Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1®70 21 Bréf til Mbl. Misnotkun valdsins — eftir Björn Pálsson, Löngumýri f vetur varð ég þess var, að misræmi var í lánskjörum út- vegsmanna hjá fiskveiðasjóði. Ég gerði því fyrirspurn á Al- þingi um ýmis atriði viðvíkjandi útlánum sjóðsins. Framkvæmda stjóri fiskveiðasjóðs svaraði þeim fljótt og beiðardega, enda eigi annars frá hans hendi að væiita. Svör han,? voru í stuttu máli þessi: 1. Stjórn fiskveiðasjóðs ákvað 17.3. 1®61 að hafa eftirleiðis gengisákvæði í skuldabréfum fyrir lánum samkvæmt heimild í lögum nr. 17 10. marz 1961. 2. Frá 17. marz 1961 til 1. jan- úar 1967 lánaði fiskveiðasjóður 815 lón með gengisákvæði, sem námu í árslok 1967 kr. 581 millj. 949 þús. 981. Að frádregnum eft instöðvum erlendra skipakaupa- lána. 3. Árið 1967 eru gengisákvæði numin úr skuldabréfunum og frá þeim tíma til 29. maí 1968 eru veitt 134 lán að upphæð 405 millj. Rétt er að benda á, að al- þingiskosningar fóru fram á ár inu 1967. Mikið var því látið af j góðum fjárhag' og traustu gengi. Síðari hluta árs 1966 voru vissar greinar sjávarútvegs reknir með tapi. í ársbyrjun 1967 hlaut glöggskyggnum mönn um að vera ljóst, að gengi krón- unnar byrjaði að vera rangt skráð nema breytt væri um stefnu í efnahagsmálum. Stjórn fiskveiðasjóðs getur því eigi nema gera sjálfa sig að flónum afsakað niðurfellingu gengis- ákvæða í skuldabréfum með því að hún hafi álitið gengi íslenzkr ar krónu öruggt um langa fram- tíð. 4. Fiskveiðasjóður skuldaði i erlendri mynt, þegar gengi ís- lenzkrar krónu var lækkað. 1960 kr. 63.766.708.00 1961 kr. 105.229.751.00 1967 kr. 87.830.627.00 1968 kr. 172.825.81.00 Þessar tölur hefur fiskveiða- sjóður sjálfur gefið upp. Þær sýna, að á tímabilinu, sem sjóð- urinn lánaði með gengisákvæð- um, það er frá 17. marz 1961 til 1. janúar 1967, hafa erlendar skuldir fiskveiðasjóðs lækkað um kr. 17.399.124.00. Með öðrum orð um, ekkert erlent fé virðist hafa verið lánað í íslenzkum krónum á þessu tímabili, enda var útveg urinn skattlagður um háar fjár- hæðir til sjóðsins á þessum ár- um, í lögum Fiskveiðasjóðs ís- lands segir svo í 16. gr.: „Nú tekur sjóðurinn erlent fé að láni og lánar það innan- lands, og er þá heimilt að semja svo um við lántakendur, að þeir beri halla eða njóti hagnaðar, er verða kann vegna gengisbreyt- inga, þannig að vaxta- og af- borganagreiðslur hækki eða lækki í íslenzkum krónum í hlut- falli við slíka breytingar.“ Samkvæmt þessari lagagrein er því aðeins heimilt að hækka lánin vegna gengislækkana, að erlent fé hafi verið tekið að láni til útlána í íslenzkum krón- um. Það virðist eigi hafa verið gert samkvæmt skýrslu fisk- veiðasjóðs. Sjóðurinn stofnaði til erlendra skulda fyrir gengis- breytingu 1960 og 1961, og frá 1967 til 1968, en ékki á tímabil- inu 1961—1967. Þegar lánin með gengisákvæðuim voru afgreidd. Sjóðsstjórnin hafði enga ástæðu eða heimild til að hækka lán vegna gengisbreytinga, sem tek- in voru á því tímabili. Það var eigi sök þeirra, sem þá tóku lán þótt gengisákvæði væri fellt nið ur úr skuldabréfum frá 1. jan- úar 1967 til 29. maí 1968. Á því -tímabili voru tekin fleiri og stærri lán en nokkru sinni fyrr í sögu sjóðsins. Það var heldur eigi þeirra sök, þó að ekki væri lagaheimild fyrir gengisákvæð- um fyrr en 10. marz 1961. Hækk un erlendra skulda í íslenzkum krónum við gengislækkanir 1967 og 1968 átti því fiskveiða- sjóður að taka á sig og var til þess vel fær, því að á árunum 1968 og 1969 hækka eignir hans um á 5. hundrað millj. kr. Raun- ar ber sjóðsstjórnin ábyrgð á því, að hætt var að lána með gengisákvæðum frá 1. janúar 1967 til maíloka 1968. Vera má, að einhverjir aðrir hafi átt hug- myndina að þeirri greiðvikni, um það verður eigi fullyrt. En formlega ber stjórn sjóðsins ábyrgðina. Tæpast mun þó nokkur ætlast til, að stjórn- endur sjóðsins greiði persónu- lega gengistöp. Hins hefði mátt vænta, að saklausir menn væru ekki látnir greiða milljónatugi fyrir hlutdrægni eða glópsku stj.