Morgunblaðið - 06.08.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.1970, Blaðsíða 19
MOR'GUMBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1®70 19 Snorri Stefánsson Hlíðarhúsi Siglufirði - 75 ára í DAG, fimmtudaginn 6. ágúst, verður Snorri Stefánsson, Hlíð- arfhúsi, Siglufirði, siötíu og fimm ára. Snorri Stefánsson á að baki viðamikinn þátt í atvinnusögu Siglufiarðar og sögu íslenzkrar síldarvinnslu, enda gegndi hann í nær fjóra áratugi framkvæmda stjórastörfum við síldarverk- smiðju hér á staðnum; fyrst hjá Sören Goos, sem er þekkt nafn í sögu síldariðnaðarins (1924—- 1933), síðan hjá Rauðkuverk- smiðjunni, sem hann ra'k um tíma í félagi við Steindór Hjalta lín, útgerðarmann (1934—1936) og síðan áfram hjá þeirri verk- smiðju, eftir að hún komst í eigu Siglufjarðarkaupstaðar (1937— 1963), eða þar til hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Au<k þessa átti hann aðild að út gerð og verksmiðjurekstri með Sigurði Kristjánssyni, heiðurs- borgara Sigluf j arðarkaupstaðar, um árabil. Snorri Stefánsson hóf sem kornungur maður iðnnárn í verk- smiðju Sören Goos i járnsiruíði og vélstjórn hjá Gustav Blomquist, sem þar var meistari. Síðan hóf hann nám í Vélstjóraskóla íslands og lauk burtfararprófi frá þeim skóla 1922. Vélsmíðameistari varð hann síðan 1937. Samfara traustri menntun og þekkingu á vehksmiðjurekstri, sem Snorri þannig aflaði sér, býr hann yfir mikilli starfshæfni, góðri greind og þeim góðvilja og umgengnishæfni við aðra menn, að með honum þótti gott að vinna og ljúft að lúta ihans stjórn. Og umönnun hans fyrir fyrirtæki því er hann veitti forystu, verð mætum þeim, sem honum var trúað fyrir og velferð þeirra, er hjá honum störfuðu, var einstök og fátíð. Það er því ekkert undr unarefni, þótt Snorri Stefáns- son eigi að mæta almennum vin- sældum Siglfirðinga, enda stend ur Siglufjarðarkaupstaður í stórri, vangoldinni þakklætis- skuld við þennan aldna heiðurs- og sómamann. Otalin eru þá margháttuð önn ur störf, sem Snorri vann þessu bæjarfélagi og félagasamtökum hér. Hann var ríkisskoðunarmað ur með verksmiðjum og vélum jhér í bæ 1941—1963, ríkiss'koðun armaður skipa í Siglufirði 1948 —1963, í bygginganefnd Síldar- verksmiðja ríkisins 1945—1947, í Iðnráði Siglufjarðar 1937—1942 og 1948—1960. Formaður Iðnaðar mannafélags Sigluf jarðEp' var hann um skeið og er nú heiðurs- félagi þess. Þá var Snorri í sókn arnefnd Siglufjarðar um langt árabil og traustur velunnari kirkjunnar starfs hér í bænum. i Fleiri félagsstörf mætti telja, en það sem hér heíur verið rakið nægir til að sýna svipmyndir af iákvæðu lífsstarfi í þágu Siglu- fjarðar og samborgara hans. Snorri er kvæntur Sigríði Jóns dóttur hinni mætustu konu, sem verið hefur manni sínum traust- ur förunautur og stoð í erilsöm- um og erfiðum störfum. Dóttir þeirra er Anna, gift Knúti Jóns- syni, framkvæmdastjóra og bæj arfulltrúa hér í Siglufirði. ^ Ég þakka Snorra Stefánssyni ÞESSI fallegi Shefferhundur kom til landsins í fyrradag með sömu flugvél og minka- hvolpamir, sem sagt var frá i Mbl. í gær. Hundurinn er 10 mánaða gamall og okki orð- inn kynþroska, eai hlaut ný- lega 1. verölaun sam unghund ur á mikilli hundasýnlngu í Noregi, þar seim hann er fædd ur og alinn upp. Hann eir al- gjöriega hrefinræktaður, og foreldrar hans báðir verð- launahundar. Eigandi hundsins er Jón Magni Ólafsson, sem að und- anförnu hefur lsert mdnkaeldi út í Noregi. Hamn keypti, þenn an hund sem lítinn hvolp og fékk hann alinn upp þar ytra. Féklk hann boðmiar 50 þúsund krómur fyrir hund nn rétt á'ð ur en hann var sendur heim. Jón hafnaði því boði, enda get ur huindurinn margfaldazt í verði, hljóti h,ann rétt upp- eldi á n'æstunni. Jón hefur hugsað sér að nota hundinn til vörzlu á miinkabú:i, sem kem- ur til með að rísa í nánd við Akranes. persónuleg kynni og velvild alla tíð. Og fyrir hönd Siglufjarðar- kaupstaðar og Siglfirðinga al- mennt þa.kka ég margháttuð trún aðarstörf og þá ekki sízt allt hans trúverðuga starf um* áratugi í þágu Síldarverksmiðju Siglu- fjarðarkaupstaðar, Rauðku. Þar held ég, að ekki hafi verið hægt að skila betra né trúverðugra starfi, en hann vann þar bæ sín um og samtíð. Eg flyt Snorra Stefánssyni og fjölskyldu hans, í nafni okkar allra, sambórgara hans, innileg- ustu afmælisóskir, og bið honum alls góðs á ókomnum æviárum, sem hann og verðskuldar flestum öðrum fremur. Stefán Friðbjarnarson. KIR nUKH uiosKiPiin scm nuGLúsn í Hef verið beðinn að útvega 2ja herb. íbúð nú þegar, helzt í Vogahverfi. Uppl. gefur Hafsteinn Baldvinsson, hrl., Málflutningsskrif- stofa Garðastræti 41, sími 18711. Útboð Tilboð óskast í að byggja um 300 rúmmetra steinsteyptan vatnsgeymi í Borgarnesi fyrir Borgarneshrepp. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu Borgarneshrepps, Svarf- hóli, Borgarnesi og á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sf., Ármúla 4, Rvik, gegn 1000,— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Borgarneshrepps, Svarfhóli, Borgarnesi kl. 11, þriðjudaginn 11. ágúst n.k. Útboð — Málun Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar, Lágmúla 9, Reykjavík, óskar eftir tilboðum í málun fjölbýlishúsanna Þórufell 2—20, Yrsufell 1—3 og Yrsufell 5—15, Rqykjavík. I húsum þessum eru 180 íbúðir og er óskað eftir tilboðum í mátun þeirra bæði að utan og innan og skal vinna verkið á tímabilinu 20. ágúst 1970 til 1. júlí 1971. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Lágmúla 9, gegn 2000.— kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri mánudaginn 17. ágúst næstkomandi klukkan 16.00. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar. Velduð þé ef tír heml kœmi tœf einn til gr< r yður bíl ukerf inu, »ast nema úna I 1 VOLVO Tvöfalt hemlakerfi-Tvöfalt öryggi ■BSSI “Wrtt npf Trm mWWmWCi vkr MLi JLi JL JL JCvL JEJL JE • ■BSal Suðurlandsbraut 16 * Reýkjavik • Símnefni: Volver • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.