Morgunblaðið - 06.08.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.1970, Blaðsíða 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1970 33 úr sér. — Eigið þér við stóra manninn, sem var svo almenni- legur við mig þá. — Já, það er hann. — Er hann ákærður . . . hún ætlaði ekki að koma upp orðun- um . . fyrir að hafa myrt hann föður minn? — Já, það og sitthvað fleira, svaraði Tibbs, — og þó að eng- inn sé á sama máli og ég, enn, þá veit ég alveg fyrir víst að hann er saklaus — Ef svo er, hvers vegna sannið þér það þá ekki? sagði Endicott. Þegar Tibbs leit upp, var rétt eins og niðutrbældur eld- ur í augnaráði' hans. Endicott varð hverft við, er hann sá þennan rólega negra sýna af sér aðra eins tilfinningasemi. — Það er nú einmitt það, sem ég er að reyna að gera, sagði hann, — og þess vegna er ég með þess- ar spurningar við yður. Endicott stóð upp og gekk út að glugganum. Það var dauða- þögn í stofumni þangað til hann sagði: — Vill Gillespie lofa yður að sanna það? spurði hann, án þess að líta við. Tibbs svaraði rólega. — Að- alstarf mitt núna, er að reyna að bjarga honum frá sínum eig- in mistökum. Sam Wood er eitt atriðið sem honum skjátlast um. Og þegar ég er búinn að því, ætla ég að færa honum mann- inn, sem gerði honum allar þess ar grillur, og það á þann hátt, að hann komist ekki hjá því að sjá sannleikann. Og svo ætla ég Ekki bara ffalleg Hurðirnar okkar þekkjast af fallegri áferð, völdu efni og faglegum frágangi. Hitt sést ekki eins vel. Þær eru gerðar með fullkomnustu tækni, sem hér þekkist. Smiðirnir hjá okkur smíða fátt annað en hurðir, — en því meira af hurðum. Þess vegna merkjum við hurðirnar, sem fara frá okkur. Þá geta allir séð, að þær eru ekki bara fallegar, — heldur líka góðar. SE. INNIHURDIR ■ GÆDI í FYRIRRÚMI SIGURÐUR |4li| ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 heim til mín, þar sem ég hef leyfi til að ganga óáreittur á gamg- stéttunum. Endicott sneri sér við. — Frá þvi að við fórum héðan að heim- an og þangað til við skildum, sá ég engan mann og ég held, að Maestro Mantoli hafi heldur engan séð. Það er að segja þang- að til ég skildi við hann við hóteldymar. Þá bauð ég hon um góða nótt og 'lagði af stað heim. Líklega getur enginn mað ur sannað, það sem ég er að segja, en svona gekk þetta nú til. — Þakka yður fyrir, sagði Tibbs, — en nú ætla ég að koma með nokkrar . fleiri spurning- ar og ég bið yður að svara þeim mjög varlega og vandlega. Það stendur á miklu. í fyrsta lagi hefur mér verið sagt, að hr. Mantoli hafi verið vanur að hafa mikla peninga á sér. Vitið þér, hvort svo var í þetta skipti þegar þér sáuð hann síðast? — Það hef ég enga hugmynd um. En sannast að segja gekk hann ekki með á sér það sem haegt væri að kailla stórar fjár- upphæðir. Stundum kannski nokkur hundruð dali, en ekkert þar út yfir, að því er ég bezt veit. — Var hann mjög fljótur á sér? — Því er erfitt að svara, hr. Tibbs. — Ég held, að hægt sé að segja, að hann hafi verið það, kom nú óvænt frá Duenu. — Hann tók stundum ýmsar ákvarð anir án umhugsunar, en oftast voru þær réttar. En ef þér eigið við, hvort hann hafi verið geð- vondur þá er svarið nei. Tibbs beindi næstu spurningu að henni. — Ungfrú Mantoli, var faðir yðar þannig, að hann væri fljótur að vingast við fólk? — Það kunnu allir vel við hann, svaraði Duena. Sem snöggvast datt öllum við- stöddum í hug það sama, að þó væri að minnsta kosti einn mað- ur, sem ekki hefði verið honum vinveittur. En enginn sagði það upphátt. — Eima spurningu að lokum, sagði Tibbs og sneri sér nú beint að stúlkunni. — Ef ég hefði nú haft þann heiður að hitta föður yðar, haldið þér þá, að hann hefði kunnað vel við mig? Stúlkan svaraði þessari ögr- un hiklaust: — Já, það er ég viss um. Ég hef engan þekkt jafn fordómalausan. Tibbs