Morgunblaðið - 07.05.1970, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.05.1970, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970 í hjarta sínu styður konan einstaklíngs - hyggjuna... hárliðun, sem á við hana eina 'Jí-’íí- Hun velur lokkalengd og bylgjuvídd, sem hæfa aðeins hennHHfrHár- greiðslustofan GÍQJA leggur áherzlu á ein- staklingsþjón - ustu -Íf-Stigahlíð 45 og síminn er S442,0 Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Upplýsingar kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Símar 22714 og 15385. Bezta auglýsingablaðið Málefnaleg barátta 1 — rætt við Jón Magnússon, stud. jur., formann Stúdentaráðs NÝKJÖRINN formaður Stúd- entaráðs er Jón Magnússon stud. jur. Ef að líkum lætur, mun verða all stormasamt í stúdentalífinu á næstunni. Það mun falla i hlut Jóns Magnússonar að veita stúd- entum forystu í hagsmuna- málunum. Jón hefur þetta að segja um næstu verkefni ráðsins: Lánamálin verða vissulega eitt höfuðverkefnið. Við mun- um að sjálfsögðu halda áfram baráttunni fyrir því, að bil það, sem umframfjárþörfin spannar, verði brúað hið fyrsta. Mín skoðun er sú, seg ir Jón, að hluti aðstoðarinnar verði að vera í formi styrkja. Það mun ugglaust verða erf- itt að greiða niður þungan skuldabagga, þegar námi loks lýkur. Það verður ærlegur biti i háls fyrir margan náms- manninn að gera bvort tveggja í senn að greiða niður náms- lánin og koma sér upp eigin heimili, að námi loknu. Það er markmið, sem allir ættu að vera sammála um, að námsimenn þurfi ekki að hverfa frá námi vegna fjár- skorts, svo og að námstíminn lengist ekki óeðlilega vegna þessa. — Er hér um aðstöðumun að ræða? — Stúdentaráð hefur gert tillögur um, að gerð verði könnun á því úr hvaða stétt- um menntamenn koma, og hvað örvi menn til að leggja fyrir sig langskólanám. Slík könnun yrði það viðamikil, að það yrði ekki á færi Stúd entaráðs eins að framkvæma hana. en við munum reyna að fá fleiri aðili til að vinria að þessu og gerum okkur vonir um að þessi könnun verði a.m.k. hafin á starfsárinu. Það hlýtur að vera mjög heppilegt frá sjónarhóli þjóð- félagsins, að gera sér grein fyrir þessum atriðum, bætir Jón við. En áður en slík könn un hefur farið fram, er ekki hægt að gera sér fyllilega grein fyrir því, hvort um að- stöðumun er að ræða. — Hvað um atvinnuhorfur í sumar? — Það er mikill vilji fyrir því, að vinnumiðlun verði starfrækt á vegum stúdenta. Félagsstofnunin mun sjá um þá framkvæmd. Það er svo, að Félagsstofnunin sér um all ar framkvaemdir á vegum stúdenta. Stofnunin hefur nú lýst vilja sínum að taka þetta verkefni að sér. Engu að síð- ur fellur allt undirbúnings- starf undir Stúdentaráð. Erf- iðast í þessu sambandi er, að ekki er ljóst, hvernig atvinnu ástand verður í sumar. Hins vegar er áhugi fyrir því, að vinnumiðlun verði starfrækt allt árið. Þessi vinnumiðlun. sem hér um ræðir. er ef til vill fyrsti vís- ir að því. segir Jón. A það er einnig að líta, heldur hann áfram. að þeim starfsmanni, sem sjá á um vinnumiðlun- ina, er einnig ætlað að athuga möguleika á því að koma á fót ferðaþjónustu stúdenta. — Hvaða fyrirtæki er ferða þjónustan? — Stúdentar um allar\ heim reka eigin ferðaþjónustur og ferðast þannig