Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 3
MOBjGUIMBÍLAÐIÐ, MH>VIKU'DAGUK 27. MAÍ 1A70 3 Markús Örn Antonsson; 20 milljónum varið til íþróttamannvirkja í ár 54% hækkun á tveimur árum Almenn þátttaka í íþróttum skiptir mestu í RÆÐU þeirri, sem Markús Örn Antonsson, 6. maður á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík flutti á kappræðufundi ungra Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarmanna í fyrrakvöld, benti hann á þá athyglis- verðu staðreynd, að í borg- arstjórnarkosningunum 1966 höfðu framsóknarmenn ekki meiri áhuga á íþrótta- málum höfuðborgarinnar en svo, að íþróttamálin voru ekki sérstakur málaflokkur í stefnuskrá þeirra. Áhugi þeirra á íþróttamálum væri því afar nýr af nálinni og engan veginn sannur eða rótgróinn. Markús Örn Ant- onsson fjallaði í ræðu sinni um uppbyggingu íþróttanna í höfuðborginni og sagði m.a.: Það eru sjálfstæðismenn sem hafa haft forystuna í íþróttaimálum borgarbúa. Vegna þess að á undanförn- um árum hefur verið mikil gróska í íþróttastarfseminni í borginni hefur borgarstjóm undir forystu sjálfstæðismanna hækkað allar fj árveitingar til í þ r ó t tast a rfsem in n a r. Hafa fþróttabandalag Reykjavíkur og íþróttafélögin í heild notið þar góðs af. Þá hafa öll fram- lög borgarinnar til íþrótta- mannivdrkja í eigu borgarinnar hækkað mikið. Þessar stað- reyndir liggja fyrir í fjárhags- áætlun borgarinnar, en þar kemur fram að árið 1966 hlaut íþróttabandalag Reykjavíkur 1 milljón og 800 þúsund í fjár- veitingu frá Reykjavíkurborg, árið 1969 2 milljónir og 500 þúsund, og á þessu ári verða veittar þrjár og hálf milljón til íþróttabandalagsins. Hækkun- in nemur því um 95% á þessum fjórum árum. Framlög til íþróttamann- virkja í eigu borgarinnar voru 13 milljónir 1968, 17 milljónir 1969 og 20 milljónir í ár. Hækk unin er um 54%. Auk þessara upphæða eru svo fjöldamargir aðrir liðir eins og t.d. rekstur íþrótta- valla borgarinruar og félags- vellir, sem eru að verulegu leyti reknir af vaUarstjórn á kostnað borgarinnar. Þá er hallarekstur á öllum sundstöð- um, sem greiddur er úr borg- arsjóði. Allir þessir liðir hafa hækkað verulega á undanförn- um árum. Áherzla hefur verið á það lögð af hálfu borgaryfirvald- anna að bæta sundaðstöðuna, enda er sundið ein vinsælasta íþróttagrein borgarbúa, og á ég þar við sundið sem almenn- ingseign en ekki keppnisgrein nokkurra úrvalsmanna. í borg- inni eru fimm sundstaðir, þrjár almenningslaugar og tvær skólasundlaugar, sem þó eru notaðar mestan hluta sumars til sundkennislu barna og ungl- inga. Þrjár þessara sundlauga hcifa verið teknar í notkun á þessum áratug, sundlaug Vest- urbæjar 1961, sundlaug í Breiðagerðisskóla 1965 og sundlaug í Laugardal 1968. Á degi hverjum allt árið um kring koma nú að meðaltali um 2000 mannis á sundstaði borgarinn- ar. Aðgangur að þeim hefur alltaf verið ódýr og hann mið- aður við að tekjur af honum og skólasimdi nægðu aðeins til að -gredlða 60% r0ksturslkostnia!