Morgunblaðið - 07.05.1970, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970
BILAR
a
Auglýsingatæknin breytist
Um nokkurt árabil hafa bandarísku bílaverksmiðjurnar lagt kapp á að
auglýsa kraft og hestaflatölu. f samræmi við það hafa bílar verið auglýstir á
sérstakan hátt: Ungir fullhugar, sem maður gæti ímyndað sér að væru kapp-
akstursmenn eða að minnsta kosti hraðaóðir, voru myndaðir með þessum bíl-
um, og eftir þessum auglýsingum að dæma, liefði mátt ætla að hinn venjulegi
ameríski bílkaupandi léti sér standa á sama um alla skapaða hluti í bílnum
nema það eitt, að hann væri búinn 300 eða 400 hestafla vél, sem kæmi honum
á 100 km hraða á minna en 10 sek.
Skýrt var frá því í bandarískum blöðum nýlega að forstjóri General Motors
hefði kvatt sér hljóðs, og boðað breytingu á auglýsingatækninni. Hann kvað
bílaiðnaðinn alltof lengi hafa miðað við unglinga, rétt eins og aðrir bílakaup-
endur væru ekki til og væri nú mál að linnti og hætt yrði þessum einhliða
kraftaáróðri. Nokkru síðar tóku að birtast í am-erískum blöðum bílaauglýsingar,
sem stungu nokkuð í stúf við hinar fyrri; þar mátti sjá virðulega fjölskyldu-
feður, gránaða í vöngum og nú var allt í einu farið að tala um vandaðan frá-
gang, um þægindi, um hljóðan gang, og fallegt útlit. Á undanförnum árum hafa
bílaverksmiðjurnar í Detroit sent á markaðinn allmargar gerðir sportlegra fólks-
bíla, líkt og Mustang, sem margir kannast við hér. Allar þessar gerðir eru meira
og minna svipaðar, og var einkum ætlað að ná til fólksins. En nú lítur út fyrir
að minnkandi áherzla verði aftur lögð á þennan markað og fremur verði tekið
mið af þeim, sem komnir eru á virðulegan aldur.
Öryggispoki
Bílaverksmiðjurnar vinna sífellt að nýjungum í öryggisskyni og hér er mynd
af því nýjasta af þeim vettvangi. Það er piastpoki sem fyllist af lofti og sprettur
leifturhratt út úr mælaborðinu ef framendi bílsins fær á sig högg við árekstur.
Ef allt gengur eins og það á að gera, hljóta farþegar og ökumaður ekki einu sinni
skrámu við harðan árekstur, en Ford-verksmiðjurnar viðurkenna, að eitthvað
hafi gengið í brösum með þennan útbúnað. Þegar tilraunir voru gerðar með
brúður, líkt og sést hér á myndinni, kom það fyrir að pokinn fylltist alls ekki
af Iofti við árekstur, en átti hins vegar til að gera það, þegar ekkert tilefni gafst
til þess. En það eru byrjunarörðugleikar sem sjálfsagt verða leystir.
Rolls Royce
Rolls Royce hefur oft verið kallaður bíll bílanna, og í dag ekki síður en
fyrir hálfri öld, er hann öruggt merki þess að maður er á toppnum, sem stjórn-
málamaður, aðalsmaður, verzlunarjöfur — eða pop-stjama. Rolls Royce ®r
framleiddur í mjög takmörkuðu upplagi ár hvert, en þótt fjöldinn sé takmark-
aður eru gæðin það ekki. f fyrra var byrjað að framleiða „Silver Shadow,
long“ og hann stenzt allar nýjustu öryggiskröfur sem gerðar eru í Banda-
ríkjunum, enda er útflutningur þangað nauðsynlegur verksmiðjunum. Það er
ekki almennt vitað hversu sterk vélin í honum er, því ef menn spyrja um
slíkt hjá verksmiðjunum, er þeim aðeins sagt að hún sé nægilega sterk.
Nýr sportbíll frá Opel
Um nokkurra ára skeið hafa Opel-verksmiðjurnar í Þýzkalandi haft í smíð-
um tveggja sæta sportbíl, og kom hann raunar á markað í fyrra. Hann heitir
Opel GT og eru af honum fáanlegar tvær gerðir. Önnur með 63 hestafla vél hin
með 103 hestafla vél. Með stærri vélinn er viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km
hraða 11,5 sek., en hámarkshraði 185 km á klst. Bíllinn þykir framúrskarandi vel
teiknaður, öll innbyrðis hlutföll eru mjög góð, en Opel-verksmiðjurnar sem eru
eign Generals Motors í Bandaríkjunum, hafa bæði tekið mið af þeirra eigin sport-
bíl Corvette, svo og evrópskri hefð í sportbílum. Samkvæmt upplýsingum frá
véladeild SÍS, kostar Opel GT um 520 þúsund krónur.
Fíat 128, eftir Bertone
Ný útgáfa af Fíat, 128, hefur hlotið góðar viðtökur og sums staðar verið
kosinn bíll ársins, t.d. í Svíþjóð. Hér á myndinni eru aftur á móti sérstök útgáfa
af Fíat 128, sem hinn frægi ítalski bílahönnuður, Bertone, á heiðurinn af. Þetta
lag virðist einna helzt það sem koma skal, a.m.k. á smábílum, og hefur þess
víða orðið vart. í þessa áttina er t.d. hinn nýi Renault 12, og margt er skylt þessu
í útlitinu á hinum nýja Saab 99, enda er það af ítölsku bergi brotið.