Morgunblaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 11
MORG-UNBíLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÍHÍ MGO 11 Guömundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Theódór Friðriksson fæddist í Flatey á Skjálfanda árið 1876 af Blásnauðum foreldrum. Bernskuár hans voru svo til einn samfelldur harðindakafli af völdum frosta, hafíss öskufalls og erfiðrar verzlunar, og fólk úr Þingeyjar- og Norður-Múla- sýslu flýði til Ameríku í stór- hópum. Foreldrar Theódórs hokruðu í húsmennsku á ýmsum stöðum í sveit, sem nú er eydd að mannfólki, og eins og flest skorti til fata og fæðis á heim- ili þeirra, var sú fræðslá, sem Theódór fékk, svo takmörkuð, að þrátt fyrir góða greind og bókfýsi varð varla sagt, að hon- um væri kennt að draga til stafs. Rúmlega tvítugur kvæntist hann skagfirzkri stúlku, og þau eignuðust hóp af börnum. En Theódór hafði hvorki eðli né að- stöðu til að koma undir sig fót- um sem bóndi eða útvegsmað- ur, ekki einu sinni í sérlega smá um stíl. Hann var í húsmennsku hér og þar nyrðra — seinast hálif an annan áratug á Húsavfk. Hann vann, hvar sem hann gat fengið vinnu — og hvaða störf sem fáanleg voru, en lengstum var hann á vetrarvertíðum við fiskaðgerð í verstöðvum á Vest- ur- og Suðurlandi. J>rátt fyrir hinar ömurlegustu aðstæður var hann snemma sí- skrifandi í tómstundum sínum og löngum með hugann við skáldsagnagerð, þó að hann hefði alls ónóga fræðslu tilhvers konar ritstarfa. Hann var þó sið ur en svo örvaður af umhverfi sinu. Jafnvel á Húsavík var hann hinn umkomulausi utan- garðsmaður. Hann sagði eitt sinn við okkur Friðrik Brekk- an: Theódór í Gröfum virðir þann menningaraðal, sem hefur gert Þingeyinga að þvi, sem þeir eru orðnir hjá þessari þjóð, en Theódór í Gröfum stendur þar utangarðs, nema helzt hjá stöku mönnum í sveitinni, til að mynda þeim Sandsbræðrum og sonum þeirra.“ En fram að hálfsextugu komu frá hendi Theódórs þrjú smá- sagnasöfn og þrjár bóksögur og auk þess i Lögréttu hin langa smásaga Gríma, en hún er það skáldrii hans, sem ljóslega sýn- ir, hvert sagnaskáld hann hefði getað orðið, ef hann hefði hlot- ið meiri fræðslu í uppvextinum og á unglingsárum einhverja bókmenntalega handleiðslu — og síðan haft sómasamlega tóm- stundaaðstöðu til ritstarfa, með- an hann var á blómaskeiði. Á ferðum sínum heiman og heim kom hann, þegar fram í sótti, til ýmissa menntamanna í Reykjavík og hlaut vinsamlegar viðtökur, og þegar hann að ósk konu sinnar sleit við hana sam- vistum, reyndist sjálfur Sigurð- ur Nordal honum slíkur dreng- ur, að hann útvegaði honumhús næði og fæði með óvenjulegum kjörum og þá aðstöðu til rit- starfa, sem hann hafði aldrei látið sig óra fyrir, en Nordal, sem kynnzt hafði munnlegri frá- sagnargáfu Theódórs, gerði að skilyrði, að hann ritaði ævisögu sína. Svo varð þá til hin sér- stæða bók í verum, síðan Ofan jarðar og neðan, tvær eða þrjár samtíðarsögur, bók um hákarla- veiðar og hákarlamenn — og loks sagan um Náttfara. Og nú reyndist Þingeyingurinn Arnór Sigurjónsson Theódóri slíkur hollvinur, að hann bjó bækur hans undir prentun af einstæðri kostgæfni, og framan við Nátt- fara ritaði hann af allt að því ástúðlegri nærfærni ritgerð um manninn og rithöfundinn Theó- dór Friðriksson og glimu hans við gerð þeirrar sögu, er hann kveið mjög að fá ekki lokið, áð- ur en líkami hans yrði á ný vist- aður „í gröfum". Landnámsmað- urinn Náttfari Theódór var skapheitur tilfinn ingamaður, og oft beit hann sár- ar