Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 3
MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1OT0 3 Mun stærri hluti láns- f jár aflað innaniands Hlutföllin verða 71% innlend lán á móti 43% sl. ár Eigið fé Framkvæmdasjóðs hefur vaxið úr 65 millj. kr. í 151 millj. kr, Á FUNDI efri-deildar Alþingis í fyrradag mælti Magnús Jónsson fjármálaráðherra fyrir stjómar- frumvarpinu um lán vegrna fram kvæmdaáætlunar 1970. Gerði ráð herra í ræðu sinni grein fyrir lántökuáætlunum og því hvemig ráðstafa ætti lánunum til verk- legra framkvæmda og rannsókn arstarfa á næsta ári. Þá gerði hann einnig nokkurn saman- burð á fjáröflunaráætluninni í ár og áætluninni í fyrra, fyrir árið 1969, og sagði, að nú væri ætlunin að afla meira fjármagns innanlands en áður og yrðu hlut föllin væntanlega þannig, að 71% af lánsfjármagninu kæmi innan lands frá, en 29% yrði erlent. f fyrra voru hlutföllin 43% inn- lend lán og 57% erlend. Sagði ráðherra að þetta yrði auðið nú, vegna þess að rýmkazt hefði á lánamörkuðum innanlands og sparifjáraukning hefði orðið vemleg upp á síðkastið. Ráciherra sagði, að nú væri gert ráð fyrir því að fjáröflun næmi alls 748,7 millj. kr., en var í'fyrra 627,9 millj. kr. Þá var gert ráð fyrir, í þeirri áætlum, hlut- ðeild í þýzku skuldahréfaláini, 193 millj. kr., seim elkki er nú um að ræða. Þá sagði ráðberra að orsök til þessa breytinga væri sú fyrst og fremist, að gert væri ráð fyrir því, að eigið fé framkvæmdasjóðs vaxi verulega eða úr 65 millj. kr. i 151 millj. kr., og lánsfé frá viðsikiptaibö.nkunum vegna mik- illar aulkningar á innistæðum hæklki úr 50 millj. kr. í 141 miillj. kr. Jafnframt væri gert ráð fyr ir því, að endurseld spariskírteini verði um tvöfaTt meiri i ár held ur en í fyrra eða hæklki í 160 millj. kr. úr 80 millj. kr. Gert er hins vegar ráð fyrir nokkurri minnkun á bándaríska vöru- kaupaláninu, sem stafar af þvi, að það eru erfiðleilkar á að nota það, nema að tatkmörkuðu leyti. Varðandi ráðstöfun fjárins, sagði ráðlherra, að nú væri gert ráð fyrir, að fjárfestingarlána- sjóðir og fyrirtæki fengju 453,7 millj. fer., en fengu 402,9 millj. kr. i fyrra og aðrar framkvæmd ir væru 356,8 rnillj. kr. á móti 225 millj. kr. í fyrra. Áætlunin væri íhins vegar 61,8 millj. kr. hærri heldur en þessari fjáröflun næmi, og hefði að vísu einnig verið svo á síðasta ári að lítið eitt hefði verið umfram. Kynni svo að fara að einhverjar af þess um greiðslum færðust á milli ára, en ef svo yrði ekki þyrfti að leysa fjárþörf einstafera fram kvæmda með bráðabirgðalán- töiku, þangað til að hægt yrði að mæta þvi með sérstöfeum ráð- stöftunum í framkvæmdaáætlun næsta árs. Ráðherra vék síðan noklkuð að fjárfestingarsjóðunum og eagði að nú væri gert ráð fyrir því að sjóðirnir i heild gætu veitt lán, sem nærniu 995 millj. kr., en í fyrra hefði sú upplhæð numið 792 millj. kr. Aulkningin væri þvi 203 millj. kr., eða 26%. Af þess- ari lánsfjárfhæð mun fram- kvæmdasjóður, samkvæmt áætl uninni, leggja fram 290 millj. kr. samanborið við 208 millj. kr. i fyrra. Er það aufening um 82 mffllj. kr., eða tæp 40%. Hins veg ar voru í fyrra með þessum áætl unarhluta háar fjárhæðir til op inberra fyrirtaékja, innlendra sfeipasmíða og Vestfjarðaáætlun ar, en þessir liðir eru nú ýmist falknir brott, eða færðir yfir á opinberar framkvæmdir. Ráðherra ræddi síðan um ein- stafea liði er varða fjárfestingar- lánasjóðina. Sagði hann, að gert væri ráð fyrir að stofnlánadeild landbúnaðarins fengi 62 millj. kr. eða svo að segja óbreytta fjár- hæð frá áætlun fyrra árs, en aukning annars ráðstöfunarfjáns mundi gera deildinni kleift að auka útlánin um 24 