefnt
— verðlaunaskytta á
riffil, áköf en iðulega
fangelsuð kvenréttinda
kona og konsert-pianó
lcikari. Kunningjar
hennar voru m.a. Ravel
og Stravinsky, og að-
eins fjögurra ára stjórn
aði sonur hennar hljóm
svcitinni í heimabæ sin
um og lék á fiðlu í á-
heym þessara meistara.
Faðir hans var auðug-
ur iðnrekandi og hann
flúði heimili sitt, er
Orson var 5 ára. Þá
tóku mæðginin að fcrð-
ast um heiminn, og
þetta ferðalag hefur stað
ið hjá Orson allt fram
á þennan dag.
Móðirin lézt tveimur
árum siðar, og fór
hann þá til föður síns.
Þeir ferðuðust saman
um allan hcim — til
Berlinar, Búdapcst,
Ástralíu og Peking,
jusu gulli á báða bóga.
„Mér tókst á þcssum
tíma” segir Orson, „að
stuðla að heimsham-
ingju, er ég skrifaði
undir reikningana fyr-
ir drykkjum allra, sem
voru svo lánsamir að
vera á börunum um
leið og við.” Og þeg-
ar faðir hans lézt, eigna
laus að lokum, tók
Welles stefnuna á Dubl
in og tók með sér all-
ar veraldlegar eigur sín
ar — 1 einni tösku.
Skip hans tók land
að Galway árið 1937
og fyrir síðustu dalina
slna keypti hann sér
hest og kerru, ferð-
aðist um írland
sem umferðar-Iands
lagsmálari. Hann var
svo auralaus, að hann
mátti glsta í klaustrum
á hverjum stað — og
svaf þar venjulega í
tómrl líkkistu. Þegar
hann kom loks til Dubl
in tókst honum að sann
færa Michaél Mac
Liammóir, stjórnanda,
Gate-Ieikhússins, að
hann væri aðalleikarl
frá Broadway og hefði
1 rauninnl ekkert á
móti því að aðstoða þá
í Dublin I sumarleyfi
sinu.
Frægðar-
ferill hefst
Hróður hans á svið-
inu í Dublln varð til
þess, að hann hélt aft-
ur tU Ameríku árið
1938, og stofnaði Merc-
ury-leikhúsið, sem átti
cftir að verða eltt
áhrlfamesta lelkfélagið
vestan hafs. Uppsetn-
ing hans á Macbeth
mcð blökkuleikara í
öllum hlutverkunum
vakti á honum athygll,
en flutningur hans á
Innrásinni frá Marz,
verki H.G. Wells í út-
varpsfréttaformi gerðu
hann að umtalaðasta
manni í bandarísku
þjóðlífi.
Þegar Welles lýsti
ófreskjunum á hæð við
skýjakljúfa, vopnaða
dauðageislum, er
myldu niður turnana í
New Jersey, flúðu þús
undir manna út á stræt
in og marglr fengu
hjartaslag. „Við viljum
eindregið hvetja fólkið
til að yfirgefa New
York”, sagði hann, „er
Marsbúarnir nálgast.”
í Indianapolis hljóp
kona veinandi inn í
kirkju, þar sem kvöld
þjónusta fór fram og
hrópaði: „New York
hefur verið lögð i rúst.
Þetta eru endalok
heimsins. Farið heim
og búið ykkur und-
ir dauðann”. Þjóðvarð-
liðið i New Jersey var
kallað út, gasgrímur
fluttar í skyndi út í út-
hverfi New York,
helztu hraðbrautir út úr
borginni yfirfylltust af
fólki, um leið og fjöldi
heimila var yfirgefinn,
og bílalestir lágu út úr
borginni í nærsveitirn-
ar, hlaðnar farangri,
sem fólkið hafði grip-
ið með sér í flýti.
