Morgunblaðið - 22.05.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNKLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1970
Tvær Phantom herþotur í flugt akL
Ferðalangamir við Cessna vél Flugstöðvarinmar. Frá vinstri: Yngvi R. Grétarsson, aðstoðar-
flugmaður, Elíesesr Jónsson, Matthildur Sigurjónsdóttir, og Skúli J. Sigurðarsonar. (Ljósm. Ól.K.
M).
í Björgvin er fólk í hátíða-
skapi. Það er 8. maí, og 25 ár
eru liðin síðan oki nasista var
velt. Veðurguðirnir halda líka
hátíð, það sér ekki ský á himni
og það er^ komdð sumar í borg-
inni sem Ólafur konungur kyrri
stofnaði fyrir réttum 900 árum,
borginni sem á vart sinn líka
hvað fegurð snertir, í svona
veðri. Raunar aegja nú innfædd
ir að börnin í Björgvin fæðist
með regnhlíf. Það er hátíð og í
mörgu að snúast.
Laugardaginn 9. maí á að
halda flugsýningu, eða flugdag
eins og það heitir heima, á Fles-
land, flugvellinum við Björgvin.
í Noregi er flugið mikilvægur
þáttur í samgöngum, það tengir
afskekkt byggðarlög alfaraleið,
líkt og á Fróní. Flugdagurinn á
að vera stórfenglegur. Trans
Polar, umboðsmenn Cessna flug-
vélaverksmiðjanna í Noregi,
hugsa sér til hreyfings. Dóttur-
félagið í Björgvin, „BAS“ (Berg
en Air Service) sem rekur þar
flugskóla, ákveður að sýna alla
Cessna fjölskylduna: Cessna 421,
401, 310, 206, 185, 180, 172 og 150.
Loks hefur náðst í alla meðlim-
ina nema fegursta fuglinn
Cessna 310, hana vantar. Nú er
iUt í efni, aðeins tvær slíkar til
í Noregi og hvorug er tiltæk.
Allt í einu man einhver eftir
íslenzku vélinni, vélinni sem
hann Elli flaug heim tíl íslands
í samfloti við þá, er þeir sóttu
sína Cessna 402 til Wichita í
Kansas.
Þetta eru menn sem hugsa og
framkvæma, síminn er gripinn
og innan skamms er Elli á hin-
um endanum. Getur hann kom-
ið, og sýnt hina glæstu flugvél?
Eftir stutt samtal, er ferðin
ákveðin og talast svo til, að Elli
komi utan aðfaranófct 9. maí.
í Björgvin er að hefjast mik-
ll veizla. Prúðbúið fólk streym-
ir að Hákonarhöllinni. Hún er
helgur staður. Hana reisti
Hákon gamli og bjó hann þar
löngum ásarnt syni sínum Mag-
núsi lagabæti. Þrisvar hefur höil
in brunnið en alltaf hafa vegg-
irnir staðið og hún verið end-
urbyggð. Nú er þar fagnað frels
uninni 8. maí 1945.
TF-ESS, Cessnan stendur ferð
búin framan við heimahúsdn.
Flugstöðina á Reykjavíkurflug-
velli. Veðurfræðingurinn segir
austan vinda á hafinu, Svo flug-
ið til Björgvinjar reiknast 5V2
klst., en þar eð flugþolið er 6
klst., er ákveðið að lenda á Eg-
ilsstöðúm og taba eldsneyti, þótt
þannig yrði ferðin 1 sjómílu eða
20 sekúndum lengri, en ef lent
væri á Hornafirði.
Loks er langt af stað. Frammi í,
við hlið flugmannsins Elíesers
Jónssonar, er hann Yngvi R.
Grétarsson. Hann er að ljúka
flugnámi sínu og fær nú að
fljúga þennan líka fína túrinn.
svona í restina, undir leiðsögn
Ella. Aftan við Ella situr hann
Ólafur K. Magnússon, siem allir
hafa heyrt nefndan og við hlið
hans er hún Matthildur Sigur-
jónsdóttir, konan hans Ella. í
öftustu sætunum sit ég og hef
björgunarbátinn við hlið mér.
Ekki fer nú mikið fyrir honum,
svona samanrúlluðum og loft-
lausum. Þegar Flugturninn gef-
ur okkur flugtaksheimildina get
ur flugumferðarstjórinn ekki
stillt sig um að grínast og segir:
„Séra Sigurður, heimilt flug-
tak sfcað þess að nota
kallmerki okkar sem er „Sigurð-
ur, Sigurður."
Austan Þingvalla rofar dálít-
ið til og það sést niður. Brátt
sézst biksvartur geirinn norðvest
ur frá Heklu gömlu. Stórfeng-
leg sjón að sjá hin skörpu skil
elds og ísa. Hekla er hulin
leyndardómshjúpi og frá henni
stíga bólstrar. Enginn skyldi
treysta henni um of. Ekki grun-
aði mig það í gær, er ég var
þama niðri við Heklurætur að
innan sólarhrings sviii ég hér
yfir á leið til útlanda, en það
ræður víst enginn sínum nætur-
stað.
