Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2l7. MAÍ 1970 Rætt við Albert Guðmundsson, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna Hagsmunir verzlunar og neyt- enda fara saman Æskudraumar um íþróttamannvirki hafa rætzt Albert Guðnrundsson stórkaupmaður og formaður K.S.f. er þjóðkunnur mað- ur og einn þeirra íslendinga, sem hlot- ið hafa mesta frægð og viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Um árabil var hann einn þekktasti knattspyrnumaður Evr- ópu, og eftir að hann kom heim til ís- lands á ný, hefur hann gerzt umsvifa- mikill kaupsýslumaður og mikilvirkur forustumaður í íþróttahreyfingunni. Nú hefur Albert Guðmundsson hafið * afskipti af stjórnmálum. Hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna og var einn af átta atkvæðahæstu mönnum í því. Hann skipar nú 5. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðiisflokksins í Reykja- vík. Hvers vegna fær maður með slíkan feril að baki skyndilega áhuga á að taka þátt í stjórnmálum höfuðborgar- innar. Við spyrjum hann fyrst þeirrar spurningar og hann svarar: Áhugi minn á borgarmálum almennt hefur alltaf verið fyrir hendi vegna þess, að ég komst ungur í náin kynni við atvinnulíf borgarinnar, fyrst sem starfsmaður fyrirtækja og síðar sem sjálfstæður atvinnurekandi. Ég hef ver- ið starfandi í íþróttahreyfingunni frá unga aldri og kynnzt unga fólkinu í borginni vel. Sem sendill í Laugavegs- apóteki var ég oft sendur með lyf hedm til fólks. Kynntist ég þá högum þess, sérstaklega þeirra, sem bjuggu við erfið kjör. >að er ánægjulegt hve mikil breyting hefur orðið til batnaðar í þess- um efnum, m.a. fyrir tilstuðlan borgar- yfirvaldanna. Kynni mín á málefnum borgarinnar gegnum hin ýmsu störf mín kveiktu snemma áhuga minn fyrir stjórnmálum bæjarins. — Hefur þú alltaf starfað í Sjálf- stæðisflokknum frá því, að þú komst heim? — Já, ég hef starfað í Sjálfstæðis- flokknum, sótt alla almenna fundi í flokknum síðan ég fluttist aftur heim, en hingað til ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. — Margir líta á þig sem talsmann verzlunarinnar, og vitað er, að á meðal verzlunarstéttarinnar hefur ríkt megn óánægja vegna verðlagshaftanna. Hver er þín reynsla af verzlunarrekstri í Reykjavík? — Aðstaða verzlunarinnar hefur batn að mjög mikið frá því að ég fór að starfa sjálfstætt, en þó á hún enn við ýmis vandamál að etja. Mín skoðun er t.d. sú, að aðstöðugjöldin séu erfiður skattur fyrir atvinnufyrirtæki. Eins og nú er háttað málum í verzluninni eru verzlanir reknar með of litlum hagn- aði til þess að eigandinn geti haft eðli- legar tekjur. Fáir gera sér grein fyrir, hve vinnudagur verzlunarmanna erlang ur. Opinber gjöld á atvinnurekstur- inn verður að miða við það, að fyrir- tækin geti skilað eðlilegum hagnaði. Að öðrum kosti missa menn áhuga á sjálf- stæðum atvinnurekstri. Ég tel einnig, að staðgreiðsla á gatnagerðargjöldum sé þung gjöld fyr- ir fyrirtæki. Ég teldi ekki ósanngjarnt, að þau greiddust á nokkru árabili t.d. 4-5 árum. — En er samt sem áður ekki auðveld ara að reka verzlunarfyrirtæki í Reykja vík nú, heldur en t.d. fyrir einum ára- tug eða svo? — Vissulega er auðveldara að reka fyrirtæki nú, borið saman við það, sem áður var. I>að vill oft gleymast, hvernig ástandið var áður fyrr. Samt finnst mér gjarnan mega endurskoða þær álögur, sem lagðar eru á verzlun- ina og e.t.v. ástæða til að taka til at- hugunar, hvort þeir skattar, sem áhafa verið lagðir, eru ekki hættir að þjóna upphaflegum tilgangi sínum, þannig að niðurfelling eða lækkun sé tímabær. — Nú hafa staðið miklar deilur um það, hvort verðmyndunin í landinu eigi að vera frjáls eða ekki. Hver er skoð- un þín á því máli? — Ég tel, að það yrði mikil bót að því fyrir alla aðila, ef verðmyndunin yrði gefin frjáls og þá í ríkara mæli en verðgæzluf rumvarp r íkiast j órnarinnar gaf til kynna að verða mundi. I>að er tvímælalaust bæði til bóta fyrir verzl- unina og ekki síður neytendur. Og raunar er óskiljanlegt, að sá stjóm- málaflokkur, sem styður helming verzl unarinnar í landinu, þ.e. samvinnuverzl unina, skuli ekki styðja þá stefnu, sem Sj álfstæðisflokkurinn fylgir, þannig að þassir flokkar standi saman að breyt- ingum í þessu máli. Þá má einnig benda á, að verzlunar- menn eru látnir innheimta opinber gjöld, án þess að þeir fái þóknun fyrir þá vinnu sína, þrátt fyrir ítrekaðar til raunir til