Morgunblaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1970, Blaðsíða 16
f 10 MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1970 — Bókmenntir Framhald af bls. 11 þerna hinnar ættgöfugu Hel- enu, — þeir eiga sænskan lang- afa, Úlf, einn af beztu mönnum Svavars Væringja, — keltnesk ur höldur, nátengdur Orkneyja- jarli, er einn af langöfum þeirra, og afi þeirra er norskur hersir, — og má af þessu sjá, að þarna koma saman góðar og að nokkru göfugar ættir af fjórum þjóð- flokkum, en af slíkum rótum renna oft ærið kostaríkir stofn- ar. Ættu Þingeyingar að mega una allvel við ættfærsluna, og ef þeir á annað borð fallast á getgátur söguhöfundarins, væri ekki með ólíkindum, þótt einhverjir þeirra gerðu kröfu til, að Ingólfur Arnarson viki úr sæti fyrir Náttfara Úlfssyni. Það er annars um söguna að segja, að þriðji hluti hennar ger ist erlendis, í Svíþjóð, Mikla- garði, Hlésey og á Hjaltlandi — og annar þriðjungur hennarger ist hér á landi, áður en skilur með þeim fósturbræðrum. Svo eru þá ekki nema milli 50 og 60 blaðsíður helgaðar landnámi, bú skap og heimilislífi þeirra Nátt- fara og Hrefnu. Öll er sagan sögð á góðu máli, en allt það, sem gerist erlendis, er að vonum einungis útþynnt stæling á stutt orðum frásögnum fornra sagna, en hins vegar er líf og litur yfir lýsingunum á hinni ósnortnu ís- lenzku náttúru, þótt allar séu þær mjög í anda Þórólfs smjörs. Til dæmis er glæsileiki vorun- aðar yfir lýsingunni á víkinni, sem verður fyrst aðsetursstað- ur þeirra, Náttfara og feðgin- anna. Ennfremur verður ekki annað sagt en að höfundur sé getspakur og fundvís á þá mögu leika til lifsbjargar, sem landið veitir þremenningunum til átján ára búskapar án sambands við umheiminn. Hins vegar eru svo mannlýsingamar í sögunni lítt eftirminnilegar gljámyndir. Saga Theódórs Friðrikssonar hefst, þá er knörr Garðars Svav arssonar flýtur fyrir landi, bú- inn til brottferðar frá Húsavík, en Náttfrari, ásamt þrælnum Krumi og ambáttinni Yrsu — nöfnin ekki aldeilis jafn virðu- leg og Kjarlakur og Rafarta — er að „tína saman í fyrsta rökk- urhruminu smámuni, er óttazt var að orðið hefðu eftir í flaustr inu, er búizt var til skips. Þau áttu að skila þessu og því síð- asta af farangrinum á smákænu er skipinu fylgdi.“ Náttfari er þokkalegur maður, rúmlega þrí tugur, bjartur yfirlitum, mjúk- ur í hreyfingum og skjótur til úrræða. Hann er sómasamlega klæddur og vopnaður er hann. Krumur er írskur, kominn yfir fertugt, „gildvaxinn, einkurn þykkur um lendar, útliimamikill, burðamikill, en seinn í svifum og stirður, dökkbrýnn og dökk- ur á hörund. Klæddur var hann í larfa, er fóru honum illa, en voru þó til nokkurs skjóls. Kníf hafði hann við belti, en mátti ekki bera önnur vopn! Yrsa var átján vetra, „og hafði Garðar tekið hana í Suð-ureyjum, skömmu áður en hann hóf för sína til ólandsins norður í höf. Hún var suðræn að svipmóti, móeyg og dökkhærð, bráðiger, blóðheit og skaprík, þrálynd og langrækin og lét sér fátt fyrir brjósti brenna.“ . . . Hún hafði annazt matseld um veturinn og varðveitt tundur og tinuu.