Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8, APRÍL 1970 Gunnar Andrew Kveðja frá gömlum skátum Gunnar Andrew lézt að Hrafn istu 19. þ.m., nær 79 ára að aldri. Aðrir munu rita æviágrip þessa mæta manns, og verður hér því aðeins getið starfs Gunnars Andrew fyrir skáta- hreyfinguna, og þá fyrst og fremst innan skátafélagsins Ein herjar á ísafirði. Frá þessum ár- um eigum við gömlu ísafjarðar- skátarnir margar ánægjulegar endurminningar í glaðværum vinahópi með Gunnar í farar- broddi. Einhvern veginn var það svo, að þó Gunnar væri félagsforingi og stjómandi, þá skildi hann alltaf svo vel víðhorf og þroska okkar yngri mannanna, að eig- inlega fannst okkur hann vera jafnaldri okkar. Þessi eiginleiki æskulýðsleiðtoga er ómetanlegur í starfi, en mér er ekki ljóst hve margir eru þessum kostum gædd ir. Hins vegar hefi ég aldrei kynnzt neinum hvorki fyrr né síðar, sem hafði þessa mannkosti í eins ríkum mæli og Gunnar Andrew. Hann var aðalhvatamað ur að stofnun skátafélagsins Einherjar á ísafirði, 29. febrúar 1928. Hann skipulagði skáta- starfið þar frá grunni, og frá ísafirði breiddist skátahreyfing- in út um Vestfirði. Gunnar var því einnig frumkvöðull skáta starfs á Vestfjörðum öllum. Hann átti frumkvæðið að smíði skátaskálans Valhöll í Tungu- dal, árið 1929. Það var mikil bjartsýni að hefja þær bvgging- arframkvæmdir, eftir að gjald- keri félagsins hafði skýrt frá að í félagssjóði væru alls kr. 6.98. Kostnaður við bygginguna var þá áætlaður rúmar 2.000 krón- ur. En bjartsýnin var sameign skátaforingjans og allra skát- anna, og með hjálp góðra manna reis Valhöll af grunni, og hefur síðan verið bæði skíðaskáli og sumardvalarstaður skáta. Að rekja skátastarf Gunnars Andrew væri sama og segja sögu skátahreyfingarinnar á ísa firði, og þess er ekki kostur hér. Fyrir þessi störf var Gunnar sæmdur heiðursmerki íslenzkra skáta, en norska skátahreyfing- in sæmdi hann einnig heiðurs- merki. Þótt ég væri of ungur til að vera meðal stofnenda Einherja, þá varð ég þó nægjanlega fljótt virkur skáti, til að geta nú minnzt þess mikla starfs, sem Gunnar Andrew lagði fram. Að frátöldu þroskandi starfi skáta á fundum í flokkum og sveitum, þá hygg ég að mest beri okkur að þakka Gunnari fyrir það, hversu hann strax í bemsku okkar vakti lifandi áhuga á fjallaferðum og náttúruskoð- un. Hann kenndi okkur í útileg- um að njóta útivistar og unaðs- semda ósnortinnar náttúru, en hann kenndi okkur líka, að það er ekki alltaf sólskin í lífinu, og það verður oft að taka því, þótt hann rigni og rigni mikið. Skapið var alltaf jafngott, og það var góður skóli að taka með jafnaðargeði, því sem að hönd- um bar. Á vel skipulögðu skátamóti í Vatnadal rigndi eftirminnilega alla dagana. Þegar norskir skát- ar heimsóttu okkur, dvöldum við viku í Kaldalóni og þá rigndi allan tímann, en alltaf var Gunn ar í jafngóðu skapi, alltaf reiðu búinn með glens og gaman, og við skátavarðeldana var hann hrókur alls fagnaðar. Hann kunni alltaf nógar sögur og hann kunni þá list að segja vel frá. Fyrir hönd okkar nokkurra gamalla skátadrengja vil ég því þakka Gunnari Andrew fyrir all ar þær fræðslu- og ánægju- stundir, sem hann veitti okkur í æsku, bæði í félagsstarfi skáta, og í útilegum, en þar kveikti hann hjá okkur þann áhuga á útivist, sem hefur dugað flest- um okkar æ síðan. Hjálmar