millj. kr. frá fyrra ári, eða upp í 140 millj. kr. En þar af mun væntanlega ganga um 10 millj. kr. til stofn- unar minkabúa. Veðdeild Bún- aðarbanfeans fær nú 8 millj. kr., sem er sama fjárlhæð og endan- lega var lánuð 1969, en þá var í Magnús Jónsson deildinni sérstakt ráðstöfiunarfé, sem voru 15 millj. kr. af gengis hagnaði. Fisfeveiðasjóður er eitt mesta vandaimálið í sambandi við stofn sjóðina nú. Þar er um mjög háa útfærða áætlun að ræða, því að fýrir utan 188 millj. kr. vegna innfluttra skipa frá fyrri árum, er útlánaáætlunin 366 millj. kr., en var 231 millj. kr. á síðasta ári. Að meðtöldum 80 millj. kr. lánsfé framkvæmdasjóðs og á- ætluðu 50 millj. kr. erlendu láns fé vegna vélakaupa, þá nemur ráðstöfunarfé sjóðsims til nýrra lána 325 millj. kr. Þá vantar all verulega fjárfhæð, eða samkvæmt þeissari áætlun 141 millj. kr., sennilega þó töluvert hærri, eða allt upp í 170 millj. kr., til þess að ná nauðsynlegri útfærðri á- ætlun, og hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að afla megin- hluta fjár og áætlanir um, hvern ig afla skuli þess sem á vantar eru fyrirhugaðar. Ég tel fulla ástæðu þess, að hægt verði að afla þessa fjár, sagði ráðherra. — Á lánum fiskveiðasjóðs hafa orðið meginbreytingar, vegna þess að fisikigkipasimíði hefur nú færzt að meginhlúta til inn í landið og eiginlega allt sem nú er verið að byggja af skipuim er byggt innanlands. Áður hefur þetta verið fjánmagnað með 7 ára export — credit lánum er- lendiis, sem fisfcveiðasjóður hef ur síðan tekið að sér, en nú verð ur að afla þessara lána beint, til þess að auðið sé að byggja skipin innaniands. Hér verður því um að ræða vandamál, sem í rauninni er ekkert að athuga við, þó að sé leyst að allverulegu leyti með erlendu lánsfé, þar sem það er engin breyting frá þvi sem áður var, því að það er að- eins uim það að ræða, að Skipa smíðarnar séu fluttar inn í land ið. Síðan sagði ráðherra m.a. Á vegum fiökveiðasjóðs eru dráttarbrautalánin sérstakur lið ur, sem læfckar nú nofekuð eða í 18 millj. kr. úr 23 millj. kr. á sl. ári, og nú skiptast lánin í ár á 3 staði. Til dráttarbrauta á Akra nesi, í Njarðvík og í Reykjavík. Eigið ráðstöfunarfé iðnlánasjóðs mun aukazt mjög frá fyrra ári og nema 117 millj. kr., vegna iðn lánasjóðsgjaldsins fyrst og fremst hærri fjárhæð en útlánin á síð- asta ári. Með 28 millj. kr. láns- fé samkvæmt áætluminni, mun sjóðnum gert kleift að veita veru lega fjárhæð að láni til Kísil- iðjunnar aulk þess að sinna eðli- legri, almennri aukningu. Munu útlánin væntanlega hæfefca upp í 145 millj. kr. úr 105,6 millj. á fyrra ári. Sjóðurimn mun þó ekki þurfa að sjá fyrir viðamestu þörf um iðnþróunar, þar sem iðnþró umarsjóður mun talka til starfa á árinu með upphaflegu stofnfé, sem mun væntanlega koma til út lána nú um 300 millj. kr. Gert er ráð fyrir, að lánsfé sveitarfélaga aukist rnjög veru- leiga e'ða sem mæst tvöfaldiiist á þessu ári, — hækfei úr 33,7 millj. kr. í 62,4 millj. kr. og er aufcning in einkum vegna hitaveitufram kvæmda á Húsavík, Dalvík og á Seltjamarnesi, og er sjóðurinn studdur af framkvæmdasjóði með sérstöku láni, til að mæta þessum þörfum. Gert er ráð fyrir að til ferða- málasjóðs gangi 6 millj. kr. og þar fyrir utan er áætlað, að fram kvæmdasjóður aðstoði við útveg un á tveimur lánum, til gistihúsa bygginga í Reykjavik, hvoru að fjárhæð 15 millj. kr., þannig að til fjárfestingar í ferðamálum, hótelum verði samtal um 36 millj. kr. Stofnlánasjóður verzl unarfyrirtæfej a er ennþá mjög vanmegnugur sjóður, en það er reiknað með verulegri aukningu útlána, eða í 39 millj. úr 16,6 millj. á síðasta ári, og stuðlar framkvæmdasjóður