Morgunblaðið - 06.08.1970, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.08.1970, Qupperneq 15
MORGUN'BLAÐIÐ FIMMTUDAGU'R 6. ÁGÚST 1970 15 BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS ’A | FERÐ * UM LANDIÐ ! Þessi mynd er tekin við krossinn í Bjarnarey, en hann var r-sistur þar til minningar um einn frægasta b.jargmann Eyjanna, Sigurgeir Jónsson frá Suðurgarði, sem m.a. varð frægur fyrir það að klífa snarbratt bergið í Almanna- gjá á Þingvöllum klæddur lakkskóm og með frakkann undir handleggnum á sama tíma og stað og tveir sigmenn sýndu bjargsig, en Eyjaskeggj nm mun hafa líkað illa að þeir voru ekki fengnir til þess að síga. — Heimaey og kaup- staðurinn eru í fjarska. Lagið tekið á sólardegi í Heliisey. Setið á veröndinni frammi við bjargbrún. (Ljósm. á johns) Þessa hittum við á heimleið úr einu frystihúsinu. ÞAÐ VAR glampandi sól yfir Suðurlandi þegar við fórum flugleiðis til Vestmannaeyja fyrir skömmu. Um stund yfir hafinu var ekkert að sjá niður á við utan spegilsléttur haf- flöturinn, «n eklti leið á löngu þar til við blöstu fiskibátar með stefnuna út og suður, austur og vestur. Við vorum að nálgast Eyjar, gullkistuna út af Suðurlandi. Einar Bene diktsson lýsir Eyjunum í einu ljóða sinna við safira greypta í silfurliring og sú lýsing var ekki fjarri sanni þennan sól- fagra dag. 15 rísa Vestmannaeyjar úr ihafinu ásamt s/kerjuan og dröngum. Stærst er IHeimaey og sú eina sem er byggð, lið- lega 5500 íbúum, en í mörg- um úteyjum, eins og aðrar eyjar eru kallaðar einu nafni, eru lundaveiðilhús. Eyjarnar heita: Bjarnarey, Elliðaey, Surtsey. Súlnasker, Geldung- ur, Hellisey, Suðurey, Brand ur, Geirfuglasker, Álsey, Hæna, Hani, Hrauney og Gras leysa. Milljónir bjargfugla búa í björgum Eyjanna og þar eru algengustu fuglarnir: — iundi, svartifugl mávar, súlur og fýll. Bátar voru að veiðum allt í kring um Eyjarnar, en í sum ar hefur veriðmjög góður afli yfirleitt hjá flotanum og ekki annað eins í mörg ár á þess- um tíma. Rétt áður en flugvél in lenti sáum við bát vera að sigla inn um 'hafnarmynnið og annan fara út. Þannig er það yfirleitt í Eyjum, amstrið við höfnina stöðvast aldrei árið um kring, nema rétt urn jól og auðvitað á þjóðhátíð Vest- mannaeyja, en þá má segja að kaupstaðurinn flytjist um set og þá sprettur allt mann- líf í Eyjum við hamraveggina í Herjólfsdal. Um 42 þúsund lestum af bolfislki var landað í Eyjum í vetur og 70 þús. lesturn af loðnu og í sumar hef ur verið landað nokkruim þús undum lesta af bolfis'ki. íbúðabyggingar eru stöðug- ar í Vestmannaeyjuim og ávad'lt eru rwöng eimbýlishús í V estmannaeyj ar: Stöðugar framkvæmd- ir — róið og af tur róið Staldrað við í stærstu verstöð landsins smíðum og flestir byggja stórt. Hagur fólksins er hvergi eins góður á landinu og í Vest mannaeyjum, en hvergi er heldur unnið eins mi'kið. Enginn stór slippur er í Eyjum, sem getur telkið upp stærri fiskveiðibátana og er það mjög undarlegt að ekki skuli hafa fengizt fyrirgreiðsla hjá opinberum aðilum í því efni þar sem um er að ræða stærstu verstöð landsins og bæjarfélag sem er sjálfu sér nægilegt 1 flestum efnum. í undirbúningi er þó að byggja upp víðtækan skipaiðnað og aðstöðu í Eyjum, en segja má að annað sé út í hött. Þá er mjög þungur hugur í mörgum Magnús Magnússon bæjarstjóri varðandi samgöngumál Eyj- anna og má þar nefna hversu dýrt er að flytja bifreiðir til og fró Eyjum. Þykir Eyja- skeggjum þeir í mörgu hlunn- farnir miðað við þau miklu aflaverðmæti sem í Eyjum eru unnin, en Eyjaskeggjar eru aðeins um 2% af þjóðinni, en aflaverðmætin að meðal- tali síðustu 50 ár 10—20% af útflutningsverðmætunum. Framkvæmdir hjá bænum eru allumfangsmiklar og hafa ávallt verið, eða allt frá því bryggjugerð hófst í Vest- mannaeyjum fyrir mörgum áratugum við verstu aðstæf>» ur. Við spjölluðum við Magnús Magnússon bæjarstjóra um helztu framkvæmdir í Eyjum á næstunni en þar er margt í takinu . Búið er að ákveða að panta neðansjávarleiðslu nr. 2 og verður hún lögð út í Eyjar 1971. Nýja leiðslan verður sverari en sú gamla, sem er 102,4 mm, en nýja leiðslan verður um 170 mm. — Nýja leiðslan getur flutt um 5200 tonn á sólarhring og sú gamla um 1800 tonn þannig að sólar hringsvatnsmagnið getur ver ið um 7000 tonn og er reiknað með að sú aðstaða korni til með að duga eitthvað fram á næstu öld. Lökið verður við dreifikerf ið í bænum nú í sumar og einnig verður í sumar byggð ur helmingurinn af 5000 tonna vatnsgeymi fyrir miðlunar- kerfi. >á verður unnið við nýja sjúkrahúsið í sumar fyrir 12 milij. kr. samkvæmt áætlun og meiningin er sagði Magnús að í lok þessa árs verði tilbúin heilsuverndarstöð, rannsókna- stofa og læknamiðstöð. Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.