Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 12
12 MORGrUNB'LAÐIÐ, MIÐVlKUDAG-UR, 27. MAÍ 197« af skrúðgörðum í Reykjavík f ört vaxandi borg, eins og Reykjavík, er ekki sízt þörf á að sjá fólkinu fyrir skrúðgörð um, fyrir grænum beltum, þar sem foreldrar geta komið með börn sín út í græn grös. Ég held, að allir hljóti að vera sammála um þann hlut, að á þessu sviði hefur borgin verið til fyrirmyndar. Flatarmál gairða í Reykjavík var nú um áramótin rúmlega 117 hektarar, og sú tala segir ekki allt, vegna þess, að mikið starf er unnið við að fegra þessa grænu bletti með blómum og trjám. Um daginn fengum við tæki færi til að skoða velflesta garða borgarinnar með leið- sögn Hafliða Jónssonar garð- yrkjustjóra og Theodórs Hall- dórssonar yfirverkstjóra. Um Hljómsikiálaigarð'inin er öll um kunnugt, Tjörnin er augna- yndi allra Reykvíkinga. Færri vita kanrusiki að 1969 voru við tjörnina 24 æðarhreiður, og or ugglega komust á legg 18 ung- ar. Kríuhreiður voru 114, og hef ur þeim farið fjölgandi ár frá ári. Megnið af ungunum úr þeim hreiðrum komst á legg. Andategundum fer fjölgandi á tjörninni, og ber t.d. mikið á duggönd, skúfönd og rauðhöfða önd. Einnig fer grágæsum fjölg andi. Stokkendur eru samt í miklom meirihluta. Fuglum þessum er gefið fóður, en að au'ki eru borgarbúar ósínkir á brauðmat handa þeim. ♦ Við hófum skoðunina í Lækj- argötu, framan við Menntaskól- ann. Þar er verið að gjör- breyta landslaginu. Gamlir grá grýtisrennusteinar eru nú not- aðir til að byggja upp falleg- an kant, sem blómaskrúð á eft ir að prýða. Hver einn og ein- asti steinn er tilhöggvinn af reykvískum höndum. Það hef- ur vafalaust ekki verið auðvelt starf, en þeir unnu þetta, gömlu mennirnir, a,f eljusemi, og í dag eignast þeir óbrot- gjarnan minnisvarða víðsvegar um borgina. Næst brugðum við okkur inn á Miklatún, sem verður í fram tíðinni vafailaust einn feg ursti skrúðgarður borgarinnar. Mynid listarhúsið er semin full- gert. Styttan af Einari Bene- diktssyni er í suðurjaðrinum, og það fer vel á því. að henni er valiwn staður á Miklatóni, svo mikill, sem sá maður var í sniðum. Háteigskirkja gnæfir yfir svæðið, einnig Háteigur sjálf- ur, þar sem Ragnhildur og Hall dór Þorsteinsson bjuggu, gam- alt, virðulegt hús. Líklieigia ver'ður Milklatún í framtíðinni eitt bezta útivistar- svæði borgarinnar. Þangað hefur verið fluttur araigirúi af trjám úr gróðrarstöð Sigur- björns Einarssonar, sem varð að víkja úr Fossvogi vegna skipulags. Það eru góð tré og faileg. Við ókum næst með Theódóri inn í Laugardal. Þar er margt að gerast. Grasagarðurinn vek ur forvitni allra, en árið 1969 bættust 136 tegundir af fjölær- um plöntum og runnum, og eru þar nú fleiri hundruð tegund- ir, merktar með merkispjöldum, aðgengilegar öllum, sem álþuga hafa á gr&safræði. ♦ I garðinum í Laugardal eru fallegar böggmyndir, og það kom berlega í Ijós, að yngsta kynslóðin unir sér vel í þess- um græna reit. Haffliði J'ónsson garðyrkjustjóri sýndi okkur nýju gróðurhúsin, sem senn verða fullbúin í garðinum, og breýta allri aðstöðu til plöntu- uppeldis borgarinnar, en ein- mitt í Laugardal eru ræktað'ar allar þær blómplöntur, sem sett ar eru í hina ýmsu garða og reiti á veigum borgarinnar. Þarna er unnið stórmerki'legt itarf að ræktunarmáium og hef ur viða um borgina séð þess stað. Laugardalurinn á vafalaust eftir að skipa öndvegi í rækt- unarmálum borgarbúa, hann liggur vel við, og það er mjög vel um hann hugsað. Við enduðum Skoðunarferð- ina að þessu sinni við Laugar- dalshöllina, þar sem íþróttun- um er sköpuð góð aðstaða. Þeir voru þar að grafa djúpa steurði, til þess að veita vatni af. Stór sýning var að hefjast í höll inni, en þeir létu það etókert á sig fá, en héldu áifram sínu verki. Það er svo ótalmargt hægt að skoða í skrúðgörðuim í Reykja vík, þeir eru alls staðar, sumir stórir, eins og Hljómsikálagarð urinn, aðrir litlir eins og gamli Bæjarfógetagarð-urinn við Aða.1 stræti. Alls staðar er verið að vinna að fegrun borgarinnar, og við njótum þess borgararn ir í ríkum mæli. Hver vill fara á mis við blómaskrúðið á Aust urvelli? Ég held, að borgarbú ar séu allir saimimála um það, að borgina ber að prýða, og þa-r má engan peoing spara. Hreiin torg, fögur borg er kjörorð okkar, sem hér búum, en við getum bætt við: „Ræikt- um grænu blettina í borginni." — Fr. S. Unglingur að störfum í gra.‘.agarðinum í Laugardal. Styttur prýða garðinn í Laugardal, og unga fólkið unir i kringum þæ". Myndastyttum á alnv»v afa <ri far sífjölgandi i Reykjavík r., er að þe'm mik jjj niinga.rauki. Theódór Halldórsson yfirver kstjóri á Miklatúni. Háteigs- kirkja gnæfir í baksýn. Hafliði Jónssan garðyrkjustjóri framan við nýju gróðurhúsin í Laugairdal, sam inmian tíðiar vorða fullgarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.