Morgunblaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1070
21
— Árni G.
Framhald af bls. 13
og breyttar aðstæður valda þar
nokkru um, en engin rit sam-
bærileg hafa leyst þau af hólmi,
enn sem komið er, og ekki nær
nokkurri átt að telja þau úrelt
fræði. Einnig vill svo vel til,
að Ó.J. hefir síðar og eigi fyr-
ir löngu tekið svo skörulega til
máls um ræktunarmálin, að ekki
er um að villast. Á ég þar fyrst
og fremst við greinar hans tvær
í Ársriti Rfl. NL. 1964: Ræktun
á villigötum og Notkun köfnun-
arefnisáburðar. Þótt í greinum
þessum sé fátt rætt um forrækt-
un og beina þýðingu hennar, og
jafnvel þótt höfundurinn játi
hreinlega að hún hafi oft gef-
ist miður vel (mest fyrir mis-
tök og skort á ræktunarleikni
og þekkingu), ber mikið á milli
margs af því sem þar er skýr-
ast sagt og hinna nýju fræða og
áramótaboðskapar í Frey: að allt
tal og öll skrif um forræktun
og snöggsoðna ræktun, sé mis-
skilningur og „úrelt fræði“. Ég
fæ ekki betur séð, en að með
hinum tilgreindum ummælum J.J.
í Frey sé reynt að slá striki yfir
æði margt af því sem Ó.J. hefir
ritað bezt og rökfastast um ný-
rækt og ræktunarmál. Nefni
nokkur dæmi:
„Not nýræktunarinnar af for-
rækt gætu verið tvenns konar:
í fyrsta lagi myldun jarðvegs-
ins og í öðru lagi aukning frjó-
efnaforðans vegna þess, er for-
ræktin skilur eftir í landinu.“
(1948).
„Segja má, að mestöll nýrækt
okkar sé léleg yfirborðsræktun
og liggja til þess tvær megin-
ástæður. Mikið af nýræktar-
landi okkar er mjög tyrfið, en
mýramar þó sérstaklega. Skyndi
vinnsla sú, sem hér er allsráð-
andi, hefur sáralítil áhrif á rotn
un og ummyndun torfsins. Jarð-
vegurinn heldur áfram að vera
tyrfinn eftir að honum hefur
verið lokað með grasfræsáningu,
gefur ekki frjómagn sitt til gróð
ursins og nýtir illa þann áburð,
sem á hann er borinn, því rótar
kerfi jurtanna þroskast illa, verð
ur grunnstætt og viðkvæmt fyr-
ir áhrifum veðurfarsins. Jarð-
vegur í þessu ásigkomulagi á
ekkert skylt við fullunninn jarð
veg —“ (1964).
„— það ætti að vera auðskil-
ið hverjum hugsandi manni, að
með þeim ræktunaraðferðum,
sem hér eru allsráðandi, verður
ekki óræktarjörð breytt í það
horf að verðskuldi nafnið rækt-
un.“ (1964).
„Mikill hluti af nýræktun okk
ar er einungis hálfræktun eða
ekki það. Yfirborð þeirra hefur
að vísu verið jafnað og tætt
en svo lokað með grasfræsán-
ingu jafnskjótt aftur, svo gras-
svörðurinn er ekkert annað en
ólseigt torf. Gróðurmold, í þess
orðs réttu merkingu, fyrirfinnst
ekki. Víða er því vafalaust end-
urræktun þessara nýrækta
miklu meira bagsmunamál held
ur en aukning þeirra. (Undir-
strikun mín, Á.G.E.).
Það er ekki líklegt, að rætur
jurtanna sæki djúpt til fanga í
þennan reiðing, eða á áburður-
inn dreifist vel um hann. Hvort
tveggja sezt að í blá yfirborð-
inu. Rótarkerfi jurtanna verður
því of lítið og grunnstætt, vaxt-
arrýmið of lítið og vöxturinn eft
ir því. Auk þess verður slíkur
gróður mjög viðkvæmur fyrir
veðurfarslegum áhrifum og kal
hætt.“ (1964).
Allt virðist þetta vera meira
eða minna „úrelt fræði“, ef
marka skal hinn stóra dóm í
Frey í jan. 1970. Engin reynsla
og „ekki neitt, sem bendir til
þess að betri tún fáist ef land
er unnið fleiri ár áður en sáð er
til túms.“ — „ — að ræktun
okkar sé of snöggsoðin------hef
ur alls' ekki við að styðjast,"
slíkt eru „úrelt fræði.“ — Og
ekki nóg með það, þessu er öf-
ugt farið, „— það reynist því
miður þeim mun erfiðara að fá
grasið til að ná fótfestu og var
anleika, sem oftar hefur verið
sáð í landið og því umbylt.“
Þótt ég láti mér ekki til hug-
ar koma, að þeir ágallar rækt-
unarinnar, sem J.Ó. bendir
greinilegast á, verði bættir með
því einu að taka upp og iðka
heppilega og góða forræktun,
ætti það einnig að vera fullljóst
hverjum, sem vill hugsa og ræða
um ræktunarmál af þekkingu og
sanngirni, að forræktun í ein-
hverri mynd og með einhverjum
hætti hlýtur að verða eitt af því
sem að haldi kemur, er bæta
skal ræktunarhættina og rækt-
unina. Annað er óhugsandi. Hér
stoða engin stóryrði um „úrelt
fræði.“
Þótt það sé óskylt efni, get ég
ekki látið hjá líða, er Ólafur
Jónsson flýtur yfir á fjórða ald
arfjórðung æfi sinnar, rétt um
það leyti, er grein þessi birtist,
að minna um ritverk hans nokk
ur og önnur, sem ekki snerta
jarðræktina, en eigi eru síður
gagnmerk. Ef til vill merkust
um það, að tilraunamaður störf-
um hlaðinn skuli hafa unnið slík
verk í tómstundum sínum, oftast
fáum og strjálum. Nægir að
nefna bækurnar um ódáðahraun
þrjú bindi, 1945, og hið mikla
yfirlitsverk í tveimur bindum
stórum: Skriðuföll og Snjóflóð,
1957.