R. BárSarson. Kveðja frá Skátafélaginu Ein- herjar, tsafirði Það er þýðingarmikið fyrir all an félagsskap að honum veljist í upphafi traust og örugg for- ysta. Það var því mikið lán fyr- ir skátahreyfinguna þegar hún var að nema land hér á ísafirði fyrir 42 árum síðan, að jafn ágætur æskulýðsleiðtogi og Gunnar Andrew skyldi veljast þar til forystu. Hann var aðal- hvatamaður að stofnun skátafé- lagsins Einherjar og félagsfor- ingi þess fyrstu 13 árin. Tókst honum með sínum alkunna dugn aði að leiða félagið yfir alla byrjunarörðugleika, afla því vinsældar og virðingar og skapa því traustan og öruggan starfsgrundvöll, sem það býr að enn þann dag í dag. Gunnar Andrew var óvenju- legum hæfileikum búinn, sem gerðu hann að eftirsóttum leið- toga. Hann var allra manna bezt íþróttum búinn, traustur og ör- uggur ferðamaður, mikill nátt- úruskoðandi, gáskafullur og glað vær, hafði óvenjulegt skopskyn og síðast en ekki sízt bjó hann yfir miklum skipulagshæfileik- um. Allir þessir eðliskostir gerðu það að verkum, að ungir menn sóttust eftir að starfa með Gunnari Andrew. Hann var ávallt jafnaldri og félagi þeirra sem hann starfaði með, þó að aldursmunur væri verulegur. Það er því engin tilviljun að skátafélagið Einherjar, varð undir hans forystu eitt af traust ustu skátafélögum landsins og eitt öflugasta skíðafélag lands- ins um árabil. Eftir að Gunnar Andrew flutt ist til Reykjavíkur, kom hann margar ferðir hingað til ísafjarð ar, til að heimsækja sitt gamla félag. Hann var þá enn sem fyrr hrókur alls fagnaðar. Síð- ast kom hann í heimsókn á 40 ára afmæli Einherja fyrir 2 ár- uaaa síðan, og dvaldi þá í nokkra daga hér á ísafirði. Hann var þá orðinn blindur maður. en frá sagnargleðin og skopskynið óbilað. Ennþá kunni hann þá list að koma öllum í gott skap, sem í nálægð hans voru. f þess- ari ferð kom hann í heimsókn á ylfingafund með yngstu félögum Einherja. Skátaheimilið hafði verið útbúið sem frumskógur, og nú ferðaðist hann í síðasta sinn með Mowgli um ævintýra Ind- land Kiplings. Hann settist stundarkorn á feldinn af Shere Khan sem var breiddur á þing- steininn og hlustaði á unga drengi endursegja söguna af Mowgli, sem hann sjálfur kenndi öðrum drengjum fyrir 40 árum síðan. Þá var þessi öld- ungur allt í einu barn. Hann sagði mér sjálfur þegar ég kvaddi hann á flugvellinum tveim dögum síðar að þessi heim sókn yrði sér eftirminniiegust úr þessari ferð. ísfirzkir skátar munu um tang an aldur geyma minninguna um Gunnar Andrew og farsæl störf hans í þágu skátafélagsins Ein- herjar og ísfirzkrar æsku. Börn um hans öllum svo og öðru skylduliði sendum við einlægar samúðarkveðj ur. Jón Páll Halldórsson. — Minning Framhald af bls. 19 að kröftum að þú þráðir hvíld- ina. Og það þráðum við öll þín vegna. Og er dauðinn hafði loik- ið sínu ætlunarverfd færðist friður yfir ásjónu þína, og þann- ig mun ég geyma mynd þína í huga mér á meðan lífið endist. Tengdaföður mínum sendi ég samúðarkveðjur og bið um styrk honum til handa, þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi um margra ára bil, og hefur ekki auðnazt að njóta gæða þessa lífs. Ég kveð þig svo hinztu kveðju. Kynni mín af þér hafa orðið mér einn stærsti ávinningur á lífsleið minni. Og fyrir það, eins og allt annað, ber mér að þakka skapara þessa lífs, og þann hinn sama bið ég nú að blessa þig og lauina þér að verðleikum. