Morgunblaðið - 06.08.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUN'BLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveirvsson. Rrtstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulftrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttasljóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. RKstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. f lausasölu 10,00 kr. eintakið. UMRÆÐUR UM ÞJÓÐ- FÉLAGSMÁL jóðmálaumræður hérlendis eru ókaflega einhæfar. Allt árið um krirng snúast þær fyrst og fremst og nær eingöngu um efnahagsmál. Önnur þjóðfélagsmáilefni eru aukaatriði í þessum dægur- umræðum. Á síðustu árum hafa umræður um efnahags- málin algjörlega skyggt á aðra mólaflokka og er það að sjálfsögðu vegna þe-ss óvenju- lega ástands, sem ríkt hefur í efnahags- og atvinnumálum. Nú hefur rætzt verulega úr þeim vandamálum, sem þjóð- in hefur átt við að stríða á undangengnum misserum og þá er ef til vill von til þess, að umræður um önnur þjóð- félagsmál hefjist. Við getum gengið út frá því sem vísu, að efnahagsmálum verður aldrei fyrir komið á þann veg, að þlum líki. Ennfremur sýnir reynslan, að ailltaf er við efnahagsvanda að etja, mun- urinn er aðeins sá, að stund- um er sá vandi sprottinn af erfiðleikum í atvinnulífi en á öðrum tímum stafar hann af velgengni. Þetta er stað- reynd, sem íslendingar verða að læra að búa við og láta hana ekki verða til þess að áhugi á öðrum málefnum þjóðfélagsins leggist alveg niður. Nú er t.d. brýn þörf á því að hefja á ný þær miklu um- ræður, sem spunnust um menntamálin fyrir u.þ.b. tveimur árum og áttu áreið- anlega ríkan þátt í að koma af stað verulegri hreyfingu í umbótunum í málefnum skólanna. Það er einnig nauð- synlegt, að almennar umræð- ur fari fram um ýmis velíerð- armál þjóðfélagsins t.d. tryggingarmálin og fá fram sjónarmið manna á því, hvort halda eigi áfram þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið hingað til, að allir fiái jafnar bætur, hvemig sem efnahag þeirra er háttað eða hvort ástæða er til að endurskoða þá stefnu í ljósi nýrra við- horfa. Ennfremur er fyllsta nauðsyn á að fiá fram almenn- ar umræður um markmið hins íslenzka þjóðfélags. Hvert er markmið okkar sem þjóðar? Þessi málefni og mörg fleiri eru þess verð, að um þau fari fram almennar umræður í þjóðfélaginu, svo að sjónar- miðin megi skýrast og áhug- inn vakna. Hingað til hafa umræðumar um efnahags- og atvinnumálin algjörlega kaffært aðra málaflokka og stundum mætti ætla, að Is- lendingum væri mákvæmlega sama um ailt annað en eigin buddu. Það er þó ekki svo í raun og veru. Þetta eilífa staðnaða stagl um efnahags- mál er hins vegar orðið að eins konar vana, sem menn eiga bersýnilega erfitt með að venja sig af. Yfir sumartímann verður jafnan verulegt hié á stjórn- málaumræðum í landinu. En framundan er viðburðaríkt haust og örlagaríkur vetur. Þá verður fróðlegt að sjá, hvort umræður um íslenzk þjóðfélagsmál brjótast út úr hinum þrönga vítahring efna- hagsmálanna. Varúð á hverasvæðunum 17'yrir skömmu varð það slys, * að erlendur unglingur féll í hver og brenndist illa. Þessi atburður vekur upp þá spurningu, hvort nægilegrar varúðar sé gætt á hverasvæð- unum og þá sérstaklega á sumrin, þegar ferðamanna- straumurinn er mikill og út- lendingar flykkjast til hvera- svæðanna. Við sum hverasvæði mun fyllstu varúðar gsett. Hættu- svæðin eru girt af og gang- brautir merktar, þar sem óhætt