þess. Þætti mér ekki óeðli- legt, að hið opinbera legði t.d. 1 til 2% af þessum gjöldum í sérstakan sjóð, til uppbyggingar á verzlunarskólum og til að útbúa verzlunarskólana með sem beztum kennslutækjum, og þar með stuðla að aukinni menntun verzlunar- fólks. Ég hugsa, að verzlunarmenn myndu samþykkja slíkt framlag þess opinbera, sem greiðslu fyrir innheimtu- störf sín. Hvaða önnur stétt er látin taka að sér störf fyrir hið opinbera endurgjaldslaust? Annars er ekki síður nauðsynlegt að vinna að hugarfars- breytingu hjá almenningi gagnvart verzluninni. Oft heyrir maður talað um verzlunarmenn og neytendur, eins og verzlunarmenn séu stétt, sem ekki tilheyrir neytendum. Allir lands- menn eru neytendur. Andstæðingar frjálsrar verzlunar reyna að gera kaupmanninn tortryggilegan í augum landsmanna, og stundum með ótrúlegum árangri. Landsmenn verða að standa saman og láta ekki telja sér trú um eitt eða neitt, heldur byggja á eigin mati á mönnum og málefnum. — Svo við snúum okkur að íþrótta- málum, Albert, þá hafa margvíslegar deilur staðið innan íþróttahreyfingar- innar, ekki sízt á undanförnum mán- uðum. Hvað viltu segja um íþróttamál- in í höfuðborginni? — Ég tel ekki rétt að blanda deil- um, sem átt hafa sér stað innan íþrótta- hreyfingarinnar, inn í þetta viðtal, þær eiga hér ekki heima. Um íþróttamálin í borginni get ég sagt, að ótrúlegar framfarir hafa orðið á allri miaonvinkjaigerð og þar mieð á aðstöðu allri til íþróttaiðkana í borg- inni. Áður en ég fór utan í stríðslokin, var hér lítið um íþróttamannvirki og fátæk legt umhorfs. Gamli Melavöllurinn, eins og hann stendur í dag, og gömlu sund- laugarnar voru nær einu íþróttamann- virkin. Bezti leikfimissalurinn var íþróttasalur Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu og leikfimisalur Austurbæj arbarnaskólans, ásamt sal Í.R.-hússins Allir sjá, að í þessum efnum hefur orð,- ið algjör bylt'ing. Aðalsýningarsvæðið á þeim tíma var sviðið í Iðnó, eins og það er enn þann dag í dag. Það voru draumar okkar, sem hlustuðu á bjart- sýnustu forystumenn íþróttanna, að áð ur en okkar dagar væru taldir, yrði nýtt leikfimihús risið og grasvöllur til kappleikja. Þegar við töluðum í okkar hópi um þessi mál, voru þetta eins og skýjaborgir, sem menn bjuggust ekki við að yrðu að veruleika. En þessir draumar hafa allir rætzt og miklu bet- ur en við höfðum gert okkur í hugar- lund. Mér er kannski ljósara en mörg um öðrum, hversu mikið hefur verið gert í uppbyggingu íþróttamannvirkja og til að bæta aðstöðu til íþrótta- keppni. Ég minnist þess, þegar þau tíð- indi bárust okkur, að byggja ætti nýtt hlið á gamla Melavöllinn — og það úr steinsteypu —. Okkur fannst þá mik- ið fyrir okkur gert. Þetta mannvirki stendur enn, og þótti framfaraíspor. — Hver telur þú helztu framtíðarvið fangsefni á sviði íþróttamálanna? — Tvímælalaust þau að ljúka þeirri mannvirkjagerð, sem hefur verið fyrir- huguð í borginni sjálfri, og gera þeim fullnaðarskil. Ég tel, að íþróttafólk borgarinnar megi vera mjög ánægt með þær framkvæmdir, sem staðið hafa yfir og eru fyrirhugaðar. En um leið og við, sem áhuga höfum á íþróttum, leggjum að sjálfsögðu mikla áherzlu á bygg- ingu íþróttamannvirkja, megum við ekki gleyma öllum öðrum framkvæmdum, sem borgin þarf að sinna, svo sem sjúkrahúsum, fæðingarheimilum, hús- næði fyrir aldraða og svo mætti lengi telja. — Ertu ánægður með hið félagslega starf íþróttahreyfingarinnar? — f uppbyggingu íþróttamálanna sjálfra finnst mér áberandi, að sjálf- boðaliðavinnan, og þar með mikill hluti af hinni félagslegu uppbyggingu og hinu félagslega starfi, er minni í dag en það var á þeim tíma, þegar ég var að alast upp, og ég sakna þess. Ég tel, að hér sé á ferðinni mikið verkefni fyr- ir alla þá, sem vilja eyða frístundum sínum til forystu á sviði æskulýðsmála almennt. Opinberir aðilar gætu komið til móts við þetta fólk, sem starfar end- urgjaldslaust fyrir æskuna í íþrótta- hreyfingunni, með því að aðstoða það frekar við útvegun á ýmsum nauðsyn- legum hlutum, svo sem efni til bygginga, ef um það er að ræða, og fagþekkingu í stað þess að greiða vinn- una sjálfa eins og nú er gert. Mér ligg- ur við að segja, að of miklir peningar frá opinberum aðilum hafi skemmt fyrir þessari hlið á æskulýðsstarfi íþrótta- hreyfingarinnar. — Og hvað viltu segja að lokum, Al- bert? Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.