Morgunblaðið - 12.06.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1970 19 fyrir þau var hann gerður að heiðunsfélaga. Árið 1918 kvæntist Þorvaldur Láru Magnúsdóttur, en þeirra sambúð varð stutt, því hún lézt eftir aðeins 4 mánaða samveru. Það hlýtur að hsfa verið þung- bær sorg að sjá á bak ungu eiginkonunni eftir svo stutta sam veru. En öll él birtir um síðir. Árið 1924 kvæntist hann í annað sinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Eyjólfsdóttur frá Dröng- um á S'kóga.rströnd, hinni ágæt- ustu konu, sem fórnaði honum öll sínu bezta fram til hinztu stundar. Þau eignuðust 4 góð og mannvænleg börn, en þau eru: Sigríðuir Eyja gift Frank Hend- erson, búsett í Bandaríkjunum; Lárus vélstjóri, kvæntur Svein- björgu Eiríksdóttur; Margrét, gift Þorsteini Þorvaldssyni og Ólöf, gift Jóhannesi Teigland, búsett í Noregi. Ég finn mig ekki megnugan þess að færa í letur þau gagn- kvæmiu þakkar- og kveðjuorð, sem ég vildi láta fara þeirra á milli og laet því þögnina um það. Ég, sem þessar fátæklegu lín- ur rita, vil að endingu þakka þér trygga vináttu og allar sam- verustundir er við áttum. Eiginkonu þinni og öðrum ástvinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Rafn Sigurðsson. ÓLlNA JÓNS- DÓTTIR - MINNING í DAG fe.r fram í Dó’mikirkjunni útför Ólínu Jónsdóttur, lengst af búsett í Hafnarstræti 16, en hún lézt að heimili dóttur siranar, Háa leitis-braut 51, hinn 5. þ.m., 79 ára. Ólína var fædd á Mófellsstöð- um í Skorradal 29. maí 1891, og ólist þar upp í foreldraihúsum. Foreldrar hennar voru Jón Þórð- arson bóndi og Margrét Einar- dóttir. Hún var yngst tólf barna þeirra, tvö dóu í bernsku en tíu komust til fullorðinsára — og lifir Ólinu eitt þeirra, Sigríður, 83 ára. — Einn bræðranna var Þórður, hinn lands’kunni völund arsmiður, blindur, en minnisstæð ur parsónuleiki og Ólínu sérlega kær. Heimilið á Mófelisstöðum var annálað fyrir gestrisni, hjálp- semi og traustleika. — Margrét var af kunnugum talin gagnmerk kona, ával'lt glöð í bragði, fjöl- fróð og minnug. .— Forfeður Ó1 ínu hafa um langan aldur búið að Mófellsstöð’um og jafnan notið milkils trausts og virðingar sakir mannkosta. — Við búi foreldra hennar tófk Vilmundur bróðir 'hennar, en í minningargrein um hann getur vinur hanis Pétur Ottesen um hina „kostaríku fjöl skyldutryggð á hinu háttprúða heimili hans“. — Þau orð lýstu vel MófeMsstaðaheimilinu fyrr og síðar, að dómi kunnugra. Ólína var tíguleg kona, hóg- vær í fasi, starfsöm og fylgin sér. — Hún fór ung til Reykjavíkur og vann þar við verzlunarstörf og önnur á vetuma. — Á sumrin hjálpaði hún við bústörfin á Mó fellsstöðum þar til hún giftist Eyjólfi Eiríkssyni. Eyjólfur var Rangæingur, kom inn af traustum stofni bænda. Hann var óvenju hagur í hönd- um, lærði veggfóðrun í Reykja- vík og fór sdðan tig framhalds- náms í Kaupmannahöfn. Þar lærði hann einnig húsgagna- bólistrun. Hann starfrækti hús- gagnaverzlun í Hafnarstræti 16, hafði lærlinga í þeirri iðngrein og var eftirsóttur fagmaður vegna vandvirkni sinnar. — í spönsku veikinni 1918 missti hann noklkuð af starfsorku sinni og náði henni eklki að fuilu aft- ur, þótt hann héldi andlegu fjöri til æviloka. Þau Ólína og Eyjólfur eignuð- ust tvær dætur, Margréti gjald kera hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins og Oddnýju gifta undirrituð um. Heimili þeirra Ólínu og Eyj ólfs í H'afnarstræti 16, var ann álað fyrh gestrisni, hjálpfýsi og