Morgunblaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1970 3 Áfengisvarnastarf þarf að samræma - Samþykkt borgarstjórnar Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gær var sam- þykkt einróma tillaga frá Sigurjóni Björnssyni (K), þess efnis að fela félagsmála- ráði að leita samvinnu við þá aðila, sem vinna að áfeng- isvörnum, í því skyni að gera heildartillögur um eflingu og endurskipulagningu áfeng isvarna í borginni. Sigurjón Bjömsson (K) fylgdi tillögu sinni úr ftlaði og sagði, að í Reykjavík væru margir að- ilar, sem vinna að áfengisvörn- um. Það hlýtur að vera til bóta að samræima þetta starf og koma á heildarskipulagi með náinni samvinnu aðila. Eðlilegt er, að Reykjavíkurborg taki forystu um það t.d. með því að efna til ráðstefnu eða fundar með full- trúum frá þessum samtökum. Tilgangurinn með slíkri sam- komu ætti að vera sá að reyna alð skýna vwrflosMilð þeasara sam- taka, raða niður verkefnum og samræma starf þeirra. Eðlilegt verður að teljast að félagsmála- ráði verði falið þetta verk. Þórir Kr. Þórðarson (S) tók næstur til máls og sagði: Það dylst engum, sem vanda áfengisvarnanna er kunnur, að Iþalð er eiotoum þreranit, sem sltoort ir á, til þess að viðunandi að- gerðir í þeim málum mættu hefj ast fyrir alvöru: 1. Samræming á störfum þeirra mörgu félaga og aðila, sem að áfengisvamarmálum vinna. 2. Að málið sé rætt og undir- búið á sviði heilbrigðismála ekki síður en undir félagsmálalið. 3. Að ríkisvaldið leggi fram aukið fjármagn til þeirra stofn- ana, sem eru alger forsendaþess að nokkur árangur náist í áfeng isvörnum. Það er alkunna, að ríkið ver árlega nokkrum fjármunum til áfengisvarna. Ber fyrst að nefna starf það, sem unnið er á Klepps spítalanum og deildum hans. Þá ber að nefna Gunnarsholt og einnig margt annað. — Samt er það svo, að mikið skortir á, að hér sé nóg að gert. Á vegum félagsmálaráðs Reykjavíkurborg ar hefur á undanfömum miss- erum verið unnið að könnun þess, hverjir möguleikar séu fyr ir hendi um að koma upp lok- uSu hæli fyrir áfengissjúklinga Á það skal bent, að slíkt hæli er e.t.v. það fyrsta, sem koma þarf á fót. Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkisins að stofna og reka slíkt hæli og virðist mönnum sem tekjur rikissjóðs af áfengissölu séu það ríflegar, að ekki þurfi háan hundraðs- hluta þeirra að leggja í gæzlu- vistairsjóð umtfram. niúveramdi fraimóag tlil þeiss, aíð hiainin reyind- ist hlutverki sínu megnugur. — Þá þamf að (tooma upp, sömu leiðis á vagiuim ríkiisiiinisi, ek. „pemisáoniati" fyrir þá áfengissjúklinga, sem em í atftuirtoata, en skortir að- hald og aðbúð ásamt aðhlynn- ingu til þess að geta með ár- angri gengið út í atvinnulífið á nýjan leik. Að þessu hyggst fé- lagsmálaráð vinna og er þess að vænta, að ríkisvaldið sýni mál- inu fullan skilning. Þá er sömuleiðis kunnugt, að hversu öflugt félagslegt starf sem unnið er á þessu sviði, næst ekki fullur árangur nema bætt sé aðstaðan á sviði heilbrigðis- og læknaþjónustu í þessu efni. Því hefur félagsmálaráð kann- að þetta, — einnig á því aviði, sem að heilbrigðismálum snýr, og var fundi félagsmálaráðs í síð asta mánuði (12.2) skýrt frá við ræðum við stjórn Heilsuverndar stöðvarinnar um þessi mál. Hér þarf áfram að halda á sömu braut. — Einnig hefux verið rætt um vandamál heimilislausra áfengissjúklinga, og til bráða- birgða hefur verið komið upp gistiskýli í Farsóttarhúsinu fyrr verandi að Þingholtstræti 25, Þessi ráðstöfun kemur samt eng an veginn í stað varanlegrar lausnar með stofnun vistheim- ila, ef hægt er að tala um nokkra varanlega lausn í þess- um efnum. Að lokum er svo 1. verkefnið sem talið var upp hér að framan, samræming á störfum þeirra mörgu félaga og aðila, sem að áfengisvarnarmálum vinna. Eins og mönnum er kunnugt vinna allmargir aðilar að mál um þessum, en með furðu litl- um árangri. Hvers vegna hefur