Morgunblaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1970
17
Tékkóslóvakía:
Síðustu hreinsanir Stalíns
skýrslu Pillarnefndarinnar um handtökur og líflát
á Stalinstímanum var smyglað út úr Tékkóslóvakíu
ÓGNARSKEIÐÍÐ, sem náði
hámarki með réttarhöldun-
um yfir Rudolf Slansky og
aftöku hans árið 1952 var af-
drifaríkara en svo að unnt
sé að telja það einn stakan
atburð í sögu Tékkóslóvakíu.
Hvorki hin friðsamlega „vor-
bylting“ árið 1968, sem kom
Alexander Dubcek til valda,
né innrás Sovétríkjanna þá
um haustið verður skilið
nema í ljósi þeirra atburða,
sem á undan voru gengnir á
Stalínstímabilinu.
Því var óhjákvæmilegt, að
eitt af því fyrsta, sem hin
skammlífa stjórn Duhceks
lét til sín taka væri að koma
á laggirnar nefnd undir for-
ystu Jan Pillar til að kanna
sannleiksgildið um ógnar-
stjórnina og réttarhöldin á
Stalínstímanum. Þótt ýmiss
konar orðrómur hefði verið
á kreiki var aðeins fátt eitt
vitað með óyggjandi vissu;
ekki einu sinni það til dæmis
hversu margir höfðu orðið
fórnarlömh í hreinsunum á
sínum tíma.
Ástæða er til að ætla að skjöl
þau, sem hér verða birtir kaflar
úr séu upprunaleg og áreiðan-
legar heimildir úr þessari skýrslu
nefndarinnar.
Slkýrslu nefndarinnar var varp
að fyrir róða eftir innrásina. En
eftir ýmsum 'królkaleiðum komst
skýrslan í hendur brezka blaðs-
ins The Sunday Times. Hún er
mikið vebk, 402 bls. að stærð,
alls um 125 þúsund orð. Víða er
vitnað í alls konar sikjöl og önn-
ur plögg, sem miðstjóm komm-
únistaflokksins hafði undir hönd
um, og eins eru birt nokkur
einkaskjöl þeirra Slanslkys og
Gottwalds og ýmissa annarra
forvígismanna á þessum tíma.
Varla þarf að taka fram að í
úkýrslunni kemur fjölmargt
fram, sem aldrei hefur verið al-
menmingi kunnugt. Eklki hvað
sízt má sjá hversu -sterk ítöik Sov
étmanna hafa verið í Tékkóslóv
akíu og hversu áhrif þeirra voru
víðtæk og gripu inn í öll svið
þjóðlífsins. Sú mynd sem er dreg
in upp af Gottwald, forseta, er
öklki fögur; hann hefur verið
drykkjuhneigður og auðsveipur
þjónn Stalíns. Og þar birtast
í fyrsta sikipti nákvæmar tölur
yfir fórnarlömbin. 233 voru
dæmdir til dauða, þar af voru
178 þeirra líflátnir; pólitískir
1. grein
fangar í Bæheimi og Mæri voru
tíu þúsund talsins.
Engum er hlift í skýrslunni,
þar fá menn sinn skerf óþveginn;
miklu rými er varið til að lýsa
grimmdarlegum aðferðum sem
beitt var til að fá pólitíska fanga
til að játa á sig hina viðurstyggi
legustu glæpi og vakim athygli
á því að menn svifust einskis í
þeim málum: bræðrum og banda
mönnum var ekki griður gefinn,
svikarar voru á hverju strái. Og
þá er ekki hvað sízt lýst hvern-
ig réttarhöld voru á svið sett og
að því hefur raunar verið vikið
hér í greimum eftir ökikju SlanSk
ys og fleiri, sem fangelsaðir
voru, en sluppu lifandi.
Engu er líkara en téWkneski
kommúnistaflokkurinn hafi í
skýrslunni verið að gera upp sak
irnar við fortíð sína — senmilega
til að reyna að lækna meinin —
með því að kafa miskunnarlaust
eftir hverju því er gæti orðið til
að skýra þennan tíma og það
sem gerðist nær dagl-ega. Þetta
ber að hafa í huga. Skýrslan er
eklki reyfari, né heldur áróðurs-
verk andlkammúniákra afla. Hún
er verk kpmmúnistaflokks Tékkó
slóva'tíu — eins og hann var og
hét í nokkra mánuði árið 1968.
Nefndin var skipuð af mið-
stjórninni, eiras og í upphafi grein
ir. Henni var falið að kanna og
leggja fram Skýrslu um eftir-
farandi liði:
1. Pólitísk réttarhöld.
2. Endurmat og endurreisn.
3. Pólitígka ábyrgð.
Að þessu unnu sagnfræðirag-
ar, lögfræðingar og hagfræðing-
ar og lögð er áherzla á að gott
samstarf hafi verið innan nefnd-
arinnar.