“ Þannig er því lýst, hversu það ber til að þessi þrjú verða eftir af skipinu: „Áður en varði brast ó ofsa- stormur og stóð stormstrokan með suðurhlíð fjallsin® upp frá víkinni. Náttfari renndi kæn- unni undan veðrinu fram að knerrinum, er sneri háum stafmi í veðrið. En um leið og taug- 'inni úr bátnum var kastað til skipverja á knerrinum, sló bátn- um flötum fyrir stormi, og hrökk þá taugin í sundur, en bátinn hrakti út í myrkrið. „Skip verjar töldu að vonum, að þau, sem í bátun voru, hefðu farizt. Theódór fylgir sem sé trúlega frásögn Landnámabókar um að- skilnað Náttfara og skipsfélaga hans og síðan er öll sagau mót- uð af þeim fasta ásetningi höf- undar, að hvergi sé vikið frá því, sem hann telur sennileg- ast, miðað við lífsreynslu hans og þekkingu á veðurfari og möguleikum til bjargræðis hjá búfjárlausu fólki í óbyggðu landi. Hann lætur ekki Nátt- fara taka sér bólfestu í Reykja- dal, því að honum er vænlegast til fanga í Náttfaravík. Hann merkir aðeins á viðum í dalnum og eignar sér þar land í þeim til- gangi að fá hjá þeim, er síðar koma, búfé og fleira gagnlegt í skiptum fyrir land , það, sem hann hefur merkt sér. Vist þre- menninganna hátt í tvo áratugi í Náttfaravík verður og ekki ein samfelld velsæld, og er það auð- sætt, sem Arnór Sigurjónsson bendir á í ritgerð sinni, að Theó- dór setur sjálfan sig ævinlega í spor Náttfara, metur og vegur, hvað sér hefði virzt eða reynzt fært. Er enginn vafi á því, að saga Theódórs er ekki til orðin beint eða óbeint í áróðursskyni, heldur hetiur honum — og það trúlega tiltölulega snemma á æv inni — dottið í hug, að svo sem ömurleg tilvillj>uin hafi silitið Nátt fara úr tengslum við samfélag hans og drepið þar með þær von ir, sem hann kynni að hafa gert sér um framtíðina, svo hafi og il'l örlög og sár gert hann sjálf- an að utangarðsmauni þess vett vangs, sem hann hefði viljað njóta sín á í samræmi við með- fædda hneigð sína og hæfilei'ka. Al'lar eru lýsingarnar á landi og lífsbjarg.armöguleitoum óglæsileigri en hjá Jóni í Yzta- felli, og víða er frásögnin vart gædd æskilegu lífi og litríki. En persónulýsingarinar eru hag- lega gerðar og sennilegar, en aukið hefði það á sérleik þeirra, ef höfundurinn hefði oftar en hann gerir notað samtöl til upp- lífgunar og mótunar. Náttfari er ekki mikill fyrir sér, þó að sitthvað gott hafi hann til brunns að bera, en hins vegar er Yrsa ailmikillar gerðar og Krumur drengur góður og seil- ingsmaður, og að öllu laus við sýndarmennsku. Yrsa er kona þumguð af völdum Garðars Svavarssonar, þegar leiðir skil- ur í Húsavík, og fæðir hún meybarn. Náttfara er lítt um það gefið, og það hvarflar jafn- vel að honum að bera það út. Hann lætur það ekki uppi, en auðvitað flnnur Yrsa hug hans, og hún er ekki hrifin af honuim, þótt hún verði að þýðast hann, og svo verður þá Náttfari af- brýðisamur gagnvart Krumi, sem er henni hlýr og góður. Þau Náttfari eignast tvö börn, en hvorugt þeirra lifir og því verð- ur Mókolla Garðársdóttir eina barnið á hinu ærið afskekkta heimili. Er lýsingin á vaknandi ástarþrá hennar í fásinminu eitt hið haglegasta og næfærnasta 1 manngerðum sögunnar. Theódór mun hafa bundið allmikla ást við þá ungmey, því að þótt hann fari að frásögn Landnáma- bókar í því að l'áta