Morgunblaðið - 24.05.1970, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970
Höfnin hefur stundum verið
kölluð lífæS borgarinnar. Þar
er jafnan ólgandi líf, skipin
koma og fara, færandi innlend
og útlent hráefni, og ýmsar nauð
synjavörur, sem þjóðin getur illa
verið án. Miklar framkvæmdir
hafa átt sér stað við höfnina á
undanförnum árum, geymslu-
rými aukið og afgreiðsluaðstaða
skipa bætt við gömlu höfnina.
Reist hefur verið ný höfn —
Sundahöfn — inn við Viðeyjar
sund, og í tengslum við hana
eru ýmsar byggingaframkvæmd
ir í vændum á því svæði. Morg
unblaðið ræddi nýlega við Gunn
ar B. Guðmundsson, hafnarstjóra
og leitaði frétía af hafnarfram-
kvæmdum. Sundahöfn var fyrst
á dagskrá.
SUNDAHÖFN
Framkvæmdir síðustu ára við
höfnina má rekja til fram-
kvæmdaáætlunar 1966, sem náði
til ársins í ár — með lítilshátt-
ar breytingum þó. í þessari áætl
un var lögð höfuðáherzla á aukn
ingu á viðlegurými í vestur
höfninni, byggingu hafnar-
skemmu á Grandagarði og bygg
ingu skemmu á Austurbakka,
auk viðhaldsverka við Faxa- og
^•Ingólfsgarð,11 sagði Gunnar B.
Guðmundsson, hafnarstjóri, er
við ræddum við hann. „f þess-
ari áætlun var líka fjallað um
- það að hefja framkvæmdir við
Sundahöfn sem fyrst, og gerði
hún í raun ráð fyrir að þær
Loftmynd af Reykjavíkurhöfn
reistar byggingar, sem auðvelda
mjög afgreiðslu skipanna. Er
þar fyrst að telja Tolllsböðina og
Faxaskála, vöruskemrruu Eim-
skipafélagsins á Austurbaklkan-
um, sem samanlagt er um 16
þúsund fermetrar á gólffleti.
Byggingar þessar eru reistar
samkvæmt aðats'kipulaginu, og
umsóknir liggja fyrir um áfram
haldandi byggingar á þessu
svæði. Vonir standa til að tak-
ast megi að leysa erfiðleiika
Skipaútgerðar ríkiisins, en brýn
nauðisyn er á að hagræðing eigi
sér stað í starfsemi hennar við
höfnina.
I framhaldi af þessu þá hefur
verið tekin í notkun skemma á
Grandagarði, sem er um 2 þús-
und fermetrar."
Gunnar segir að láta muni
nærri að aukningin á vöru-
skemm.um við flutningahöfnina
sé um 20 þúsund fermetrar á
síðustu árum, og miðað við þá
aukningu eigi aðistaða til af-
greiðslu á flutningasikipuim hér
að vera orðin sambærilieg við
hvaða höfn sem er í veröldinnr
sem hefur að sjálfsögðu í för
með sér verulega aukningu á
afkastagetu skipastóls lands-
manna.
FISKIIIÖFN
Gunnar Guðmundsson, hafnar-
stjóri, ræddi þessu næst um fiski
höfnina. „Vesturhluti hafnarinn
ar hefur frá upphafi verið fiski
höfn, og byggingarnar þar hafa
verið reistar með útgerð og fisk
Stóráíak í hafnarmálum
Miklar byggingaframkvæmdir í vændum við Sundahöfn
Geymslurými við gömlu höfnin a hefur verið stóraukið
Rætt við
Gunnar B.
Guðmundsson,
haf narst j óra
liæfust árið 1966. Látu þá fyrir
verulegar umsóknir á aukningu
*á athafnasvæði í höfninni, t.d.
taldi Eimskipa élag íslands sig
þurfa að auka geymslurými inn-
anhúss um 50%— miðað við flat
armál. Þá leiddi athugun, sem
gei’ð var árið 1965 í ljós, að
þeir hafnarbakkar, sem lagðir
væru með 100% nýtingu í viðlegu,
og ennfremur var komizt að því,
að viðlegudagar skipa í Reykja-
vík voru óeðlilega miklir, sum-
part vegna aðstöðunar og sum-
part vegna ónógs vinnuafls. Ann
að atriði, sem þarna kom einnig
til greina. var að árið 1965 var
vörumagn, sem fór um hafnar-
bakkann. alls 660 tonn á lengd-
armetra, en reyndist undanfar-
in ár hafa verið um 500 tonn og
var það talið hámark.
Til að mæta þessari aukningu
varð að bæta við geymslurými
en athugun leiddi í ljós að við
gömlu höfnina var ekkert úti-
svæð; fyrir hendi. Þannig var
það ályktun hafnarstjórnar, að
það væri skorturinn á athafna
svæði við höfnina, en ekki of
stutt viðlegurými. sem takmark-
aði nýtingu hafnarinnar.
Á þessum árum lá fyrir könn
un fyrsta áfar.ga Sundahafnar
og var kostnaðaráætiun um 100
milljónir. Með hliðsjón af því að
rekstrarafgangur hafnarsjóðs ár-
ið 1965 var 20 milljóni og gjald
skrá 1966 hækkaði til muna, var
fjármyndun hafnarsjóðs svo mik
il að kieift var talið að ráðast
.þessar framkvæmdir, enda gert
í fullu samráði við viðskipta
banka hafnarinnar, sem hét ríf-
iegum stuðningi,“ sagði hafnar-
stjón.