ódýrt. Þetta gæti komið hótelrekstrinucn hér á Görðunum að góðu haldi, ef erlendir stúdentar vildu koma hingað. — Mun eitthvað gerast frek ar í innritunarmálum? — Læknadeildarmálið svo- nefnda, hleypti umræðum um þetta af stað. Ég er því al- gerlega mótfallinn að dyr Há- skólans verði þrengdar. Við teljum hins vegar, að eina raunhæfa lausnin sé fjölgun námsleiða. Við munum líka vinna að því, að komið verði á fleiri námsleiðum. — Hefur eitthvað áunnizt í þessum efnum? — Jú, þegar er hafin kennsla í náttúrufræðum og félagsfræði, og verið er að m Jón Magnússon kanna, hvort unnt verði að hefja kennslu í sálarfræði. — Hvað um stúdentspróf- ið? — Þær skoðanir hafa kom- ið fram að afnema beri stúd- entsprófið, sem inntökuskil- yrði í háskóla. Háskólinn eigi sjálfur að ákveða, hverjir fái aðgang að skólanum, á grund velli prófa innan skólans sjálfs. — Eitthvað um nýja kennslu hætti að segja? — Þar bíður Stúdentaráðs það verkefni að taka þátt í og reka á eftir endurskoðun námsskipunar. Þessu máli hef ur miðað nokkuð, en þó miklu hægar en við myndum kjósa. Annað mál, þessu ekki fjar- skylt, er endurskoðun kennsluhátta, sem miði að sjálfstæðari vinnubrögðum stúdenta við námið og myndi leiða til aukningar samræðu- og æfingakennslu á kostnað fyrirlestrahalds. — Hvað segir þú um gagn- rýni þá, sem beint hefur ver- ið að Háskólabíói? — Stúdentaráð hefur falið ákveðnum mönnum að gera athugun á störfum og rekstri bíósins. Sú hugmynd hefur líka ko>mið fram, að stúdentar fói ráðið einhverju um mynda val bíósins. — Hvaða baráttuaðferðum hyggizt þið beita? — Stúdentaráð hefur mark- að sér þá stöðu að berjast á málefnalegum grundvelli. Það hefur verið stefna undan- genginna Stúdentaráða . að berjast þannig. Hins vegar verður það að segjast sem er, að gagni ekki þessar friðsaim- legu aðgerðir, þá getur orðið þörf á að grípa til annarra úrræða. — Ætlið þið að berjast fyr- ir frekari áhrifum á stjórn skólans? — Það hafa verið uppi hug- myndir meðal erlendra stúd- enta, að hver maður sem starf ar innan háskóla — stúdentar sem prófessorar — fari með eitt atkvæði. Þ.e.a.s. allir jafn-réttháir. Aðrir stúdentar eru þeirrar skoðunar, að stúdentar eigi að ráða helm- ing atkvæða á móti prófess- oru.m um stjórn sikólanna. íslenzkir stúdentar hafa ekki verið jafn ákveðnir í sín um kröfum. En samt hefur báðar kenningarnar Skotið upp kollinum hér. Tillögur af þessu tagi hafa verið lagðar fyrir Stúdentaráðsfund, en fengust ekki samþykktar. Stúdentar eru mjög skiptir í þessu máli, og þess getur orð- ið töluvert að bíða, að mörk- uð verði ákveðin stefna þar að lútandi. Í.S.I. LAN[1SL1IKURINN K.S.Í. ÍSLAND —BRETLAND Verð aðgongumiða: Stúkusæti kr. 200.00 Stæði kr. 100.00. Barnamiðar kr. 50.00. fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal næst- komandi sunnudag 10. maí og hefst kl. 17 e.h. Dómari: Guðmundur Haraldsson. Línuverðir: Hannes Þ. Sigurðsson og Magnús Pétursson. Lúðrasveitin „Svanur“ Ieikur frá kl. 14,15 e.h. Sala aðgöngumiða hefst á morgun (föstudag) kl. 3 e.h. úr sölutjaldi við Útvegshankann. Forðist þrengsli og kaupið miða tímanlega ATHUCIÐ: j Leiknum verður ekki útvarpað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.