Morgunblaðið - 05.07.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1970, Blaðsíða 28
28 MOEGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUB 5. JÚLÍ 1970 John Bell 8 snöggvaat. — Það var vel hugs- að af þér, Sam, játaði hann. Seztu niður og segðu mér, hvern ig þér lízt á þennan lögreglu fulltrúa hann Virgil Tibbs. Sam settist niður. — Ég held, að það sé talsvert í hann spunn ið, svaraði hann og leit á yfir mann sinn. En svo breytti hann um tón, rétt eins og honum fynd ist, eftir á að hyggja, hann hafa tekið óþarflega sterkt til orða. — Hann er að minnsta kosti ekki hræddur við að snerta á líki. — Mér fannst hann segja, að sér væri ekkert um að fást við lík, tók Gillespie fram í. — Mér skildist það þannig, að hann væri ekkert hrifinn af morðum, sagði Sam. — Ég hélt, að það væri einmitt hans starfsgrein. Samtalinu lauk, er Virgil Tibbs birtist í dyrunum. — Afsakið, herrar mínir, en gætuð þið sagt mér, hvar ég get þvegið mér? Gillespie var fljótur til svars. — Snyrtiherbergi svertingja er við ganginn til hægri. Tibbs kinkaði kolli og hvarf. — Það er þar hvorki sápa né handklæði, minnti Sam á. — Hann getur notað lafið á skyrtunni sinni, hvæsti GiUespie á móti. Sam krosslagði fæturna hinn veginn, stirðnaði sem snöggvast upp, en jafnaði sig síðan. Hann varðaðd ekkert um þetta. Hann langaði til að komast burt, en þegar hann myndaði sig til að standa upp, rnundi hann, að hann hafði boðizt til að vera áfram, en ekki fengið neitt svar við því boði. Hann leit á Gilles pie en hann var þá að stara á hendurnar á sér, sem hvíldu á borðinu. Það var að draga upp stormský í svip hans. Svo leit hann upp. — Kannski þú takir bílinn og reynir að ná í dóttur hans Mantoli. Ég heyri sagt, að hún haldi til hjá Endicott. Segðu henni fréttirnar og fáðu hana hingað til þess að þekkja líkið fyrir víst. Ég veit, að þetta er erfitt, en þetta heyrir nú undir skyldustörf okkar. Þú ættir að fara strax, ef þú vilt ná í hana áður en hún fær fréttimar ann ars staðar frá. Við höíum nú ekki látið neitt frá okkur heyra um þetta, en það er ekki hægt að varðveita leyndarmál hér í borginni stundinni lengur. Virgil Tibbs birtist aftur í dyr unum og leit á Gillespie. —Viljið þér heyra árangurinn af rannsóknum mínum, herra? spurði hann. HÓTEL AKRANES Sími 93-2020. Ferðafólk bjóðum yður: Athugið: Gistingu Akranes er aðeins klukku- Cafetríu tíma sigling frá Reykjavík og um 12 km frá Norður- Grill og Vesturleiðinni Á Akra- kertasal nesi er ýmislegt að skoða fundar- og samkomu- sali. m. a. sérkennilegt byggða- safn o. fl. o. fl. Verið velkomin til Akraness. IIÓTEL AKRANES Sími: 93-2020. NIÐUR SOÐNIR ÁVEXTIR Aströlsk úrvals vara ^ 0. JOHNSON&K AABEB. j Ilrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Eltthvað gerist heima fyrir, sem gleður þig ósegjanlega. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Þú verður að fara sérlega varlega, er ]iú lýkur störfum eftir vikuna. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Keyndu að róa sjálfan þig og vera þolinmóður. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þér launast vel fyrir að vera ósveigjanlegur i dag. Ljónið, 23. júií — 22. ágúst. Þú fréttir allt um orð og gerðir annarra. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Vinir þínir eru spenntir fyrir einhverju fjármáiaþrugli, sem ekki snertir þig neitt. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að ljúka störfum eins fijótt og þú getur. