Morgunblaðið - 10.02.1970, Síða 16
16
MOBiGU'NIBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FBBRÚAR 1070
taigtiit&Iftfrft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjaid kr. 165.00
1 lausasölu
H.f, Árvakur, Reykjavík,
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sfmi 10-100.
Aðalstræti 6. Simi 22-4-80.
á mðnuði innanlands.
kr. .10.00 eintakið.
EFTA-AÐILD OG NORDEK
F|eilurnar um aðild okkar
” að EFTA eru nú naer því
þagnaðar, enda er það sann-
ast sagna, að eftir því sem
það mál upplýstist betur,
sannfærðust fleiri um, hve
sjálfsagt það væri, að við
tækjum þátt í þessu sam-
starfi á sviði viðskiptamála.
Kommúnistar voru auðvitað
andvígir þátttöku okkar í
EFTA, eins og öðrum hags-
munamálum íslenzku þjóðar-
innar, en Framsúknarmenn
hölluðust í æ ríkari mæh á
sveif með þeim, sem þátt
vildu taka í Fríverzlunar-
samtökunum, þótt þeir veldu
sér það hlutskipti að segja
hvorki já, já né nei, nei.
í stuttu máli má segja, að
þeir meginhagsmunir sem við
íslendingar höfum af þáttöku
í FríverzlunarsamtökTmum,
sé tollfrjáls markaður fyrir
allar okkar iðnaðarvörur og
betri aðstaða til sölu land-
búnaðar- og sjávarútvegsaf-
urða. Þennan markað fáum
við strax, en hins vegar þurf-
um við ekki að lækka tolla
okkar á EFTA-vörum um
meira en 30% næstu fjögur
árin, og afnema þá síðan á
sex árum þaðan í frá.
Sú tollvemd, sem við njót-
um fyrir okkar framleiðslu,
er í flestum tilvikum jafn
mikil og hollt er fyrir iðnað,
sem ætlazt er til að aukist og
styrkist, því að iðnaðinum er
vissulega nauðsynlegt að hafa
nokkurt aðhald og samkeppni
til þess að þeim árangri verði
náð, sem að er stefnt.
Að sjálfsögðu er það fyrst
og fremst að þakka frænd-
þjóðum okkar á hinum Norð-
urlöndunum, hve hagstæðum
samningum við náðum um
EFTA-aðild, auk þess sem
þær standa að iðnþróunar-
sjóðnum, sem vissulega mun
hafa mikla þýðingu fyrir
uppbyggingu iðnaðarins á
næstu ámm.
Ekki leikur á tveim tung-
um, að íslendingar vilja hafa
náið samstarf við hinar Norð-
urlandaþjóðirnar, bæði á
sviði viðskiptalífs og í menn-
ingarefnum. Samt stöndum
við nú frammi fyrir þeim
vanda að geta ekki tekið þátt
í því víðtæka efnahagssam-
starfi, sem allt útlit er fyrir,
að frændþjóðir okkar komi á
sín á milli með stofnun Nor-
dek. íslenzkir ráðamenn eru
sammála um, að á þessu stigi
sé ógjömingur fyrir okkur
að taka þátt í Nordek. Hins
vegar munum við að sjálf-
sögðu fylgjast náið með fram-
vindu mála og leitast við að
halda öllum þeim tengslum
við hinar Norðurlandaþjóð-
imar, sem unnt er, enda vit-
um við af reyn'slunni, að þær
munu gera það, sem í þeirra
valdi stendur, til að auðvelda
okkur slík samskipti.
En þegar Nordek er að
verða að veruleika, sjá menn
enn betur en áður, hve knýj-
andi nauðsyn það var, að við
gerðumst aðilar að Fríverzl-
unarsamtökunum. Ef við
hefðum staðið þar utan við,
og jafnframt þurft að horfa
á þróun hins víðtæka efna-
hagssamstarfs nágrannaþjóð-
anna innan Nordek, sem er á
næsta leiti, hefði vissulega
verið vá fyrir dymm. Þá
hefðum við einangrazt æ
meir frá okkar elztu og beztu
viðskiptaþjóðum og þeim
þjóðum, sem við helzt viljum
hafa náin samskipti við.