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Guðm. Valur Sigurðsson. HÚN var ein af þeim mörgu al- þýðukonum, sem vann sín verk í kyrrþey. Umsjá heimilis er sú vinna, sem ekki er síður mikil- væg en önnur störf, sem meira fer fyrir. Hún var góð móðir og mikil húsmóðir. Hún varð þeirr ar ánægju aðnjótandi að sjá af- komendur sína verða að góðum og nýtuim þjóðfélagsþegnum. Hún var ein af þeim mæðrum, sem íslenzka þjóðin á svo ómet- anlega mikið að þakka. Elín var fædd 4. febr. 1895, en lézt 31. marz sl. Foreldrar henn- ar voru Elin Sveinbjörnsdóttir, ættuð úr Tálknafirði og Bene- dikt Sigurðsson, dugmikill skútu skipstjóri á Patreksfirði. Eftir að hann lét af skipstjórn gerðist hann verkstjóri hjá útgerðar- og verzlunarfyrirtæki Péturs A. Ólafssonar á Patreksfirði. Bene- dikt og Elín eignuðust 11 börn, af þeim komust 9 til fullorðins- ára. Nú eru aðeins 3 af þessum stóra systkinahópi á lífi, og svo einkennilega vill til, að það eru þau elztu, en þau eru: Benedikt, sem um margra ára skeið rak verzlun og útgerð á Hellissandi, en starfar þar nú sem sparisjóðs- stjóri. Næstur er Sigurður, sem hefur dvalið í Ameríku í rúm 60 ár. Yngst af núlifandi systkin- um er Kristín, sem lengst af hef- ur átt heima í Vestmannaeyj- um. Hún hefur um noikkurt ára bil átt við vanheilsu að stríða og dvalizt mikið á sjúkrahúsi. Elín giftist ung Guðiaugi Kristjánssyni, ættuðum úr Ólafs vík, og lifir hann konu sína. Guðlaugur og Geirþrúður, kona Benedikts, bróður Elínar, voru systkini. Guðlaugur vann mikið á meðan kraftar hans entust, og heima við var hann sívinnandi að hlúa að heimili þeirra, en hef- ur verið rúmfastur á Elliheim- ilinu Grund í nokkur ár. Það var stórfurðulegt hvað þeim hjónum lánaðist að koma sínum stóra barnahópi vel upp á þeim erfiðu kreppuárum, sem yfir þjóð okkar gengu fram yfir 1940. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Þrastar- götu 3. Börn þeirra urðu alls 8. Tvö misstu þau á sama ári; Reyni 6 ára, sem átti við van- heilsu að stríða frá fæðingu og Pálínu 16 ára gáfaða efnisstúlku. Þessum áföllum tók Elín með sérstakri hugarró, enda trúkona; eðli hennar var ekki þannig að hún léti bugast. 6 mannvænleg böm hennar kveðja nú móður sína, 4 dætur og 2 synir, öll vel gift. Barnabörnin eru orðin 27 og sýndu þau öll ömmu sinni sér- lega hlýlegt og gott viðmót. Þegar ég fer að glugga í minn- ingasafni mínu, um þessa kæru frænku mína, er svo margs að minnast. Ég hef verið svo lán- söm frá því að ég fór úr for- eldrahúsum, að vera nær ávallt í ekki mikilli fjarlægð frá henn- ar hjálpsama hug og hendi. Gott var að finna hennar styrku vin- arhendi og halla aér að barmi hennar á erfiðum stundum. Hún var stórhugia og ham- hleypa til allra verka. Meðan hún var naeð allan barnahópinn sinn í heimahúsum var undra- vert hvað hún annaði heima og heiman. Nágrannar hennar leit- uðu oft til hennar í margvísleg- um vanda, enda var hún með af- brigðum hjálpsöm og úrræða- góð. Þótt ekki væri hátt til lofts eða vítt til veggja í húsinu henn- ar á Grímsstaðarholtinu var ávallt hægt að rýma til fyrir frændfólkinu að vestan. Ég minn ist þess að oft var autt gólfpláss ekki mikið þar, en hjartarúm húsbændanna var mikið, aldrei talað um fyrirhöfn, allt var þar talið sjálfsagt að leggja fram. Elín var mikil hagleiksmann- eskja meðan kraftar