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þegar alit er komið i svo gott horf, að þvi er virðist, er allt komið i óefni fyrir þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Verkefni þín skaltu láta eiga sig í hUi. Þú vinnur vel i dag, cn tekur þér svo frí á morgun. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. AIls konar sambönd ógna heimilisfriðnum. haltu þér við það, sem þú ert að gera. Farðu gætilega og Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þér reynist crfitt að ljúka vikunni, svo að vel sé. Reyndu að hafa allt eins einfalt og hægt er. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Þér reynist erfitt að halda áfram störfum eins og þú hefðir helzt viijað. Þú biður ekki um aðstoð, og fólk kann vel að meta það. Gillespie hallaði sér ofurlítið aftur í sætinu, en vegna þess, hve stór hann var, jnátti hann ekki halla sér mikið án þess að detta aftur fyrir sig. — Ég er búinn að hiugsa málið, Virgil, og hef ákveðið, að bezit væri fyrir þig að fara með fyrstu lest. Þetta er enginn staður fyrir þig. Ég veit allt, sem ég þarf að vita um líkið. Segðu yfirmanni þín- um, þegar þú kemur heim, að ég sé honum þakklátur fyrir tilboð hans um þjónustu þína, en hún verður ekki þegin hér, og þú veizt hvers vegna. Gillespie hallaði sér fram aft- ur. — Já, sagði hann. — Ég er að láta vélrita yfirlýsingu, þar sem þú afsalar þér rétti til kæru fyrir handtökuna. Ég vil, að þú undirritir hana, áður en þú ferð. — Sem lögreglumaður við starfsbróður, sagði Tibbs blátt áfram — þá ætla ég ekki að kæra yður né heldur hr. Wood fyrir óréttmæta handtöku. Þér þurfið ekki að gera yður ómak með þessa yfirlýsingu. Og svo þakka ég yður fyrir auð- sýnda gestrisni. Snögglega kom handleggur og ýtti Tibbs til hliðar, og Pete, kaf rjóður, kom inn. — Við erum búnir að ná í hann, Stjóri, og ekkert um að villast. Það er hann Harvey Oberst. Hann hef ur komizt í bölvun fyrr. Strák- arnir náðu í hann og hann var með veskið hans MantoH á sér. Gillespie leit aftur á Tibbs, sem var enn sýnilegar, skammt frá dyrunum. — Það er eins og ég sagði, Virgil, við hérna kunn- um okkar verk. Farðu bara heim. 4. kafli. Bill Gille&pie leit á Sam Wood. Hefurðu fengið nokkuð að éta? spurði hann. — Ekkert í morgun, sagði Sam. — Vertu þá hérna og fáðu þér eitthvað í svanginn. Láttu Arn- old fara og ná í Mantolistelp- una. — Nei, þetta er aHt í lagi, ég skal fara. Ég rata heim til Endi- cotts, en Arnold líklega ekki. En úr því að minnzt er á mat, pá skuldum við honum Virgil al- mennilegan morgunmat — eins og við vorum búnir að lofa hon- um. — Ég sagði honum að snáfa. Sam Wood þóttist geta gengið ofurlítið lengra. — Já, herra, en það er engin lest næstu klukku- tímana, og eini áætlunarbíllinn, sem héðan gengur norðureftir, tekur ekki s-vertingja. Og það er mér að kenna, að hann missti af lestinni. Og þar sem hann er lögreglumaður, ættum við kannski að lofa honum að biða hérna. . . . Sam datt snöggvast gott í hug og bætti við: — svo að hann tali þó að minnsta kosti vel um okkur þegar hann kemur heim tH sín í Pasadena. Gillespie viðurkenndi með sjálfum sér, að heppilegast væri að beita lagni, þótt leitt væri. — Gott og vel. En hér er ekkert svertingja-matsöluhús neins stað ar nærri. Náðu í Virgil áð- ur en hann fer og sendu hann hingað, og láttu Pet koma með samloku handa honum, eða hvað sem hann getur náð í. Það gæti verið