Öflugra atvinnulíf
¥ kjölfar EFTA-aðildarinnar
mun fylgja margháttuð
uppbygging á sviði atvinnu-
lífsins, enda sjást þess nú
hvarvetna merki, að athafna-
menn hyggjast hagnýta þau
tækifæri, sem eru á næsta
leiti, til þess að auka umsvif
og bæta rekstur fyrirtækja.
Ríkisvaldið mun líka leggja
sig fram um að auðvelda at-
vinnufyrirtækjunum að koma
rekstri sínum á traustan
grundvöll. Þannig munu þeg-
ar á þinginu, sem kemur sam
an á ný um mánaðamótin,
koma til afgr. tillögur, sem
miða að eflingu atvinnufyrir-
tækja. Er þar um að ræða
löggjöf til að auðvelda sam-
runa og samvinnu fyrirtækja
og í annan stað breytingar á
skattalögum, sem miða að því
að gera íslenzk fyrirtæki jafn
vel sett að því er skattgreiðsl-
ur varðar og fyfirtæki í sam-
keppnislöndunum. Koma þar
einkum til greina breytingar
á reglum um afskriftir, og
jafnframt er nauðsynlegt að
breyta skattlagningu hluta-
bréfaeignar og sköttum af
arði af hlutafé til þess að
örva þátttöku manna í at-
vinnurekstri.
Nefnd sú. sem Magnús
Jónsson, fjármálaráðherra,
skipaði til þess að gera til-
lögur í þessu efni, hefur starf
að að undanfömu, og vænt-
anlega verður álit hennar til-
búið, er þing kemur saman
að nýju, svo að bráðan bug
megi vinda að því að koma
þessum nauðsynlegu breyt-
ingum á.
rii
Stúaentar
haskólinn
EFTIR ÞÓR WHITEHEAD
ÞAÐ HEFUR VARLA farið fraan hjá
noklkruim manni með s'kilningarvitin í
laigi, að málliefni Hásíkióiliainis hefuir mjöig
borið á góma upp á síðkastið. Eiftir-
minniliag næðia Járuasiar Kristjiáinssionair
1. d'esamiber var upphaif j>ess, að
stúdentar efndu til funda um hásikóla-
menntun, og hvernig breyta mætti
sitirðnaðri niámisisikipaín í nútím-aíliegiria
horf. Nú er ætlunin að láta athafnir
fylgja orðum og gefa ahnenningi tæiki-
færi til að ikynna sér, frá fyrstu hendi,
hvað fram fer á degi hverjum í þessum
margumtalaða skóla. Þann 8. marz n.k.
efna stúdientar siem sé till „Háskóladags“,
dyrum skólans verður þá upp lokið og
ölilum aknenningi boðið til kennslu, við-
ræðna og Skemmtunar.
UPFHAF MÁLSINS er það, að fram-
bjóðendur Vötoumanna við síðustu
stjórnahkosningar í Stúdentafélaginu
lögðu til, að félagið beitti sér fyrir því
að kynma þjóðinni málefni slkólans „með
öflugri Háskóla;kynningu“. Miðpunikt-
ur kynningarinnar yrði „Hásikóladag-
ur“. Slkólinm yrði þá opnaður aknenn-
ingi og háSkólastarfsemin kynnt. I þess-
ari tillögu Völkumanna var m.a. kom-
izt svo að oiði: „Stuðningur þess fólks,
sem vinnur hörðum höndum í íslenzku
þjóðfélagi hlýtur að vera mjög mikils
virði, þegar um er að ræða framtíðar-
uppbyggingu Háskólans .... velvild
almennings er grundvöllur þess að bifa
megi fjárveitingarvaldinu.“
Þegar stjórn Stúdentafélagsins kom
saman að loknum drætti í haust, voru
allir á einu máli um að hrinda þessari
ágætu hiugmynd uim „Háskóladag11 í
framikvæmd. Var til þess skipuð nefnd
valinna manna undir forystu Baldurs
Guðlaugssonar stud. jur. Nefndarmenn
höfðu þann hátt á, að þeir leituðu til
allra deildarfélaga skólans og báðu þau
leggja á ráðin uim hlut viðkomandi há-
skdladeilda. Sarni háttur var einnig
hafður á við undirbúning sjónvarps-
þátta um slkólann, sem sjónvarpað verð-
ur fyrir „Háslkóladaginn“, þótt ekki séu
þættirnir í beinum tengslum við dag-
inn.
