Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 5
MOR.GUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1070 .Ai'vps. gg Sýning á handunnum munum f GÆR var opnuð farandsýn- ing á handunnum munum, á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Er sýningin í tveimur hlutum: annars veg- ar gefur að líta muni sem gerðir eru af íbúum Appal- achian-fj allanna og hing veg- ar muni sem indíánar frá hin um ýmsu svæðum Bandaríkj- anna hafa búið til. Fjallabúar í, Appalachian eru margir hverjir af skozk- um og írskum uppruna og margir þeirra hafa ekki aðr ar beinar tekjur en þær sem þeir fá fyrir handunna muni, þá, sem eru til sýnis á sýn- ingunni. Þar gefur m.a. á að líta leikföng, leirmuni og hljóðfæri og þess má geta að eitt hljóðfærið á sýningunni er náskylt íslenzka langspil- inu. Á þeim hluta sýningarinn- ar sem helgaður er indíán- uim eru m.a. sýnd handunnin teppi, skartgripir, dúkkur, fjaðraskraut indíánapils og fleira. Sýningin, sem er til húsa í Ameríska bókasafninu, Bændahöllinni við Hagatorg verður opin frá 10—7 frá mánudegi til föstudags næstu þrjár vikumar. Héðan fer sýningin til Lond on. Skákkeppni aldarinnar lokiö; Sovétmenn hlutu 20% vinning, heimsliðið 19% SKÁKKEPPNI aldarinnar er lokið með naumum sigri sovézku st«rmeistaranna, er hlutu 20% vinning gegn 19% vinningi „heimsliðsins“ í Belgrad, Júgó- slavíu. Keppni þessi vakti gífur lea-a athygli í skákheiminum. Um 3000 manns fylgdust með skák keppninni daglega og mörg hundruð urðu frá að hverfa á hverium degi, en úr því var bætt með sýningarborðum á göt um úti meðan skákimar stóðu vfir. Síðustu umferðinni, sem var tefld á laugardag og biðskákir á sunnudag, lauk með jafntefli, 5 vinninaum gegn 5. Friðrik Ólafs son. sem tefldi í síðustu umferð inni fvrir Bandaríkjamanninn Samuel Reshevsky, tapaði fyrir fvrrverandi heimsmeistara Vass- ily Smyslov á 6. borði. Úrslit einstakra skáka í fjórðu og síð ustu umferðinni urðu annars þessi: Á fyrsta borði vann Bent Lar sen Leonid Stein, sem tók sæti Jóhann Öm Sigurjónsson, hraðskákmeistari 1970. heimsmeistarans Boris Spassky, en Spassky veJktist. Larsen hlaut því 2%—% á fyrsta borði. Tigr an Petrosjan og Bobby Fischer gerðu jafntetfli á öðru borði (1— 3). Á þriðja borði áttust við Laj os Portiseh og Viktor Kortsnoi og lauk þeirri viðureigin með jafn- tefli, (2%—1%). í>á gerðlu Lev Polugaevgky og Vlastimil Hort jafntefli á fjórða borði, (1%— 2%). Á fjórum efstu borðunum hlaut heiimisliðið því 10% vinn- ing gegn 5% vinning Sovét- manna, 6 vinn. 9 jafntefli og 1 tap! Svetozar Gligoric og Evfim Geller gerðu jafntefli á fknmta borði, (1%—2%). Smyslov vanr Friðrik á sjötta borði, sem fyrr greinir, (2%—1%). Wolfgang Uhlmann vann Mark Taknanov á sjöunda borði, (1%—2%). Mik hael Botvinnik og Milan Matulo vic gerðu jafntefli á áttund'a borði, (2%—1%). Mikhael Tal og Miguel Najdorf gerðu jafn- tefli ,á níunda borði, (2—2) og Paul Keres vann Boris Ivkov Hraöskákmót íslands 1970: Jóhann Örn varð hraðskákmeistari JÓHANN Örn Sigurjónsson varð hraðakákmeistari íslands 1970. Jóhann hlaut 13% vinning af 18 mögulegum í harðri keppni við marga af beztu skákmönnum landsins í Skáikheimilinu við Gremsásveg sl. sunnudag. Björn Þorsteinsson og Magnús Sól- mundsson unðlu í 2.