Morgunblaðið - 07.05.1970, Síða 2
2
MORjGLTNIBLAÐIÐ, FTMMTUDAjGUR 7. MAÍ 1970
*
r
Páll Vígkonarson, forstjóri Myndamóta ásamt teikmirum Matthi asi Astþórssyni og Páli Guð-
mundssyni.
Sigurður Bjarnason með offsetfilmur í ljósaborðinu.
Páll gat þess að lökuim að
fleiri nýjungar væru í starf-
semi Myndamóta.
— Við erum famir að gera
filmur O'g plötur fyrir offset,
en eins og kunnugt er eru
margar prentsmiðjur að fara
af stað með offsetpressur eða
hyggja á slík kaup. Getur
þjónusta sem þessi verið til
mikils Ihagræðis fyrir prent-
smiðjur og sparað kaup á dýr
um tækjum, sem jafnvel væri
ekki hægt að nýta til fulls.
Meðal þess, sem við erum farn
ir að vinna í offset er Æskan
og er það gert í góðri sam-
vinnu við prentsmiðjuna
Odda, sagði Páll að lotoum.
Á EFSTU hæð Morgunblaðs-
hússirvs var nýlega opnuð aug
lýsmgateikniatofa og er hún
rekin á vegurn prentmynda-
gerðarinnar Myndamót h.f.,
sem er á sömu hæð. Teikni-
stofan er í nýinnréttuðum
húsakynnum og þar starfa
tveir teiknarar við hin ýmsu
störf, sem falla undir það,
sem oftast er nefnt auglýsingia
teiknun.
á vegum Myndamóta h.f., m.a.
í því skyni að bæta þjónust-
una við viðsfkiptavini prent-
myndageirðarinnar, því það
er óneitanlega mjög þægilegt
að hafa slík fyrirtæki á sama
stað. Þó má ekki sfcilja orð
mín svo, að teiknistofan geri
aðeins auglýsingar, sem siðan
eru unnar í Myndamótum. Því
fer fjarri. Teiknistofan vinn-
ur a'lveg sjálfstætt eins og
hver önnur auglýsingastofa,
þrátt fyrir tengslin við prent-
myndagerðina.
XXX
sagði hann nokkuð frá starf-
seminnL
— Auglýsingateifknistofan
var stofnuð á vegum Mynda-
móta sagði Pálil, m.a. í því
Skyni að bæta þjónustuna við
viðskiptavinina. Á stofunni
starfa tveir teiknarar, Matt-
hías Ástþórsson, sem áður
starfaði hjá auglýsingastof-
unni Argus og Páll H. Guð-
mundisson, sem vann hjá Gísla
B. BjömssynL
— Verkefni teiknistofunnar
eru mörg: gerð auglýsinga í
blöð og sjónvarp, hönnun um-
búða, bóka^kreytingar og
káputeikningar, umibrot á
blöðum o.fl. f sambandi við
auglýsingarnar sér teiknisíof
an um dreifinigu þeirra og
stkipuleggur birtingu þeirra,
ef óskað er. Það færist stöð-
ugt í vöxt að fyrirtæki not-
færi sér slíka þjónustu faig-
manna, því það er ekki nóg
að gera svo og svo stóra og
dýra auglýsingu — innihald
hennar og skipulaig birtinga
skipta mestu máli.
— Eins og ég minntist á
áðan var teiknistofan stofnuð
Framkvæmdastjóri Mynda-
móta h.f. er Páll Vígkonarson
og í stuttu spjalli við Mbl.
Skóladag-
heimili
- fyrir börn einstæðra foreldra
- í athugun
NÚ er að hefjast athugun á
vegum Reykjavíkurborgar á
stofnun svonefnds skóladag-
heimilis í haust. Hér er um
að ræða eins konar dagheim-
ili fyrir börn á skólaaldri, þar
sem þau geta dvalið að skóla-
tíma loknuni, og er starf-
ræksla slíks heimilis fyrst og
fremst hugsuð sem aðstoð við
einstæða foreldra.
Borgaryfirvöld hafa óskað eft-
ir því við Hagsmunasaimtök ein
stæðra foreldra, að þau tilnefni
fulltrúa í nefnd ásamit félags-
málastjór-a og fræðslu-stjóra borg
arinna-r til þess að a-thuga mögu
leika á því að koma slítou skóla
dagheimili á fót til reynslu.