en jafnvel kemur fram íhinni bersöglu ævisögu hans sá skort- ur, sem fjölskylda hans átti oft við að búa — og sú ömurlega aðstaða, er olli því, að sköpunar gáfa hans fékk ekki notið sín nema að litlu leyti. En sannar- lega gáfust honum þó bölva bæt ur: Samfara ótrúlegu þreki til að horfast af raunsæi í augu við vanmátt sinn til veraldarvafst- urs og óbætanlega vöntun sína á kunnáttu í bókmenntalegum vinnubrögðum var hann gædd- ur sívökulum hæfileika til að njóta alls þess, sem fékk varp- að bjarma á veg hans, hvort sem það kom fram í fari sam- ferðamannanna eða í öðrum hin- um margvíslegu tilbrigðum alls lífs, sem hann hafði af kynni sem þátttakandi eða áhorfandi. . . . Jón Sigurðsson í Yztafelli var þrettán árum yngri en Theó dór Friðriksson. Þá er hann hef- ur munað fyrst til sín, hafa verstu harðindin verið um garð gengin. Hann var og sonur eins af hinum raunsæjustu og gagn- merkustu forystumönnum Þing- eyinga í menningar- og félags- málum, og þó að Jón hlyti ekki aðra skólafræðslu en þá, sem hann fékk heima fyrir og sáðan í búnaðarskólanum á Hólum, var aðstaða hans til þekkingarauka og bóklegrar menningar litlu síðri en þeirra, sem stund- uðu langskólanám I þann tíma Hann hafði meðal annars skil- yrði til að kynnast flestum þeim Þingeyingum, eldri og yngri, sem fremstir stóðu á uppvaxtarárum hans að áhuga og gáfum. Hann varð og snemma vel ritfær, og af skoðanabræðrum sínum í þjóð máluim var hann rúmlega hálf- fertugur svo mikils metinn, að hann var boðinn fram við lands- kjör til Alþingis. Hann var einn- ig í þrjú ár skólastjóri Reykja- skóla í Hrútafirði — og í mörg ár ferðaðist hann um byggðir landsins sem fyrirlesari sam-1 vinnumanna. Hann bjó við góð- an kost á föðurleifð sinni, unz böm hans tóku þar við, og marg vísleg trúnaðarstörf voru hon- um falin í sveit sinni og hér- aðL Eftir hann liggja naargar bækur og ritgerðír, þar á meðal Land og lýður, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs kostaði. Af framansögðu má öllum vera ljóst, að það voru menn ær ið ólíkrar menningar- og lífsað- stöðu, sem fundu hjá sér köllun til að láta það verða sitt síðasta verk að rita skáldsögu um hinn fyrsta Þingeying. Tvennum sögum fer af því í foraum heimildum, hver hafi ver ið orsök þess, að vtkingurinn og ævintýramaðurinn Garðar Svav arsson lenti til f slands. Önnur er sú, að hann hafi hrakið þangað, þá er hann var áð vitja föður- arfs konu sinnar til Suðureyja, hin, að hann hafi farið að leita landsins að tilvísan móður sinn- ar framsýnnar. Jön í Yztafelli segir í eftirmála sögunnar Garð ar og Náttfari: „Efni þessarar sögu hefur ver- ið ríkt í huga mínum frá æsku- dögum: Hvi lagði Garðar fyrst- ur manna af ráðnum huga í landaleit á hið ægilega úthaf, sem að trú þeirra tíma kringdi um mannheim. . . ? Landnáma segir, að hann hafi farið að ráði móður sinnar framsýnnar. En hvaðan kom henni framsýnin?“ Jón lætur sem sé eins og hann þekki ekki þá sögn, að Garðar hafi hrakið til íslands, ekki heldur þann möguleika, að hann hafi haft fregnir af hrakningi Naddoðs víkings — eða hann kunni að hafa frétt, að írar hafi um langan aldur vitað land eitt norðvestur í hafi og jafnvel tek- ið sér þar bólfestu I sögunni kemur einnig í ljós, að hann virðist ekkert leggja upp úr framsýni móður Garðars, heldur vill hann láta hana vera gædda vitneskju um, að ekki hafi að- eins fundizt „óbyggt undraland“ norður og vestúr í hinu mikla Vesturhafi, heldur muni þar vera „mikil heimsálfa," — og til