sérstaklega að þesisu með verulegri aufcn- ingu á sínu framlagi, þ.e.a.s. 18 millj. í stað 6 millj. á árinu, sem leið. Þegar gengið var frá þessum málum og áætlunum, var enn aliverulega á huldu um bygg- ingansjóð verkamanna, og hús- næðismálin í heild. Það hefur verið unnið áð þeim málum af rikisstjórninni nú að undanförnu. Lausn þeirra er efeki tekin hér sérstaklega inn í þetta dæmi, vegna þess að efeki var ljóst, hvernig frá þeim málum yrði gengið. Meginbreytingin, sem þar kemur til greina, mun ekki koma til á þessu ári, heldur fyrst og fremst á næsta ári, sem er ný fjáröflun, m.a. ríkisframlög, en gert er ráð fyrir því á þessu stigi, varðandi árið í ár, að afla láns- fjár 15 millj. kr. aufe framlags á fjárlögum 15 millj., þannig að 30 mil'lj. kr. verði aflað til verka mannabústaða. En sérstakar lán- veitingar komi til vegna annarra bygginigairmála. Til byggðaáætl- ana fara fyrst og fremst það, sem eftir er af fé Norðurlandsáætlun ar, 160,3 millj., sem ekki er hægt að segja um, að hvé mifelu leyti verður ráðstafað á þessu ári, og nokkur fé, sem eftir var til þess að ljúka vegaáætlunum samkv. Vestfjarðaáætlun. 212 MILLJÓNIR ÞARF TIL HRAÐBRAUTAFRAM- KVÆMDA En ef við lítum á fruimvarpið sjálft og framkvæmdaáætlunina í þrengri mierkingu, eins og hún lítur út, þá er upphæðin þar 356,8 millj. kr., sem afla þarf fjár til, og meginhluti af þeim f ramk væmdum, sem þar er um að ræða, eru framkvæmdir sem telknar voru í drög að fram- kvæmdaáætlun, sem fylgdu fjár lagafrumvarpinu. f fyrsta lagi er um að ræða framlag til Reyfeja nesbrautar. Það er gamalt vanda mál, sem er ennþá óleyst, en í sérstakri athugiun, hvernig á að leysa þann vanda, en vandinn stafar af þvi, að það fé, sem hverju sinni hér aflast, annars vegar framlög í vegaáætlun og hins vegar veggjaldi, nægir alls ekfki til þess einu sinni að greiða að fullu vexti af þeim lánum, sem hvíla á Keflavíkurvegi, þann ig að lántökumar mun fara hækfeandi á næstu árum, ef ekfci verður sérstaklega við spyrnt fót um með sérstakri fjáröflun. Það mun vera nægilegt í ár að afla 27,2 millj. til að standa undir skuldbindingum vegna vegarins. Þá.er jafnframt nauðsynlegt að afla 11,8 millj. sérstaklega, til þess að ljúka vegaframkvæmd- um samfevæmt Vestfjarðaáætlun, það eru eftirstöðvar frá sl. ári, en ekki tókst þá að ljúka, og þar er um það lága upphæð að ræða, að það kemur ekki til álita að fara að leita á sömu mið eins og áður, til þess að leysa þær eftir stöðvar en eins og kunnugt er var þetta leyst fyrst og fremist með lánum úr viðreisnarsjóði Evrópu ráðsins. Þá er framlag til Hafn- arfjarðarvegar í Kópavogi 12 millj. kr., sem eru eftirstöðvar af lofaðri fyrirgreiðslu í sam- bandi við þann veg, Auk þess hefur Kópavogsfeaupstað verið veitt vilyrði um, að greitt jTði fyrir sérstöku 5,5 millj. kr. láni til kaupstaðarins sjálfs til þess að halda áfram þessu verki, en heildaráætlun um það er ekki enn lokið. Varðandi vegamálin að öðru leyti er það að segja, að ætlunin er, og að því hefur verið unnið að undanförnu, á vegum samgöngumálaráðuneytisins að gera . heildarvegaáætlun, auk þeirra sérstöku vegaáætlama, sem unnið hefur verið að í sambandi við Austuriand og Norðurland, en stærsti þátturinn í hinni al- mennu athugun á vegamálunum eru hraðbrautaframlkvæmdirnar og samkvæmt þeirra áætlun, sem síðast hefur verið gerð um það efni, og hugsunin er að reyna að framfcvæma, þá hefur verið gert ráð fyrir, að það þurfi um 212 millj. kr. á þessu ári í hraðbraut arframkvæmdir. Og þarf þá í þvi sambandi að afla lána, sem munu vera um 132 millj. fer. fyrir utan lán, sem gert er ráð fyrir, að fá- ist ihjá