—3. sæti með 13 vinninga. Næstir komu þeir á tíunda borði, (3—1). Sovézka sveitin, með heims- meistarann Spassky á 1. borði og fjóra fyirv. heimsmeistara, Bot- vinmilk, Smyslov, Tal og Petro- sjan, voru fyrir keppnina álitnir mun sigurstranglegri, en tölvur út um heim spáðu sovézka lið- inu sigri með þetta 21%—23 vinninga úr ákákunum 40. Út- koma Sovétmanna á f jórum efstu borðunum vekur þó hvað mesta athygli; aðeins einn vinnimgur í 16 ákákum. Hver keppandi fær 400 bandaríska dollara fyrir vik ið, eða tæpar 40 þús. kr. Þrír keppenda frá hvorri sveit voru taplaiusir í keppninni, en það voru Sovétmennimir Geller, Bot vinnik og Keres, en hjá heknislið inu þeir Fischer, Portisdh og Hort. — sg, Frá sýningunni í Ameríska bókasafninu fóðurblöndun kpgf un Keres sigrar í Budapest SOVÉZKI stórmeistarinn Paul Keres sigraði á mjög vel „mönn- uðu“ Skákmóti í Budapest, sem lauk nokkrum dögum áður en keppni Sovétmanna og heimsliðs ins hófst. Keres er sennilega sterkasti skákmaður núlifandi, sem ekki hefur hlotið heimsmeist aratitil í skák. Hann hlaiut 10 vinninga (taplaus) af 15 mögu- legum. Ungverski stónmieistar- Szabo varð annar með 9 vinn- inga. Ivkov, Júgóslavíu og Suet in, Sovétríkjunum hlutu 8% vinn ing hvor, en næstir komu Ung- verjarnir Lengyel, Portisch og Csom með 8 vinninga hver. f 8. —12. sæti urðu þeir Averbakh, Sovétríkjunum, Barczay, Ung- verjal'andi, Gheorg'hiu, Rúmeníu, Kholimov, Sovétríkjiunum og Janisa, Tékkóslóvakíu með 7% vinning hver. Fjórir aðrir kepp endur hlutu færri vinninga. — Keres, sem er nú 54 ára hefur áð ur unnið stóra sigra í Budapest en árið 1952 varð hann t.d. efst- ur á stórmóti þar í borg fyrir ofan stórmeistarana Botvinniik, Smyslov, Geller og Petrosjan á minningarmóti Maroczy. Björn Theodórsson, Guðmundur Pálmiason og Guðmundur Ágústs son með 12% vinning 'hver, en 12 vinninga hlutu þeir Bragi Björns son, Ingvar Ásmundsson og Ás- geir Friðjónsson. Þátttakendur voru 60 og teflt eftir Monrad- kerfi, 2 skákir á 10 mímituim, alls 9 umferðir. — sg. Hænsnaræktendur! Af um 30 fegundum fóðurs, sem eru nú ó fóðurvörulista okkar, eru yfir 10 tegundir HÆNSNAFÓÐUR! FOÐUR hver sem framleiöslan er... jafn og markviss áranni ir Það er og hefur verið kappsmét M.R. að bjóða staðlaðar og öruggar fóðurtegundir. Hver sem framleiðslan er — egg, kjöt eða lífkjúklingar — þá getur M.R. boðið rétta fóðrið. Notið M.R. fóður og þáttur fóðurslns er tryggður. • M.R. varpfóður • M.R. varpfóður B • Kögglað varpfóður, heilfóður • Blandað hænsnakorn • Maískurl • Bygg • Hveitikorn líf- kjúklingar • Byrjunarfóður, mjöl • Vaxtarfóður, kögglar Blandað vífamínum og varnarmeðali við hníslasótt * Staðlaðar tegundir *Vilamínblandaðar í iullkomnustu vélum * Efnagreiningarblað i hverjum poka vour grasfrœ girðingirefni holda- kjúklingar MJÓLKURFÉLAi REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.