Morgunblaðið - 07.05.1970, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970
11
Evrópskur gæðingur — BMW 2800 CS
Bílaverksmiðjurnar í Evrópu hafa ekki staðið í sams konar kapphlaupi um
hestöflin og þær amerísku, enda eru flestir Evrópubílar taldir fremur vélarvana
þar vestra. Evrópuverksmiðjurnar hafa hins vegar lagt áherzlu á aðra hluti, sem
menn hérna megin Atlantshafsins a.m.k. telja mun mikilvægari, þ.e. öryggis-
búnað ýmiss konar, vandaðan frágang að utan og innan, þægileg sæti, gott út-
sýni o.s.frv. Ein Evrópuverksmiðja hefur þó öðrum fremur lagt áherzlu á kraft-
mikla bíla, enda hafa amerískir bílakaupendur tekið þeim tveimur höndum.
Það er BMW bílaverksmiðja í Bavaríu í Suður-Þýzkalandi, sem eitt sinn fram-
leiddi einkum og sér í lagi kraftmikil mótorhjól, en hefur á seinni árum snúið
sér að því að framleiða vandaða sport-fólksbíla. Dýrasta og kraftmesta gerðin frá
BMW heitir 2800 CS, og er útbúin 6 strokka vél, 192 hestafla. Viðbragðið úr
kyrrstöðu í 100 km hraða er hvorki meira né minna en 8,3 sek. og ef maður
þarf að flýta sér verulega, þá á BMW 2800 CS að vera góður fyrir 204 km á
klst. Ummæli um þennan bíl hafa alls staðar verið mjög á einn veg. Banda-
ríska blaðið „Car and Driver“ sagði t.d.: „Það eru til fallegri bílar, það eru til
fljótari bílar, en skemmtilegri bíll er ekki til“. Það verður að teljast þó nokkuð
góð einkunn. Hætt er þó við að við fáum ekki að sjá marga slíka á vegunum hér,
því verðið er liðlega 800 þús. krónur.
Só dýrasti frá General Motors
Cadillac er glansnúmerið hjá hinum stóru Generals Motors verksmiðjum,
og hefur hann um alllangt skeið verið eins konar stöðutákn fyrir vestan og raun-
ar hvar sem er í heiminum. Fyrir 10 eða 20 árum mátti einstöku sinnum sjá
nýlegan Cadillac hér á götunum, en nú á síðari árum virðist Cadillac eklti hafa
verið fluttur inn, hvorki nýr eða gamall og gömlu Kátiljákarnir eru orðnir ærið
fo; nfálegir. En það er vissulega meira en að segja það að kaupa Cadillac; sam-
kvæmt upplýsingum frá umfcoðinu, Véladeild SÍS, kostar ódýrasta gerðin, Cadil-
lac Calais kr. 965 þúsund, «n dýrasta gerðin kostar um það bil helmingi meira,
eða 1.895.000. Sá heitir Cadillac Fleedwood. Ódýrasta gerðin þykir annars sæmi-
leg; hún er búin öllum hugsanlegum lúxus og standardútgáfan er búin 375 hest-
afla vél, en hámarkshraðinn er 200 km á klst. En ugglaust er Cadillac til margs
betri en til að leggia honum í þröng bílastæði, því lengdin ®r 6,20 metrar.
Fyrir stór-f jölskylduna
Þessi tilraun/abíll frá Ford er aðeinis litlu lengri en venjiuleg aimerísk fólks-
bifreið. Hins vegar e.r rýmið mun betur nýtt, og í honum getur sex manna
fjölskylda ferðazt mjög þægilega, eldað mat, sofið, horft á sjónvarp eða spilað.
Okumaðurinn eða -mennirnir, því þeir geta verið tveir eins og í flugvélum, sitja
i nakkurs konar útskoti þar sem þeir hafa mjög gott útsýni fram fyrir og til
beggja 'hliða. Sjónvarpssikermur sýnir þeim hvernig umhorfs er fyrir aftan þá.
Leikfang sem ekki er vegum ætlað
Einhverjir sportlega sinnaðir Bandaríkjamenn byrjuðu að leika sér á eyði-
merkuröldum með sérstök farartæki, sem að meginuppistöðu vöru Fólksvagn,
en vélaraflið aukið til muna svo og hjólastærðin. Þess konar sporttæki voru
kölluð Bugs, eða Dune-Bugs og þau fleyttu kerlingar með eigendur sína yfir
hóla og hæðir á eyðimörkunum í Nevada og Arizona. Þessi sandbíll hefur nú
fengið á sig nokkuð fast form og þetta er vinsælt sport, a.m.k. fyrir vestan. Hætt
er þó við að náttúruverndarmönnum og landgræðslunni þætti tækið ekki fara
sem bezt með gróðurinn ef einhver er, og ef tækið nýtur sín helzt í fínum, þurr-
um sandi, eru heldur ekki margir staðir hér á íslandi, þar sem hægt væri að
nota það.
V olks wagen-Porche
VW-Porche heitir hann þessi og eins og nafnið bendir til eru það Voltos
wagen og Porche- verksim iðj un ar, sem framleiða tbann saman. Harnn kamur í
tveimur gerðum, 914 og 914/6. 914 hefur 80 hestafla mótor, 1,7 lítra og rafmagns-
stjórnaða bensíninnspýtingu. Hámarksihraði er sagður 177 kilómetrar. 914/6 er
töluvert dýrari, enda með 6 strokka, 2ja lítra vél sem fram-leiðir 110 hestöfl og það
gerir honum að sögn kleift að ná 200 km hraða. Báðar gerðirnar taka tvo
farþega og hægt er að taka af þeim yfirbygginguna og geyma hana í skottinu
ef veður er gott.
Til að vernda háls og höfuð
Höfuðpúðar eru hlutir, sem ekki sáust í bílum fyrir fáeinum árum, en nú
koma ýmsar tegundir bíla með höfuðpúðum frá verksmiðjunni og svo er, eins
og sést hér á myndinni, hægt að kaupa lausa höfuðpúða og setja á hvaða bíl-
sæti sem er. En eru höfuðpúðar þá einungis fordild og stælar, eða er hugsan-
legt að þeir hafi einhverja raunhæfa þýðingu? Þeirri spurningu verður að svara
játandi. Höfuðbúðar eru einmitt þýðingarmikið öryggistæki til verndar þeim
hluta líkamans, sem sízt má verða fyrir hnjaski: höfðinu. Höfuðpúðar koma
einkum að gagni, ef svo hrapallega vill til, að ekið sé aftan á bílinn, en við það
fær höfuð ökumanns og farþega á sig ákaflega harðan slink aftur á bak. Ef sá
slinkur er verulega harður, getur hann valdið miklum óþægindum í hálsinn og
höfði á eftir og hafa verið brögð að því, að fólki gengi illa að losna við verki
og óþægindi, sem hlutust á þennan hátt. En sé höfuðpúði fyrir hendi í bílnum,
lendir höfuðið á honum í stað þess að kastast aftur á bak og þessi sérstaka
tegund af meiðslum kemur þá varla fyrir.