Morgunblaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1070 7 Rúmlega milljón trjáplöntur gróðursettar í ár Skógarverðir þinga í Reykjavík Undanfarna daga hafa skóg- arverðir víðsvegar að af land- inu og forystumenn Skógræktar félags íslands setið á fundi und- ir forsæti skógræktarstjóra, Há- konar Bjarnasonar, í húsakynn- um Skógræktar rikisins að Rán argötu 18. Blaðamaður Mbl. fékk að hitta þá að máli á miðviku- dag, en þá va«r áætlað að fund- inum lyki síðdegis. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri kvað þetta vera 19. reglu legan fund þeirra. „Okkur er nauðsynlegrt að bera saman bæk ur okkar, vita hvar við stönd- um og ræða« framtiðaráætlanir. Á fundum þessum komum við okk ur saman um starfsáætlanir fyr- ir næsta ár. Ýmislegt hefur bor ið á góma á þessum fundi. Segja má, að allt skógræktar- starf hafi gengið vel á s.l. ári. Við þurftum ekki að kvarta yf- ir kali eða a«tnarri óáran. Og nú stendur auðvitað fyr- ir dyrum annatími okkar við gróðursetningu. Að sjálfsögðu kysum við að hafa fleiri plönt- ur handa á milli til þeirra hluta, en fjárskortur hamlar því. Þó munu verða til gróður- setninga í vor, rétt tæpar 900.000 skógarplöntur, og um 170.000 garðplöntur, svo að rúm lega milljón plöntur ættu að komast í jörðina í vor, ef allt gengur vel og verður með felldu.“ „Við eigum," sagði Hákon ennfremur, „samkvæmt áætlun að hafa þriðjungi fleiri plöntur til ráðstöfunar, en fjármagn er ekki nóg, svo að við hana verði staðið." ★ „Hvað er helzt á döfinni í skógræktarmálum, Hákon?“ „Einhverja fyrstu dagana í júni n.k. hefst kynningarmót ungs skógræktarfólks á Hallorms stað. Þetta er eins konar nám- skeið, sem stendur í 10 daga. Sækja það unglingar frá hinum ýmsu skógræktarfélögum, og eru þeim þar kennd handbrögð við gróðursetningu og grisjun og ýmislegt fleira, sem skógrækt er viðkomandi. Þessi kynning- armót eru haldin með það fyr ir augum, að þetta unga fólk geti síðar tekið að sér leiðbein- ingarstörf innan skógræktar- félaganna og orðið stjórnarmeð limir þeirra. Segja má, að hug- myndin að þessum námskeið- um sé komin frá Tryggva Þor- steinssyni kennara á Akureyri. í fyrra var haldið 7 daga nám- skeið á sama stað, en það þótti vera helzt til stutt, og þess vegna verður það í 10 daganú. Þeir, sem áhuga hafa á þessu námskeiði eiga að snúa sér til síns skógræktarfélags, og ald- ursmörk höfum við sett frá 18— 25 ára. Kostnað greiða þátttak endur sjálfir, en skógræktarfé- lögin hafa veitt ríflega styrki til slíkrar þátttöku. Okkur vant ar tilfinnanlega leiðbeinendur, og þess vegna eru þessi kynn- ingarmót ákaflega mikilsverð. ★ Þá má geta um það, að við fáum heimsókn Norðmanna 4. —18. ágúst, og á sama tíma fara um 70 íslendingar til skóg ræktarstarfa í Noregi. Þar er settur lágmarksaldur 16 ára, og helzt ekki eldra fólk en 60 ára. Ferðirnar eru mjög ódýrar, en uppihald og ferðir í Noregi greiðist með skógræktarvinnu. í þessa ferð komast einungis fé- lagar í skógræktarfélögunum. Þessar skiptiferðir milli Norð- man-na og íslendinga hafa gef- izt rnjög vel á undanförnum ár- um, og ekki að efa, að