góðvild. — Þar var jafnan „opið hús“. Bændur af Suðurlandi, ætt ingjar og vinir Eyjólfs — og Borgfirðingar, ættingjar og vin ir Ólínu — áttu margir annað heiimili í Hafnarstræti 16. Heimilisbragurinn mótaðist á þeim tíma einnig mjög af vin- sæld’Um Eyjólfs — og hins stóra og góða vinahóps hans í höfuð- staðnum. — Margir fremstu manna í atlhafna- og fjármálalífi bæjarins, voru tíðir gestir Eyj- óifs. Landskunnur lögfræðingur, um skeið forseti Hæstaréttar, hefir sagt mér frá tíðuim heimsókn- um sínum í Hafnarstræti 16, þá ungs lögfræðings. — Þar hefði hann hlustað á skeggræður margra öðlingsmanna, sér eldri að árum og ríkari að reynalu og nafngreindi marga. — Hann taldi þær stundir sér einna minnisstæð astar og lærdóimsríkastar frá þeim tíma ævi sinnar. Hér verður ekki getið þeirra mörgu sem í erfiðleikum leituðu hollráða hjá Eyjólfi — og nutu hjálpar hans. í minningargrein um Eyjólf, en hann lézt 26. marz 1941, lét Bogi Ólafsison, men ntaskplakenn ari svo um mælt: „Ég mun alltaf minnast Eyjólfs Eiríkssonar, þeg ar ég heyri góðis manns getið.“ Eyjólfur lézt rétt fyrir ferming ardag Oddnýjar en Margrét hafði þá lokið námi i Verzlunarskóla íslands. — Þung ábyrgð hvíldi þá á imgum herðum þeirra systra. En fjöiskyldan var vön að standa sarnan. Þær reyndust móður sinni sá styrkur, sem hún þurfti til þess að viðhaida 'heimilisbrag þessa stóra 'heimilis, sinna gesta- komu — jafnframt því að vinna utan heimilisins að námi loknu. Á heimilinu voru þá þrjár eldri systur Ólínu, Kristín, Ingi björg og Sigríður sem dvöldust allar yfir 40 ár hjá henni. — Þá var eldri bróðir Ólínu, Jón, hjá henni síðari æviárin. — Einnig fóstursonur, Gunnar Rasmusen, sem lézt 1947. Kristín, Ingibjörg og Jón dóu í hárri elli. Þær systurnar þörfnuðust stöð ugrar umönnunar síðari árin, en Ingibjörg var len.gi blind. — Ól- ína sýndi systrum sínum hyggju með þeirri hjartahlýju, nærgætni og ástúð að maður hrærðist af gleði við að horfa á þá fegurð í mannlífinu. Aldrei kom til álita að þær systur færu út af heimilinu — né að þær yrðu samfélaginu byrði. Ólína flutti úr Hafnarstræti 16, 1965, eftir að hafa verið þar um 'hálfa öld, á heimiTi dóttur sinnar Margrétar að Háaleitisbraut 51. Með henni fluttu þangað systur hennar Kristín, sem lézt 1. októ ber 1965, og Sigríður, sem lifir Ólínu og reyndist henni mikili styrkur síðasta árið. Sú ákvörðun Margrétar að hafa hjá sér móður sixa og tvær móð ursystur ber ættareinkennin „kostarika fjölskyldutryggð“, sem Pétur Ottesen taldi einkenna MófelTs’Staðafólkið. Þegar Ólína Jónsdóttir er kvödd verður tæplega hjá þvi komizt að geta um þann skerf sem hún og maður hennar Eyjólf ur lögðu af mörkum til verndun ar söguverðmæta í höfuðborg- inni. Hús þeirra hjóna, Hafnarstræti 16, er að stofni til frá 1792. Það hefir því lifað byltingu Jörund- ar og atburði síðan. Á nítjándu öldinni átti Hafnar stræti 16 fjölþætta athafnasögu, m.a. var þar Hótel Alexandra, þar hóf búskap um miðja öldina þjó&körungurinn Benedikt Sveinsson, faðir Einars Benedikts sonar. — Á 20. öldinni voru þar fyrstu höfuðstöðvar Eimsikipafé lags íslands „óskabarns þjóðar- innar“ — og lögfræðiskrifstofur fyrsta forseta lýðveldisins. — Á fyrri hluta aldarinnar var al- mennur skilningur á söguleguim verðmætum í Rey'kjavík tafemark aður — en á þeim tíma höfðu Ólína og Eyjólfur næma tilfinm- ingu fyrir þeim og héldu því við húsinu, eftir föngum í því formi, sem það var þegar það