árangurinn ekki reynst meiri en raun sannar? Ekki skortir fólk það, sem að þessu vinnur, áhug- ann eða góðvildina í garð þeirra, sem hér eiga hlut að máli. Miklu fremur er orsakarinnar að leita í þeirri staðreynd, að mörg mál og úrlausnarefni verði útund- an, detta upp fyrir, ef svo mætti sagja, þair eð ekJki er Ijóist á hvers sviði þau eru, og of marg ir koktoarnir í sama eldhúsinu Meðal þeirra sem að þessu vinna mætti nefna Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur, Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykjavík og Hafnar- firði, A.A. samtökin, Bláa band- ið, Félagssamtökin Vernd, Fanga hjálpina, fslenzka ungtemplara, Þingstúku Reykjavíkur o.fl. Þessir aðilar njóta allir styrks Reykjavíkurborgar auk húsbygg ingar templara, bindindisfélags ökumanma, Áfengismálafélags íslands, Landssamtafca gegn áfengisbölinu, Bindindisráðs kristinna safnaða o.fl. Áfengisvarnir og samstarf milli þessara aðila hafa ítretoað verið til umræðu í félagsmálaráði, og eru skoðanir manna mjög skipt- ar um það, hversu haldmikið starf þessara aðila er vegna skorts á skipulegum og sam- ræmdum aðgerðum. Þess má geta til dæmis, að í nóvember- mánuði sl. var lagt fram erindi Áfengisvarnamefndar varðandi samstarf þeirra aðila, sem að áfemgisvörnum vinna. í fram- haldi af því átti félagsmálastjóri viðræður við fulltrúa áfengis- vamarnefndar. Kom málið aft' ur í félagsmálaráð, og var þá ihalHdfimin fuimduir miefð stjóirn Heilsuverndarstöðvar Reykjavík ur, eins og áður greinir í því skyni að kanna, hversu mætti samræma og efla áfengisvarnar starf. Tillaga sú, sem nú liggur fyr- ir borgarstjórn frá einum af með limum félagsmálaráðs um „að leita samvinnu við þá aðila, sem vinna að áfengisvörnum í því skyni að gera heildartillögur um eflingu og endurskipulagningu áfengisvama í borginni" er því þörf áminning til okkar allra í félagsmálaráði um að vinna áfram að lausn þessara mála og með endurnýjung kraftanna. Legg ég því til, að tillagan verði samþykfct. Einar Ágústsson (F) sagði, að það væri ugglaust rétt, að marg- ir aðilar glíma við lausn í áfeng- isvandamálunum. Það er tvímæla laust til bóta að samræma starf þessara aðila og að félagsmála- ráð beiti sér fyrir því. En ég óttast að hlutur ríkisins sé ekki nægilega mikill. Það hefur ver- ið staðfest með lagasetningu, að það sé hlutverk ríkisins að byggja og starfrækja hæli fyrir áfengissjúklinga. í því skyni var stofnaður sérstakur sjóður, gæzluvistarsjóður. Ég hef flutt á Alþingi frv. um að á'kveðið hlutfall af tekjum áfengissölunnar renni til þessa sjóðs og lagði til að það yrði ákveðið 2 lfz % en það hefur ekki fengizt samþykkt. Því var bor- ið við, að eðlilegra væri, að um áfcveðið fast framlag væri að ræða. Þá gerði ég tilraun til þess við afgreiðslu fjárlaga að fá þetta framlag hækkað um 5 miljónir úr 8 milljónum í 13 milljónir en sú tillaga var held- ur ekfci samþykkt. Ég er ekki að rekja þetta til þess að hafa á móti þeirri tillögu, sem hér liggur fyrir en ég óttast að þetta sé ekki nóg og að menn muni í ríkum mæli reka sig á, að hlut- ur ríkissjóðs sé ekki nægilega stór í áfengisvörnum. Sigurjón Björnsson (K) kvaðst vilja þakfca góðar undir- tektir við tillögu sína. Það væri hárrétt að hlutur ríkisins í þess- um málum væri lakara en sann gjarnt gæti talizt, sérstaklega þegar hafðar væru í huga gíf- urlegar tillögur ríkisins af áfeng issölu. K j ör dæmisráð Reykjaneskjördæmis: Aðalfundurinn á morgun hefst Á MORGUN, laugardag, kl. 10 árdegis, verður aðalfundur Kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, settur i Aðalveri í Keflavík. Að lokinni setningarræðu formanns Kjör- dæmisráðsins, Odds Andréssonar, og skýrslu stjómar, er Kristján Guðlaugsson, bæjarfulltrúi, flyt- ur, verður málverkasýning Helga S. Jónssonar opnuð í húsakynn- um Netagerðar Suðumesja. Þá verðuir hádiegisverður fram- neiddur, en