entust, enda komin af hagleiksfólki og alin upp á sérstaklega góðu heimili, þar sem bækur og margs konar smíðar og handavinna voru í hávegum höfð. En æskuheimili hennar frá barnsaldri var að Lambavatni í Rauðasanddhreppi hjá Sveini Magnússyni og Hall- dóru Ólafsdóttur. Minntist hún þessa heiimilis alltaf með sérstakri hlýju og lotn ingu. Allra uppeldissystkina sinna gat hún ávallt að góðu einu, og fannst mér mikið gam- an að heyra hana rifja upp margt frá æskuárunum. Frásagnargáfa hennar var skýr og skemmtileg, enda var hún vel gefin kona. Skólavist hennar var ekki löng frekar en margra annarra aldamótabama. Hún var fróðleiksþyrstur imgl- ingur og taldi það mikið lán fyr- ir sig að hafa fengið að dvelja á Hvítárbakkaskóla hjá Sigurði Þórólfssyni skólastjóra. Elín var hagmælt vel, en flíkaði þeirri gáfu sinni lítið, en samt kom það fyrir að hún lét frá sér nokkrar ljóðaperlur. Hún átti ýmislegt skrifað á laus blöð, sem hún vildi ekki halda á lofti. Hagsýni og sparnað hafði hún tileinkað sér uing að árum. Þá kunnu menn þá list að gleðjast yfir litlu, en höfðu ekki lært að gera miklar kröfur á hendur öðrum. Þá voru allar vonir og kröfur bundnar við það, sem tókst með eigin vinnu, til að bæta afkomumöguleikana. Þeg- ar bömin voru flest flogin úr móðiurhreiðrinu fór hún að vinna utan heimilisins, þrátt fyrir vanheilsu. Eftir mikla þrautseigju og dugnað gat hún látið margra áratuga draum sinn rætast, að sjá sig öríítið um í heiminum, þótt ferðirnar yrðu ekki margar eða langar. Hún fór ekki utan til að koma heim með dötokt og sólbakað hörund eða sitja á veitingastöðum, hún naut þess innilega að sjá þar fegurð náttúrunnar og þau mörgu und- ur, sem mannlegar hendur hafa rfiapað. Elín fylgdist af áhuga með byltingu nútímans, hinum miklu þjóðlífsbreytingum. Það var hressandi að ræða við hana. Hún mótaði með sér sínar ákveðnu Skoðanir á þeim mál- um, sem bar á górna. Eitt fannst henni skorta á mitt í þessum stórstígu framförum, henni fannst ánægjan yfir vel- meguninni ekki vera réttu meg- in á framfaravoginni, ágengnin reyndist svo víða vera í þyngri vogarskálinni. Ró sinni hélt hún til síðustu stundar og var ávallt þakklát fyrir alla umönnun henni sýnda. Nú er hennar erfiðu veikinda- baráttu lokið. Hugarfari Elínar gæti þetta litla vers vel lýst: Hvernig sem holdið fer hér þegar lífið þver, Jesú, í umsjá þinni óhætt er sálu minni. Blessuð veri minning þessarar hugstæðu frænku minnar. Unnur Benediktsdóttir. Sérverzlun til sölu á bezta stað í Miðbænum. Litil útborgun. Tilboð sendist Wlorgunbfadinu merkt: „Góðir mögu- leikar — 8193". • • _ Onfiröingar Kaffi- og skemmtikvöld verður í Tjarnarbúð á fimmtudag 9. þ.m. kl. 8.3C. Þeir serw eidri eru en 70 ára sérstaklega velkomnir. STJÓRNIN. Málverk og teikningar til sölu eftir eftirtalda listmálara: Nínu Sæmundsson, Guðmund Einarsson frá Miðdaf, Jón Þorleifsson, Ófaf Túbals, Eggert Guðmundsson, Sigurð Sigurðsson, Hrirrg Jóharmesson, Kára Eiríksson, Svein Þór- arinsson, Magnús A. Árnason, Sigurð Kristjánsson, Hrein Elíasson, Ríkarð Jónsson, Helga M. S. Bergmarm. Einar G. Baldvins, örlyg Sigurðsson, Pétur Friðrik, Hafstein Austmann, Einar Hákonarson, Guðbjart Guðlaugsson, Veturliða, Kjarval og marga fleiri. GÓÐAR TÆKIFÆRISGJAFIR. MÁLVEIIKASALAN, Týsgötu 3, sími 17602.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.