þess að móðirin geti verið gædd þessari vitneskju þarf hún að vera að dómi Jóras, dóttir grísks fræðimanns. Svavar, faðir Garð- ars, fer því í leiðangur mikinn all ar^götur suður í Mikilagarð, kemst þar í sveit Væringja, hefurvarð stöðu við marmarahöll, sem hef- bókasafn. Hann bjargar síðan úr klóm eins af tilbiðjendum „andskotans Mahómets" hinni fögru dóttur hins tigna og lærða bókavarðar, hlýtur meyna að launum og fer með hana og þernu hennar gríska norður til Svíþjóðar. Hollur húskarl hans fær þernunnar, sem þó skilst ekki við húsmóður sína. Frum- burður hinnar tignu Helenu er sonur, sem hlýtur nafnið Garð- ar, og þerna hennar elur einnig son mjög samtímis. Sá er heitinn Nektar, en er seinna nefndur Náttfari sakir þess, hve vel hann sér í myrkri. Drengimir alast upp saman og verða óað- skiljiainilieigiir fósiturbræðiur, fara saman á veiðar, æfa iþróttir og vopnaburð og sitja báðir og hlýða á sögur hinnar grísku fræðakonu, sem meðal annars segir þeim, að Grikkir viti, að land eitt mikið sé óbyggt norð- ur og vestur í hinu mikla úthafi. Garðar er ljós yfirlitum, mikill vexti og sterkur, djarfur og hvatur og næsta ör í lund, — Náttfari er dökkur á brún og brá, lítill vexti, en lipur, létt- ifær og laginn, stilltur í lund og íhugull og glöggur og minn- ugur á allt, sem hann sér eða heyrir. Þeir fara saman í kaup- ferðir í fyllingu tímans, og farn ast þeim v'el, enda er Náttfari [ Garðari ráðhoilur og er raunar ■ ráðamikill, þótt Garðai1 viti ekki i annað en hann ráði einn öllu. [ Hið þriðja vor farmennsku sinn ! ar búast þeir betur en áður til j ferðar, jafnt að farkosti og vist- j um sem að mönnum, enda skal [ nú leitað hins fyrirheitna lands að tilvísan hinnar grísku móður, sem engan veginn virðist hafa verið jafn framsýn og hún var fróð. Þeir félagar taka vatn í vogi einum á Hjaltlandi, og reyn ast þar með ólíkindum heppnir. Þeir sigra mikinn og liðsterkan viking, sem að þeim ræðst, reka menn hans á land, að honum felldum, hirða herfang og birgð- ir og bát sexróinn, að ógleymd- um þrælí og ambátt — og síSan sökkva þeir skipi víkinganna. Að svo búnu láta þeir á ný í haf. Þrællinn, sem þeir hafa tek ið heitir Kjarlaikur, enda keltn- eskur að ætt. Hann var höldur á ey einrti í Orkneyjum, var á leið að skila skatti til Orkneyja jarls, þegar víkinga^nir tóku hann og meyna, sem er dóttir hans og náskyld jarlinum ímóð urætt. Mærinn heitir Rafarta, og er hún bæði myndarleg í sjón og k»na mikilíhæf, og lízt Nátt- fara fljótt vel á hana. Er þar svo skemmst frá að segja, að með þeim takast ástir, áður en komið er til Húsavíkur. Þar reynist ekki aldeilis í kot vísað. Þar drýpur sannarlega smjör af hverju strái, enda má svo heita, að þeir fósturbræður og allt þeirra lið lifi þar hreinasta bí- lífi um haustið og veturinn. Þar eð svo Náttfari er í rauninni enginn víkingur að eðli og skap- gerð og þunglega leggst í hann, hversu horfi um framtíð Garð- ars Svavarssonar og þar með sína og meyjarinnar Raförtu í fylgd með honum, ákveður hann að stilla svo til að hann verði eftir á fslandi með meynni, sem hefur verið gefið nýtt nafn, eins og nú á dögum þeim mönnum er- lendum, sem fá íslenzkan borg- ararétt, og er hún heitin Hrefna. Vel tekst til um þá fyrir ætlun, því að Garðar, sem hefur rökstuddan grun um, að þetta sé með ráðum gert, vill ekki freista þess að neyða fósturbróður sinn og hollvin til að breyta fyrir- ætlun sinni, enda erfitt um vik, svo sem veðri og vindátt er far- ið. Náttfari