órnendanna. EINKENNILEGT RÉTTLÆTI Skuldir fiskveiðasjóðs í er- lendri mynt hækkuðu í íslenzk- um krónum við gengisbreyting- arnar: 1967 um kr. 28.632.784.00 1968 um kr. 98.980.249.00 Þessari upphæð var allri jafn að niður á þá, sem tekið höfðu lán með gengisákvæðum. Miðað var við þær skuldir, sem voru, þegar gengisbreyting fór fram, þannig að þeir urðu að greiða mest sem nýlega voru búnir að hefja lán eða höfðu vegna að- stöðu eða óhappa lítið getað greitt af stofnlánum. Á þann hátt voru lagðar þyngstu byrð- ar á þá, sem veikust höfðu bök- in. Þeir, sem tekið höfðu lán fyrir 17. marz 1961 og á tímabilinu 1. janúar 1967 til maíloka 1968 sluppu við allar hækkanir. Það eru einmitt þeir aðilar, sem hafa fengið erlent fé lánað í íslenzk- um krónum. Hinir, sem höfðu haf- ið lán hjá sjóðnum, án þess að taka þyrfti erlent fé til að end- urlána í íslenzkum krónum, eru látnir greiða gengistöpin. Það kemur ekki þessu máli við, þótt fiskveiðasjóður hafi greitt geng istöp 1960 og 1961, því að þá voru engin gengisákvæði í skuldabréfum. Hér hefur því að mínu áliti verið framið lögbrot. Auk þess hefur stjórn sjóðsins með því að lána kr. 405 milljón- ir án gengistryggingar eftir 1. janúar 1967 sýnt hlutdrægni í útlánum og óvirt fjármálalegt réttlæti í bankamálum. Á það má einnig benda, að gengislækk un getur orðið aftur. Sé þagað yfir ranglætinu nú, mun það endurtaka sig. Töpum verður jafnað niður á þá, sem hafa lán með gengisákvæðum án tillits til þess, hvort erlent lán hefur ver ið tekið til að endurlána. Þess vegna ber nauðsyn til að hnekkja ranglætinu þegar í stað. Svo virðist sem fiskveiðasjóð- ur hafi veitt 815 lán með geng- isákvæðum. Að sjálfsögðu eru lánin mishá. Einn útvegsmaður, sem hefur miður góða aðstöðu, sagði mér, að bátslán hjá sér hefðu hækkað um 4 milljónir. Ljóst er, að slíkar hækkanir geta ráðið úrslitum um rekstrar afkomu viðkomandi aðila. Ríkis valdið gengur eftir því, að til- tölulega tekjulítið fólk telji rétt fram. Skattalögreglan starfar vegna innheimtu söluskatts og annarra ríkistekna. Ríkið á fisk veiðasjóð og ríkisstjórninni ber að sjá um, að þar sé vel og rétti- lega á málum haldið. Ég hef rætt þessi mál á Alþingi, og stjórn- in hefur ekki reynt að véfengja þau atriði, sem ég hef haldið fram í þessari grein, enda eru forsendurnar eigin skýrslur fiskveiðasjóðs. Þess er því að vænta, að ríkisstjórnin hlutist til um, að það, sem ranglega hef ur verið fært gjaldamegin hjá útvegsmönnum, verði bakfært ásamt vöxtum. Ég birti þessa grein til að stjórn sjóðsins geti varið sinn málstað opinberlega. Til þess hefur hún góða aðstöðu. Eigi skortir lögfræðinga eða við skiptafræðinga í starfslið bank- anna. Njóla þarf að slíta upp með rótum áður en hann fellir fræ. Eðlilegt er, að útvegsmenn snúi sér til Landssambands íslenzkra útvegsmanna til að fá leiðrétt- ingu sinna mála, enda eru þar greindir kjarkmenn innan dyra. Beri það eigi árangur, verður að reyna aðrar leiðir. Banka- valdið er sterkt, því að bak við það stendur ríkisvaldið. Hins ber þó að gæta, að óhræddur maður sekkur eigi í vatni. Það borgar sig ekki að svíkja lit í spilum. Athugasemd ritstjóra: Fyrirsögnin er að sjálfsögðu greinarhöfundar. Merkjasöludagur Ljósmæðrafélags Reykjavíkur er á morgun sunnud. 12. apríl. Merkin verða afhent frá kl. 10 í Álftamýrarskóla, Breiða- gerðisskóla, Langholtsskóla, Vogaskóla og Hallgrímskirkju. Mæðtir, leyfið börnunum að selja merkin og klæöiö þau hlýlega. F. h. stjómarinnar Helga . M. IMielsdóttir. Veiðimenn £ Tffl Sjóoiaingur er kominn í Eldvatnið. Veiðileyfi eru seld hjá S.V.F.R. Bergstaðastræti 12B, sím i 19626. ÍiImSQSU&hi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.