Tillögur deildarfélaganna um „Há-
skóladaginn" eru tilbúnar í megindrátt-
um, og gera þær ráð fyrir margbreyti-
legri dagskrá. Af væntanlegum dag-
Skrárliðum sikal eftirfarandi tínt til:
Læknanemar ræða laeknisfræðileg við-
fangsefni, opna tilra/unastofur sína og
sýna beinagrindur og annað góðgæti.
Laganemar setja á svið spennandi mál-
flutning. Heimspekideildcirmenn halda
uppi samfelldri og fjöl’breyttri dagskrá,
sem byggð er á málvísinduim, sagnfræði
og bókmenntum. Guðifræðinemar ann-
ast sálarlega velferð gesta með messu-
gjörð, en einnig efna þeir til umræðna
um ýmis kirikjuinnar málefni. Tamm-
læknanemar halda uppi sýnilkennslu.
Viðskiptanemar efna til „seminar®“ eða
hópumræðna um hagfræðileg efni.
Náttúrufræðinemar sviðsetja kennsliu-
stund og umræðufund fyrir gestina.
Verkfræðinemar sjá um hópferðir á vit
tölvunnar í Reilknistofnunimni. Erlendir
stúdentar leggja sitthvað af mör'kuim, en
í þeirra hópi er margt hæfileikamanna.
Ekki verður „Háslkóladagur" helgaður
andaktinni einberri, því að bókunennfa-
og lisfkynningarnefnd gengst fyrir
skemmtidagskrá, eem haldið verður
uppi af listamönnum úr hópi stúdenta.
Stúdentaikórinn mun ta'ka lagið og fleira
verður gert til að létta gestum í skapi.
Þegar „HáSkóladagur" er að kvöldi
kominn, er ætlunin að Ijúlka kynning-
unni með almennum fundi um Háskól-
ann, stöðu hanis og framtíðarhlutverk.
Verður brugðið á það ráð, að fá nokkra
valimkunna menn, af ýmsum sviðum
þjóðlífsins, til að flytja örstuttar fram-
söguræiður. Róðiamömnium skióiams verð-
ur boðið till funidiairiinis mieð það fyrir aug
um, að þeir taki þátt í umræðum og
svari skynsamlegri gagnrýni. Leggja
forráðamenn kynningarinnar mi'kið
upp úr þessu lokaatriði hennar. Ofan-
ritaður vill hér með gera það að til-
lögu sinni, að Háskólabíó sýni menning-
unni þá tillitsseimi að hafa e’klki sýning-
ar þennan dag, þannig að fundurinn og
reyndar fleiri atriði geti farið fram
við fjöknenni.
