Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1070 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR Ef svo er, ætla ég að komast í rúmið aftur. Honum tókst að setja upp máttleysislegt bros. — Já, það er allt í lagi. Afsak ið þetta ónæði. Jafnskjótt sem hún var farin út, þaut hann út að glugganum. Bíllinn var þama enn og ljós- laus. Manninum hafði ekki unn izt tími til að forða sér. Vafa- laust var hann í felum í ein- hverju horninu — kannski í her- bergi Colette, að bíða eftir því að Gilles væri sofnaður aftur. — Það er annar lykill í Frakklandsbanka, heyrði hann sjálfan sig segja upphátt. Svo endurtók hann nokkrum sinnum: — Hvers vegna, hvers vegna, hvers vegna? Hann var lítið betri nú en nóttina sælu, þegar hann drakk sig fullan hjá Plantel. Það var rétt, að hann gat stillt sig um að fara að gráta. — Hér skal ég standa við gluggann í alla nótt, ef þörf krefur. Ég verð að sjá hann. Ég verð að vita, hver hann er. En hann sá hann nú samt ekki. Þegar hann vaknaði um morguninn, lá hann í rúminu, en þangað hafði hann skriðið, úr- vinda af þreytu. Hver á fætur öðrum, tíndust Mauvoisin-bílarnir út griðastað sínum, út í morgunkuldann út á Úrsúlínabryggjuna, en bíll næt- urgestsins var hins vegar horf- inn þaðan. rv. Þennan dag gerðist ekkert það, sem hægt væri að telja mik ilvægt. En væru allir atburðir lagðir saman, boðuðu þeir samt það, sem hefði mátt kalla merkis dag í sögu Gilles Mauvoisin. Frá fyrstu byrjun höfðu verið ýmsar bendingar — þessi litlu smáatriði, sem okkur gengur illa að skilja, og við tökum ekki eft- ir fyrr en við lítum um öxl og neyðumst til að viðurkenna, að þau hefðu verið fyrirboðar. Þó ekki væri nema bara veðrið — gruggað og ullarkennt. Heill heimur af hvítum og gráum lit, þar sem öll hljóð, ekki sízt skipa flauturnar, voru óvenju skörp, jafnvel skerandi. Gilles minntist Þrándheims og allra hinna norð- lægu borganna, þegar hann vaknaði í litlu gistihúsi — alltaf nýju, en þó voru þau öll eins. Og þegar hann leit í spegilinn með svarta og gyllta rammanum var hann kinnfiskasognari og andlitið allt kantaðra, en næstu dagana á undan. Hann hafði losnað við kvefið. En þreytan eftir þessa óróanótt, og sú til- finning, að hann væri á reki fót- festulaus í einhverjum framand- legum heimi — allt þetta var gef ið til kynna af guggnu yfirliti hans, nefinu og vörunum, sem var orðið einhvern veginn skarp H agfrœðingur AUGLÝSIR EFTIR STARFI. Til greina koma hvers konar ráðgjafastörf, sem flokkast undir hagræðingarstarfsemi, svo sem við áætianagerð. stjórnun, skipulagningu vinnustaða og verka, hönnun eyðublaða, launa- kerfi o. fl. Hugsanlegt væri að taka til úrlausnar einstök afmörkuð verkefni. Tilboð sendist Mbl. merkt: ,,2767". 0 H I □ carmen með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. 0 ara og bláu dilunum tveimur undir hálflokuðum augnlokum. Sönnun þess, að eitthvað væri orðið breytt, var það, að hann opnaði gömlu ferðatöskuna sína — síðan hafði hann fengið tvær nýjar, til þess að koma fyrir öllu nýja dótinu sínu — og tók upp persónulega muni sína, eins og hann hafði svo oft gert í fram andi herbergjum, og stakk nokkrum myndum í spegilramm- ann. Súkkulaðikassi, sem mamma hans hafði gefið honum, endur fyrir löngu, og nú var notaður undir bindi, var lagður á komm- óðuna, ásamt öðru fleira, svo sem austurlenzkum trefli, sem hann hafði keypt af kínversk- um trúði . . . XVII Umheimurinn hvarf honum. Húsið við Úrsúlínabryggjuna leystist upp, svo að ekki varð annað eftir en þetta eina her- bergi, og Gilles í því, aleinn. La Rochelle var ekki annað en landslag, með gluggann fyrir umgerð — stúfur af skurði, ann ar af bryggju, turnarnir tveir í fjarska, sem gættu innsiglingar- innar, og svo til vinstri glugg- inn, sem Colette átti, og ekki var enn búið að taka hlerana frá. Hann kafroðnaði þegar