er fyrir ferðamenn að fara um á leið þeirra um hverasvæðin. En á mörgum hverasvæðum hafa engar slíkar varúðarráðstafanir ver- ið gerðar. Hættusvæðin sjálf sru ógirt og oftast lítið um leiðbeiningar. íslendingar kunna að vera varir um sig við hverina, en hætt er við að útlendingar, sem lítið þekkja til staðhátta, gæti sín ekki sem skyldi. Þess vegna er nú tilefni til að koma þeirri ábeningu á framfæri til réttra aðila að helztu hvera- svæði landsins verði girt og gangbrautir merktar, þar sem óhætt er fyrir ferðafólk að fara um. Jafnhliða slíkum varúðar- ráðstöfunum mætti gjarnan bæta upplýsingaþjónustu á hverasvæðunum, þannig að ferðamenn, sem þangað koma, fái gleggri upplýsingar um hverina, sögu þeirra og nota- giidi, en nú tíðkast. OBSERVER >f OBSERVER Kosningar i Svíþjóð 20. september; Ósigur Wilsons hræð- ir Palme — Stakkíhóljmi 30. júlí, eftir Raland Huntford. Á sama tíma ag Edward Heath og Xhaldisflotekiur hans taika við ölillum völdum í Bret landi af sósíalistum, óttast sænskir sósíal-demókratar æ meira um sinn fraimtíðarhaig. Evrópgkir sósíalistar virtust líta á valdaaðstöðu Verka- mannaflokksins í Westminster, sem nokkuð öruggt athvarf stefnu sinnar. En þegar íhalds menn unnu sinn óvænta sigur í júní, töldu margir, að nú væru evrópskir kjósendur að snúast til hægri. Eftir ósigiur Verkamanna- flokiksinis í Bretlandi virðist Svíþjóð siíðasta vígi hefðlbund innar stefnu sósíal-demókrata í Evrópu. Áðiur sátu sósíal- istar við völd í Danmörlku og Noregi, en nú er iöndiunum stjórnað af samisteypustjórn- um borigarafloikkanna. Enda þótt sósíalistar sitji í ríkis stjórn Finnlandis, þá sýndu síðustu kosniingaúrslit þar mikila fýlgisauteninigu hægri flokkanna. Sitæristi stjórnar- flokítourinn í Vestur-Þýzka landi er að vísu sósíal-demó- toratatflökkur WiUys Brandts, Edward Heath, tryggir hann Palme sigur? en stefnumið hans eru í ýmsu fráibrulgði.n hefðtoundinni stefnu sósíalistaflokka í öðr um Evrópulöndum. Ósigur briezka Vedkamannia floiktosins olli kvíða með-ail sænskra sósíaldemókrata, því að eins og Harold Wilson var talinn öruggur u/m sigur, telja flesitir Olof Palme sigur stranglegastan í þingkosning - um. Brezku kosningumim lauk með þeirra óvæntu úr- silitum cig þin,gkosningar í Sví þjóð fara frarn 20. september. í kosningaundirbúningn.um hafa kosningarstjórar sænsku sósí a 1 -demókr a,t an n a le itað eftir fyrlrmyndum frá Bret- landi. Hið fyrsta, sem þeir lærðu, var að forðast of mikia sigurvissu, þvi að hún er hættulegasti óvincurinn. Leið togar sósíal-demó'kratanna ör vænta nú mjög yfir þeirri cjá’fiánægju, sem toemurfraim á flokksfundum þeirra, þar sem stuðnin'gsmien.nirnir telja kosningarnar í haust sa-ma sem unnar. Þei.r hafa notað brezteu kosningarnar til að iækka rostann í fundarmönn- uim og koma þeim niður á jörð ina. Það getur gerzt hið sama Olof Palme, ósigur Wilsons hræðir flokksmemn hans. í Svílþjóð og á Brietlandi segja þeir, og stóraukin áherzila hef ur verið lögð á koisningaundir búninigin. Á hinn bóginn heifur stjórn arandstaðan i Svíþjóð róazt nokkuð eftir kosningaúrslitin í Bretlandi. En sósíal-demó- kratar ha-fa verið í 33 ár sam fellt við völd í Svíþjóð, stjórn artímabil breztea Verka- mainnatflokks ins va,r hins veg- ar aðeins 6 ár, svo að sænsku stjórnarandstöðiunni er meiri vandi á höndum en þeirri brezku. Fyrsta boSorð henn ar er samstaða, en stjórnar- aindstöð'ufl'Oikkarnir, hægri m,enn, frjálsilyndir