Ein skáldsaga og ein ljóðabók
varpar líka skemmtilegum blæ-
brigðum á starfið og tilveruna.
Og ekki má gleyma fjörkippun-
um er fjöllin kölluðu, eins og
t.d. hinu ágæta riti: Dyngjufjöll
og Askja, 1962. Tvær eða þrjár
umfangsmiklar tilraunaskýrslur
um búfjárrækt læt ég ónefndar.
Fyrir þetta allt þakka ég og
fjöldi manna og kvenna um land
allt, sem ólumst upp við útilegu
mannatrú og heima-fræði, Ólafi
Jónssyni, eigi síður en fyrirjarð
ræktarfróðleikinn. Þannig hefir
hann af svo miklu að má, að þótt
einhver taki sér fyrir hendur að
„sanna“ að eitthvað af því sem
hann hefur ritað um ræktunar-
mál séu „úrelt fræði,“ nú orðið,
þá vegur það smátt. — Síðasta
orðið um úrelt fræði í íslenzkri
túnrækt hefur enn eigi verið
sagt.
Arni G. ’Eylands.
mm ÚRVAL \\ ÁKLÆSUM
Acryl og ullgobitene frá Beigiu og mohairplep frá Hollandi.
Nýtízku litir og munstur, mjög hagstætt verð.
Selt aðeins þessa viku.
HÚSGAGNABÓLSTRUNIN
Njálsgötu 5, simi 13980.
Hnrðplost — verðlækkun
Við vorum að taka heim mikið úrval af hinu
vinsæla italska
PRINTPLAST
i tveim gæðaflokkum, einlitt og mynstrað.
1. flokks gæðavara á lægsta verði.
PÁLL ÞORGEIRSSON & CO.,
Armúla 27 — Sími 16412.
Litið í sýningargluggana.
Stúlka óskast
til síma- og afgreiðslustarfa.
Upplýsingar í síma 25035 kl. 9—11 í dag.
Verksmiðjuhús
T1I sölu eða leigu 340 ferm. nýlegt verksmiðjuhús við Trönu-
hraun i Hafnarfirði.
Tilvalið fyrir margskonar iðnað. ,
Hrafnkell Ásgeirsson, hdl.,
Strandgötu 1, Hafnarfirði.
Sími 50318.
Fermingarskór
Ný sending í mörgum litum og gerðum.
Inniskórnir margeftirspurðu komnir aftur-
Athugið lægra verö vegna tolllækkunar.
SKÓHORNIÐ, Hrísateig 47,
sími 38770.
Samkomusalur til leigu
Hentugúr fyrir fermingarveizlur, árshátíðir, fundi og ráðstefnur.
Heitur og kaldur matur, eða aðrar veitingar eftir því sem
hentar hverju sinni,
LAS VEGAS Grensásvegi 12
Símar 83590—84807.
Verkfræðingar - tæknifræðingar
Hafnamálastofnun rikisins vili ráða byggingaverkfræðinga eða
byggingatæknifræðing til starfa við hönnun, eftirlit og stjórn
verka.
Skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir menntun
og starfsreynslu sé skilað til Hafnamálastofnunar ríkisins.
Fostöðukona óskast
að Elli- og dvalarheimilinu í Skjaldarvík frá 15. maí n.k,
Æskilegt er að umsækjandi sé hjúkrunarkona eða hafi hlið-
stæða menntun.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl n.k.
Uppl. gefur forstöðumaður Jón Kristinsson í sima (96) 21640,
Stjórn Elli- og dvalarheimilisins í Skjaldarvík.
Verkakvennufélugið Frumsókn
heldur aðalfund sunnudaginn 22. marz í Iðnó kl. 20.30 e.h.:
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Rætt um uppsögn samninga.
3. Önnur mál.
Konur fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn.
Verkakvennafélagið Framsókn.
15% tækifæris-
kaup til páska!
Gefum 15% afslátt af sófasettum, svefn-
bekkjum, kassabekkjum, kommóðum, stök-
um stólum og mörgu fleiru gegn staðgreiðslu,
til páska.
Einnig hagkvæmir greiðslusklmálar!
Yfir 100 litir ullar-
og dralonáklæða.