Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐ'IÐ, UAUGARDAGUR 21. MARZ 1970
GEORGES SIMENON:
EINKENNILEGUR
ARFUR
Hann staðnæmdist við glæsi-
legasta minnismerkið, en það
var grafhýsi, sem hægt var að
ganga inn í án þess að beygja
sig, og undir því var ættar-
grafhvelfing. En steinninn var
samt nýr og það var síður en
svo, að hann bæri nöfn heillar
ættar, því að á honum var að-
eins eitt nafn: Octave Mauvois-
in.
Þetta var föðurbróðir hans,
þessi Mauvoisin, sem átti vönx-
bílana með sama nafni og Gilles
vissi ekki fyrr en hann las það
á steininum, að föðurbróðir hans
hafði dáið fyrir hálfu ári.
Smám saman tók þessi staður
að hafa slæm áhrif á hann.
Hann gat ekki gert sér grein
fyrir þessari tilfinningu, en eft-
ir því sem hann eigraði lengur
innan um alla þessa legsteina,
varð honum æ þyngra í skapi.
Allt þetta dauða fólk! Það var
sorglegt. Foreldrar hans voru
dauð, langt norður í löndum og
þar vár enginn til að leggja
blóm á leiði þeirra. Þessi
Mauvoisin frændi hans, sem
hafði alltaf verið sagður ósveigj
anlegur og duglegur, var líka
dauður Vitaline Basse var
„sofnuð í Herranum”. Og þarna
var Leontine Poupier, með
vangamynd af sér á steininum,
umkringda blómakransi. Hún
hafði verið vinnukona hjá afa
hans og ömmu og gætt móður
hans, þegar hún var krakki.
Hann stanzaði snöggt og
renndi sér bak við kýprustré,
því að hann hafði séð Eloi
frænku, ekki meira en tíu skref
fyrir framan hann, í fylgd með
tveimur stúlkum, sem voru víst
áreiðanlega dætur hennar og þá
frænkur hans. Önnur þeirra var
tileygð.. Hin, sem var lítil og
hnellin, skimaði í allar áttir. —
kannski var hún að gá að pilt-
inum sínum.
Eftir því, hvernig Gerardine
Eloi bar sig, hefði mátt ætla,
að hún væri talsvert mikilvæg
persóna. Garðyrkjumaður var
að koma fyrir blómapottum á
BOSCH
Gefið fermingardrengnum vandaða og
nytsama gjöf.
Bosch borvél er undirstaðan fyrir fjölda
aukahluta. Rennir, sagar, slípar, bónar,
heflar og fræsir o. fl.
Boseh er betri: Tvöföld einangrun
álagsöryggi.
mnai cS$>£ehóóon k.f.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volver« - Sími 35200
leiði og hún stóð þar hjá og
skipaði honum fyrir, rétt eins
og hún hefði skipað búðarmönn
unum sinum. Þegar blómin voru
eins og henni líkaði, krossaði
hún sig lauslega og sneri burt,
með dæturnar við hlið sér, og
þó skrefi á eftir. Allir, sem
hittu þær, heilsuðu þeim og
margir mjög virðulega.
Hvers vegna elti Gilles þær?
Hann langaði þó sannarlega
ekki til þess að tala við þær.
Hann átti enn nóg fyrir einni
eða tveimur næturgistingum hjá
Jaja.
Þegar hann gekk út úr hlið-
inu, horfði kona á hann svo fast
og einbeittlega, að hann roðn-
aði, ekki hvað sízt vegna þess,
að þetta var fín kona í loð-
kápu.
Hann var rétt að fara framhjá
henni, þegar hún ávarpaði hann
og þá varð hann alveg máttlaus
í hnjánum.
— Afsakið, herra minn. . Ég
vona, að mér sé ekki að skjátl-
ast, en eruð þér ekki Mauviisin?
Kannski sonur hans Gérard Mau
voisin?
Hann kinkaði kolli.
VI
— Guð minn góður! Ég hef
verið að horfa á yður í eina eða
tvær mínútur. Ég var vinkona
hans frænda yðar sáluga. Viss-
uð þér, að hann var dáinn? Ég
þekkti líka hann föður yðar, en
það var nú endur fyrir löngu. ..
Og þegar ég sá yður, kannaðist
ég undir eins við svipinn. Hvern
ig stendur á því, að þér eruð
kominn til La Rochelle?
— Foreldrar mínir eru dáin,
svaraði Gilles áherzlulaust eins
og skólakrakki, sem romsar upp
úr sér einhverri lexíu.
Og nú var hann umkringd-
ur einhverjum ilmi, sem stafaði
frá minkapelsinum hennar.
— Þér eruð náttúrlega hjá
frændfólkinu. Sjálfsagt hjá El-
oi frænku yðar?
— Ekki ennþá. . . Ég . . . Ég
var í nótt í litlu gistihúsi. . .
— Er yður ekki kalt berhöfð
uðum í svona veðri?
Hann tvísteig í vandræðum, því
að hann vildi ekki viðurkenna,
að hann væri með húfuna í vas-
anum._
— Ég vona að þér takið það
ekki illa upp, en vilduð þér
ekki koma með mér og fá te-
bolla? Sjáið þér til! Þarna er
leigubíll! Við verðum ekki nema
tvær mínútur þangað.
Hann hafði áður séð svona
konur, en þó ekki nema ífjarska
eins og til dæmis í stúkum í leik
húsi. En hann hafði aldrei talað
við neina slíka. Ef hún hefði
þekkt föður hans, gæti hún ekki
verið innan við fertugt. En hún
var enn ungleg og það var ein-
hver æskuljómi um hana, ólíkt
móður hans, sem hafði verið al-
veg hætt að hugsa um útlit sitt.