Eftir 1 kdst, og 20 mín. flug,
er lent á Egilsstöðum. Þar er
dásamleg kvöldkyrrð. Ekki
hreyfist hár á höfði og það er
vor í lofti.
Meðan bensíni er bætt á vél
ina þá sitjum við uppi hjá
Gunnari Egils-syni í flugturn-
um og horfum með honum á
„Mission impossible“ í sjónvarp
inu. Ekki er nú hægt að segja.
að þetta eigi við okkar ferð. Nú
á tímum virðist ekkert ómögu-
legt. Hugurinn leitar hátt og inn
an skamms svífum við hátt yfir
Seyðisfjörð.
„Ef hann bróðir minn vissi nú
að ég væri hér!“ segir Matthild-
ur og horfir dreymandi niður á
milli fjallanna. Hún er aust-
firzk og sér nú æskustöðvarnar
frá óvenjulegu sjónarhorni.
Flugvélin þýtur áfram, í 3ja
kílómetra hæð með 325 km.
hraða á klst.
Sólin er setzt að baki okkar
Framundan er óravídd íslands-
ála. Loftið er svo kyrrt að vél-
in baggast ekki.
Skyldi útgerðarmönnum hafa
dottið þessi möguleiki í hug, til
þess að færa heim varastykki í
bilaða báta. Stykkið gæti legið
á bryggjunni á Seyðisfirði eftir
flugferð frá Noregi, þegar bátur
inn kæmi að landi, norðan úr
höfum.
Það hlýtur að vera dýrt, að
bíða marga daga í höfn, eftir
að v-arastykkið komi ge-gnum
hana Reykjavík frá útlandinu.
Ég dotta, — Ólafur er með all-
an hugann við himintunglin og
stjórntæki farkostsins. Hann er
mikill áhugam-aður um fkug. Allt
í einu berst kaffiilmur um vél-
ina. Það er ekki amale.gt að hafa
forsjála fLugfreyju um borð.
Ljósin í Færeyjum eru út við
sjóndeildarhringinn í suðri. Það
er annars ekki á hverjum degi.
sem millilandaflug hefst á Egils-
stöðum. Enn sem komið er, þurfa
Austfirðingar að fara til Reykja
víkur, jafnvel Keflavíkur til
þess að skreppa út fyrir poll-
inn. Ekki þyrfti nema 2 farþega
til þess að svona ferð borgaði
sig fyrir þá.
Ekki veit ég fyrr en Ólafur
tekur kipp og segist sjá strönd.
Viti menn, nú er komið að
skerjagarðinum. Þetta er eins og
sýnikennsla í landafræði.
Nú sjálst ljósin á Flesland,
flugvellinum við Björgvin og
svo rennur vélin mjúklega upp
að flugstöðvarbyggingunni.
Ekki er nú margbrotin toll-
skoðun hér, bara spurt um það
hvernig veðrið hafi verið og hvað
flugtíminn frá fslandi hafi ver-
ið langur, en það voru 4 tímat
og 8 mínútur. Þarna koma vinir
Ella frá Transpolar og BAS á
Volkswagenrúgbrauði og það er
gefið vel í á leiðinni inn í bæ,
enda enginn á ferli. Þegar við
komum að hóteli okkar, þá er
það andspænis Hákonarhöllinni.
Þar streymir út fólk klætt sam-
kvæmisklæðnaði. Hætt er við að
Hákon gamli hafi klætt sig öðru-
vísi þegar hann hafði gl-eði í höU
sinni.
Á laugardagsmorguninn vor-
um við snemma á fótum. Þarna
stóð hún í morgunsólinni, höll-
in. Þrisvar hafði hún brunnið,
síðast 1944, en veggirnir höfðu
alltaf staðið og hún verið endur
byggð. Þetta var fyrsta konungs
höll íslendinga. Það lágu marg-
ar ástæður til þess að Norð-
menn litu á þetta hús sem helg-
an s-tað.
Við röltum áfram. Stendur
þarna ekki Snorri Sturluson á
stalli sínum! í þessum bæ er eifct-
hvað sem tengir frændsemis-
böndin. Björgvin, sérkennileg
borg, hefur jafnmarga íbúa og
allt fs-land. Hún teygir sig yfir
holt og hæðir og upp eftir fjalla
hlíðum.
Þarna var mikið aðsetur
þýzkra Hansakaupmanna. Þeir
verzluðu með skreið og seldu
Norðmönnum krydd, m.a. pipar.
Þeim var um tíma bannað að
kvænast og voru kallaðir pipar-
3veinar, vegna piparsölunnar, síð
ar hefur þetta heiti færzt yfir á
ókvænta karlmienn.
Þarna í Björgvin dvöldu forð-
um meðal Noregskoniunga marg-
ir íslenzkir höfðingjar og dóu
þar sumir, svo sem Arnór Tuma-
son og Jón murtur Snorrason
Sturlusonar. Tíminn líður og við
verðum að fara út á flugvöll,
því þar stendur mikið til. í leið-
Framhald á bls. 23