Morgunblaðið - 04.09.1970, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1970
Bjarni Snæbjörnsson læknir - Minning
ÞÁ VORU Sjálfstæðisimenin glaðir, þegar Bjami Sniæbjörns-
son, læknir, vann sína glæsilegu kosniinigasigra í Haínarfirði.
Þingsætið vanrvst, ef Bjarni gaf kost á fraimboði, og var þó við
ramman reip að draga. Ég miininist þess nú, þótt langt sé um
liðið, að sú spurning var efst í huga: Hvernig er þessi maður,
sem nýtur svo mikils trausts?
Ég átti eftir að eiga þess síðar kost, að kynnast Bjarna
Snsebjörnssyni, meðal amnars vegna starfa hans í miðstjóm
og þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann var í mínium augum
ákaflega sérstæður persónuleiki. Hann var mjög hávaxinn
maður, en hreykti sér ekki. Gekk varfæmislega um, var svip-
mikill en mildur að sjá. Hann var hægur í tali en rökfastur
og tillögugóður.
Bjami var læknir. Ef til vill var læknisstarfið í eiginlegri
og óeiginlegri merkimigu ríkasti þátturinn í skaphöfn og per-
sónuleika Bjaroa Snæbj ömssonar. Sá flokkur á miklu láni
að fagna þar sem slíkir mienn skipa sér í fylkingu.
Þess vil ég minmast að hafa orðið þess aðnjótandi a'ð vera
á heimili Bjama Snæbjömasonar og hanis ágætu konu, frú
Helgu Jónaadóttur, á liðnu ári, þegar Bjarni átti áttræðisaf-
mæli. Yfir heimilimi var friður og ró, en virðinig, gleði og þakk-
látsemi til öldumigsins og góðmeinnisins Bjama Snæbjörnissonar
einkenndi hugblæinn þessa hátíðisstund.
Nú kveðjum við samherjar og vinir göfugan marnn. Sjálf-
stæðismenn um lamd allt senda eiginkonu og aðstaradendum
hlýjar þakkir og samú'öa rkveðj u r í minnimgu Bjarna.
Jóhann Hafstein.
Bjarni Snæbjörnsson kom til
Hafnarfjarðar og settist þar að
sem læknir árið 1917. Það var
mikið happ fyrir Hafnarfjörð að
fá hingaS þennan unga og vel
menntaða lækni, þvi strax árið
eftir, haustið 1918 gekk hér yfir
hin mikla og skæða sótt spánska
veikin. Þá reyndi á dugnað og
þrek hins unga og góða læknis.
Margir hinna eldri minnast
þessa tíma og starfa Bjarna
læknis við að líkna sjúkum og
hughreysta sorgmædda.
Hróður Bjarna jókst stöðugt
meðal hafnfirzkra borgara fyr
ir fram úr skarandi skyldu-
rækni í starfi sem læknir í rúma
hálfa öld.
Jafnframt læknisstörfunum
gaf Bjarni sig mikið að félags-
málum í bæjarfélagi sínu, m.a.
var hann fyrsti þingmaður Hafn
arfjarðar eftir að Hafnarfjörð-
ur varð sérstakt kjördæmi og
átti sæti i bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar í fimmtán ár.
Öll þau miklu störf, sem á
Bjarna lögðust, smá og stór,
leysti hann af hendi með ein-
stakri prýði og hlaut að laun-
um óskorað traust, ást og virð-
ingu bæjarbúa.
Staðfesting á því hve mikils
trausts og virðingar Bjarni
naut hér í Hafnarfirði, er sú
samþykkt er gerð var einróma
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 27.
febrúar 1968 um að gera Bjarna
að heiðursborgara Hafnarfjarð-
ar á afmælisdegi hans 8. marz
1968, og með því votta honum
virðingu og þakklæti fyrir fimm
tíu ára læknisstörf í þágu Hafn-
firðinga.
Þannig varð Bjarni fyrsti og
eini heiðursborgari sem kosinn
hefur verið í Hafnarfirði.
Hann var kvæntur Helgu
Jónsdóttur, mikilhæfri fyrir-
myndarkonu, ættaðri frá Hnífs-
dal og fylgdi ætíð mikil gæfa
heimili þeirra hjóna, sem rómað
hefir verið fyrir myndarbrag.
Það hefir að sjálfsögðu reynt á
dugnað hennar og myndarskap
að sjá um læknisheimilið og
koma upp stórum og mannvæn-
legum barnahópi.
Bjarni naut ásthyggju sinnar
fjölskyldu, enda var hann um-
hyggjusamur, ljúfur og góður
heimilisfaðir.
