Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1970, Blaðsíða 14
i 14 MORGUISrBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR lll. APRÍL 1970 Yiljum semja um allt nema Jerúsalem AVIGDOR Dagan fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1912. Hann stundaði nám við háskólann í Prag og hlaut doktorsgráðu í lögum og stjómvisindum. Aður en hann flúði frá Prag eftir innrás Hitlers í Tékkóslóvakíu, tók hann mikinn þátt í störfum Zionista-hreyfingarinnar, ritstýrði vikublaði Zionista og var þingritari Gyðingaflokksins. Hann er einnig þekktur í Tékkóslóvakíu sem ljóðskáld og rithöfundur, hlaut fjölmörg verðlaun og viðurkenningar og var um nokkurra ára skeið ritari PEN-kiúbbs Tékkósióvakíu. 1 stríðinu starf- aði hann með Jan Mazaryk í London og skrifaði síðar bók um hann. Að stríðinu loknu fluttist hann búferlum til ísrael og hóf diplómatastörf þar 1950. Avigdor Dagan, nýskipaður sendiherra ísraels á íslandi, með búsetu í Noregi, afhenti á fimmtudag forseta íslands trúnaðarbréf sitt. Síðdegis hitti hann að máli fréttamenn, og ræddi við þá um land sitt og ástand í Mið-Austurlöndum. 1 upphafi máls sins sagði sendiherrann m.a. að það væri almennt viðurkennt að í sex daga stríðinu í júní 1967 hafði fsrael sýnt framkvæmdaafl og öryggi sem væri einstakt í sögu nútíma hemaðar, en það sem áunndzt hefði síðan, væri engu síður athyglisvert. — Eins og allir vita er ísrael lítið land, sem telur aðeins um tvær og hálfa milljón íbúa. Það er umkringt óvinum sem eru tuttugu sinnum fleiri. Síðan 1967 höfum við orðið að verja 40% af fjárlögum til landvama. Við höfum orðið að klæða þús- undir ungra manna og kvenna í einkennisbúninga, og taka þau þannig af vinnumarkaðin- um. — Þrátt fyrir þetta hefur okk ur teikizt — ekki aðieins að forð ast efnahagslega stöðnun, held ur að halda þróuninni áfram á eðlilegan hátt. Þjóðartekjurnar hafa aukist um 9% á ári síðast liðin þrjú ár, sem er einn mesti vöxtur, sem þekkist í heimin- um, miklu meiri en hjá mörgum þróuðum löndum, sem búa við frið. — Iðnaðarframleiðslan hefur aukist um 17% á ári síðan 1967, og árið 1969 náði hún þrem milljörðum dollara. útflutning- ur jókat um 16% árið 1968, og 14% 1969. Framleiðsluaukning- in í einstökum greinum iðnað- ar hefur orðið miklu hærri en meðaltalið, t.d. í rafeindaiðn- aði, bílaframleiðslu og véla- framleiðslu. — Heimsblöðin flytja ná- kvæmar fréttir af flestu því sem gerist í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Það er skýrt ítarlega frá öllum árás- um sem við gerum, og sprengju tilræðum hermdarverkamanna Araba. Það sem þið sjáið ekki í þessum blöðum er, að þrátt fyrir allt þetta gengur lífið einn vana gang í Israel. Dag- legt líf er eðlilegt, og viðskipti eru eðlileg. Ferðamannastraum urinn hefur t.d. aukizt en ekki minnkað. Á síðasta ári heim- sóttu 400 þúsund ferðamenn Ísrael, og við búumst við 450 þúsund í ár. — Fjárfestingar erlendis jukust um 30% á árinu 1969, og nema nú um 300 milljónum dollara. Auk þess sem ég hef áður talið höfum við orðið að taka við miklum straumi inn- flytjenda, við gerum náð fyrir að þeir verði um 1000 á viku á þessu ári. — En allar þessar framfar- ir, allir þessir möguleikar, gætu verið miklu betur nýttir