Alþjóðabankanum, en þangað hefur verið sótt um lán til hraðbrauta og má telja nokk- urn veginn öruggt, að það lán fáist nú á þessu hausti, en það verður ekki nema lítið eitt, sem verður hægt að vinna fyrir það lán á þessu ári. Það kemur aftur aðallega til framkvæmda á næstu tveiimur árum. En fyrir utan það lán mundi þurfa að afla, eins og ég segi, um 130 millj. kr. á þessu ári, og er það mál nú í sérstakri athugun. TENGINGAR RAFVEITUKERFA Raímagnsveitur rikisins þurfa 35 millj. kr., það er sama og gert var ráð fyrir í framfevæmdaáætl un í haust. Það er fyrst og fremst um að ræða tengingar á milli rafveitukerfa, til þess m.a. að reyna að minnka dieselrafstöðva nofckun, sem er mjög mikilvægt, að sé hægt að draga úr vegna ó- hagkvæmni hennar. Þá er 6. lið ur í þessari framkvæmdaáætlun. Það er nýtt mál, — 15 millj. kr. lánsöflun til rafvæðingar í sveit um, og þessi fjárhæð er sett hér með það í huga, að það er ætlun- in að ljúfca þessari rafvæðingu Framhald á bls. 27 STAKSTEINAR „Forysta" Ólafs Bersýnilegt er, að Tímanum þykir mikið við liggja að tjasla upp á orðstír Ólafs Jóhannesson ar jafnvel meðal hinna tryggustu flokksmanna, nú að loknum mið stjómarfundi Framsóknarflokks- ins. Blaðið birtir sérstaka for- ystugrein í gær, sem er eingöngu helguð Ólafi Jóhannessynl og þar «r sagt, að miðstjómarfund urinn háfi leitt í Ijós „eindregið traust til forystu Ólafs Jóhannes sonar . . . traust til hans hefur aukizt, þvi meira, sem á hann hefur reynt . . . “ o.s.frv. Af þessum endurteknu traustsyfir- lýsingum Tímans í garð Ólafs Jóhannessonar verður ekki dreg in önnur ályktun en sú, að framá menn Framsóknarflokksins hafi orðið áþreifanlega varir við þá óánægju, sem ríkir meðal flokks manna í garð flokksforystunnar, á miðstjóraarfundinum um .sl helgi. Að öðru jöfnu væri ekki sérstök ástæða fyrir Tímann til þess að birta forystugrein um þetta mál, en sú staðreynd, að hún birtist, er staðfesting á því, sem menn hafa raunar vitað um skeið, að innan Framsóknar- flokksins er mikil og vaxandi ólga og óánægja með forystu Ól- afs Jóhannessonar og raunar einnig annarra núverandi forystu manna Framsóknarflokksins. I forystugrein sinni nefnir Timinn nöfn fjögurra fyrrverandi for- manna Framsóknarflokksins, þeirra Jónasar Jónssonar, Tryggva Þórhallssonar, Her- manns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Þetta er athyglisvert. Allir þessir menn voru með ein- um eða öðrum hætti hraktir frá formennsku Framsóknarflokksins gegn vilja þeirra. Nú er Tíminn að skipa Ólafi Jóhannessyni á bekk með þeim. Kannski er það vísbending um að hans bíði sömu örlög fyrr en varir? N azistaáróður Framsóknar Það er til marks um þá upp- lausn, sem rikir í herbúðum Framsóknarmanna, að formaður flokksins gengur svo langt í ræðu sinni á miðstjómarfundinum að saka stjórnmálaandstæðinga sína um að beita „nazistaúrræðum". f ræðu sinni sagði hann: „Stjóm arsinnar klifa æði oft á því, að við séum stefnulausir. Þar beita þeir gamla nazistaúrræðinu — að saka aðra um það, sem þeir sjálfir em sekastir um“. Með slíkum brigzlyrðum gengur Ólaf ur Jóhannesson skrefi lengra en sæmandi er. Lýðræðissinnar kippa sér ekki upp við það, þótt kommúnistar beiti svo lágkúru- legum baráttuaðferðum að saka aðra um nazistabrögð, en öðru gegnir, þegar formaður annars stærsta stjómmálaflokks þjóðar innar tekur að brigzla mönnum um slíkt. Þá er stjórnmálabar- áttan dregin lengra niður í svað ið en efni standa til. Ólafur Jó- hannesson ætti að spara sér slík brigzlyrði í framtíðinni, jafnvel þótt hart sé í ári hjá honum og hans flokki. Æmmmm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.