Svo að þér komuð þá aleimn til
La Rochelle?
Bíllinn var þegar orðinn full-
ur af ilminum frá henni. Með
samúðarsvip lagði hún höndina
á arm hans. Höndin var í fín-
um hanzka.
— Og tók enginn móti yður á
stöðinni? Enginn til að bjóða
yður velkominn heim! Ef ég
væri ekki einhleyp kona, skyldi
ég ekki hika við að bjóða yður
gistingu! En vitanlega undir
eins og frænka yðar veit af yð-
ASKUR
V
IIYÐCR
YÐUB
('iIi)ÐARST. GRÍSAKÓTKLK'ITI!R
GRILIAÐA KJÚKIJNGA
ROAST BEEF
GLÓÐARSTEIKT LAMB
ILAM BORGARA
IW ÚPSTEIKTAN FISK
xudurlamhtbraiU l.j xími 38550
ur. . . Mér fannst ég sjá henni
bregða fyrir þarna inni í graf-
reitnum. Hún er hávaxin og
þurrleg kona með skipandi fram
komu.
— Það er mér kunnugt um.
— Hvað? þekkið þér hana?
Og hann neyddist til að játa:
— Ég gægðist inn í búðina
hennar.
— Það má bjða þér te? Jú,
það verðurðu að fá. Og ég á
líka eitthvað af kökum. Seztu
nú niður og láttu fara vel um
þig. Hugsaðu þér bara, að ég
skyldi þekkja hann pabba þinn,
þegar hann var einmitt á þínum
aldri! Hann ferðaðist mikið, er
mér sagt. Hún var nú farin úr
loðkápunni og var í þröngum
silkikjól, sem sýndi vel vaxtar-
lag hennar, sem var í glidara
lagi.
— Jeanne! Við ætlum að
drekka te inni í stofunni.
Það var hlýtt og notalegt í
þessum ilmandi stofum, sem
voru fullar af silki og flaueli og
alls konar skrauti. Jafnvel sím-
inn var talinn of hversdagsleg-
ur útlits, og var því falinn und-
ir krínólínunm á stórri brúðu
með postulínshaus. En í þessu
bili hringdi síminn og krínólín-
an var tekin af honum.
— Halló! Já, elskan. . Já. . .
já. . .
Það var ánægjubros á henni,
þegar hún svaraði. En um leið
beindi hún augunum að Gilles.
— Já. . . Strax ef þú vilt.
— Aftur kallaði hún í stúlk-
una. — Hafið það handa þrem-
ur, Jeanne.
Svo skýrði hún málið fyrir
Gilles:
— Það er c-inn kunningi minn,
sem ætlar að líta inn. Hann var
líka vinur hans frænda þíns
sáluga. Nei, ekki að nefna, að
þú farir! Hann hefur ekki nema
ánægju af að hitta þig.
Á næsta augnabliki, stað-
næmdist bíll úti fyrir. Gilles
varð hálfhissa á því, að gestur-
inn skyldi opna fyrir sér sjálf-
ur með lykli. Hann barði sem
snöggvast á stofuhurðina og
gekk svo inn, áður .en hann
fékk svar.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Reyndu að raða betur niður tíma þínum og athöfnum, til að mega
betur við að liðsinna öðrum. Ef þú leitar hófanna annars staðar, en
verið hefur, er hcntugt að gera það fyrir hádegi.
heimilis hafa forgang.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Það hjálpar þér að koma vel fyrir. Þér kemur það til góða að hafa
verið nákvæmur, en haltu því ekkert til streytu.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Þú getur ekki dulið lifsgleði þina. Reyndu að gera gott úr deilum
fyrir iiádcgi, því að allir misskilja alit, er á liður.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þú ert nánar tengdur fólki nú cn fyrr. Þú skalts skemmta þér
með þessum vinum þínum.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú færð miklu til leiðar komið í dag. Njóttu þess, meðan það
endist ,en gættu vel að, er kvöldar.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Fyrir hádegi er gott að sinna lagastappi og því um líku. Síðan
ekki söguna meir, og seinni hluta dags skaltu aðeins vinna þín venju-
legu verk.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú skalt eiga sterkí frumkvæði í dag. Eftir hádegið skaltu snúa
þér að gerólíkum störfum þeim, er þú vannst fyrir hádegið. Ef þú lend
ir í ógöngum, skaltu láta staðar numið, og vinna þau verk heldur á
morgun. Það hjálpar að vera kátur.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þér gengur óhemju vel fyrir hádegi, en allt er miklu ruglingslegra 1
seinna í dag. Hópstarf þarf að vinna með varúð, því að hætta er á 1
misskilningi. 7
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þú skalt nota morguninn til kaupa og sölu, eða til að fleyta rjóm- I
ann af kökunni. t
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. t
Sláðu botninn í alla samninga og hagræðingar sjálfum þér til 7
handa fyrir hádegið. Svo skaltu vera við hagsbótum búinn. I
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. 1
Þú ert skynsamari, og þér verður ágengt, ef þú ert ekki að blanda t
þér í einkamál annarra, og lætur aðra um klækina og slægðina. Þá t
kann að vera, að góð sambönd þín versni ekkert, lagist máski eilítið.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Sá, sem læðist og sá, sem hrífar allt til sín, verða báðir fyrir á-
föllum snemma dagsins. Reyndu að vera kátur þólt þér líki miður.
Það verður allt komið í lag í kvöld, og þá er hægt að skemmta sér.