svo verður einnig nú. Á döfinni er einnig heimboð til Sovétríkj- anna frá Skógræktarráðuneyt- inu í Moskvu, og vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða. að okkur berist slíkt boð einnig frá Bandaríkjunum. Það er ein- mitt þannig, sem við komumst helzt yfir gagnleg fræ fyrir okkur, og er satt að segja ekki möguleg fræsöfnun á annan veg, það er of kostnaðarsamt fyrir okkur að senda menn gagngert til fræsöfnunar, og við getum ekki skipt við venjulega fræsala." ★ Við beindum þeirri spurningu því næst til Sigurðar Blöndals skógarvarðar á Hallormsstað, hvað liði Fljótsdalsáætluninni svonefndu, þ.e. ræktun lerki- skóga á vegum bænda í Fljóts- dah Sigurður sagði, að nærri væri lokið við að girða fyrsta svæðið, og myndi verða gróður- sett í það í vor, en síðan yrði girðingarvinnu framhaldið, og myndi svo verða fyrst um sinn. Segja mætti, að áætlunin gengi samkvæmt því, sem fyrirhugað var. Skógarverðirnir á þessum 19. reglulega fundi koma alls stað- ar að af landinu, og er því mjög fróðlegt að kynnast við- horfum þeirra og þeim vanda- málum, sem skógræktin á við að glíma á hverjum stað. Hver landshluti á sín sérstöku vanda mál, einnig sínar uppáhalds trjá tegundir, og með síaukinni til- raunastarfsemi skógræktarinnar verður betur en áður hægt að segja til um, hvaða tré henta bezt í hinum ýmsu landshlut- um. Það ríkti mikil vinnugleði á þessum fundi, enda kom það greinilega fram hjá þessum mönnum, að íslenzk skógrækt hefur fyrir löngu sannað til- verurétt sinn. — Fr. S. MENN OG MÁLEFNI SKogarverðir og skogræktar- menn á fundi. (Myndina tók ÓI. K. M.) Taliö frá vinstri: Þórarinn Benediktz, Mógiisá, Gunnar Finnbogason, Akureyri, Haukur Ragnarsson, Mógilsá, Hákon Bjarnason, skógr.stj. Haníel Kristjánsson, Hreða- vatni, Oddur Andrésson, Hálsi í Kjós, Isleifur Sumarliðason, Vöglum, Ágúst Árninson, Hvammi, Skorradal, Kristinn Skæringsson, Kópa«vogi, Ólaf- ur Sæmundsen, Skógræktarfél. Rvk., Indriði Indriðason Tuma- stöðum, Vilhjálmur Sigtryggs- son, Skógr.fél. Rvk., Hákon Guðmundsson, form. Skógrækt- arfél. Islands, Garðar Jónsson, Selfossi, Sigurður Blöndal, Ilallormsstað, Baldur Þorsteins son, skrifst.stj. Á myndina vantar Sigurð Jónasson, Lauga- brekku, Skagaf. og Snorra Sig- urðsson, framkvæmdastj. Skóg- ræktarfél. íslands. Kopar- rottur Koparklumpar og þráður komá að góðu gagni. Geldfé og grávöru áður gátu menn klófest með lagni. Háspennustrengi af staurum stýfa að næturlagi. Allt verður þeim að aurum, sem áhættu taka í fagi. Kirkjurnar rændar rennum, ruplað er niðurföllum Koparrottur við kennum krafsandi í sorpi og hjöllum. Tugir vatnskassa týndust trúi ég úr kopar væru. Seldir um borð þeir sýndust saxaðir srnátt í hræru. Harpa af legsteini er horfin, hljóður er vitundarvottur. Brotin af bauta eða sorfin. Bruddu hana tvífættar rottur. Listaverk láta ekki í friði lífsvilltar koparrottur. Gaula ykkur garnir í kviði, grályndu mannfélags skottur? Bjarni Andrésson. VÍSUKORN Það vill reyndar fólkið flest — fjarsýnis á öldum sjá og heyra Svavar Gests sunnudags á kvöldum. Leifur Auðunsson. „AU PAIR" vantar til