Rétt er að hér komi fram, að
þessi framkvæmd var einróma
samþykkt, er fjallað var um
hana í hafnarstjórn og meðal
þeirra, sem samþykktu hana þar
voru: Kristján Benediktsson,
Einar Ágústsson og Guðmundur
J. Guðmundsson. Sama var uppi
á teningunum í borgarstjóm.
Sagði hafnarstjóri, að það hafi
vakið furðu sína, þegar þessir
menn og fleiri, sem áttu að vita
betur, tóku að koma fram með
fullyrðingar, rangfærslur og
fölsun staðreynda um þetta efni.
„Almenningur virtist á hirun bóg
inn gera sér strax ljóst að þess-
ar framkvæmdir voru nauðsyn-
legar. Því miður gat hafnar-
stjórn ekki fremur en aðrir séð
það fyrir að efnahagur ætti eft
ir að snúast þanmig, að innlent
framlag til framkvæmdanna
minnkaði og verkið varð dýrara.
Að sögn Gunnars er hafnar-
bakkínn í Sundahöfn nú tæpir
400 metrar að lengd, og dýpi er
um 8 metrar, eða tveimur metr-
um meira en í gömlu höfninni.
Landsvæði í kringum Sunda-
höfn er milli 15 og 20 hektarar.
Kostnaður við þessa fram-
kvæmd er um 132 milljónir, og
er þá ekki miðað við gengis-
tap. Ekki virðist vera ástæða
fyrir beina aukningu viðlegu-
rýmis á næstunni, að því er
Gunnar segir, en mjög auðvelt
er að auka bryggjupláss um allt
að 200 metra, vegna þess að
dýpkun er þegar lokið.
FRAMKVÆMDIR Á
SUNDAHAFNARSVÆÐINU
Við spyrjum Gunnar, hvort
miklar framkvæmdir séu í vænd
um á þessu svæði vegna tilkomu
Sundahafnarinnar. „Já. Þegar er
búið að samþykkja byiggingu
kornturna við Sundahöfn, og fyr
ir liggja umsóknir 2ja skipafé-
Gunnar B. Guðmundsson,
hafnarstjóri.
laga um aðstöðu á svæðinu, auk
þess sem einntg hafa borizt um-
sóknir verzlunarfyrirtækja um
nýtingu landsvæða við Viðeyjar
sund vegna tilkomu hafnarinn-
ar þarna.
Þurrkvíin er þó sú fram-
kvæmd, sem mest er til uimræðu.
Áætlunin miðast við það að
þarna verði byggð í fyrsta
áfanga þurrkví fyrir 5 þúsund
tonna skip, en möguleikar verði
á að stækka hana upp í 12—15
þúsund tonna skipastærð. Er hér
fyrst og fremst verið að hugsa
um viðgerðarstöð fyrir stærstu
skipin — midlilandafliotann.
Þarna gæti svo í framtíðinni ris
ið upp skipasmíði. Með þessu
móti er hægt að feoma upp stærri
einingu á þessu sviði og þar af
leiðandi hagfcvæmari refestri en
er í dag.“
Gunnar vék einnig að hafnar-
framkvæmdum við Ártúnshöfð-
ann, þar sem byggð hefur verið
aðstaða fyrir Sementsverksmiðj-
una til losunar á lausu sementi,
og þar er einnig fyrirhuguð að
staða fyrir Björgun hf. til blönd
unar á byggingaofni. Áður hef-
ur verið drepið á áætlanir um
byggingu olíuhafnar í Gelding-
arnesi í frétt hér í Morgunblað
inu.
FLUTNINGASKIPAHÖFNIN
Og þá er komið að gömlu
höfninni og framkvæmdum við
hana á síðustu árum. Við byrj
um á því að spyrja Gunnar um
Austurhöfnina og hann segir:
„Á sl. 3—4 árum hafa þar verið
vinnslu fyrir augum. Á síðustu
árum hafa farið fram athuganir
á aðstöðu fyrir fiskiflotann og
fiskiðnaðinn á hafnarsvæðinu. í
október 1968 kom fra skýrsla
hafnarstjóra um fiskiihöfn, og síð
an hefiur farið fram frekari
gagnasöfnun til að renna stoð-
um undir þessa hugmynd og til
fullnaðar áætlunargerðar. Snú-
ast þær fyrst og fremst um
skipulagingu hafnarinnar
sjálfrar og aðistöðuna fyrir flot
ann — m.a. löndunaraðistöðu,
nýtingu húsnæðis á hafnarbakk-
an-um fyrir lönduinarstöð, að-
stöðu fyrir frystigeymslur og ís-
framleiðslu. Miðast skipulagn-
in öll við að hinir ýmsu þættir
fiskmóttöku og vinnslu geti far
ið fram á svæðinu. Þess má
geta, að í Örfirisey er töluvert
landsvæði, ónotað, sem stendur
fiskiðnaðar- og fiskvinnslu-
stöðvum til boða.“
Gunnar sagði ennfremur, að
sá dráttur, er orðið hefði á end
anlegri áætlunargerð um aukna
aðstöðu fyrir bátaflotann, staf-
aði af þeirri breytingu, sem orð-
ið hefði hér á síðustu árum á-
löndunarháíttum Reykjavíkur-
báta, en þeir hafa æ meir far-
ið inn á þá braut að landa afla
sínum í öðrum verstöðvum, þar
sem skemmra er á miðin. Gunn-
ar gat þess einnig, að mjög væri
í athugun að aufca ennþá frek-
ar aðstöðu togaraflotams í
Reykj aivikunhöfn.
Myndin sýnir líkan af Sundahöfn og á hafnarbakkanum sést kornhlaðan ásamt fleiri mannvirkjum, sem rísa munu á hafnar-
svæðinu á næstunni.