Þrátt fyrir að verkið sé mik-
ið að vöxtum og nefndin hafi
fengið aðgarag að sem flestu, vant
ar þó ýmislegt tilfinnanlega. Sér
staklega ýmiss konar upp-
lýsingar frá innanrílkis-
ráðuneytinu og nokkrum þátt-
um, sem standa í sam-
bandi við réttarhöldin var ekki
unnt að ljúfca með tékkmeskium
heiimildum einvörðungu, heldur
hefði þurft að leita víðar. Nefnd
in kynnti sér fimmtán þúsund
blaðsíður af efni, sem hún not-
aði síðan til stuðnings og hlið-
sjónar við athuganirnar.
Pólitísk réttarhöld komu sem
afleiðing bæði utanaðkomandi
og staðbundinna atburða. Tengsl
milli þeirra voru ekki einhlít. Þó
að utanaðkomandi atburðir yrðu
yfirleitt til þess að flýta fyrir
að réttarhöldin væru haldin,
gerðu stað'bundnir atburð'ir
í hópi þeirra, sem ofsóttu
og voru ofsóttir:
Klement Gottwald: Forseti
Tékkóislóvakíu 1948—’53.
Rudolf Slansky: Aðalritari
tékkneska kommúnista-
flokksins, og um lamgt
gkeið næst valdamesti
maður landsins og hægri
hönd Gottwalds.
Antonin Novotny: Flokksleið-
togi 1953—1968. Forseti
Té'kkóslóvakíu 1957—’68.
Alexei Cepika: Tengdasonur
Gottwalds Aðalandlstæð-
ingur Slaraskys. Var síð-
an ,,hreinsaður“ 1956 og
varð að láta af öllum
störfum í þágu fl'okksins.
Bojansky, Lichaohev og Maka
rov: Þrír sovézkir örygg-
isþjómustumenn, sem Stal
stjórravöldum hægara um vik að
setja þau á svið.
Sú varð raunin á, að einmitt stað
bundnir atburðir urðu til þess að
réttanhöld og dómar féllu í frjóa
jörð og stjórnvöld færðust í aufc
ana, hvað snertir hörku, einmitt
fyrir þeirra tilstuðlan. „Sam-
kvæmt þessu er efcki vafi á því
að það var ekki fyrir áhrif frá
Sovétríkjunum eingöngu, að
meran voru faragelsaðir og dregn-
ir fyrir rétt, heldur ekki síður
vegna þess ástands sem sfcapað-
ist von bráðar í landinú sjálfu“,
eins O'g segir í skýrslunni á ein
um stað.
Kalda stríðið var í algleym-
ingi á þessum árum og ekki er
vafi á því að bæði Vesturveld-
in og kommúnistaríkin bjuggust
við að stríð gæti skollið á og
stefna beggja aðila var í sam-
ræmi við þessa skoðun.
„Á þessum tíma var kastað fyr
ir borð kenningunni um „mis-
munandi leiðir til sósíalisma“ og
nýr glæpur fundinn upp •— brot
á grundvallaratriðum alþjóða-
hyggju öreiganna. Samin var
kenning á þá lund, að hert yrði
á stéttarbaráttu og þar með urðu
allir sem áttu vini á Vesturlönd
um tortryggilegir“.
Saimikvæmt þessu voru heimis-
valdasiinnar að brugga sósíalista
ríkjunum banaráð, þau sátu á
svikráðum við sósíalistaríkin,
Stalín: Mikojan fyrirskipa® handtöku Slanskys að boði
Stalíns.
Slansky: Kerfið
sem hann hafði
átt þátt í að
byggja upp, sner
ist gegn honum.
daglangt og náttlangt og árlangt.
Því þróaðri sem „heims-
valdarífcin" voru, því tortryggi-
legri voru þau gerð í sósíalista-
ríkjum og áróðuriran gegn þeim
aukinn til mikilla muna.
„Kommúnistaflokkurinn komst
til valda í febrúar 1948. Flokkur
in sendi til Tékkóslóvak
íu til að aðstoða Gottwald
að skipuleggja handtök-
ur, yfirheyrslur og játn-
ingar.
Matyas Rakosi: Ungverskur
flokksleiðtogi.
Laszlo Rajk: Ungverskur
kommúnisti. Dæmdur til
dauða 1948.
Vlado Clementis: Utanríkis-
ráðherra Tékkóslóvakíu.
Dæmdur til dauða árið
1952.