Mun athiugun . nefndarinnar
beinast að því, hvort unn-t verði
að starfreelcja skóT-ada-gheimili í
einu hverfi borga-rinnar í haust
og kemur þá bæði til greina, að
hú-snæði skólanna verði notað í
þessu skyni eða fengið verði sér-
stakt húsn-æði til þess. Endan-
leg ákvörðu-n hefur efcki verið
tekin og ekki Ijóst að öðru leyti
í hvaða formi slfk starfræksla
yrði. ______
Loftleiðir
fá meðmæli
TVÖ erlend neytendablöð,
brezka blaðið Focus og hollenzka
blaðið Consumenten Gids, gerðu
nýlega athugun á fargjöldum
flugfélaga og voru Loftleiðir það
flugfélagið sem kom lang hag-
kvæmast frá þeirri athugun.
Mæla bæði þessi blöð með Loft-
leiðum, en fargjöld Loftleiða
voru sérstaklega borin saman
við IATA fargjöld annarra flug
félaga og eru Loftleiðafargjöld-
in mun hagkvæmari fyrir neyt-
endur.
Einar Ólafsson, Sigsteinn Pálsson, Jóhann Jónasson.
( Ljósm.: P. H.)
Góður hagur Búnaðar-
samb. Kjalarnesþings
Á myndinni sést hvernig tengilínan hefur veriff strengd yfir Hraunsfjörff
Tengílína milli Ölafs-
víkur og Stykkishólms
NÝLEGA hafa Rafmagnsveitur
ríkisins lokið viff byggingn tengi
línu sem tengir saman orkuverin
í Ólafsvík og Stykkishólmi á
Snæfellsnesi. Þessi lína er byggð
fyrir 30 þúsund kílóvolt og er 35
km aff lengd og nær frá Grafar
nesi til Stykkishólms.
í Ólafsvik er vatnsaflsvirkjun,
Rjúkand-avirkjun (840 kW) og
dísilstöð (1200 kW) en í Stykkis
hólmi 690 kW dísilstöð.
Til-gangur þessarar tengingar
er að hagnýta betur, í saimstarfi,
raforku hínna tveggja rafstöðva
í Ólafsvík og Stykkishólmi og
nýta þar með vatnsorkuna í Rjúk
andavirkjun sem bezt.
Tengingin kom strax að góð-
um notum í lok vertíðair. Bilum
varð á vél í annarri rafstöðinni,
en með samkeyrslu allra véla í
báðum rafstöðvu-m tóbst að fram
leiða næg-a raforku fyrir svæðið.
>riðjudag, 5. maí —
AÐALFUNDUR Búnaffarsam-
bands Kjalarnesþings var hald-
inn aff Hlégarffi, Mosfellssveit í
gær. Fundarstjórar voru þeir
Sigsteinn Pálsson og Haukur
Níelsson. Fundinn sóttu um 30
fulltrúar bænda í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Á fuindinum fluttu ráðtumaut-
ar búmaðarsambandsins þeir Pét
ur Hjálmsson og Ferdinand Ferd
inandssom, dkýrslur sinair. Reks-t
ur búmaiðarsambandsims gekk vel
sl. ár og kom sambandið út með
nokkurn rekstrarafgan-g eftir ár
ið. Mestur hagnaður vaTð á
rekstri dkurðgröfu eð-a 157 þús.
krómur. Rekstur kynbótastöðvar
innair var erfiSur að vanda og
kom hún út með n-okfcrum halla.
Áhugi kom fram á þátttöku í
djúpfrystinga-rstöð Búnaðarfé-
la-gs íslands að Hvanmeyri, og
var samþykkt tillaga að fela
nautgrip-aræktardeildinni athug-
un á því máli. Nythæsta kýr í
nautgriparæktardeildinni vair
Doppa frá Skálatúni, mjóllkaði
húm 6301 kg mjólkur og fituein
ingahæst reyndist Gríma frá
Minna-Mosfelli með 27664 fitu-
einingar.
Á fundinum komu fnam ýmisar1
m-erfcar til’Iögur og hliutu þær
a-llar jákvæða afgreiðslu. f fund
arlofc var lýst eftir listum til bún
aðarþingskosninga. Fram kom
aðeins einn listi og er hann því
sjálfkjörinn.
Bú naða rþ in gsf u-iltrú ar sam-
bandsins næsrtu 4 árin verða því
þeir Einar Ólafsson, frá Lækjar
hvammi og Jóhann Jónaason, frá
Sveinsköti. Varamenn eru þeir
Einar Halldóirsson frá Setbergi
og Ólafur Andrésson frá Sogni.
Núverandi srtjórn Bsb. Kmiþ. er
þannig skiþuð: Jóhann Jón-asson,
form-aður, Sigsteinn Pálsson, Ein
ar ÓlafJsson, Einar Halldórsson
og Ólafur Andrésson.
Framkvæmidastjóri sambands-
ins er Ferdinand Ferdin-andsson.