Morgunblaðið - 04.09.1970, Side 16

Morgunblaðið - 04.09.1970, Side 16
16 MORGUNBL/VÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1970 Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sfmi 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 10,00 kr. ointakið. LAND MIKILLA TÆKIFÆRA TJST H UÆA1>IS Að Mauriac látnum — Fyrsta bók Francois Mauriac kom út árið 1909, það var ljóðasafnið „Les mains jointes." Þá var höfundurinn tuttugu og fjögurra ára gamall. Nokk- uð þótti í henni gæta áhrifa Verlaine. Einn mjög lofsamlegur dómur birtist um ljóðabókina, eftir Maurice Barrés og varð hann til að vekja forvitni á frekari skáldskap Mauriacs. Árið eftir sendi hann að nýju frá sér ljóðabók „L’Adieu a l’adolescence", og varð út- koma hennar til að styrkja þann orð- stír, sem Mauriac hafði tekizt að skapa sér með þeirri fyrstu. Aftur á móti gat hann sér mesta frægð fyrir skáldsagnagerð. Nær allar skáidsögur hans gerast i fæðingarborg hans Bordeaux, eða nærliggjandi heiða- og plantekrulöndum, og lýsa gjarnan sterkum ástríðum og sálarstriði, en með nærfærni og stillingu og klassisku formi, sem gætu minnt á harmleiki Racine. Sögupersónur hans eru alla jafna bersyndugar og á valdi sterkra ástríðna, en ósjaldan hljóta þær náð guðdómsins að enduðu æviskeiði í niðurlægingu. Mauriac hefur ekki vilj- að skilgreina hvernig þessi náðargjöf verður til, eða er til komin, því að „ódauðlega lífveran verður ekki mæld á mælikvarða okkar“ sagði hann, „það getur manneskjan ein.“ Af þeim mun meiri gerhygli hefur hann skilgreint manninn sem leiksopp illra og al- máttugra yfirþyrmandi ástríðna, svo að sú lífsskoðun sem í fljótu bragði verð- ur lesin úr skáldsögum hans virðist lýsa djúpri bölsýni. Mauriac gerir holdsins fýsnum hátt undir höfði í verk um sínum og meðal annars af þeim sök- um tóku kaþólskir rýnendur afstöðu gegn skáldverkum Mauriacs, sem sjálfur var kaþólskur. Meðal frægra skáldsagna hans má telja „Genitrix" sem kom út árið 1923, „Therese Desqueyroux" 1927 og „Le noeud de viperes" 1932. Mauriac gerði alltaf öðru hverju hlé á skáldsagnarit- un og sneri sér þá af atorku að öðr- um viðfangsefnum, hann var afkasta- mikill og beinskeyttur greina- og rit- gerðasmiður og skrifaði einnig fjöl- mörg rit um bókmenntir, trúarbrögð og fleiri efni, sem leituðu mjög á huga hans. Árið 1938 sendi hann frá sér fyrsta sviðsleikrit sitt „Asrnodé" og árið 1945 „Les mal airnés". 1 leikritun- um báðum kennir sama bölsýnistónsins og í skáldsögunum. 1 heimsstyrjöldinni síðari lagði Mauriac sinn skerf af mörk- um til neðanjarðarhreyfingarinn- Francois Mauriac. ar í Frakklandi með því að standa að útgáfu blaða og bæklinga sem að sjálf- sögðu voru bönnuð af nasistum. Að heimsstyrjöldinni lokinni var sem Mauriac hefði fyllzt óhemju miklum stjórnmálaáhuga og hann varð leiðar- höfundur við „Figaro“. Þó nokkrar af greinum hans, þar sem hann lýsir ákveðnum stuðningi við de Gaulle og mikilli aðdáun á honum komu síðar út í bókarformi „Lebaillon denoué". Mauriac naut frá fyrstu tíð mikillar hylli lesenda og bókmenntaunnenda. Víðfrægur var hann orðinn um þrítugt og fóru snemma ýmis verðlaun að renna til hans. Roman verðlaununum frönsku var hann sæmdur er hann stóð á fer- tugu, kjörinn var hann í frönsku aka- demíuna þegar hann var 48 ára gamall og Nóbelsverðlaun í bókmenntum fékk hann árið 1952. Eftir ianga skáldsagnahvíld sendi Mauriac frá sér skáldsöguna „L’ Agneau" árið 1952. Að þeirri bók hafði hann unnið í fjölmörg ár og þótt undir- tektir lesenda væru mjög góðar sagði Mauriac sjálfur frá því að líklega hefði útgefandi hans aldrei tekið bókina ef hann hefði þá ekki verið búinn að fá Nóbelsverðlaunin. Á síðustu æviárum sínum fékkst Mauriac að nýju aftúr mikið við greina skrif. Hann var mikið lesinn, en alla tíð umdeildur og bækur hans voru