Eyvind Þor- steinsson hrifsa af Náttfara það land, sem hann hefur eignað sér í Reykjadal, getur hann ekki á sér setið um að láta Mókollu gefast landnámsm'anninum Hjálmun-Gauti, en einmitt til þess að svo mætti verða, varð hún að vera dóttir hins sænska ví'kings og ævintýramanns, Garð ars Svavarssonar, en ekki há seta hans eða húskarls, Náttfara, sem bæði er hjá Theódóri og höfumdi Landnámabókar ekki einungis ættlaus, heldur í raun- inni nafnlaus í ofanálag, auk þess sem hann nam hér ekki land af frjálsum vilja, héldur var búlaus eftirlegukind í vik- urkorni og lifði þar af þeirri veiði, sem gafst að geðþótta mis- lyndrar náttúru! Það má al'lum vera auðsœtt, að saga Theódórs hreyfir ekki við Ingólfi Arnarsyni í þeim heiðurs sessi, sem hann hefur skipað frá því að menn hér á landi fyrst vita til, en hvað um sögurna Garðar og Náttfara? Ef á a*nnað borð á að rengja öll okkar forn rit og gera þau að svo til stað- reyndalausum skáldritum eða þjóðsögukenndum sam'Setningi eða að minnsta kosti hagræða frásögnuim þeirra og velta þeim á ýmsa ve.gu, svo sem þóknast þessum eða hinum sprenglærð- um fræðimanninnm, sem vili vekja á sér athygli, hví mætti þá ekki taka gilda eins og hvað annað rökfærslur og getspeki hins gáfaða og menntaða bónda Jóns í Yztafelli, þótt raunar hafi nú Bjartroar á Sandi haft Náttfara^vegsemdina í fl'imting- um, maður sem ekki sveifst þess að ráðast að hinni heligu flór- kú, Guðbergi Bergssyni. Það má líka segja, að Ara fróða og höf- undi Landnámabókar sé ekki vamdara um en sjálfum Jesú Kristi, er ýmsir spekin,gar hafa haldið fram, að aldrei hafi ver- ið til, — eða Wiliiam Shakespe- are, sem ýmsir fræðimenn þykj- ast hafa svipt með fulluim sanni þeim heiðri, að hafa skrifað þau ódauðlegu leikrit, sem honum hafa verið eignuð. Guðmundur Gíslason Hagalín Framhald af b]s. 15 'hafa um notokurn tíma gefið út í sam- einingu blaðið Vettvang. Nú gerðist það fyrir notokru, að Síne tók Vett- vang traustataki og fleytifyllti af lífs- skoðunum andófsaflanna. Það er eftir- tektarvert, þegar þessdr háværu gagn- rýnendur fá umráð yfir eigin mólgagni, þá túlka þeir einungis sínar eigin skoð- anir og öll sjónarmið eru látin sigla lönd og leið. í blaðinu eru birtar árásir á önnur blöð fyrir einstrengingslegan málflutning, en ekki gerð hin minnsta tilraun til þess að fá fram hin ýmsu sjónarmið viðvíkjandi töku sendiráðs- ins í Stokkhólmi. ABar stuðningsyfir- lýsingar við þessar aðgerðir eru birtar, en önnur sjónarmið sjást hvergi. — Hvar er samræmið milli orða og at- hafna? Fyrir nokkru var birt í Morgunblað- inu gagnrýni stúdenta í Lundi á Morg- unblaðið. Þar er aimazt vi@ því, að Morgunblaðið slkuli hafa lagt út af við- tölum, sem það hafði við nokkra 'kjörna fulltrúa stúdenta hér heima, og komizt að þeirri niðurstöðu: „Að mik- ill meirihluti íslenzkra stúdenta að- hylltist ekki þá kenningu að nota erf- iðleika námsmanna erlendis til þess að plægja jarðveginn fyrir sósíalístískri byltingu." Síðan var því bætt við, að aðeins sextán menn aðrir hefðu komizt að sömu niðunstöðu á síðum blaðsins. Alls væru þetta 19 einstaklingar og þess vegna gæti Morgunblaðið ekki tal- að um meirihiuta