kom í eigu ættarinnar í trú á að áhúgi ykist fyrir söguminjum borgar- innar. Hinn vaxandi áhugi höfuð- borgarinnar á síðustu árum fyr- irsögu sinni var Ólínu sérstakt fagnaðarefni — enda er það á- nægjulegt menningartákn. — Framlag þeirra hjóna Ólínu g Eyjólfs á þessu sviði verður efalaust metitð enda er talið að Hafnarstræti 16 sé eitt af merk ustu söguverðmætum borgar- innar. Á kveðjustundinni er efst í huga góðvild, tryggð og traust- ieiki Ólínu Jónsdóttur, en þeir eiginlei'kar hafa jafnan verið hornsteinar bændasamfélagsins íslenzka, sem hún á rætur að rekja til. Með hjartahlýjum og fórnfús um verkum mótaði hún mikla mannlífsfegurð, sem verður henn ar fóllki varanlega dýrmætur fjár sjóður. Ólína er í dag lögð til hinztu hvíldar umvafin hljóðlátum þakk arbænum vina, ættingja og ást- vina: systur, dætra, bamabarnta og teiigdasonar, sem biðja henni blessunar guðs. Jóhannes G. Helgason. — Minning Framhald af bls. 17 Þrjú þeirra systkina eru enn á lífi. Þau Thorberg Einarsson netagerðamaður, Sigríður tengda dóttir síra Sigurðar Jenssonar í Flatey, nú búandi í Ameríku og Þórunn tengdamóðir Tómasar læknis á Kleppi. Hinn 24. nóvember giftist Berg ljót Þórði Jónssyni frá Vattar- nesi. Dvelja þau þar fyrst um sinn en flytjast að Firði tveim árum siðar, hvar þau búa allan sinn bústkap af hinni mestu rauisn. Ég kynntist þeim hjónum fyrst vorið 1937 er ég fór í framboð í Barðastrandarsýslu. Var mér al ókunnugum tekið þar með mik- illi vináttu, sem haldizt hefur alla tið síðan. í hretviðrum stjórn málanna var mér það gullsígildi að eiga vináttu slíkra hjóna, sem þau voru. Bergljót var fámál og mjög stórbrotin kona. Ósikir hennar voru lög á heimilinu, og þótti öllium heiður að lúta þeim í hví vetna. Hún stjórnaði ekki með stóryrðum eða með mælgi, en allir fundu að farsælast var að gera að hennar vilja. Allan þeirra búskap var Fjörður mikil sam- göngumiðstöð. Þar gistu menn viku.m saman, þar var aldrei tek ið fyrir greiða þó að matur og drykkur væri veittur, og fék’k heimilið á sig það álit, að þar væri um mikið fé að ræða. Þó réð þessu meira löngun þeirra hjóna, að láta örlæti sitt ráða meira en hagsmunir, og svo hag sýni húsfreyju, sem alls staðar eygði útgöngudyr þótt erfiðleik ar steðjuðu að, og kvartaði aidrei. „Guð launar fyrir hrafn- inn,“ var máltak þeirra . Þau hjón eignuðust alls fimm börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Óskar Þórðarson bóndi í Firði, sem tók við búi foreldra sinna og situr jörðina með prýði. Guðbjörg, var gift Höslkuldi Jóhannssyni, en missti hann og er nú ekkja í Reykjavík. Guðrún, var gift Aða-l'steini Helgasyni, er nú ekkja í Reykja- vík. Ingibjörg, gift síra Árelíusi Ní elssyni presti í Langholtssókn í Reykjavík. Ólafía, gift Jóni Júlíussyni deildarstjóra við Landsbanka ís lands í Reykjavílk. Ég sendi þeim öllum samúð mína við fráfall móður og tengda móður. Ég þakka frú Bergljótu in.nil'ega alla vinsemd, mér auð- sýnda í mörg ár bæði á heimili hennar og síðar. Ég óska þess af heilhug að fsland eigi eftir að eignast margar konur henni lík ar, þá er óþarft að ugga um hag lands og þjóðar, svo heilsteypt sem hún var í störfum sínum og öllu lífi. Minning hennar mun lengi lifa. Gísli Jónsson. ► HÖRPU H uinnuuéln Inkk HÖRPU-vinnuvélalakk á dráttarvélar - jeppa - þungavinnuvélar strætisvagna - vörubifreiöar Fagrir litir - sterkt og auðvelt í notkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.