ð- ar, en úr borgarsjóði væru greidd 40% reksturskostnaðar. Þegar sundlaug Vesturbæjar var tekin í notkun árið 1961 var búningsrými mjög takmark að eða fyrir rúmlega lOOmanns samtímis. Laugin hefur reynzt með afbrigðum vinsæl, eins og sjá má af því, að sl. tvö ár hefur baðgestafjöldi verið nokkuð á 3. hundrað þúsund hvort ár. íþróttaráð hefur lát- ið vinna að teikningum að full- komnum búnings og baðklef- um, og er það verk vel á veg komið, þannig að útboðslýsing verður tilbúin í ágúst. Það er þess vegna ósatt, sem stendur í hinni helgu bók þeirra f r amssókin arm-ainin-a að ekkert sé farið að undirbúa byggingu nýrra búnings- og baðher- bergja í Sundlaug Vesturbæj- ar. Um annan útbúnað íþrótta- manna má nefna sem dæmá, að fyrir 10 árum var hér mikil vöntun á íþróttasölum. Þá voru hér að vísu 15 íþrótta- og fim- leikasalir, samtals að stærð 2350 fermetrar eða að meðal- tali um 160 fermetrar. í lok þessa árs verður 21 salur í notkun, samtals að stærð 9650 fermetrar. Stækkunin á gólf- fleti verður því um 7300 fer- metrar, eða meira en þreföld stækkun á þessum eina ár-atug. Hvarvetna í nágrannalönd- um okkar þykir vel að staðið ef 10 íbúar hafa 1 fermetra í íþróttasal til umráða. í haust verða im/nan við níu Reykvík- ingar umí hvern fermetra í íþróttasal. • En það skiptir ekki megin- máli hve fermetramir eru marg ir. Mest er um vert, að sann-ur áhugi sé ríkjandi meðal borg- airaininia á þátttötou í íþrótitaiiðlk- unum í einhverri mynd, þann- ig að þeir fái nauðsynlega æf- ingu og tækifæri til afþreying- ar frá önnum dagsinis. Ef borgaryfirvöldunum tekst að glæða þann áhuga borgar- Þriðji aðilinn í Færeyjafluginu f BERLINGSKE Tidende birt- ist nýlega frétt um það að flug- félag A. P. Möllers, Maersk Air muni í sumar koma inn í áætlunina milli Færeyja og Kaupmannahafnar. Verði flug- vélar félagsins leigðar af SAS og flugfélagi íslands anni þau ekki flutningaþörfinni á áætl- uninni. Mbl. snieiri sér tiil Anniair O. J-oihnson og -spuirlðlilst fyniir um 'þessa frétt. Önn saigðistt etktoent um miál þeitltia toaifla hieyint. Elkki væmu horfiuir á því alð Fluigfé- laigiið og SAS öniniuiðu efktoi áæftl uinlilmnli. Bf Ihiinis vagair sú yirði maiuiniiin á mymidiu félögiin. talka á ieigu fiuigvéiar 'tiil þeiss >aið 'aninia 'Uimlfeiriðiininli. Markús Öm Antonsson. anna með því að bæta íþrótta- aðstöðuna og styðja við bakið á íþróttafélögimum er vel á mál um haldið. Vitanlega hljóta per sónuleg sjónarmið og mat ein- staklinganna ávallt að setja svip sinn á umræður um jafn geysávíðlfleðmiain mólaflotok ag íþróttirnar. Við sjáum þess greinileg merki annað slagið í blöðunum þegar áhugamenn- irnir fara að rífast hver út í annan um gildi sinna greima. Þegar þannig þarf að vega og met-a gildi athafna og röð framkvæmda ríður á miklu að víðsýni og einlægur vilji til að láta sem fleeta njóta góðs af, séu látiin sitja í fyrirrúmi. Til þess hefur sjálfstæðismönnum verið treystandi á liðn-um ár- Framhalds- þáttur um bíla í KVÖLD hefst í sjónvarpinu nýr framhaldsmyndaflokkur um bíla, er nefnist ,.Fjölskyldiubiil- inn“. Hér er um að ræðia fræðslu myndaflokk um bí'lá og er hver þáttur 30 mínútiur. Fjalla þætt- irnir um ýmsa hluta bílsins, eðli þeirra, viðhald, viðgerðir og um hirðu. Þættirnir verða alls 10 og verða sýndir að lokinni mið viikudagsmyndinni í daigskrár- lok. Myndaflokkur þessi er brezk ur frá BBC. í haust hefjast svip aðir þættir frá danstoa sjónvarp- inu og er í ráði að Umferða- málaróð gefi út bækling í til- efni þess þáttar. um. Gerið samanburð Aldrei fyrr hefur fólk fengið eins gott tækifæri til að gera samanburð á verði, gæðum og skilmálum. 46 sjónvarpstæki á svæðinu. 