Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1970, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1970 17 r* s r n Birgir Isl. Gunnarsson í ræðu 1966 sögðu Framsóknarmenn já-já um Sundahöf n 1970 segja þeir nei - nei Hvað segja þeir Birgir ísl. Gunnarsson, borg arfulltrúi, flutti ræðu á kappræðufundinum í Sig- túni í fyrrakvöld, þar sem hann hrakti m.a. lið fyrir lið ósannindi Framsóknar- manna um Sundahöfn. I ræðu sinni minnti Birgir Isl. Gunnarsson m.a. á að fyrir borgarstjórnarkosning arnar 1966 hefði einn af borgarfulltrúum Framsókn- arflokksins sagt í Tímanum 19. maí það ár orðrétt: „Við Framsóknarmenn leggjum mikla áherzlu á, að fyrsta áfanga Sundahafnar verði lokið á næstu árum.“ Hér fer á eftir sá kafli í ræðu Birgis ísl. Gunnarssonar, sem fjallaði um Sundahöfn: Áður en ráðizt var í bygg- ingu Sundahafnar hafði í mörg ár verið rætt um nauðsyn nýrr ar hafnar, bæði í hafnarstjórn og í borgarstjórn. Höfðu ýmsar leiðir komið til greina og í því sambandi m.a. framkvæmd á ár unum 1958—1961 ítarleg verk- fræðileg rannsókn hafnarskil- yrða á mismunandi stöðum á Strandlengju Reykjavíkur og kostnaðaráætlanir gerðar á grundvelli frumkönnunar á 4 stöðum. Niðurstöður þeirrar könnunar sýndu, að verð á fer- metra á hafnarbakka með hafn argörðum var ódýrast í Sunda- höfn. Auk þess var sá staður hagkvæmastur með tilliti til öldugangs og enn bættist við, að unnt var að byggja Sunda- höfn í áföngum nokkurn veg- inn eftir þörfum án þess að þurfa að leggja í dýra hafn- argarða. Það var því einróma álit allra, sem um fjölluðu, bæði sérfræðinga og borgar- fulltrúa úr öllum flokkum, að hagkvæmasta staðsetning hafn ar væri í Viðeyjarsundi. Hver var nú ástæða þess að lagt var út í að byggja 1. áfanga Sundahafnar? 1) Fyrir lágu umsóknir frá skipafélögum um verulega bætta aðstöðu við höfnina. Má t.d. nefna, að árið 1965 sótti Eimskip um 50% aukningu á gólffleti og 30% aukningu á úti svæði. 2) Árið 1965 varð vörumagn á lengdarmetra í hafnarbakka 660 tonn, en eðlilegt hámark við blandaðan stykkjavarning var talið 500 tonn. Skortur á landrými við gömlu höfnina tak markaði umsetningu hennar og nýtingu og séð var fyrir, að þótt unnt yrði að nýta allt hafn- arsvæðið við gömlu höfnina, myndi það ekki leysa úr þeim erfiðleikum sem fyrirsjáanlegir voru. 3) Bygging Sundahafnar var talin mundu flýta fyrir þeirri verkaskiptingu, sem koma þarf á innan gömlu hafnarinnar, þar sem vesturhöfnin er ætluð sem fiskihöfn eingöngu, en austur- höfnin fyrir vöruflutninga. 4) Bygging Sundahafnar var talin mundu ýta undir ýmsa nýja atvinnustarfsemi, sem ekki var rúm fyrir í gömlu höfninni, en unnt yrði að stað- setja í Sundahöfn. í>að er nú þegar komið í ljós, að hér var rétt spáð að þessu leyti. Þegar árið 1964 sótti Fóðurblandan h f. um lóð við höfn, þar sem unnt væri að dæla fóðurkorni úr skipi í land og enn eldri um- sókn er um aðstöðu fyrir hveiti myllu. Sundahöfn gerði þessa nýju atvinnugrein mögulega. Utboð hefur þegar farið fram á mannvirkjum vegna korn- blöndunar og vitað er um að- ila, sem kanna nú byggingu hveitimyllu. Þetta eru aðeins dæmi um margs konar atvinnu- starfsemi, sem Sundahöfn kem- ur til með að draga að sér, at- vinnulífinu í borginni til fram- dráttar. Nýjasta ákvörðunin er stór lóð, a.m.k. 16—17 þús m2 til SÍS undir vörugeymslu, vöruafgreiðslur, léttan iðnað, flutningamiðstöð, söluskrifstof- ur o.fl. Afstaða Framsóknarmanna til Sundahafnar nú, þar sem reynt er að gera þessa stór- framkvæmd tortryggilega, kem ur hins vegar ekkert á óvart. Hún er staðfesting á því, sem áður var vitað um þann flokk. í fyrsta lagi sýnir hún hringl andaháttinn og stefnuleysið mjög vel. Fyrir síðustu borg- arstjórnarkosningar 1966 þótt- ust Framsóknarmenn aðalbar- áttumenn fyrir byggingu Sundahafnar. í grein, sem efsti maður á lista Framsóknar- manna, þá og nú ritaði í Tím- ann stuttu fyrir kosningar 1966 eða þ. 19, maí það ár sagði orð- rétt: „Við Framsóknarmenn leggjum mikla áherzlu á, að fyrsta áfanga Sundahafnar verði lokið á næstu árum.“ Sama ítrekaði þessi Framsókn- arframbjóðandi í útvarps- umræðunum fyrir kosningar og á þessari stefnu var hamrað, t.d. í Tímanum 4. maí og 12. maí 1966. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. Nú er þessi framkvæmd, sem Framsóknar- menn töldu sig sérstaka bar- áttumenn fyrir 1966 orðin óal- andi og óferjandi Fyrir borg- arstjórnarkosningarnar 1966 sögðu Framsóknarmenn já já um Sundahöfn nú segja Fram- sóknarmenn nei nei um sömu höfn. Stefnuleysið og ráðleys- ið er samt við sig. Það kæmi hins vegar ekkert á óvart, þótt því yrði haldið fram fyrir borg arstjórnarkosningarnar 1974, að Framsóknarmenn væru höf- undar Sundahafnar. En það er fleira, sem veld- ur því að afstaða Framsóknar- manna til Sundahafnar kemur ekkert á óvart. Þannig hefur afstaða þeirra ávallt verið til allra stórframkvæmda í Reykja vík. Þá skortir stórhug og djörfung, þegar til fram- kvæmda kemur. Þeir átta sig ekki á því, að það er hlut- verk Reykj avikurborgar sem opinbers aðila í tilvikum eins og þessum að ganga á undan — að skapa aðstöðu, sem geti orðið grundvöllur blómlegra og öflugra atvinnulífs. Við þekkj- um þessa afstöðu Framsóknar í mörgum stórmálum. Þeir voru á móti Sogsvirkjun, þeir þvæld ust fyrir Búrfellsvirkjun í lengstu lög og þeir voru á móti stóriðju. Þeir hafa verið á móti öllum helztu framfara- og fram kvæmdamálum borgarbúa. Af- staðan til Sundahafnar nú er aðeins staðfesting þessa, sem allir vissu fyrir, og er enn eitt dæmi um stórvirki, sem fram- kvæmt hefur verið Reykjavík- urborg til hagsbóta og fram- sóknarmenn hafa reynt að þvæl ast fyrir. „Við Framsóknarmenn leggjum mikla áherzlu á, að fyrsta áfanga Sundahafnar verði lokið á næstu árum“ Tíminn 19. maí 1966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.