Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 3
MORGUNIBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 111. APRÍL K970 3 Geta umboðsmenn Getrauna átt yfir höfði sér málssókn? Morgunblaðið leitar álits lögfræðinga á ábyrgð umboðsmanna varðandi skil á getraunaseðlum SKIPULAG knattspymuget- raunanna á íslandi hefur nokk uð verið til umræðu að und- anförnu, og hefur athyglin einkum beinzt að því atriði, sem snertir áhyrgð umboðs- manna Getrauna í þeim tilvik um, að skil á getraunaseðlum farast fyrir og kaupendur þeirra missa af stómm pen- ingaupphæðum af þeim sök- um. Spyrja menn gjarnan: — „Hver á að bera tjónið — kaupandinn eða umboðsmað- urinn?“ Þó að Getraunirnar séu ekki gamlar hérlendis, hefur þeg ar komið í ljós, að þær hafa verulega fjárhagslega þýðingu fyrir íþróttafélögin. Yfirleitt er sá háttur hafður á við dreif ingu seðlanna, að íþróttafélög in taka á'kveðinn fjölda seðla, og dreifa þeim út rrneðal fé- laga sinna — ungra og gam- alla — sem síðan annast sölu á þeim í sjáifboðaliðsvinnu. Sum félögin hafa líka samið við verzlanir um söJlu og mót- töku getraunaseðla gegn lítil- legri þóknun. Hins vegar má búast við, að bæði þessir sjálf boðaliðar félaganna eða verzl anirnar fýsi lítt að annast þessa sölu, eigi eftir að koma i ljós fyrir dómstólum, að þess ir aðilar geti átt yfir höfði sér stórfelldar bótakröfur, vegna þess að skil hafa mis- farizt hjá þeirn og vinning- ur komið á einn þeirra seðla, er eftir urðu. • EITT MÁL í GANGI Eitt slíkt mál er nú kom- ið til lögfræðings. Stuttu eft ir að starfsemi Getrauna hófst gerðist það, að seðill með 10 réttum leikjum á, varð eftir í verzlun einni, en þessi seðill hefði fært eiganda sínum rúm ar 80 þúsund krónur, hefði hann komizt í réttar hendur. Eigandi þessa seðils á erf- itt með að sætta sig við að verða af svo stórri upphæð, og reynir nú að fá leiðrétt- ingu mála sinna með aðstoð lögfræðings. Morgunblaðið náði tali af manni þessum, og hefur fengið hann til að segja sögu sína. Hann hefur gkki viljað láta nafn síns getið. Honum segist svo frá: „Ég var með tvo seðla í þetta Skipti, og eftir að hafa út- fyllt þá, var þeim skilað á til- settum tíma í verzlun í mið- borginni, skammt frá heimili mínu. Á sunnudagskvöld, eft ir að úrslit leikjanna voru kunn, fór ég að bera úrslitin saman við „tipp“ mitt á seðl- inum. Reyndist annar þeirra vera með 10 rétta leiki. Ég gerði þá ekkert frekar i mál inu, en á mánudaginn hringdi ég inn í Getraunir og spurð- ist fyrir um úrslitin. Fékk ég þau svör, að einn seðill væri með 10 rétta leiki, og hand- hafi hans væri Keflvíkingufl. Þóttist ég þá strax sjá, að minn seðill hefði ekki komizt til skila, og fór ég þá þegar til eiganda verzlunarinnar, þar sem ég hafði skilað seðl- unurn, og fékk vottorð í tví- riti fyrir því, að þeim hefði verið skilað á réttum tíma. Komu þeir ekki í leitirnar fyrr en nokkrum dögum síð- ar. Að sjálfsögðu kærði ég til Getrauna, en kæran var ekki tekin til greina. Þar sem ég á erfitt með að sætta mig við þessi málalok, hef ég nú feng ið lögfræðing mér til aðstoð- ar, og telur hann fullvíst, að ég muni fá leiðréttingu mála minna“. knattspyrnugetrauna (íþrótta- félaganna og sjálfboðaliða þeirra) í því tilviki, að skil á getraunaseðlum farist fyrir, og kaupandi missi af stórri upphæð af þeim sökum. Geta þeir átt á hættu að fá á sig bótakröfur? Tókum við mál það, sem rakið er hér á und- an, sem dæmi um slíkt. • UMBOÐ SM AÐURINN ÁBYRGUR Magnús Thorlacius, hæsta- réttarlögmaður, svaraði svo: „Með hliðsjón af ákvæðum Magnús Thorlacius Þar sem þetta er mál, sem hlýtur að skiþta mjög marga miklu máli, þ.e. alla þá, sem annast áölu á getraunaseðlum, hefur Morgunþlaðið snúið sér til þriggja þekktra lögfræð- inga hér í borg, og spurt þá áiits á ábyrgð umboðsmanna Jón Magnússon laga nr. 