Englands fljótfega. Sknifið eftir uppk t/il G. Agusts 56 Green Lane Edgware, Middlesex, Eng- Jand, KEFLAVK — ATVINNA Afgreiðslumaður ösikast strax. Stapafell hf. TIL SÖLU m áln ínga rsprauta, teíkn ilborð og stóll og | ha. rafmótorar. Til sýnis og sölu á Klappar- stíg 16, 3. hæð t. h. kl. 1—7 í dag. BROTAMALMUR Kaupi allan brotamáim lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 2-58-91. TIL SÖLU 4ra rása Grundig TK-24 segulbandstæíkii sem nýtt. Verð 6 þúsund kr. S»mi 13833. TVEGGJA HERBERGJA IBÚÐ til sölu á Austurbrún nr. 2 á móti suðri, 7. hæð. — Sími 1-17-46. GÓÐUR BlLL Opel Kadett, mjög fltið ek- ínn, sem nýr. Gæti selzt gegn vel tryggðu skuldaibréfi ti'l 2ja ára. Uppl. í s. 32651 e. kl. 17 og e.ih. laugardag. A næstunni fenna skip vor til Islands, sem hér segir: ANTWERPEN: Tungufoss 23. marz Skógatfoss 8. apríl Tungufoss 18. apríl * ROTTERDAM: Reykjafoss 26. marz Fja Hfoss 2. apríl * Skógafoss 9. apríl Reykjafoss 16. apríl Fjallfoss 23. apríl * FELIXSTOWE/LONDON: Skógafoss 20. marz Reykjafoss 28. marz Fjallfoss 3. apríl * Skógafoss 10. aprh Reykjafoss 17. april Fjalffoss 24. apríl * HAMBORG: Skógafoss 24. marz Reykjafoss 31. marz Fjallfoss 7. apríl * Skógafoss 14. apríl Reykjafoss 21. apríl Fjallfoss 28. apríl * NORFOLK: Brúarfoss 24. marz Selfoss 9. apríl Hofsjökull 23. apríl WESTON POINT/LIVERPOOL: Tungufoss 24. marz Tunguifoss 15. apríl * HULL: GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaSur Laufásvegi 8. — Sfmi 11171. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Allt á sama stað. BIFREIÐASALA EGILS Notaðar bifreiðar til sólu: Singer Vogue '63 Hilliman statiion '66 HiHman IMP '67 Taunus 17 M '65 og '67 Cortina '64 og '66 Zephyr 4 '66 é góðu verði Ford Anglia '60 Austin A 40 '60 Skoda 1000 MB '67 Saaib '63 Vauxhall Victor '63 Vauxhall Velox '63 Ohevrolet '55 og '60 Wiltys jeep '46, '65 og '66 Toyota jeppi '66 Mosikwitch '65 Opel Record '64 Mercedes-Benz 220 '60. [gili Vílhjálmsson hf. Laugaveg 116. Sími 22240. Inngangur úr porti og frá Rauðarárstíg. Tungufoss 31. marz 1 r Tungufoss 20. apríl * ’ LEITH: Tungufoss 2. apníl 1 Gulífoss 10. apríl . Gullfoss 27. apríl KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 20. mairz . , Elisabetih Hentzer 4. apr. * 1 Gullfoss 8. apríl Skip 17. apríl » Gullfoss 25. apríl ( r GAUTAPORG: Cathrina 6. apnil * sikip 16. apríl , ; KRISTIANSAND: Elisaib'etih Hentzer 7. apr. * skip 20. apríl , GDYNIA / GDANSK: J ' Elisabeth Hentzer 1. april KOTKA: Laxfoss 6. apríl - VENTSPILS: I Laxíoss um 18. apríl. Skip, sem ekki iru merkt ‘ . með stjörnu !osa aðeins í Rvík. , * Skipið iosair í Rvík, Vest- “ ' maonaeyjum, Isafi.rð'i, Ak- ureyri og Húsavík. J > M_______ -ac- ^ig. ~3el Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fleiri varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. . Gdðor vörur - Tryggð verðbréf Vil selja góðan vörulager gegn greiðslu með tryggum verð- bréfum. Þeir, sem hafa áhuga á þessum viðskiptum leggi nöfn sín inn á afg. Mbl. sem fyrst merkt: „Góðar vörur — 426".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.