stóð upp. — Hvort sem þið hafið gert ykkur það Ijóst eða ekki, þá hafið þið orðið mér að miklu liði. Og ég vona, að þið fréttið nánar af því innan skamms. — Það er gleðilegt að heyra, sagði Endicott. Stúlkan stóð líka upp. — Ég þarf að fara í bæinn, sagði hún. Kannski ég geti fengið far með hr. Tibbs? — Bíllinn minn er nú ekki upp á það fínasta, sagði Tibbs, — en farið er yður velkomið. — Viljið þér þá bíða eftir mér, augnablik? sagði hún, og var svo horfin út, án frekari skýr- inga. Þegar hún kom aftur og þau stóðu við dymar, tilbúiin að fara, neri George Endicott á sér hök ixonan V# OG HQMIUO Hoiið þér lesið þoð sem ollur bærinn lolnr um? Viðtalið við Sigurlaugu Rósinkranz og grein Jónasar B/arnasonar lœknis um kynferðisfrœðslu unglinga una, hugsi og sagði: — Hvernig kemstu til baka? — Ef ég get ekki fengið almenni legt far, þá hringi ég til þín, sagði hún. — Heldurðu, að þér verði óhætt? sagði hann. — Ef ég þarfnast hjálpar, sný ég mér til hr. Tibbs. Tibbs hjálpaði stúlkunni upp í lánsbílinn sinn, settist svo sjálf ur og ræsti vélina. Á þessari skömmu stundu sem Duena hafði farið frá, hafði hún haft fataskipti og sett upp sérlega kvenlegan hatt. Tibbs fannst hún glæsileg, en auk þess fann hann, að hún hafði einhverja ákveðna fyrirætlun í huga. Hún beit á jaxlinin, en slappaði ekki af fyrr en þau voru komin inn í bæinn. — Hvert viljið þér komast? spurði Tibbs. — Á lögreglustöðina.' — Haldið þér, að það sé ráð- legt? — Já, alveg ákveðið, svaraði hún. Tibbs ók áfram án þess að svara þessu, þangað til þau komu á bílastæði embættisins. Þá fylgdi hann henni upp tröpp- urnar og inn í ganginn. Hún gekk beint að afgreiðsluborð- inu. — Ég þyrfti að tala við hr. Wood, sagði hún. Pete komst í vandræði. — Hr. Wood er ekki á vakt núna, sagði hann, til þess að segja eitt hvað. — Ég veit það, sagði Duena. — Hann er í varðhaldi. En ég vil tala við hann. Pete seildist eftir símanum. — Það er hér dama til þess að tala við hanin Sam. Og Virgil var að koma inn, rétt í þessu. — Hver er hún? spurði Gilles- pie. — Duena Mantoli, sagði stúlk an. Þér getið sagt honum, að hr. Tibbs hafi verið svo vænn að flytja mig hingað, samkvæmt minni eigin beiðni. Pete skilaði þessu í símann. Sölubörn Viðbótarupplag af „KONAN OG HEIMILIÐ". Komið á Óðinsgötu 4, 3. hæð, t. v., í dag. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Rómantíkin er alltaf að reyna að kíkja upp á yfirborðið. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að leggja þig sérstaklega frain til að eiga ekkert ógert, ef þú færð frí. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Það er tímafrekt að fást við peningamá) og eignaskipti. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Rcyndu að koma einkamálunum frá í snatri, svo að þú vitir hvar þú stendur. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. í dag er firott að sinna trúnaðarstörfum. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Draumar þínir virðast ætla að fara að rætast. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að gera eitthvert stórátak áður en það er of seint. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það cr hollt að kynnast fóiki, sem kemur langt að og hugmyndum þess. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Þú færð flcirt tækifæri til að auka á auðlcgð þína og lenðir í einhverri skcmmtun. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Svo virðist, sem þú hafir verið settur af fyrir aldur fram. Finndu frið í einverunni. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ef þú Iagfærir eitthváð licima fyrir, færðu óvænt tækifæri. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Leyfðu þér að flakka dálitið, en gerðu það eftir einliverjum ákveðnum reglum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.