Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 27. MAÍ 1970 María Rebekka Ólafsdóttir - Minning Fædd 1. sept. 1880. Dáin 9. apríl 1970. Föstudaginn hinn 17. þ.m. var jarðsett í Unaðsdal á Snæfjalla- strönd merkiskonan María Re- bekka Ólafsdóttir, er látizt hafði 9 s.m. að Hrafnistu hér í borg. Maðurinn minn og faðir okkar, Indriði Baldursson, bifvélavirki, verður jarðsungiinn frá Foss- voigskirkju föstud. 29. þ. m. kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð. Avona Jensen og bömin. Útför konunmar minmar Guðrúnar Sigurlaugar Stefánsdóttur, Suðurlandsbraut 67, sem andaðist að Hrafnistu 23. þ.m., fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudagimm 29. þ. m. kl. 10,30 f. h. Ólafur Dýrmundsson. Eiginkona mín og móðir okkar Ingunn Teitsdóttir Álftamýri 58, verður jarðsungin frá Háteigs kirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkað, en þeir er vildu minmast hemnar láti Háteigs- kirkju njóta þess. Guðmundur Daníelsson Steinunn Guðmundsdóttir Ragnar II. Guðmundsson. Magnús Magnússon sem lézt að heimili sínu Bragagötu 22A 19. þ.m., verð- ur jarðsiuniginm frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. þ.m. kl. 1,30 e.h. Sigríður Hólmfreðsdóttir Magnús B. Magnússon Guðrún Magnúsdóttir Sigríður Hreiðarsdóttir Soffía Helena Leósdóttir Kristín Magnúsdóttir. María var fædd í Múla í ísafirði 1. september árið 1880 og skorti því aðeins tæpa fimm mánuði í full 90 ár við leiðarlokin. For- eldrar hennar voru ólafur Mark ússon, bóndi í Múla og kona hans, Ingibjörg Þorkelsdóttir, sem andaðist tíu dögum eftir fæðingu Maríu Rebekku. Ólafur Markússon, faðir Maríu, var fjórði maður í beinan karllegg frá Bárði Illugasyni í Neðri-Arnardal (1710—1788), sem nefndur var hinn ríki, en frá Bárði er rakin hin geysifjöl- menna og mjög kunna Amar- dalsætt. María Ólafsdóttir ólst ekki upp hjá föður sínum, sem orðinn var ekkjumaður, heldur hjá Maríu Rebekku Kristjáns- dóttur og manni hennar Halldóri Hermannssyni, er þá bjuggu á Nauteyri á Langadalsströnd en Ma'ðurinn minin og í'aðir okkar Jan Morávek, verður jarðsunginn frá Foss- vogiskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu mininast hins látna er bemt á Hjarta- vemd. Sólveig J. Morávek og böm. Þöklcum imnilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför systur okkar, Rósu Magnúsdóttur. Helga Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Jóna Magnúsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför Karls Dúasonar. Sigríður Ögmundsdóttir, böm og bamaböm. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar bróður okkar og frænda, Áma Valdimarssonar. Margrét, Helga og Sigríður Valdimarsdætur Gréta Halldórs Kristján Valdimarsson og böm. Jarðarför eiginmanns míns og sonar okkar, STEFANS KRISTJÁNSSONAR, byggingameistara, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 2 e.h. Anna Borg, Guðmunda Stefánsdóttir, Kristján Sveinsson. síðar í Bæjum á Snæfjalla- strönd. María á Nauteyri, fóstur móðir Maríu Ólafsdóttur, var dóttir Kristjáns Ebenezer- sonar, dannebrogsmanns í Reykj arfirði. Hafði hún og eigi alizt upp í föðurhúsum, heldur með Rebekku Hallsdóttur (Tungu- Halls) og manni hennar, Guð- mundi Egilssyni, á Laugalandi í Skj aldfannardal. Rebekka Halls dóttir var á sinni tíð víðkunn fyrir rausn og skörungsskap, enda hafa ýmsar konur í fyrr- nefndum ættum borið heiti henn ar og hefur jafnan svo þótt, að gifta fylgdi nafni. Snæfjallaströndin er norðan megin við fsafjarðardjúp, á milli Kaldalóns og Vébjarnarnúps. Hyggja sjálfsagt margir, sem ókunnugir eru þar staðháttum og náttúrufari, að svo kuldalegu nafni fylgdi köld búseta, líkt og ýmsir erlendir menn ætla um land vort, að lítt muni það byggi legt sakir íss og snjóa. En svo er með þessa sveit sem landið sjálft, að skjólsælt er í byggð- um, þótt snær