Hafnfirðingar færa í dag
Bjarna lækni sínar hinztu kveðj
ur og þakka gæfurík störf hans
velvild og frábæra hjálpsemi.
Þeir senda eiginkonu hans,
börnum og öðrum ástvinum inni
legar samúðarkveðjur.
Kristinn Ó. Gnðmundsson.
Þeir eru sjálfsagt fáir, sem
þekkja eitthvað til í Hafnarfirði
og ekki hafa heyrt Bjarna lækn
is Snæbjömssonar getið. Svo
mjög hefur hann komið við
sögu Hafnarfjarðar s.l. hálfa
öld að hann var kjörinn fyrsti
og eini heiðursborgari Hafnar-
fjarðar fyrir rúmum tveim ár-
um.
Eftir gifturíka starfsævi, hef-
ur hann fengið hvíld og verð-
ur í dag kvaddur af miklum
fjölda fólks í Hafnarfirði og ná-
grannabyggðum Hafnarfjarðar
með þakklæti, en útför hans
verður gerð frá Þjóðkirkjunni.
Bjarni Snæbjörnsson var
fæddur í Reykjavík 8. marz
1889. Voru foreldrar hans þau
hjónin Málfríður Júlía Bjarna-
dóttir og Snæbjörn Jakobsson
verkamaður, kunnir vesturbæing
ar, sem komin voru af traustu
«g góðu fólki þar um slóðir.
Ólst Bjarni upp í foreldrahús-
um ásamt systur sinni Guðrúnu
og tveimur fóstursystkinum Að-
alsteini og Ólafíu.
Bjarni Snæbjörnsson kynntist
sem ungur drengur af eigin
raun, hversu hörð lífsbaráttan
hafði oft á tíðum verið og hon-
um var kennt það á æskuheim-
ili hans, hversu miklu fórnfýsi
og hjálpsemi getur til leiðar
komið hjá þeim sem bágstaddir
eru. Tvímælalaust hefur það
haft áhrif á hinn unga velgerða
svein, þegar hann kaus að helga
hinum sjúku krafta sína, og
ákvað að gerast læknir.
Af litlum efnum, en miklum
vilja studdu foreldrar hans
hann til náms. Hann varð stúd-
ent 1909 og embættisprófi i
læknisfræði lauk hann við Há-
skóla íslands 1914.
Að námí loknu gegndi hann
um eins árs skeið héraðslæknis-
störfum á Patreksfirði .en hélt
síðan utan til Danmerkur til
framhaldsnáms.
Vorið 1917 kom hann heim frá
námi og fluttist þá til Hafnar-
fjarðar, þar sem starfsvettvang-
ur hans átti eftir að verða í
rúma hálfa öld.
Bjami læknir hafði ekki lengi
dvalizt í Hafnarfirði við læknis-
störf áður en hans ágæti spurðist
um nágrannabyggðirnar og
hann varð fljótt jafn eftirsótt-
ur til læknisstarfa, suður með
sjó og upp í Kjós og í Hafnar-
firði.
Maðurinn var ósérhlifinn og
viljugur til líknarstarfa og það
kom sér líka vel, þegar hin
mannskæða sótt Spánska veik-
in gekk yfir veturinn 1918—19.
Þá sýndi hinn ungi læknir hvað
í hann var spunnið, hver mað-
ur hann var. Hann líknaði sjúk-
um, hughreysti sorgmædda og
taldi kjark í þá sem voru að
láta yfirbugast.
Ekkert sýnir þó eins áþreif-
anlega fórnfýsi og hjálpsemi
Bjarna Snæbjörnssonar en um-
hyggja hans fyrir Tomma. Þeg-
ar fársjúk vanfær kona að
Prestshúsum á Kjnlarnesi aftek
ur að fara á sjúkrahús, býður
Bjarni læknir henni að koma
heim til móður sinnar, en
ekkert gat bjargað. Þar
andast hún skömmu síðar, frá
nýfæddum syni sínum Tómasi
Einarssyni, sem dvaldist með for
eldrum Bjarna á meðan þau
lifðu en síðar á heimili þeiri'a
frú Helgu og Bjarna þar til
hann andaðist.
Þannig var Bjarni Snæbjörns
son í rúma hálfa öld hinn far-
sæli læknir og mikli mannvinur.
Á fyrstu starfsárunum voru
skilyrðin oft léleg en úr rætt-
ist. St. Jósepssystur hófu bygg-
ingu Sjúkrahúss í Hafnarfirði.
Þær studdi Bjarni læknir með ráð
um og dáð og gerðist yfirlækn-
ir á sjúkrahúsi þeirra. Veit ég
að samstarfs við Bjarna Snæ-
björnsson minnast St. Jóseps-
systur með mikilli virðingu og
þökk.