Ger- ardine frænka ruddist allt í einu inn' í herbergið og þó enn meir, þegar hún leit á hann ásak andi augum. — Þú hefur haft herbergja- skipti? Varimar á Gilles kipruðust of urlítið, eins og á feimnum manni sem hefur allt í einu tekið ákvörðun. Hann reyndi að gera röddina eins kæruleysislega og hann gat. En jafnframt vildi hann reyna að sýnast ósveigjan- legur. — Já, sagði hann, — ég kann betur við þetta herbergi, og ætla svo að útbúa það eftir mínum eigin smekk. — Já, en . . . ég er búin að hringja til Bobs og biðja hann að koma heim frá París. Hann á kunningja, sem er sérfræðingur í Munið apríl söluskránna. * Hringið og við sendum yður hano cndurgjaldslaust í pósti FASTEIGIMA- PJÓNUSTAN Austurstrœti 17 (SIIIÍ & Valdij 3. hœð Sími 2 66 00 (2 línur) Ragnar Tómasson hdl. Heimasímar: Stefán J. Rithter - 30587 Jóna Sigurjónsdóttir - 16396 — Vertu róleg Vilborg, það rúmast ekki annað en þú í húsunum minum. innanhússskreytingu og við ætl uðum okkur að . . . — Þakka þér fyrir, en þetta vildi ég heldur sjá um sjálfur. Þetta var nú fyrsta sprengj- an, sem hann hafði varpað að þeim. Framkoma hans var hóg- vær, næstum auðmjúk, en á hinu varð ekki villzt, að hann hafði ákvarðað sig. — Hveraig gekk í gær- kveldi? Við þennan kvenmann? — Alveg prýðilega. — Fékkstu almennilegt að borða? -— Frú Rinquet er ágætis kokkur. — Hvað sagði hún? — Hver? Frú Rinquet? — Nei, hún frænka þín. — Ekkert svo sem sérstakt. Hann lézt ekki taka neitt eftir því, að Eloi frænku hafði brugð- ið illilega við. — Vel á minnzt, þú ert boð- inn í hádegisverð til Plantel. Hann langar til að fræða þig um fyrirtækin hans frænda þíns, sem héðan af eru þín eign. Hví skyldi hann ekki leysa al- mennilega frá skjóðunni, úr því að hann var að þessu á annað borð? Hóglega en með einbeitni rellukrakka, svaraði hann: — Viltu segja hr. Plantel, að ég geti ekki komið í dag. Bæði er ég þreyttur og svo þarf ég. að útrétta ýmislegt sjálfur. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú dansar ekki á rósum i dag. Reyndu að blanda ekki einkalífi þínu saman við skyldustörfin, og vertu kurteis til hins ýtrasta. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þeir, sem leggja þér mest lið, vilja endilega láta sem minnst á sér bera. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú kemst að raun um, að ýnisir bera til þín kala. Sittu á þér og byrjaðu á nýjan leik. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það vilja allir fara eigin lciðir. Farðu lil þeirra, sem máli skiptir, að heyri um áform þín. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það er viturlegast fyrir þig að starfa með öðrum, því að vanda- málin eru raunhæf og flókin. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Gerðu ráð fyrir allskyns töfum og hindrunum, hvað sem starf þitt kann að vera. Þér gengur vel með samvizkusemi þinni. Vogin, 23. september — 22. október. Starfaðu með þeim meðulum, sem þér eru innan handar og spar- aðu. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Sannaðu öðrum bæfni og vizku þína. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú færð hvatningu í starfinu, reyndu að keppast við. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Illýddu á hoIlráS, því margt er forvitnilegt og þú getur grætt á því. Þegar þú hefur tekið allt með í reikninginn, kann svo að fara, að þú farir aðrar leiðir. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Fjölskyldan og grannarnir eru uin það bil að valda þér töfum og skapraun. Láttu ekki hugfallast, því að margt græðist á því að skiptast á skoðunum. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að forðast að blanda þér í málefni, sem þér konia ekki við. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS NYTT símanúmer ú aðalskrifsiofu 26411 Happdrætti Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.