liggi á fjöllum. Á köldum haustdegi, fyrir nær- fellt fjórum tugum ára, bar mig á land til þess fólks, er þá byggði þessa Strönd, kennda við fjöll og snjó. Fáa menn þekkti ég þar að nafni til og enn færri í sjón, þó að ég hefði þá átt heima innar í Djúpinu tvö und- anfarin ár. Skemmst er frá því að segja, að þar leið mér vel og þar eignaðist ég marga góða vini, sem eigi verður gert upp ó milli. Og meir mun það hafa verið vegna glettni lífsins en eig in vildar, að mig rak þaðan aft- ur frá landi þrettán árum síðar. Meðal hollvina minna og fjöl skyldu minnar, þau ár, sem ég dvaldi þar, var María Rebekka Ólafsdóttir, þá húsfreyja í Hærra bæ í Bæjum. Hafði hún þá enn fjölmennt heimili að annast, þótt meiri hluti hinna mörgu barna þeirra hjóna væri þá uppkom- in og farin að heiman. f Bæjum var þá þríbýli og raunar fjór- býli hvað mannfjölda snerti, því að barnmörg hjón áttu þar einn- ig heimili sitt á húsmennskulóð. Innilegt þakklæti og kveðjur sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför Ástu Júlíúsdóttur frá Siglufirði, Barmahlíð 6. Fyrir hönd vanidamanma. Valbjörn Þorláksson. Þökkum inriilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhuig við fráfall og útför Þóru Steinunnar Elíasdóttur. Böm, tengdabörn og barnabörn. Á milli bústaða okkar Maríu voru aðeins nokkrir tugir skrefa, svo að það eitt hlaut að valda nánari kynnum en ella. Auk þess voru yngstu synir hennar, eigi miklu eldri en tveir eldri synir mínir, sem þangað leituðu til bamleika. Síðast en ekki sízt er svo það að nefna, að ég var frumbýlingur og skorti flest það, sem til búskapar og búreksturs heyrði og þurfti því mjög að leita til næstu granna um margs konar hjálp, sem ávallt var í té látin af góðvild, er aldrei brást. Á uppvaxtarárum Maríu Ólafs dóttur var engin barnakennsla í sveitum, á vegum hins opinbera, hvað þá önnur veigameiri upp fræðsla, en mörg heimili munu hafa tekið einkakennara handa börnum sínum. Aðaláherzlan var þá lögð á lestur, skrift, reikn- ing og kristin fræði, en um aðr- ar námsgreinar hygg ég, að lítið eða ekki hafi verið að ræða. Mér er reyndar ekki kunnugt, hverrar fræðslu María hefurnot ið á unga aldri, en svo mikið mun þó víst, að aldrei gekk hún í eninn skóla í nútímaskilningi þess orðs. En hún ólst upp til fullorðins ára, á menningar og myndarheimili og af fóstru sinni Maríu Kristj ánsdóttur, mun hún hafa numið allt það, sem af henni mátti læra, er ég hygg að meira hafi verið en þá var al- gengt meðal sveitakvenna. Hitt er mér aftur á móti vel kunnugt, af margra ára viðkynningu, að María Ólafsdóttir var ágætlega greind kona, sem kunni á ýmsu skil, hafði yndi af bókum og margs kyns fróðleik, þótt lífs- önnin leyfði eigi að slíku væri sinnt, nema í mjög takmörkuð- um mæli. Þó fannst mér annað ef til vill enn frábærara um hana, það var hversu allt lék í höndum hennar, það er til saumaskapar og hldðstæðra kvenlegra mennta heyrði. Er ég þess fullviss, að þar hafa fáar konur komizt til jafns við hana, þótt langskólagengnar væru. Þegar María var 24 ára göm- ul, haustið 1904, giftist hún Sig- urði Ólafssyni. Bjuggu þau hjón síðan í Bæjum alla sína löngu búskapartíð, að einu ári undan- skíldu, er þau bjuggu á Hjöllum í Skötufirði. Þau brugðu búi vorið 1948 og fluttu til fsafjarð- ar. Þar lézt Sigurður 23. marz 1959 og var jarðsettur í Unaðs- dal tíu dögum síðar. Eftir lát manns síns dvaldi María hjá börnum sínum, unz hún fékk vist á Hrafnistu nú fyrir fáum árum. Þau María og Sigurður eign- uðust 15 börn, sem talin eftir aldursröð eruþessi: 1. Sigurður Guðmundur, f. 19. febr. 1903, d. á síðast liðnu ári. Hann var kvæntur Guðmundu Bæringsdóttur, og voru þau lengi búsett vestra, en nú síðast í Hafnarfirði. 