EN HVAÐ TELJA MENN svo unnið
við allt þetta umstang? Það er einikum
tvennt: Að sýna hreinSkilnislega fram
á stöðu Háakólans í dag, styrlk hans
jafnt sem vankanta. í öðru lagi að
kynna almenningi það hlutverk, sem
stúdentar ætla skólanum í næstu fram-
tíð. í stað þess að leggja fram hinn
dæmigerða en hvimleiða íslenzka
kröfulista: ..ríkið'komiupp, rílkiðbeitisér-
fyrir, I það óendanlega, ásamt hæfi-
legu þrasmagni í SAM-stíl, hefjast
menn handa um að tjá meðborgurum
sínum á geðþelkkan hátt, hvað þeim
liggur á hjarta. Óskandi, að gestirnir
talki boðinu þann 8. marz, verði noikkurs
vísari og dragi af því nytsamar ályktan-
rsa:
„Anna (jeg) Anna”
— kemur út hjá AB
ALMENNA bókafélagið hefur
fengið útgáfuréttinn að verð-
launabók Klaus Rifbjergs, Anna
— jeg — Anna. Er byrjað að
þýða bókina og er möguleiki á
því að hún komi út um mánaða-
mótin marz-apríl.
Baldvin Tryggvason, fram
kvæmdastjóri AB, sagði í við-
tali við Morgunbliaðið í gær, að
AB hefði leifcað eftlir þvi að fá
útigiáfuréttinn að bókinni um síð-
ustu jól, og nú fyrir skömmu
hefði borizt endimlegt svar og
leyfi fyrir útgáfumni. — Hefur
Andrés Kristjáresson ritstjóri ver
ið riáðinin til að þýða bókirea, en
ekki er endanlega ákveðlið hve-
nær hún kemuir út. Baldvin
sagði að það gæti í fyrsta lagi
orðið um mfánaðamiótin marz-
apríl.
— Kvikmyndir
Framhald at bls. S
myndarinnar, Howard Hawks, er
einn af elztu og beztu leikstjór-
um, sem starfa í Hollywood.
Þetta er nýjasta mynd hares, sú
fertugasta og fyrsta í röðinni, en
nú eru liðin fjörutíu og fjögur
ár, síðan hann gerði sina fyrstu
mynd. Hawks var lengi vanmet-
inn sem leilkstjóri vegna þess að
myndir hans hafa alltaf verið
skemmtimyndir og það gleymist
oft að leita verðleika í slíkum
myndum. Á síðaiii árum haifa
menn veitt því athygli, að hvað
sem hann hefur gert, hefur hann
alltaf ráðið hvað hann gerði og
skilið eftir sinn sérstæða stimpil
á myndinni.
Hann hefur alltaif neitað að
fást við spillingu í myndum sín-
um og aðeins einu sinni hefur
hann fengizt við fátaekt og að-
eins einu sinni við mikil auðæfi.
Jafnvel á dögum kreppunnar,
fjallaði hann um fólk, sem starf
aði. Hann hefur aldrei verið
brautryðjandi í tæikni eða list,
en hefur gengið troðnar brautir,
en gert það betur en flestir aðr-
ir. Ekki hefur hann fengizt við
stjórnmál í myndum sinuim. —
Hann segir sögur og einn gagn-
rýnandi hefur kallað hann Som
erset Maiugham kvikmyndanna.
Hann hefur verið ótrúlega fjöl
hæfur. Etftir hann liggja glæpa
myndir, ævintýramyndir, leyni
lögreglumyndir, kúrekamyndir
og gaimanmyndir. Nokkuð hafa
myndir hans verið misjafnar og
næst síðasta mynd hans, Redline
7000, sem sýnd var í Háskólabíói
í fyrra, var eikki ein þeirra betrL
Það var í Frakklandi, sem
gagnrýnendur fóru fyrst að veita
athygli gömlum myndum eftir
Hawkis og reis þar upp stór hóp
ur aðdáenda hans. Þetta hefur
breiðzt út til Amerítou og nú er
Hawkis talinn í hópi fremstu leik
stjóra svo sem Ohaplin, Fla-
herty, Ford, Griffith, Hitclhcock,
Jean Renoir, Josef von Stern-
berg og Orson Wellne.
Mynd þessi er skemmtileg og
spennandi og ráðlegt að sjá hana,
hvort sem haifa nokfkurn áhuiga
á kvikmyndalist eða elkfci.