Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 19
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVI'KUDAGUR 27. MAÍ H970 19 í borgmni sinni hafa þau aðstöðu til að færa hugmyndir sinar í myndrænt form. Eiga þau ekki einnig að hafa úrslitavald um það, hver fer með æðsta valdið í borgarmálum? (Ljósm. Mbl.: Öl. K. M.) i Lýðræðisleg vinnubröffð? svo mjög hafa lýð- skrumarar notfært sér það í áróðri sínum. Halda menn til dæmis, að það hafi verið lýðræðisóst á dögunum, sem hvatti fulltrúa á flokksfundi Kommúnistaflokks Tékkósló vakíu til að standa á fætur í hvert sinn, sem einhver ræðu- manna minntist á rauða herinn, og hrópa: Lengi lifi rauði herinn! Leiðtogar Sovétríkjanna og stjórnendur rauða hers- ins eru vafalítið sannfærðir um, að allar þeirra gerðir séu í samræmi við lýðræðið. En nóg um það, við skulum snúa okkur að eigin vandamálum. I kosningabaráttu þeirri, sem nú fer fram hér á landi, höfða frambjóðendur eins og jafnan endranær til lýðræðis- ástar kjósenda. Andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna í Reykjavík fullyrða, að það sé „lýðræðisleg nauðsyn“ að koma meirihluta Sjálfstæðismanna frá völdum í Reykjavík. „Einveldi flokksins“ hafi staðið nógu lengi, eins og þeir segja. Með hvaða hugarfari skyldu þeir hugsa til stjórnmálaástandsins í Svíþjóð, þar sem sósíaldemókratar hafa farið með völd svo lengi sem menn muna? I um 50 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn notið trausts Reykvíkinga til að fara með stjóm borgarmála þeirra. Þetta traust hefur flokkurinn hlotið í kosningum á 4 ára fresti. Afdráttarlaus vilji kjósenda hefur ætíð veitt flokknum styrk til þess. I kosningum hafa kjósendur sýnt fulltrúum flokksins traust sitt með því að endurkjósa þá. Andstæð- ingar Sjálfstæðismannia beina spjótum sínum því frekar að kjósendum en Sjálfstæðisflokknum, þegar þeir tala um „einveldi“ hans. Þeir saka kjósendur um, að dómgreind þeirra sé á því stigi, að þeir kjósi yfir sig „einveldi“. Þetta er ekki lítil ásökun, því að einmitt undir einveldisstjórn leið íslenzka þjóðin mest. Frambjóðendur Sjálfstæðismanna að þessu sinni hafa lagt sig fram um að skýra kjósendum frá því, hvað þeir hyggist fyrir í stjórn borgarmála, ef þeir ná kosningu* og geta myndað meirihluta. Ein meginforsenda þess, að lýð- ræðið njóti sín, er, að kjósendur viti að hverju þeir ganga, þegar þeir greiða atkvæði sitt hinum eða þessum stjórn- málaflokknum. Geir Hallgrímsson hefur lýst því yfir, að hann muni ekki verða borgarstjóri Reykjavíkur, ef kjós- endur veita andstæðingum hans og Sjálfstæðismanna meirihluta í borgarstjórninni. Þetta virðist raunar svo eðlileg afstaða, að ekki ætti að þurfa að verða pólitískur bægslagangur út af henni. En í hita kosningabaráttunnar hefur annað komið í Ijós. Þessir sömu andstæðingar Geirs hafa sakað hann um hroka og drembilæti fyrir að vilja ekki taka þátt í pólitískum hrossakaupum þeirra um hag Reykjavíkur að kosningum loknum. 1 moldviðrinu, sem þeir hafa þyrlað upp út af þessu, hafa þeir reynt að fela þá staðreynd, að þeir hafa ekki upp á neitt borgarstjóraefni að bjóða sjálfir. En einmitt með því hafa þeir brugðizt þeirri frumskyldu sinni og lýðræðislegra leikreglna að segja kjósendum fyrir fram að hverju þeir ganga með því að veita þeim atkvæði sitt. Andstæðingar Sjálfstæðismanna hafa að visu gefið í skyn, að þeir muni ráða einhvern utan frambjóðenda sinna í borgarstjóraembættið. Innbyrðis metingur þeirra er svo mikill, að þeir geta ekki unnt hver öðrum traustsins. Þeir hafa jafnvel látið í veðri vaka, að ætlunin sé að auglýsa eftir borgarstjóra. Síðan eiga flokkspólitísk sjónarmið hvers og eins að ráða. Kratar munu vafalaust leggja höfuðáherzlu á, að þetta verði krati, annað yrði í hróplegu ósamræmi við fyrri embættaveitingar þeirra. Framsóknarmenn munu segja já, já og nei, nei og þvælast fyrir og ekkert láta af hendi, fyrr en t.d. SlS hefur verið tryggð forréttindaaðstaða í einhverri mynd. Þrjú höfuð Alþýðubandalagsins munu hnakkrífast og fyrr þurfa að skjóta fyrrverandi samherjum einhvern veginn ref fyrir rass, áður en sætzt verður á málamiðlunarmanninn.. Allt verður þetta gert án nokkurs samráðs við borgarana sjálfa, kjósendur. Og þetta eiga að heita lýðræðisleg vinnubrögð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.