nær svo landi í Nátt faravíkum, og síðan hefst átján ára einbýli þeirra Hrefnu i hinu víðlenda héraði. Náttfari kann- aði landið enn betur en hann hafði áður gert og nam síðan land í Reykjadal, þar sem bezt var til fanga, bæði af landi og úr vatni — og líklegast var að sama skapi til jarðyrkju. Þre- menningunum vegnar svo með ágætum, og elgnuðust þau Nátt- farí og Hrefna einn son og hvorki fleiri né færri en átta dætur. sem allar voru fnðar og föngulegar og hinir beztu kven- kostir. Nú vill svo vel til, að ekki er í Landnámabók getið kvenna þeirria landnámsmann- arnnia stóræittniðu, Eyvindar og Keti'Is Þorsteinssana, og gengur því Jón að því vísu, að þeir hafi gengið að eiga dætur Náttfara “ — og svo hafi þá allar hinar orðið húsfreyjur í héraðinu. í Landnámabók er sagt, að Ey- vindur hafi rekið Náttfara á brott úr Reykjadal og látið hon- um eftlr Náttfaravíkur, en auð- vitað fer vel á með honum og ! frumbyggjunum í sögunni, svo sem ljóst er af því, sem segir um tengdímar. En siðar koma ágengir menn og hvatvísir, sem ekki virða landnámsrétt Nátt- fara og hann vill ekki eiga við þá illdeilur, þótt hann eigi sér vfsa stoð Eyvindar og Ketils, oig flytur hann ótilkvaddur þang- að, sem hann hafði fyrst búið, enda urðu afkomendur hans menn friðsamir, til dæimis Ás- kell goði — og raunar Þingey- ingar yfirleitt um aldir — nema ef vena kyinin isitöikiu miaður á þessari vondu öld, trúlega sakir óheppilegrar kynblöndunar. Þegar hér er komið, mættiles- endum sögunnar vera orðið Ijóst, hvað fyrir höfundi hennar vakír með gleymsku á heimild- um og með allri framvindu at- burðarásarinnar. í fyrsta lagi: Hinn fyrsti Þing eyingur, Náttfari, verður að hafa numið hér land af frjálsum vilja. í öðru lagi: Hann verður að hafa verið ekki óbreyttur há seti, heldur fósturbróðír og ráð- gjafi hins glæsilega Garðars Svavarssonar og honum fremri að íhygli og raunar vitsmunvim. í þriðja lagi: Húsfreyja hansmá ekki vera ættlaus ambátt. í fjórða lagi: Þau hjón verða að eiga fjöld dætra — og í krafti ættar og annarra verðleika tengjast göfugum norskum land- námsmönnum og verða forfaðir og formóðir mikils og merkilegs ættbálks. Þannig er og um hnút- ana búið, að Áskeil goði Eyvimd arson og aðrir meintir afkom- endur Náttfara og Raförtu — nei, afsakið — Hrefnu — eiga gríska langömmu, vitanlega af góðum stofni, þar eð hún var Framhald á hls. Í6 „Þetta eru hörku-piltar“ NOKKRIR unigir piltar á aldr inum 15—16 ára eru nú um borð í varðsfcipitniu Ægi og Þó*r sem niemar. „Piltiuinium hjá okfcur er skipt þaniniig niður,“ sagir I Helgi Hallvarðsson, skipberra á Þór, „að 3 ganga sjóvaktir o>g fá uim leið kenmslu í at- hyglþ því hver sé maður, sem á vakt er í brúnrni, verður að hafa sérstafct „útkflrik" og gefa vafctbaifanidi stýriimianini sfcýrslu um allt það, er hann sér í sjónidieildianhrimg skipsins á ferðinmd. Fjórir eru á dag- vakt og vinma undir stjórn bátsimannisinis öU þau störf, sam til falia hverju sinni. Tvedr sjá uim alla hreingern- iinigiu uim borð, og tveir hjálpa til í eldihúsimu. Þessum vöfct- urn er skipt á vibu frasiti, þammiig að allir piltamir fá góða yfirsýn yfir starf sjó- miaomsirus. Á hverj*uim roorgni eru þeir þjálfaðiir í göiruguæfingum, al- miennri kurteisi, vir'ðingu fyr- ir fániainium, aðstoð í sfcyndi- hjiálp, báitaróðri, kenmsíu í siglinigaifræðL feenmisliu í víra- og tógsplæsdinigu o. fl. Piltam- ir fánamium, aðstoð í stoyncM- piltar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.