Það starf sem Bjarni Snæ-
björnsson innti af hendi sem
læknir, var ærið starf fyrir einn
mann. En hann lét sér það ekki
nægja. Slíkur starfsmaður var
hann.
Velferð samborgaranna, bæj-
arfélagsins svo og þjóðfélagsins
áttu einnig hug Bjarna.
Honum vannst tími til að sinna
fjölmörgum trúnaðarstörfum fyr
ir samborgara sina, enda naut
hann óskoraðs trausts þeirra.
Hann varð þó eftir því sem
læknisstarfið jókst að létta af
sér ýmsu, sem hann gjarnan
hefði viljað sinna, því læknir
var hann fyrst og fremst.
Bjarni Snæbjörnsson var kjör
inn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
1923 og gegndi þeim störfum
samtals i 15 ár. Átti hann þar
þátt í lausn fjölmargra velferðar
mála Hafnfirðinga.
Þegar Hafnarfjörður var gerð
ur að sérstöku kjördæmi 1931 og
þá eflaust hugsað að Alþýðu-
flokksmeirihlutinn þar fengi al-
þingismann kosinn, völdu Sjálf-
stæðismenn Bjarna lækni Snæ-
björnsson sem sinn frambjóð-
anda. Bar hann sigurorð af and-
stæðing sínum og jafnan síðar
er hann gaf kost á sér til þing-
setu. Sat hann á Alþingi 1931—
34 og 1937—42 og gat sér þar
sem annars staðar hinn bezta
orðstír.
Þegar Bjarni læknir hóf af-
skipti af stjórnmálum var hann
ósjálfrátt kominn í forystusveit
flokks síns. Það gerði skarp-
skyggni hans og glæsimennska.
Hann var formaður fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins í Hafnar-
firði um margra ára bil og i mið
stjórn Sjálfstæðisflokksins sat
hann 1940—51.
Auk þessa tók Bjarni virkan
þátt i félagsmálum Hafnfirðinga.
Var hann alls staðar eftirsótt-
ur félagi, hvort heldur var i
menningar- eða liknarfélögum.
Formaður Hafnarfjarðardeild-
ar R.l. frá stofnun 1941—48, for-
maður Krabbameinsfélags Hafn-
arfjarðar 1949—1963 og í stjórn
Krabbameinsfélags Islands.
Hann var áhugasamur
félagsmaður málfundafélagsins
„Magna“ og hlúði mjög að Hell-
isgerði. Þá tók Bjarni þátt i
starfsemi Karlakórsins Þrasta
og söng með kórnum um tíma.
Sparisjóður Hafnarfjarðar fór
ekki varhluta af starfskröftum
Bjarna Snæbjörnssonar. Þar sat
hann í stjórn 1951 til 1965 þar
af formaður frá 1958.
1 Landsbankanefnd sat Bjarni
1942- 1957.
í einkalífi sínu var Bjarni
mikill gæfumaður. Hann kvænt-
ist 19. nóv. 1921 eftirlifandi
konu sinni Helgu Jónasdóttur
kaupmanns og útvegsbónda i
Hnífsdal Þorvarðarsonar. Eignuð
ust þau fimm börn, þrjá syni og
tvær dætur sem öll eru gift
og búsett í Hafnarfirði, Reykja-
vík og Mosfellssveit.
Frú Helga var manni sínum
einstakur lífsförunautur.
Hvenær sem til manns henn-
ar var leitað, þá var hún ætíð
boðin og búin til að aðstoða og
hversu oft var ekki heimilið
orðið að sjúkrastofu.
Þegar Bjarni læknir var gerð-
ur að heiðursborgara Hafnar-
fjarðar sagði hann: að ætti hann
þetta skilið þá væri það fyrst
og fremst tveim konum að þakka
— móður sinni og konu sinni. —
Betur er ekki hægt að lýsa
hug Bjarna til konu sinnar og
móður, enda mat hann þær að
verðleikum og lét ekki liggja í
láginni að hefði hann ekki not-
ið svo frábærrar aðstoðar og
skilnings konu sinnar, þá hefði
honum ekki tekizt að gera allt
sem hann gat gert.
Ég þekkti Bjarna lækni fyrst
sem drengur, er hann var heim-
ilislæknir foreldra minna og
ágætur vinur föður míns. Ég átti
síðar eftir að eiga samleið með
Bjarna er ég fullorðnaðist og
kynntist ég honum þá í nánu
samstarfi.
Mér eru í dag efst í huga
þakkir til hans fyrir það sam-
starf, sem einkenndist af dreng-
skap hans og velvilja er mér var
ómetanlegt og verður ógleyman-
legt.