2. Ingibjörg Sara, f. 16. maí 1904, dó liðlega tvítug að aldri. Hún var gift Gunnari Ásgeirs- syni. 3. Halldór Kristinn, f. 25. des. 1905, dáinn fyrir mörgum árum. Hann var kvæntur Friðlaugu Guðmundsdóttur, frá Lónseyri. 4. Gunnar, f. 8. júlí 1907. Kvæntur Steinunni Jakobsdótt- ur, búsett í Reykjavík. 5. María Rebekka, f. 10. febr. 1910. Húri var gift Gunnari Ás- geirssyni, er fyrr átti Ingi- björgu systur hennar. Gunnar er nú látinn fyrir nokkru. María er búsett á ísafirði. 6. Óskar, f. 27. apríl 1911. Hann var kvæntur Ástu Tómas- dóttur, frá Sandeyri, en hún lézt á síðastliðnu ári, eftir lang- varandi vanheilsu, Óskar er bú settur í Reykjavík. 7. Aðalsteinn, f. 10. júlí 1912. Kona hans er Marta Markús- dóttir, og eru þau búsett hér í Reykj avík. 8. Jón, f. 8. des. 1913, dáinn í bernsku. 9. Jón, f. 17. sept. 1915 Kvænt- ur Sigríði Stefánsdóttur, frá Munka-Þverá, búa á Borgarhóli í Eyjafirði 10. Ásgeir Guðmundur, f. 7. okt. 1917. Kvæntur önnu Her- mannsdóttur, frá Svalbarði í ög urvík, búsett á ísafirði. 11. Arnþrúður Guðbjörg, f. 23. okt. 1919. Hún var gift Þórði Kaldalóns, sem andaðist eftir nokkurra ára sambúð þeirra, nú fyrir alllöngu. Arnþrúður er bú sett í Reykj avík. 12. Torfi Salmundur, f. 5. apríl 1921. Kvæntur Sigrúnu Guð- brandsdóttur, frá Heydalsá í Steingrímsfirði, búsett í Reykja- vík. 13. Halldór, f. 24. júní 1923. Kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur, frá Klyppsstað í Loðmundar- firði, búsett í Egilsstaðaþorpi. 14. Kristján Bjöm, f. 15. maí 1925. Kvæntur Brynhildi Bernd sen, búsett í Kanada. 15. Ólafur Marinó, f. 14. apríl 1927. Kvæntur Hólmfríði Einars dóttur, frá Klyppsstað, búsett í Egilsstaðaþorpi. Á fyrsta áratug þessarar ald- ar, voru lífshættir og atvinnu- vegir við ísafjarðardjúp víst eigi stómm breyttir frá því, sem verið hafði um langan aldur. Landbúin voru yfirleitt lítil og kaupeyris aflað með sjósókn, að fyrr og síðar,, brást hann þó þá oft góðan feng eins og bæði verulegu leyti. Þótt sjórinn gæfi þá oft góðan feng eins og bæði fyrr og síðar, brást hann þó annað veifið, sem dæmi sanna, enda er mælt, að svipul sé sjáv- argjöf. Ómegð þeirra Hærrabæjar- hjóna óx ört, og mun efnahag- urinn því stundum hafa verið frekar þröngur, þrátt fyrir ötula sjósókn húsbóndans. Hvíldi þá sem jafnan mest á húsmóð- urinni, að sjá öllu borgið, hversu sem ært var. Er það svo alkunnugt, að vart þarf orðum um að fara, að á barnmörgum heimilum er starf móðurinnar þyngra en annarra innan fjöl- skyldunnar, jafnvel þó að efna hagur sé rúmur, en allra þyngst þegar gera þarf mikið úr litlu. Þau ár, sem við María vorum í sambýli í Bæjum, var slíku raunar ekki til að dreifa á heirii ili hennar, þar eð böm þeirra hjóna voru þá flest uppkomin. Aftur á móti kynntist ég þá fróðleik hennar, um menn og málefni, þreki hennar og fágæt- um hagleik, sem fjölskylda mín naut góðs af, svo seint verður fullþakkað. Það er að vísu ekki einsdæmi, en þó eigi að síður mikið afrek, að ala hálfan annan tug barna og koma þeim til þroska, án ann arra hjálpar. Slíkt var hlutverk Maríu Rebekku, er hún leysti af höndum með sérstæðri reisn sem móðir og eiginkona. Niðjar Hærrabæjarhjóna, Maríu og Sig urðar, munu nú vera orðnir 155 að tölu, allir hraustir og vel gefnir til huga og handar. Þótt börn þeirra hafi ekki ílenzt á æskustöðvunum, heldur kosið sér anrian vettvang til starfa, er Framhald á bls. 23 Þakjkia öllum þeim er minmt- ust mín á áttræðisafmæli mínu þ. 21. maí. Kærar kveðjur. Vigfús Stefánsson Bókhlöðustíg 1, Stykkishólmi. Innilegt þakklæti vil ég færa öllum þeim, siem sýriidu mér hlýhuig oig vináttu í s/ambandi við 70 ára afmæli mitt 15. maí sl. Sérstakleiga færi ég íbúuim Rauðiasjan.dsh rep ps þakkir fyrir framiúrskarandi góð kynmi á líðinum árum, svo ag höfðíiiniglegar gjafir, sem verða mér ógleymiainleg- ar. Hjiartans kveðjur til ykk- ar allra. Anna Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.