og mið- floteksimenn eiga jafnvei enn mjög erfitt m.eð að koma S'ér saman. Kjósendur geta því vaiið á milli heilsteyptis stjórnarflokks og sundraðrar stjórnarandstöðiu, og fordæm ið frá Bretlandi hefur jaifnvel ekki megnað að breyta þessu ástandi. Landlægur ótti Svía við stjórnmálalegar breytingar dregur ekki úr vandræð- um s'tjórinairandstöðunnar, og stjómimálamennirnir hafa lagt sig fram um að sanna, að þrátt fyrir allt hafi ekkert breytzt í Bretlandi annað en ráðherrarnir. Eitt af helztu blöðum íhaidsman-na í Stokk- hólmi ge-kk jafnvei svo lanigt að verja langri forystugrein ti-1 að sanna, að ríkisstjórn Heaths væri eikki annað en framhald á fyrstu verkamanna flokksstjórn Attlees, lávarðar, eftir heiimi3styrjöldina siðari. Þarna var verið að reyna að sýna fram á, a.ð Svíar gætu einnig treyst því, að velferðar þ j ó ð'fé i a gss tef mu n n i y-rði fyigt áfram, enda þótt borg- araflokkarnir tækju við stjórinartaumiunum. En þeirra sjónarmiða gætir mun frekar í Svílþjóð en á Bretlandi, að það sé ekki stjóirnarandstaðain, sem vinn ur kosningar, heldur ríkis- st'jórnin, sem tapar þeiim. Ráðlherrum í Stokkhóimi er þetta vei ljóií't, og þeir em nú orðnir mun óstyrkairi en þeir voru áður en Wilson varð að fillytja úr Downing Street. Það er enigu líkara en þeir haldi, að einhver ósveigjanlegur kraftur knýi floteka sóisíal demólkrata einm atf öðrum tiil að láta af völdum,. Stefnan skiptir hér litlu. Harold Wilson var aldrei vin sælll meðal sænskra sósí.al- i-sta, þar s-em þeir töldiu ha-nn atfturhald'S'saman. Og málgögn sænskra sósíal-demóterata haía skammað Yerkaimanna flokkinm fyrir slíikt hið sama. En það er flokksmierkið sem gildir. Sósíalisti í Downing Street virtilst tryggin-g fy-rir só's'íalisimia annars staðar. Nú þurfa sænskir sósíal- demókratar að sann-færast um að hið andstæða sé ekki endi- lega sat't. Þeim er erfiðana um vik vegna nokkurrar kergju mieðai sta'rfsm-anna fillokksinis, auk þess sem þeir eiga við svipaða erfiðleika að glíma og breziki Verkaimannaflokkur inn vegna verkfalia, verð- bólgu og lánsfjáirbafta. Sam- tök sænskra verkamain-nia eru nú að losa um hiugmynda fræðileg tengsl sín við sósíal- demókratafiokkinn, og þau steifna nú að því að hafa sam vinnu við þá ríktestjórm, sem Harold Wilson, aldrei vinsæll meðal sænskra sósíalista. við v'öilld situr, en um bætt kjör félagsmanna sinna, en ekki við sérstakan fiokk í því Skyni að styðja pólitíska stefn.u hans. Svip-uð þróun hefur átt sér stað t.d. í Br-et- landi. Og loks -e.nu þa-ð brezku sk-oðanakannan:rnar, s-em sett hafa strik í reikn Angin.n hjá sæniskum sósíal- dem'ókrötum. Samtevaemt sænskum skoðanakönniunum virðist Pailme ör-uggur um si-g ur á sama hátt og Wilson var samkvæmt þeim brezku. En reynsla Wilsons var heldur dapurleg, og stjórnendur sæns-kra sk-oðanakannanna er-u hræddir vl'ð að draiga nokkra.r ályiktanir af niðiur- stöðum verika sinna. En allt þetta er engin trygging þess, að sænsku sós íal-demókratarnir mun-i tapa kos-ningunuim. Únslit brezku kosninganna verða vafalítið til þ-e-ss, a-ð þei-r eiga aiuðveldara með a-ð virkja flokksmenn- ina ti'l starfa með orðlunum „þetta get-ur auð'veldleiga gerzt hér“. í stjórnmálum get ur margt furð-ulegt gierzt, eitt atf því verður ef ti>l vilil, að brezki íhaldsmaiðurinn Ed- ward Heat’h bjargaa- sæmska sósíalis'tanum Olof Paimie. 0BSERVER >f OBSERVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.