Borgari
Kane
En hvorki almcnnings
reiðin, sem beindist að
Welles eftir að upplýst
hafði verið, hver þulur
inn var, né velorðuð
mótmæli H.G. Wells
sjálfs til CBS-stöðvar-
innar, gátu heft frekari
framgang Welles. Kvik
myndafélagið RKO
gerðl við hann samn-
ing um gerð myndar I
Hollywood og gaf hon-
um ótakmarkað forræði
yfir framleiðslunni,
auk 25prs. af arðl henn
ar, ef einhver yrði, og
20 þúsund dali við und-
irritun samningsins.
Árangurinn varð
„bezta mynd, sem
nokkru sinni hcfur ver-
ið gerð”, eins og Weli-
es sagði sjálfur á þcss-
um tíma. Gagnrýnend-
ur voru ekki eins viss-
Ir í slnni sök. Þeir
völdu að kalla hana
„elna af beztu mynd-
um, sem gerðar hafa
verið”. Enda þótt Well-
es hafi ætíð neitað því
að „Citizen Kane” sé
paródía um ævl blaða-
kóngsins William Rand
olph Hearst, var Hearst
sjálfur ekki sannfærður
um þetta. Ilann bauð
því RKO 350 þúsund
dali — þ.e. framleiðslu
kostnað myndarinnar
— sæi félagið um að
myndin yrði eldi að
bráð, áður en hún yrði
frumsýnd.
RKO neitaði, og
Hearst hótaði að ráð-
ast þá að kvikmynda-
iðnaðinum í heild sinnl í
dálkum allra 50 blaða
sinna. Hann sá til þess,
að RKO átti I veruleg-
um erfiðleikum að fá
myndina sýnda í kvik-
myndahúsum, þvi að
stærstu kvikmyndahúsa
eigendurnir — Warncr,
Loews, og Paramount
— þurftu mikið til
Ilcarst-hringsins að
sækja varðandi auglýs-
ingar. í New York og
Los Angeles varð RKO
að leigja sali í einka-
eign til að fá myndina
sýnda.
Fjárhagslega varð
þessi fyrsta mynd
Welles öldungis mis-
heppnuð. Næsta mynd
hans var „The Magni-
ficent Ambersons”, en
hún var klippt og
skeytt saman, án þess
ð hann kæmi þar nærri,
sem er í rauninni
grundvallarbrot á einni
helztu kenningu Well-
es, að „englnn getur tal
izt höfundur myndar
ncma hann annist sjálf-
ur klippinguna”. Tvær
myndir að aukl gerði
hann í Hollywood, aðra
fyrir United Artists og
hina fyrir Columbia,
enda þótt hann væri
þá orðinn útlægur
hjá kvikmyndaverun-
um, og hefur svo verið
allt fram til þessa dags.
Hann yfirgaf IloIIy-
wood en lét hafa eftir
sér við brottförlna:
„Hollywood er prýðls
staður fyrlr óða golf-
Ieikara, garðyrkju-
menn, miðlungsmenn
og sjálfsánægðar stjörn
ur- Ég fell undir engan
þessara liða.”
í útlegð
Hann hefur upp frá
þessu sótt þangað, sem
verkefni er að finna.
Hann hefur lelklð í 50
leikrltum og 40 mynd-
um. Hann er jafnan í
peningahönk en hefur
ætíð nægan starfa. Hann
gerði Macbeth fyrir 75
þúsund dollara á að-
eins 23 dögum „til að
hvetja kvikmyndagerð
armenn til að ráðast í
viðamikil verkefni á
naumum tíma”. Hann
hcfur aðeins lokið gerð
sex annarra mynda
— oftast kostað þær
sjálfur að öllu eða ein-
hvcrju leyti með pcn-
ingum, sem hann hefur
aflað fyrir leik slnn.
Ilann skrifaði og stjórn
aði 39 útvarpsending-
um á „Ævintýri Ilarry
Lime” og 39 þáltum á
„Svarta safnið — sagn-