Gustav Husak: Slóvaki. •—
Stjórnaði uppreisn í Slóv
akíu gegn Þjóðverjum ár
ið 1944. Handtekinn fyr-
ir „borgarlega þjóðernis-
stefnu" árið 1950. Nú að-
alritari tékkneska komm
únistaflokksins.
inn var í nokkurri óvissu um ítök
sín hjá þjóðinni, og hvarvetna
í heiminum var við vandamál að
etja. Þann 13. ágúst, skrifuðu
tveir liítt þekktir öryggisverðir
til Gottwald forseta. Þeir hétu
Cerny og Placek og þeir sögðu:
Tékkóslóvakía er orðin gróðrar
stía erlendra njósnara. Við telj-
um að fjöldi brezksinnaðra
manna vaði uppi og látist vera
vinstri menn eða jafnvel komm
únistar, og þeir hafi hlotið þjálf
un brezku leyniþjórautsturanar. ■—
Engin leið er önnur til að upp-
ræta þetta en að ofsækja þessar
málpípur heimsvaldasinna". Við
leyfum okkur að benda á að
vegna mannfæðar getur leyni-
þjónusta okkar ekki ábyrgzt ör-
yggi ríkisiras. Við óttumst að
hvenær sem er kunni að verða
gerðar launsátursárásir á helztu
forvígismenn landsiras. Við telj-
um, að stórfcostlegt samsæri sé
í undirbúningi, að ýmis leyni-
skjöl hafi komizt í hendur óvin-
arins, eða geti lent þar á hverri
stundu".
Þann 3. september 1949 barst
Gottwald í hendur bréf frá Rak- ;
osi, ungverska flokksleiðtogan- i
um. Borg’arar sam höfðu verið ■
taldir á að „nefna“ Tékkóslóva'k
íu í játningum sínum; Rakosi
vissi að nauðsynlegt væri að
samræmá að nokkru réttarhöld
og yfirheyrsliur í Ungverjalandi 1
og Tékkóslóvakíu. í skýrslu Pill
arnefndarinnar segir svo:
„Áður en tvær vikur eru liðn-
ar munurn við hefja réttarhöld
gegn þeim, sem eru ákærðir í
Rajkmálinu. Ákæran verður lögð
fram í næstu viku. í þessu sam-
bandi hafa ýmsir erfiðleikar
skotið upp kollinum. þar sem
við förum að snúa okkur að hópi
njósnara, sem hafa verið sendir
hingað frá Englandi og Ungverja
landi. Tékknesk nöfn verða eiinn
ig birt, sum þeirra allþekkt . . .
Þessi menn ganga enn lausir. Til
að halda friði og spekt í þjóðlífí
okkar munu réttarhöldin fara
fram í kyrrþey“.
Skýrslan greinir frá í smáatr
iðum tengslum milli atburða í
Tékkóslóvakíu og hliðstæðum
málum í öðrum kommúnistaríkj
um:
„Aðstæður í alþjóðamálum
sem leiddu til þess að farið var
að hundelta í Tékkóslóvakíu út-
sendara heimsvaldasinna var sett
í samband við rannsóknirnar í
Rajkmálinu í Ungverjalandi. —
Höfð skyldi í huga heimsókn ung
verskra öryggiaþjónuistumanna
til Prag og hei'rrasókn téfckneskra
til Búdápest aðeins fimm dögum
eftir að Gottwald barst bréfið
frá Rakosi. Uragverskir forystu
menn og háttsettir flokksmenn
okkar neyddu olkkur í samein-
iragu til að hefja handtökur á
grunsamlegu fólki, vegna þess
að hver minnsta töf gæti orðið
örlagarík, ekki aðeins fyrir Téfckó
slóvakíu, heldur einnig fyrir Pól
land og Ungverjaland. Þeir bentu
á, að enginra tími væri til stefnu
til langra undirbúningsaðgerða,
heldur. skyldi markmiðinu náð
með þessurn handtökuim, yfir-
heyrsluim og beinum ákærum.
I síðari hluta septomber hó'f-
ust handtökurnar: uppgjafaher-
menn úr spænsku borgarastyrj-
öldinni, júgóslavneskir partisan
ar, brezkættaðir menn og önn-
ur hugsanleg and-flokksöfl „þ.e.
nálega hver sá, sem hafði haft
einhver sambönd við Vesbur-
lönd síðasta áratuginn". Til að
fjalla um mál þessara manna var
fccmið upp sérstöku ráðuneyti
undir stjórn K. Svab.
FÁBGJAFARNIR
FFÁ MOSKVU
í fyrstu gekk á ýmsu með að
hafa hendur í hári þeirra alit i
sem töldust vera ,,málpípur“
heimsvaldasinna. Nokkru síðar
var dregið lítillega úr handtöku
æðinu á óbreyttum borguruim,
og nú beindist leitin æ meira að
Framhald á bls. 1S