Morgunblaðið - 07.05.1970, Síða 12

Morgunblaðið - 07.05.1970, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAJÍ 1970 12 Nýr Mercedes Benz með Wankelmótor Með athygrlisverðari nýjungum, sem séð hafa dagsins ljós upp á síðkastið er ný gerð af M-ercedes Benz, búin hinum nýstárlega Wankelmótor. Þessi gerð vélar er alger bylting frá hinum venjulega strokka- mótor, og hefur þá kosti, að miklu minna fer fyrir honum en venjulegum mótor. Aftur á móti hefur honum hslzt verið fundið til foráttu, að hann skorti mjög afl á lágum snúningshraða. NSU-verksmiðjurn- ar í Þýzkalandi hafa fyrst og fremst gert tilraunir með þennan mótor og vandaðasta gerð verksmiðjunn- ar, RO 80 er búin þess konar mótor. Japanir nota Wankelvél í »ina gerð sportbíla, en þriðji bíllinn, sem notfærir sér Wankelmótorinn er hinn nýi Mercedes Benz, sem raunar hefur hlotið nafnið C-lll. Þetta er tveggja sæta sportbíll, tveggja dyra og hurðirnar á lömum uppi á þakinu, en það er raunar ekki nýjung hjá Meroedes, þvi að þannig var einmitt einn af þeirra frægustu sportbílum. Annars er öll hönnun bílsins með nýstárlegu móti; menn greinir á um hvort hann sé fallegur, en kraftalegur er hann allt að einu og rennilegur. Wankelvélin er hvorki meira né minna en 330 hestöfl, gíramir áfram eru 5, viðbragðið frá 0 í 100 km hraða er nálægt 5 sek. og hámarkshraðinn er 264 km á klst. Það ætti að duga fyrir þá, sem þurfa að flýta sér á hraðbrautunum. Með eldtraustum stjórnklefa Dótturfyrirtaaki General Motors, Holden, sam er í Astralíu hefur framieitt tilriaunabíl, seim ætl- unin er að setja á almennan marikað. Hann hlaut nafnið Hurricane og er rennilegur útlits eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það er lílka gert ráð fyrir að hraði hans verði svo mikill að vehksimiðjurn- ar gerðu stjórnk'lefann eldtraustan og styrktu hann með stálplötum og bitum. Ef við lítum inn í stjórn- klefann má sjá að í stað hins venjulega mælaborðs hefur mælum verið komið fyrir á upphsekkun vinstra megin við ö'kumanninn, seim dkagar inn á milli sæt- anna. Efst þar í er sjónvarpsskermur seim toeimur í stað baksýnisspegiis, og sýnir öfcumanninum hvern- ig umhorfs er fyrir aftart hann, mifclu betur en speg- ill getur gert. Tilraunabíll með rennihurðum Tilraunabíllinn Concept 70X, frá Chrysler er liður í þeirri áætlun að gera fólksbília öruggairi. í honum er t.d. hugsað fyrir börnum, sem er noiklkuð óvenju'legt. Á milli framsætanna tveggja er sérstakt barnasæti og vísar baikið fram í bílinn. Þegar ekið er aftan á bila, er alltaf hætta á að höfuðið kastist aftur og það getur valdið alvarlegum meiðislum. Það er því nauðsynlegt að hafa einhvern stuðning fyrir höfuðið, og í Concept 70X er notað sterkt en gegnsætt efni, sem ekfci hindrar útsýni aftur fyrir. Allir mælar, og annað sem venjulega er í mæla- borðinu, er haft á stýrisstöngánni sjálfri og stefnu- Ijósin eru á sjálfu stýrinu. Á speglinum er þrjú lítil aðvörunarljós sem fótósellur stjórna. Ef bíll er kom- inn hættulega nálægt, kviknar á einlhverju ljósanna og það gefur til kynna hvort bíllinn nálgast hægra megin frá, vinstra megin eða beint fyrir aftan. Þá er Concept 70X búinn rennihurðum sem ekki geta hrokkið upp við árekstur, og gera auðveldara að komast út úr bílnum þegar lagt er í þröng stæði. Tólf gata tæki Pordhe hefur jafnan þótt skemmtilegur bíll og hægt að „spyrna“ honum töluvert eins og þeir segja á bílamáli. Og þessari útgáfu af Pordhe er áreið- anlega hægt að spyrna töluvert, enda litlar líkur til að hann komist í alimenningseign. Hingað til hafa að- ein 25 verið smíðaðir því þeir eru várla margir sem gieta snarað út 140 þúsund mörkum fyrir svona ieik- fang. Vélin er 12 strokka, 4,5 lítra og er búin bensín- innspýtingu sem þrjár rafdælur annast. Hestaflatalan er 520 og hámarkshraði er yfir 320 kílómetrar. Nýr Fíat Fiat-veirksmiðjunar, sem árið 1969 fram- leiddu 1,2 milljónir fólksbíla (það er sex sinn- um meira en allar hinar ítölsku verfcsmiðjurnar fram- leiddu til samans) hafa geysimikið úrval á boðstólun- um. Hjá þeim er hægt að fá allt frá smábilum og skynsamleguim fjölskyldubílum til geyisifínna sport- bíla. Á sýningu á árinu 1969 komu verkismiðjurnar fram með Fiat 130, sem á að keppa við hina þýzku bræður sína Diploimiat og Mercedes, og hinn franska Citroen Pallas, og hinn enska Rover, og hinn sænska Volvo 164. Það er kannsiki ekki svo lítil pöntun, en númer 130 hefur gengið ágætlega. Hann hefur 2,9 lítra V-8 vél sem framleiðir 140 hestöfl, sem aftur gefur bílnuim 180 kílómetra hraða. Úr fcyrrstöðiu upp í 100, fer bann á 10,5 sek. Fiat 130 er fjögurra dyna, fimen manná bíll og sagður vandaður, en óneitanlega mjög hversdagslegur úthts. Oldsmobile með snúningsventla Oldsmobile, frá General Motors er í nokkurs konar milliflokki hvað verð snertir. Ein af smá- nýjungunum á árgerð 1970 eru ventlar sem snúast. Það á að gefa stöðugri pressu og auka endingu þeirra. Það er hægt að fá margar gerðir véla í Oldsmobile, en algengust er V-8, 365 hestöfl. Ef menn hins vegar vilja komast hraðar yfir en sú vél getur fcomið þeim, geta þeir farið all't upp í 500 hestöfl með því að kaupa sér Oldsmobile Tornado, sem hefur framhjóladrif. Einn lítill frá Yorkshire Þessi litli sportbíl'l er frá Yorfcs'hire í Englandi, og menn geta keypt hanm tilbúimm eða í hlutum ef þeir treysta sér til að setja bann sasman sjálfir. í hann má setja Morris eða Austin vélar frá 850 upp í 1275 kúbifc. Billinn er að mi'klu leyti gerður úr trefja- gleri og befur framhjóladrif. Pontiac GTO Pontiac GTO er minnsta bifreiðin frá Pontiac, en hún er mjög vönduð að allri gerð og knúin 6,5 lítra mótor er framleiðir 350 hestöfl. Það eru 31 tegund af Pontiac til að velja á milli, allt upp í Bonne villa Cabriolet sam er 6,8 metrar að 1-engd og tveir á breidd. Það er e.t.v. Skynsaimlegra að skilja konum eftir heima þegar maður fer að 'kaupa Pontiac, því það er líka hægt að velja um 15 mismunandi 'liti og litasamsetningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.