stúdenta, nema það (héldi, að stúdentar væru ekki fleiri en 37. Þarna er ekki tekið tillit til þess, að þeir fulltrúar stúdenta, sem rætt var við eru kjörnir til trúnaðarstarfa í al- mennum kosningum á grundvelli ákveð inna skoðana. Það er alls ekki óeðilegt að líta svo á, að skoðanir stuðnings- manna þessara kjörnu fulltrúa séu að verulegu leyti hinar sömu, þó að auð- vitað sé það etoki algild regla. í þessu tilviki taka andófsmennirnir ektoert til- lit til þess, að um kjörna fulltrúa var að ræða. Ekki var látið þar við sitja, iheldur var gerð harkaleg árás á þá lámamenn í Svíþjóð, sem lentu í minni- hluta, þegar sendiráðið var tekið. Þar beita þeir sömu aðferðum og þeir halda fram, að þeir sjálfir séu beittir af stjórn völdurn eða „kerfinu" eins og þeir gjarnan nefna það — Enn er unnt að spyrja: Hvar er samræmið milli orða og athafna? NÆRINGIN Það leilkur varla tveiimur tumigium, að þessi svonefndu andófsöfl eru bæði rótlaus og andlýðræðisleg. En þau eru veruleiiki og eru jafnvel í mokkrum vexti; þcið gerðiist hins vegar ekki, nema þau nærðust á eimhverju; það er stað- reynd, sem vert er að hafa í huga. Á öllum sviðum þjóðlífsins má finna van- kanta, og það er einmitt á þeim, sem andófsöflin nærast. Þess vegna er það næsta furðulegt, að andstöðu virðist gæta hjá sumum öflum í þjóðfélaginu, sem telja sig styðja lýðræðislega stjórn- arhætti, við að koma á eðlilegum um- bótum og breytingum á ýmsum svið- um. Ljóst er, áð hér er brýnt verkefni fyrir stjórnmálaflokka að hefjast handa. En þeir voru í fyrstu — og eru sumir enn — tregir til þess að fallast á ný sjónarmið, vegna þess, að þeir töldu, að gagnrýninni væri beint gegn þeim sjálfum. Vissulega hefur orðið breyt- ing á til batnaðar, en hvergi nærri nóg. Ef slítot tómlæti heldur áfram, verður það einungis vatn á mylluhjól öfga- aflanna. Að vísu hafa einstaka stjórnmála- flokkar gengið nokikuð til móts við hin- ar nýju hugmyndir, en endanlega hefur stjómmáliasitarfsiemiinim efaki verið snið- inn stakkur við nútímalegar aðstæður. Starf shættir stj órnimálaflokkanna verða að taka breytingum, jafnvel má færa rök fyrir því, að flolkkakerfið þjóni ekki nútímaliegum aðstæðum. Endurskoða þarf stjórnkerfið, kjör- dæmaskipunima og sfarfshætti Al- þingis. Setja þyrfti reglur um þjóðar- atkvæði og skoðanakannanir. Þetta eru aðeins fá atriði af mörgum, sem þurfa endurbóta við. Það er vafalaust að efla þarf völd og álhrif hvers ein- statos borgara. Aimenningur fær ekki notið þeirra réttinda, sem honum ber, vegna þess, að stjórnarhættirnir hafa ekki fylgzt með nýjum tímum, þar liggur hundurinn grafinn. Það er ekki einungis, að fólkið hafi rétt, heldur er það höfuðnauðsyn, að fóllkið noti þennan rétt sinn til þátttöku í mótun eigin samfélags. Að öðum kosti verður lýðræðið aldrei virkt. Stjórnmálastarf- semin hefur silitnað úr tengslum við fólkið, hinn almenna borgara, sem oft á tíðum lítur orðið á stjórnimálin sem eins konar sérfræðingastarf. Stjórnmál eru hins vegar ekltoert annað en mat á markmiðum og leiðum, fjarskyld öll- um vísindalegum vinnubrögðum. Þessi hugarfarsibreyting hefur átt sér stað við hægfara þróun, sem er afleiðing