138 ýmiskonar hljómflutningstæki. Gestahappdrætti: Dregið á 3ja daga fresti. Næsti vinningur dreginn út á föstudagskvöld. HVÍLDARSTÓLL frá Vörumarkaðnum. Dagskrá: Kl. 4. Tízkusýning í veitingasal. Kl. 9. Á skemmtipalli: Hljómsveitin NÁTTÚRA. Söngvari: Jónas Jónsson. Kynnir: Henný Hermannsdóttir. BÖRNUM INNAN 12 ÁRA ALDURS AÐEINS HEIMILAÐUR ADGANGUR I FYLGD MEÐ FULLORÐNUM. HEIMILIÐ ,,‘Veröld innatt veggja” STAK8TEIIVAR Afturhald Um þessar mundir virðist glímuskjálftinn vera að ríða liðsoddum Framsóknarflokksins að fuliu. Annað eins fum og óða- got hefur vart sézt í annan tima. Æsifregnir og striðsfyrirsagnir bera vott um vindhögg, sem rekin eru á báða bóga. Aftur- haidsöflin fleyta sér á hunda- sundi í miðri kosningaharátt- unni og ekki er nema eðiilegt að allur þessi hamagangur sé öðrum þræði spaugilegur. Enda fór ekki hjá þvi, að menn brostu góðlátlega, þegar Framsóknarflokkurinn, aftur- haldið í íslenzkum stjórnmálum, bauðst til þess að veita forystu í hugsanlegu samstarfi nú- verandi minnihlutaflokka, ef Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sinum. Því verður ekki trúað að óreyndu, að það flökri að mörgum manninum að kasta atkvæði sínu á þetta stein runna afturhald, einkum og sér í lagi meðan Tíminn Ieggur sig í framkróka við að opinbera hinn kauðska málflutning flokksins, sem gjörsneyddur er öllum nútímalegum hugmyndum. Þegar Tíminn slettir úr klaufun um eins og hann gerir um þess- ar mundir, gefur hann vissulega rétta mynd af eiginlegu stefnu- leysi og vanmætti til þess að takast á við nútimaleg vanda- mál, sem hver borg og hvert þjóðfélag verður að glima við. Eða hver skyldi trúa því á of- anverðri tuttugustu öld, að ung- ir og myndarlegir menn gætu staðið fyrir framan alþjóð og lýst því yfir, án þess að bera kinnroða, að þeir væru á móti mannvirk jagerð; móti þvi, að fyrirhyggja sé höfð um verkleg ar framkvæmdir; móti því að leysa verkefnin af hendi áður en í eindaga og óefni er komið. Hver skyldi trúa því, að borgar stjórnarfulltrúi óvirti og níddi ungt fólk fyrir að gera tilraun til þess að auka áhrif almenn- ings á stefnumótun á vettvangi stjórnmála. Hver skyldi trúa því, að flokkurinn, sem sprott- inn er upp úr ungmennafélags- hreyfingunni, skuli freista þess að kæfa tilraunir unga fólksins til þess að efla frjálsa skoðana- myndun og lýðræði. Það væri ekki af ástæðulausu þótt einhverjir spyrðu, hvort hér væru á ferðinni menn, er vildu snúa hjóli tímans aftur í aldir. Hitt er þó miklu trúlegra, að í Framsóknarflokknum sé nú einu sinni hezta viðurværið fyrir þá menn, sem af einhverj- um ástæðum geta ekki gengið í takt við tímann. Þessi tegund manna gegnir nú forystu í Fram sóknarflokknum og leiðir hann á eyðimerkurgöngu sinni. Kauðar Fyrir hverjar kosningar vakna þessir annars ágætu menn af værum blundi haldnir þeirri firru, að þeir með sínar afturhaldsskoðanir séu til for- ystu fallnir. f þessum illu kosn- ingadraumförum frussar blekið úr pennum áróðursmeistaranna sem ætla að sanna kjósendum í eitt skipti fyrir öll, að nú sé skoðanaleysingjum og römmum afturhaldsseggjum bezt treyst andi fyrir stjórn og ábyrgð. Að vísu er það átakanlegt, þegar úrtölumenn skipa sér þannig í eina sveit til þess að vinna steinrunnum skoðumun fylgi, en eitt út af fyrir sig er þetta þó heldur meinlaust og frekar til þess að henda gaman að. Hins vegar er það kauða- legt, þegar sömu menn hyggjast beita þessum trénuðu skoðunum sínum við iausn nútíma viðfangs efna eins og stjórnun vaxandi borgar er. < <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.