Það var vissulega heilladrjúg
ákvörðun fyrir Hafnfirðinga og
nágrannabyggðirnar þegar hinn
ungi læknir úr vesturbænum í
Reykjavik tók þá áxvörðun á
útmánuðum 1917 að flytjast til
Hafnarfjarðar og setjast þar að.
Ótrúlegur fjöldi fólks hefur
notið líknar hans, hughreysti og
aðstoðar í vandræðum sínum.
Fjölmörgu góðu hefur hann til
leiðar komið með fjölþættum fé-
lagsmálastörfum sínum, sem
verður allt skráð með gullnu
letri á spjöldum sögu Hafnar-
fjarðar.
Þegar nú Bjarni læknir Snæ-
björnsson er allur veit ég að
hann er kvaddur af stórum
hópi einstaklinga, fjölskyldna,
félaga og stofnana með þakk-
læti og virðingu og við biðjum
þess að honum verði blessuð
hinzta förin.
Eiginkonu hans og fjölskyldu
sendum við samúðarkveðjur og
biðjum að frú Helga megi
sem fyrst snúa heim, heil heilsu.
Matthías Á. Mathiesen.
Á KVEÐJUstund koma upp í
'huga samtíðarmanna og saim-
borgara Bjama Snæbjörnssonar
lækrais, mininingar um líf bans
og starf. Þær verða ljóslifandi
fyrir hugSkotssjónum ökkar,
vegraa þess að flest erum við
sjálf á einhvern hátt saimfléttuð
þeim myndum sem birtast okkur.
50 ára iíknarstarf mikillhæfs
læknis ,sem aldrei unni sér hvíld-
ar, meðan uppi gat staðið og ein-
hver þurfti á hjálp hans að
halda, hlaut að skilja eftir spor,
seim ðkfci mást meðan þeir ©nn
eru ofar rnoldu, sem muna
hversu mjög hann lagði að sér
oft á tiðum í sjúkravitjunum,
bæði innanbæjar og utan. Hver
man ekiki Bjarna Snæbjörnsson
ganigandi eða hjólandi með lækn-
istösku í hendi, ýmist snemma á
morgnania eða seint á kvöldin,
já jafnvel á hvaða tíma sólar-
hriragsins sem var og hvemig
sem viðraði. Þeir urðu æði marg-
i-r, sem nntu góðs af læknis-
störfum Bjairraa Snæbjörnssonar,
enda veit ég að hann hefur gegn-
um árin öðlazt gildan sióð hlý-
hngair og þakklætis mikils fjölda
Hafnfirðinga og annairra, sem
reynast mun gott vegamesti á
þeim stigum, sem hann nú gerag-
ur.
Þótt efckert lægi eftir Bjarraa
Snæbjömsson annað en læknis-
störf hans, væri það ærið dags-
ver'k. sem um langa.n aldur
myndi halda nafni hans á loft.
En sá ríki þáttur í eðlisfa-ri hans
að láta gott af sér leiða, varð
til þess að þrátt fyrir miklar
annir ták hann einnig virkan
þátt i félagsmálastarfi Haifnfirð-
inga.
M-eð þessum línum er ekki ætl-
unin að rekja æviferil Bjama
lælkraiis né öll þau margtháttuðu
störf, sem han-n vanin á félags-
málasviðinu. heidur eiga þær a-ð
fíytja- þafcikir dkkair hafnfirzkra
Sjálfstæðismanna fyrir öll þau'
miklu og óeigingjörou störf. sem
'hamn vann þá áratugi, er hann
stóð í fylkingarbrjósti í flokki
okfca-r. Hann hafði al'la tíð bre-nn-
andi áhuiga á stjómmálum og va r
raunar undravert hversu mikið
hann laigði á sig til að geta
sinnt þeim af slúð. þegar það
er haft í huga að 'ha.nm var
yfirhlaðlnn öðrum verkefnum.
Stjórnmálastörfin voru heldur
engan veginn unnin af persórau-
legri frama- eða va'lda-girnd. þ\’í
allt slíkt tel ég að hafi verið
fj-arlægt hugarfheimi hams.
Bjar.ni va-r með afbrigðum
stefnufastur rnaður og þe-gar
ha-nn var einu sinni búinn að
basla sér völl á stjórnmálasviS-
inu og tilemka sér ákveðnar
skoða-nir á möranum og málefn-
um, þá fylgdi hann fast eftir og
lá sanraai’lega efcki á liði sími,
þvi undir niðird var hanra kapp-
samur og fylginn sér,
Sky'ldurnar við hina sjúku
sátu þó ávallt í fyrirrúmi og
ósjaldan var það við, er hann