að honium loknum heifjast aðalfuindairstörf að nýju, Tfflögur til lagatoreytinga verða kyrunitar af formainini laiganiefnd ar, Ólafi G. EinarsBynd, sweitar- stjóra. Þegar venjulegum aðal fundarstöiiifum er kvkið, mun M'atthías Sveinsson, sveitarstjóri, ræða um bæjar- og sveitarstjónni- airlkoisningarniar og undirhúninig þeirra. Loks verða frjálsar um- ræður um 'fcosninigaunidirtoúninig inn. <§> KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. MIKIÐ ÚRVAL oí vörum í búðum deildum Dömudeild: ★ KJÓLAR í ÚRVALI ★ SlÐAR PEYSUR STUTTAR PEYSUR ★ BLÚSSUR ÚR JERSEY ★ SÍÐAR KAPUR ★ BOLIR O. M. FL. ÞÁ ERU KJÓLARNIR LOKSINS KOMNIR SlÐIR — MILLISlÐIR STUTTIR — ÚRVAL. Herradeild: ★ STAKIR FLAUELIS JAKKAR ★ STAKAR BUXUR NÝ SNIÐ ★ SKYRTUR NÝKOMNAR ★ HERRAPEYSUR NÝKOMNAR ★ BOLIR — KLÚTAR BELTI O. M. FL. Op/ð til klukkan 4 e.h. laugardag PÓSTSENDUM UM LAND ALLT NÝKOMIÐ 1 SN YRTIV ÖRUDEILD KLAPPARSTÍG 37. HÁRTOPPAR SÍÐIR — STUTTIR HÁRKOLLUR ALLRA NÝJASTA TÍZKA — STRETCH GOTT HÁR FRÁ BATOLI OF LONDON. STAK8TEINAR Hinar ytri kringum- stæður Kommúnistablaðið viðurkenn- ir það enn í forystugrein í gær, að bati hafi orðið í cfnahagsmál um þjóðarinnar — en sú viður- kenning er veitt af mikill tregðu. Þannig er sagt, að „talnaspeking ar ríkisstjórnarinnar“ hafi keppzt við að sýna fram á batnandi hag og að þessar upplýsingar séu „sjálfsagt réttar í flestum atriðum". Hviiík framför hjá kommúnistablaðinu, að viður- kenna að upplýsingar opinberra aðila um stöðu þjóðarbúsins séu réttar! Hins vegar segir blaðið, að þessi bati sé orðinn „vegna ytri kringumstæðna þrátt fyrir stjórnarstefnuna“. Það er alveg rétt hjá kommúnistablaðinu, að hinar „ytri kringumstæður“, svo sem batnandi aflabrögð á bol- fiskveiðum og hækkandi verð- lag á erlendum mörkuðum, eiga verulegan þátt í batnandi af- komu þjóðarinnar. Það er óneit anlega mikil framför, að komm- únistar skuli viðurkenna, að slík ar „ytri kringumstæður" geti haft áhrif á efnahag fslendinga. Þeir hafa nefnilega verið býsna tregir til að viðurkenna að afla- brestur á síldveiðum og algjört verðhrun á afurðum okkar er- lendis ásamt öðrum erfiðleikum hafi haft nokkur áhrif á efnahag landsmanna á árunum 1967 og 1968. Á hinn bóginn er bersýnilegt, að kommúnistar vilja enn ekki viðurkenna, að gengisbreytingin í nóvember 1968 og þær ráðstaf anir í efnahagsmálum, sem rik- isstjórnin beitti sér fyrir í kjöl- far hennar, hafi haft umtalsverð áhrif á bættan efnahag. Þó ligg- ur það í augum uppi að meiri afli og hærra verð hefði komið þjóðinni að litlu gagni, ef ekki hefði verið búið að skapa sjáv- arútveginum og frystiiðnaðinum nýjan rekstrargrundvöll í árs- byrjun 1969. Erfið aðstaða Kommúnistar eru í afar erfiðri aðstöðu um þessar mundir. Þeir vilja helzt ekki viðurkenna þá staðreynd, að mikil grózka er að verða á ný í efnahagsmálum fslendinga. Þeir gera sér hins vegar ljóst, að kjarabætur til launþega í vor hljóta að hyggj- ast á batnandi afkomu þjóðar- innar í heild. Til þess að hafa einhver rök fyrir kröfum um bætt kjör verða þeir að viður- kenna staðreyndir. Það gera þeir með nýrri útgáfu af „já-já-nei- nei“ stefnu Framsóknarmanna. Auðvitað má svo ganga út frá því sem vísu, að kommúnista- blaðið og einstakir þingmenn kommúnista geri kröfur í vor, sem líklegar eru til að koll- steypa efnahagskerfinu. En reynsla síðustu ára sýnir, að þeir verkalýðsforingjar, sem fylgja kommúnistum að málum, fara eigin leiðir í þeim efnum, — og taka ekki meira tillit til kommún istablaðsins en þeim sjálfum sýn ist. Hver var fystur Það er raunar óþarft að met- ast um það hvaða flokkur hafi orðið fyrstur til að leggja fram framboðslista vegna kosninganna í vor. Þjóðviljinn segir í gær, að það hafi verið kommúnistar. Hafa skal það sem sannara reyn ist. Það voru Sjálfstæðismenn í Seltjamarneshreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.