ef við fengjum að lifa í friði. Við trúum því að friður fáist, máski ekki á næstunni, en hann næst. Ég vil þó taka fram að það verður ekki friður fyrir tilstilli stórveldanna, held ur vegna beinna samningavið- ræðna milli hinna stríðandi að- ila. — Við bíðum eftir að Arab- ar gefi til kynna að þeir séu reiðubúnir að hefja friðarvið- ræður. Þangað til munum við halda áfram eins og við höfum gert, og eins og hingað til mun um við sanna dag frá degi að við getum lifað lengi við nú- verandi aðstæður, og að við gef umst aldrei upp. EFNAHAGSAÐSTOÐ Sendiherrann bauð nú frétta- mönnum að bera fram spurn- ingar, og var fyrst spurður um efnahagsrnálin: — Hversu mikla efnahagsað- stoð fær fsrael frá öðrum lönd um? — Við fáum aðstoð frá Al- þjóðabankanum, Alþjóða gjald- eyrissjóðnum, og svo beint frá Bandaríkjunum. f ár munu þessi lán nema 40 til 60 milljón- um dollara. Þá er og efna- hagsaðstoð sú sem Nixon for- seti, lofaði, en hún er einkum fólgin í gjaldfrestum á gömlum skuldum. — Og svo eigið þið jú nokk- ur hundruð milljónir hjá Frökkum. Sendiherrann brosti: — Ekki eru það nú nokkur hundruð milljónir, því miður. Ég held að það láti nærri að það séu um fimmtíu milljónir sem við höf- um borgað inn á Mirage þot- urnar, sem okkur var neitað um. Það stendur ekki á Frökkum að endurgreiða þetta fé, en við kærum okkur ekkert um það. — Þið hafið þá ekki gefið upp alla von um að fá vélarn- ar? — Við gefum aldrei upp alla von um neitt. Ísraelsríki var jú stofnað á voninni svo til einni saman. — Ef við víkjum aftur að efnahagsmálunum, þá heyrast margar sögur um það að auð- ugir Gyðingar í öðrum löndum veiti ísrael fjárhagsaðstoð. — Þetta er alveg rétt, við fá um töluverða aðstoð með því móti, og með sölu ríkisskulda- bréfa, þetta nemur um 80 milljón dollurum á ári. — Þér eruð bjartsýnn um efnahag fsraels, en nú lesum við víða í heimsblöðunum að landið eigi við efnahagsörðug- leika að stríða. — Það er rétt að vissu marki. Okkur skortir vinnuafl og við skiptajöfnuðurinn er óhag- stæður. Skorturinn á vinnu- afli er einkum til kommn vegna þess hve við þurfum marga menn til landvarna, eins og ég nefndi áðan. Hvað við- skiptajöfnuðinn snertir eru margar greinar iðnaðar okkar enn á þróunarstigi, svo að við verðum að flytja inn geysimik- ið af dýrum vélum. — Hvað finnst yður um af- stöðu Norðurlandanna til deil- unnar fyrir botni Miðjarðar- hafs? — Hin opinbera afstaða er að okkar dómi alveg rétt, við skiljum mjög vel að það er ým- islegt sem ríkisstjórnir verða að taka tillit til í slíkum mál- um. og erfitt að lýsa e.v.v. eindregnum stuðningi við ann- an aðilann. Hins vegar gleður það mig mjög hversu jákvæð- ur almenningur er í málefnum lands míns, og sú vinátta sem hann sýnir því. HERNAÐARHLIÐIN — Hvað er það sem hindrar Araba í að hefja stríð? — Fyrri reynsla. Þeir hafa hafið þrjú stríð gegn okkur, og þeir hafa verið sigraðir hemaðarlega jafn oft. Jafnvel þótt Nasser hafi mikið fylgi, efast ég um að hann stæðist öllu fleiri ósigra. — Þér segið að þeir hafi haf- ið þrjú stríð? — Já. Árið 1948, þegar stofn un fsraelsríkis var lýst yfir, gerðu þeir innrás, og voru sigr aðir. Árið 1956 voru það að vísu ísraelsmenn sem hófu beinar hernaðaraðgerðir, en þá