af breyttum þjóðfélagsháttum. Bn hvað sem því líður, þá er etoki seinna vænna að snúa blaðinu við. Einstaka stjórnmálamenn hafa oft litilð svo á, að lýðræði yrði einungis tryggt, með því að tryggja áhrifastöðu minnstu S'tjómmálaflokkanna. í þeim fáu tilvikum, þar sem reynt hefur verið að betrum.bæta lýðræðið, hefur ævin- lega verið tekið mið af flokkunum, en etoki fóilkinu sjáilfu. En auðvitað er það fóilkið sjálft, einstaklingamir, og etok- ert annað, sem skiptir máli í þessu sam'bandi. Það er fólkið sjálft, sem á að taka tillit til; gefa á hverjum þjóð- félagsþegni taekifæri til þess að móta sínar eigin skoðanir og tækifæri til þess að nota sína sérstöku hæfleika. Það er andlegt og efnalegt frelsi ein- staklinganna, sem ölllu skiptir. Andófs- mennirnir líta hins vegar á þjóðfélagið sem múg en ekki mismunandi einstakl- inga. SÚRDEIG Brestirnir í þjóðfélagskerfinu mynda þann grundvöll, sem andófsmenn lýð- ræðisins byggja á. Þeir sem vilja lýð- ræðið feigt hljóta að gera annað tveggja: Að vera á móti eðlilegum breytingum eða ganga í lið með and- ófsihreýfingunni. Það kann svo að fara að mótl'eikurinn við andófshreyfing- unum verðj gagnstæðar öfgar. Við- brögðin við þessum andlýðræðislegu aðgerðum hér 'hafa verið þrenns konar: Suimiir hiafa hinieytoslazt einhvier óstoöp; aðrir 'baifa gripið þeitta fegiinisihiendi á loifti, hafi það þjónað þeirra hagsmunum; enn aðrir hafa viðurkennt, að þetta er að nolkkru leyti afieiðing andvaraleys- is. Sæmundur fróði kom fyrir púka í fjósi sínu til þess að verja fjósamann sinn af blóti og ragni. Púkanum óx jafnan ásmegin og gerði fjósamanni gramt í geði, því meir sem fjósamaður hreytti í hann blótsyrðum. En þá daga, sem fjósamaður sat á strák sínum veslaðist púkinn upp og varð lítils megaindi. Eiinis er með amdófsmemin lýðræðisins; þeir færast allir í aukana, þegar eitthvað fer aflaga í þjóðtfélag- inu og því meir seim reynt er að lurnbra á þeim. Það verður ekki unnið gegn þessum öflum með fordómum og hneykslunarkenndum upplhrópunum; það mun skamimt duga. Á sama hátt og fjósamaður Sæmundar fróða varð að láta af blóti og ragni til þess að koma púkanum fyrir kattarnef, verður a@ kippa grundveHinum undan starfsemi andófslhreyfinganna: Hleypa lífi í skoð anaskipti og almennar stjórnmálaum- ræður, auka jafnrétti, efla lýðræðið, færa fólkinu aukin völd og endurskoða þátttöku þesis í ákvarðanate'kt miðað við nútímalegar aðstæður. Við brauðgerð er gjarnan notaður hæfilegur skamrotur af súrdeigi. En eitt út af fyrir sig er það óætt og víst er, að brauð verður eklki gert úr súr- deigi einu saman. Eins er með andófs- hreyfingarnar. Einar út af fyrir sig eru s'tooðanir þeirra og athafnir oftast nær andlýðræðislegar, en sýna otokur jafn- framt fram á yfirburða kosti lýðræðis- skipulagsins. Þetta sýnir otokur, að við verðum að standa vörð um þetta stoipu- lag; etoki með því að láta það grotna niður í höndunum á otokur, heldur með því að endurnýja það í sífellu og laga það að breyttum aðstæðum. Það er því óhætt að lita á andófsihreyfingarnar sem eins konar súrdeig, sem að sínu leyti gera nokkurt gagn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.