gaman að lofa honum að sjá okkur klára þetta — sýna honum, að við kunnum að með- höndla glæpamenn hérna. Sam kinkaði kolli og flýtti sér út, áður en Gillespie gæti enn snúizt hugur, og fann Tibbs þar sem hann var að kveðja Pete frammi í ganginum. — Virgil, sagði hann, — stjórinn var rétt núna að muna, að hann hefði lof- að þér morgunverði. Hann vHl, að þú komir aftur inn í skrifstof- una hans. Sam barðist við sjálf- an sig, en að lokum sigraði hans betri maður: — Og þakka þér fyrir að þú slepptir mér við kæru fyrir handtökuna. Þú hefð ir vel getað komið mér í bölvun. VirgH Tibbs var rétt búinn að rétta fram höndina, en Sam tM mikils léttis, áttaði hann sig og færði bara jakkann sinn yfir á hinn handlegginn. — Það var ekki neitt, hr. Wood. Ég veit alveg, að þér munduð sýna mér sömu nærgætni í Pasadena. Sem snöggvast skammaðist Sam sín, vegna þess, að ef Tibbs hefði raunverulega rétt fram höndina, hefði hann orðið að líta undan. Þegar auk þess Pete var þarna viðstaddur. En Tibbs leysti hann af þeim vanda, og íyrir það var hann honum þakklátur. Hann fór því til þesis að gegna þessu leiðinlega erindi sínu. Tibbs gekk aftur eftir gang- inum og til skrifstofu Gillespie. — Hr. Wood sagði, að þér vild uð tala við mig, sagði hann. Gillespie benti honum á stói upp við vegginn. — Ég er búinn að senda eftir matarbita handa þér. Þú getur beðið hérna þang að til hann kemur — en menn irnir hafa svo mikið að gera. En í miHitíðinni erum við búnir að ná í morðingjann. — Hefur hann játað? spurði Tibbs. — Það væri alveg óþarfi, sagði Gililespie. — Ég var rétt að lesa afrekaskrána. Nítján ára og hef- ur tvisvar komizt undir manþa hendur. Einu sinni fyrir hnupl og í hitt skiptið fyrir að káfa á stelpu, sem heitir Delores Purdy. Og hánn var með veskið hans Mantoli á sér. — Þetta virðist góð byrjun, sagði Tibbs. — Þú skalt sjá, hvort það er ekki góð byrjun, sagði Gillespie og seildist eftir innanhússíman- um. — Sendið þið Oberst hing- að inn, Sagði hann. Meðan þeir biðu, leit Gillespie snöggt á Tibbs. — Veiztu, hvað orð eins og „hvítur fátæklinga- skrHl“ þýðir, hér um slóðir? sagði hann. — Ég kannast við orðið, svar aði Tibbs. Það heyrðist fótatak úti í gang inum og lávaxinn lögreglu- þjónn kom inn með uppkominn strák. Fanginn var handjárnað- ur. Hann var of grannur, jafn- vel miðað við hóflega hæð sína. Bláu gallabuxurnar voru svo þröngar á honum, að þær stóðu honum á beini á fótunum. Hann deplaði augunum, leit kring um sig og á bundnar hendur sínar, svo á GiHespie og loks á hend- urnar aftur. Hann virtist riða á fótunum, rétt eins og honum væri það ofraun að halda sér upprétt um. Gillespie rétti úr sér í sætinu og öskraði til fangans: — Seztu niður! Harvey Oberst settist niður, einfaldlega með því að láta mátt lausan líkama sinn hníga niður á stólinn. Granni bakhlutinn skall á stólnum með dynk, en honum virtist vera alveg sama. Hann lagði hendur í skaut sér en höf- uðið hallaðist út á hlið, rétt eins og það væri tilgangslaust að vera að halda því uppréttu. Sekúndurnar liðu meðan GUl- espie beið þess, að fanginn missti alveg móðinn. En Oberst sýndi engin viðbrögð. GHIespie leit á manninn, sem 'nafði framið handtökuna. — KAYSER LONDON PARIS NEW YORK Sloppar Náttkjólar Undirkjólar Undirpils Brjóstahaldarar ■> Magabelti pf Buxur Sokkar TÍZKAN BYRJAR AKAYSER TÍZKAN HAFNARSTRÆTI 8 Ý SJ»* \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.