höfðu Fedayen, skæruliðar gert hverja árásina inn fyrir landamæri okkar af annarri, um margra vikna skeið. Árið 1967, lokaði Nasser svo Tiran sundi, og jafnvel samkvæmt rússneskum hugsunarhætti var þar um hemaðaraðgerð að ræða. Því segi ég að þeir hafi hrundið af stað þremur stríð- um. — Getur verið að Arabar séu hræddir um að þið eigið kj arnorkuvopn? — Það held ég varla. Ég get fullyrt að við eigum engin kjarnorkuvopn ennþá. Við GETUM framleitt þau, en við myndum alla vega aldrei verða fyrstir til að beita þeim. — Ef þið settust að samninga- borði með Aröbum, væruð þið þá fáanlegir til að láta af hendi herteknu svæðin? — Við erum reiðubúnir hve- nær sem er, að hefja friðarvið- ræður án nokkurra skilyrða. Við ætlum okkur ekki að styrkja samningsaðstöðu okkar með því að leggja áherzlu á að við séum hernaðarlega sterk- ari. Ég held satt að segja að þeir yrðu undrandi ef þeir vissu hversu sveigjanlegir við myndum vera. — Hvað snertir herteknu svæðin, er það ekki nokkuð sem hægt er að segja já eða nei um. Það byggist allt á því hversu örugga tryggingu við fáum fyrir því að friðurinn yrði varanlegur, og að stríð brytist ekki út aftur eftir fimm eða tíu ár. En við skulum hafa í huga að landsvæðið er ekki mikilvægast, það er friðurinn, og við myndum haga okkur í samræmi við það. — Við erum satt að segja reiðubúnir að semja um allt nema Jerúsalem. Jerúsalem verður ekki skipt aftur, hún verður óskipt höfuðborg ísra- els. Hins vegar værum við reiðubúnir að komast að ein- hverju samkomulagi þar fyrir utan. — Nú hefur vald yfir her- teknu svæðunum stytt landa- mæri ykkar um mörg hundruð kílómetra, og bætt þannig til muna hemaðaraðstöðu landsins. Er mögulegt að Arabar geti gefið það góða tryggingu fyr- ir friði að þið létuð þau af hendi? — Já. Eins og ég sagði er ekkert ómögulegt, við erum reiðubúnir að semja um allt. — Þér hafið sagt að það verði ekki fyrir tilstilli stór- veldanna, ef friður kemst á, en munduð þið ekki fara fram á einhverja alþjóðlega trygg- ingu fyrir friði, áður en þið létuð svæðin af hendi? - Ég er ekki að segja að við vanmetum slíkar trygging- ar, en þær yrðu þá að vera með öðrum hætti en hingað til. Hingað til hafa þær verið harla lítils virði. — Þér álítið þá t.d. að Samein- uðu þjóðirnar hafi gert mis- tök þegar þær urðu við kröf- um Nassers um að fjarlægja eft irlitssveitirnar frá landamær- unum? — Tvímælalaust. Og ég er ekki frá því að það hafi verið meira en mistök hjá U Thant, ég efast um rétt hans til að gera slíkt án þess að bera mál- ið undir öryggisráðið. — Að lokum sendiherra, um hvað ræðið þér við íslenzka ráðamenn í þessari heimsókn yðar? — Ég kom hingað fyrst og fremst til að afhenda forseta íslands trúnaðarbréf mitt, og það er nokkuð formlegur og formfastur atburður. Hins vegar hitti ég viðskipta- málaráðherra ykkar að máli meðan ég er hér, og ber þá fram tillögu um að bæði lönd- in skipi nefndir til að kanna möguleika á auknum viðskipt- um landa okkar. Ég hef ekki kannað það mál til hlítar enn- þá, en ég get t.d. látið mér detta í hug að við gætum keypt meira af fiskflökum af ykkur, og þið ættuð vissulega að borða meira af appelsínum. — Óli Tynes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.