7/1936 og aitmennum reglum laga virðist full á- stæða til að fara í mál við um- boðsmanninn og gera han-n ábyrgan fyrir því tjóni, er af hlauzt". • MÁLSÓKN HÆPIN Örn Clausen, hæstaréttar lögmaður, svaraði spurningu okkar á þessa leið: „Mál það, sem blaðamaðurinn spyr um, er þannig vaxið, að A (kaup- andi seðils) telur Sig hafa skilað getraunaseðli til B (kaupmanns), sem er ólaun- aður sjálfboðaliði, er starfar fyrir íþróttafélagið X, sem verður að skoðast, sem um- boðsmaður Y (Getrauna). — Seðillinn kom síðan ekki fram með þeim seðlum, er X hafði tekið hjá B og ökilað til Y í tæka tíð, þ.e. laugar- dag kl. 13. Síðar kom í ljós (á þriðjudag) að seðillinn var í fórum B, og hafði misfarizt Örn Clausen hjá honum, eða a.m.k. hefur A fengið vottorð hjá B þess efnis, að A hafi skilað seðl- inurn í verzlun B fyrir lak frestsins, kl. 7 á föstudags- kvöld. Y tók ekki til greina kæru A og neitaði að greiða honum vinning að fjárhæð kr. 82 þús. Spurningin er: Hver er rétt ur A, og gegn hverjum getur hann beint hugsanlegri kröfu sinni? Höfuðregla íslenzks réttar er, að umbjóðandinn (Y) verður bundinn af gerðum um boðsmannsins X eða starfs- manns X — þ.e. kaupmaður- inn í þessu tilfelli, hafi um- boðsmaðurinn eða starfsmað- ur hans ekki farið út fyrir umboðið. Að sjálfsögðu eru til afbrigði frá þessari reglu, og fer það eftir því hvers konar viðskipti er um að ræða. Get- raunastarfsemi er svo sérstaiks eðlis, að tæplega verður beitt almennum höfuðreglum án af brigða. Hér er um að ræða mjög víð tæka starfsemi sem líkist mjög happdrætti. Möguleikar eru á að vinna stórar fjárhæðir fyr ir tiltölulega Mtið endurgjald. Það ' er því nauðsynlegt, að fyrirkomulagið sé þannig, að engin hætta geti verið á því, að A skili getraunaseðli of seint eða eftir að úrslit voru kunn. Vottorð það, sem A hef ur í höndunum frá B sýnir, að svo var ekki í þessu tilviki, sem hér um ræðir. Hór er aft ur sú hætta fyrir hendi, ef al- mennar reglur um umboð ættu að gilda og Getraunirnar Framtaald á bls. 24 U Thant óskar eftir tillögu íslands um landhelgisráðstefnu Leggjum áherzlu á samstöðu allra flokka, sagði forsætisráðherra ÍSLENZKUM stjórnarvöld- hefur borizt bréf frá U Thant, framkvæmdastj. Sameinuðu þjóðanna, þar sem óskað er eftir tillögum íslenzku ríkis- stjórnarinnar um það hvern- ig haga skuli alþjóðlegri ráð- stefnu um fiskveiðilögsögu mál og hvenær hún skuli haldin. Á að svara þessu bréfi fyrir lok júnímánaðar. Tillaga um þetta efni var samþykkt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og falin framkvæmdastjóra samtak- anna til fyrirgreiðslu. Þetta kom fram í ræðu er Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flutti á Alþingi í gær. Sagði ráð- herrann að mál þetta yrði borið undir utanríkismálanefnd Alþing is og kvaðst hann vænta þess að samstaða næðist þar um afstöðu til þess. Sjálfur kvaðst Emil Jónsson vera þeirrar skoðunar, að slíka ráðstefnu ætti að halda á breiðum grundvelli og að hún yrði ekki einskorðuð við það hvort fiskveiðilögsaga skyldi vera 12 mílur, eins og stórþjóðirnar hefðu óskað eftir. Ráðherrann sagði, að þeirra hugmynd væri sú, að fá lögfest sem alþjóðalög, að lögsagan, bæði hin almenna lögsaga og fiskveiðilögsaga yrði miðuð við 12 sjómílur. Þetta hefði strax komið fram, þegar borizt hefði ósk um stuðning við slíka ráðstefnu frá sendiherra Sovétríkjanna á íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Síðan hefðu Bandaríkjamenn komið í kjölfarið og óskað eftir því að ísland veitti stuðning til slíks ráðstefnuhalds. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður af þessu fundarboði U Thants, sagði Emil Jónsson en ég geri ráð fyrir að ráðstefnan verði haldin síðari hluta þessa árs eða í byrjun þess næsta. Við höfuim talið æskilegt, að þessi ráðstefna yrði ekki hald in of fljótt svo að hægt væri að undirbúa hana vel og þá jafnvel ekki fyrr en 1972. Gert er ráð fyrir því, að utanríkismálanefnd fjalii um þetta mál, en þar eiga allir flokkar fulltrúa og geta sagt sina skoðun á málinu. Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra kvaðst vilja undirstrika að ríkisstjórnin legði rika á- herzlu á nána samvinnu allra flokka um aðgerðir í landhelgis máiinu á næstunni. Eðlilegt væri að leitað yrði eftir því formi slíkrar samvinnu, sem líklegast væri til árangurs, svo að ekki kæmi upp tortryggni milli flokka. Og við skulum ekki fyrir fram gera ráð fyrir, að um ágrein ing verði að ræða, sagði forsætis ráðherra. STAKSTEINAR A Ovelkomnir gestir Undanfarið hafa dvalið hér á landi tveir fulltrúar frá ástralska sendiráðinu í Stokk- hólmi. Að jafnaði eru erlenðir menn aufúsugestir á íslandi, en vegna þeirra erinða, sem þessii tveir menn reka hér, verður að segja það umbúðalaust, að þeii eru óvelkomnir gestir. A íslandi er ekki rúm fyrir slíka „agenta", sem reyna með gylliboðum að tæla fólk til að flytjast af landi brott. Nú er einnig upplýst, að þessir starfsmenn í utanríkis- þjónustu Ástraliu hafa beinlínis haft í frammi ósanninði á blaða- mannafundi, er þeir efnðu til. Þar fullyrtu þeir, að nú væru 700—800 íslendingar búsettir í Ástralíu. Þetta er alrangt. Skv. upplýsingum, sem Hagstofa ís- lands hefur gefið Morgunblaðinu, lætur nærri að um 250 íslend- ingar séu í Ástralíu og hafa þeir flutt þangað allt frá árinu 1952. Hinir áströlsku „agentar" eru því berir að ósannsögli, sem vafa laust hefur verið ætlað að gefa fslendingum til kynna, að land- ar þeirra hefðu talið búferla- flutninga til Ástralíu sérstaklega eftirsóknarverða. Slíkir menn ættu í framtíðinni að taka þeim ráðleggingum að halda sig fjarri íslandsströnðum. Þeir eru vel- komnir, sem einstaklingar, en ó- velkomnir þeirra erinda, sem þeir nú reka. Hver er reynslan? Reynsla fslenðinga, sem dval- ið hafa um skeið erlendis er með örfáum undantekningum sú, að lífskjör þar séu sízt betri en hér á landi, jafnvel þótt erfiðleikar hafi verið hér síðustu árin, sem nú eru vonandi að baki. Háar töl ur um launaupphæðir segja ekki nema hálfa sögu, því að hitt skipt ir einnig máli hvert verðlagið er. í Banðaríkjunum geta ungir menntamenn jafnvel fengið þre föld laun í krónutölu á við það, sem þeim býðst hér, en reynsla þeirra er samt sem áður sú, að hér sé hagstæðara að búa, ein- faldlega vegna þess að verðlag- ið er svo gífurlega hátt í Banda- ríkjunum. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Hjá frænd- þjóðum okkar á hinum Norður- löndunum kann einnig að vera mögulegt að fá hærri krónutölu í laun, en framfærslukostnaður er þar líka miklu hærri en hér og t.d. húsnæðiskostnaður og mat- vælakostnaður gífurlegur. Þeir eru þess vegna margir, íslending arnir, sem flutt hafa til annarra landa í leit að gæfunni, en hafa snúið heim til íslands á nýjan leik um leið og þeir hafa haft fjárhagslegt bolmagn til. En hitt er alvarleg staðreynd, að þeir ís- lendingar, sem nú búa við kröpp kjör í Ástralíu, eiga ekki auð- velt með að afla fjár til þess að greiða fargjaldið heim. Áströlsk stjórnvöld greiða nefnilega að eins ferðakostnað aðra leiðina. I>okkaleg iðja í ljósi þess, sem reynslan segir okkur um lífskjör hér og í öðrum löndum, er illt til þess að vita, að einstakir stjórnmálaflokk ar og blöð þeirra stunda þá iðju að vegsama lífskjörin í öðrum löndum, en rakka niður hag þeirra, sem hér búa. Kommún- istablaðið birtir t.d. tölur í gær til þess að sanna, að ellilaun séu mun lægri hér en á hinum Norð- urlöndunum. En slíkur talnaleik ur er blekking ein. Það verður einnig að líta á hina hliðina á málinu, þ.e. hvað kostar að lifa í þessum löndum. Og um það þeg ir kommúnistablaðið venjulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.