þýddar á ótal tungur. Hann lézt í París að morgni þriðju- dags 1. september áttatíu og fjögurra ára gamall. h.k. Snauðari furstar Á síðustu árum má með sanni segja, að alvarleg áföll og erfið efnahagsvanda- mál hafi tekið hug þjóðar- innar og að umræður um má'iefni lands og þjóðar hafi einskorðazt við þau. Nú eru breyttir tímar. Að vísu er verulegur vandi á höndum þar sem er hættan á nýrri verðbólguöldu og þau mál- efni hljóta að verða mjög á dagskrá næstu vikur þar til niðurstaða hefur fengizt í viðræðum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um nauðsynlegar ráðstafanir til að stöðva verðbólguskrúfuna. En verðbólguvandinn er fremur eins konar vaxtar- verkur nýrrar velmegunar og að því leyti frábrugðinn þeim örðugleikum, sem við var að etja á síðustu árum. Við stjórn efnahagsmála eru ekki til töfraráð og þar verður aldrei gert svo öllum líki. En hvort sem vandinn í efnahagsmálum er meiri eða rninni hverju sinni, má hann ekki verða til þess, að sú stað reynd gleymist, að Ísland er fyrst og fremst land mikilla tækifæra, sem enn hafa að- eins verið nýtt að litlu leyti. Á næstu árum og áratugum verður þjóðin að beita starfs- orku sinni að því að hagnýta þessi tækifæri og þar með að auka efnalega velmegun sína. Mestu tækifæri okkar Is- lendinga byggjast tvímæla- laust á hagnýtingu orku fall- vatnanna til stórfelldrar iðn- væðingar í landinu. Nú er talið, að aðeins um 5% af virkjanlegri orku hafi verið beizluð. En í undirbúningi og athugun eru miklar virkjun- arframkvæmdir sunnan- lands og norðan og á Austur- landi. Þær stórvirkjanir, sem þar er um að ræða, eru því aðeins mögulegar, að nægilega stórir orkukaup-' endur fáist, þ.e. iðjuver á borð við álverið í Straums- vik. Á Austurlandi er talið hugsanlegt að byggja virkj- Un, sem mundi verða á við stærstu virkjanir í heiminum í dag, svo sem Aswan-virkj- unina í Egyptalandi. Sú reynsla, sem við höfum fengið af samstarfi ,-ið sviss- neska álfélagið er ótvíræð víshending um að halda beri áfram á sömu braut og bein- línis Jeita efiir sámstarfi um uppbvff?inou fleiri álvera og annarra iðjuvera í '",r^bandi við stórvirkjanir. Nú bendir margt t;1 að ný tækifæri séu að opna^t varð- andi vinnslu verðmmta af hafsbotni í kringum landið. Nokkrir erlendir aði’ar hafa gýnt áhuga á olíuleit við ís- land, en það færist nú mjög í vöxt að olía sé imnin af hafsbotni. Auðvitað veit enginn, hvort olía finnst á hafsbotni við Ísland, en bor- anir einar og rannsóknir geta fært umtalsverð verðmæti inn í landið. Á Alþingi 1969 var sett löggjöf, sem kveður á um yfirráðarétt íslenzka ríkisins yfir landgrunninu og auðæfum þess. Á grundvelli þeirra laga liggur næst fyr- ir að setja reglur um rann- sóknir á landgrunninu og allt er að vinnslu auðæfa þess lýtur. Norðmenn hafa mikía reynslu í þessum efnum og hafa þegar skapazt tengsl milli íslenzkra stjómarvalda og þeirra um þetta efni og getum við vafalaust lært mikið af Norðmönnum, þeg- ar tll þess kemur að veita erlendum aðilum leyfi til rannsókna og hugsanlegrar vinnslu í landgrunninu. Hingað til hefur hagnýt- ing varmaorkunnar ekki ver- ið ofarlega á dagskrá, en þar er áreiðanlega óplægður ak- ur. Nú munu uppi áætlanir um að framkvæma ná- kvæma athugun á því varma- afli, sem fyrir hendi er, en jafnhliða þarf að kanna hvaða möguleikar eru til að selja varmaorkuna. Við erum komnir lengst áleiðis í hagnýtingu vatns- orkunnar og vafalaust mun langur tími líða þar til varma orka eða auðæfi landgrunns ins fara að skila þjóðinni verulegum arði. En tækifær- in eru fleiri. Á síðasta ári og yfirstandandi ári hefur út- flutningur iðnaðarvara stór- aukizt og á eftir að aukast enn meir, þegar fram í sæk- ir. Nú er það fyrst og fremst margs konar ullarvarningur, sem fluttur er út. En t.d. i skipasmíðum eiga veruleg tækifæri að vera fyrir hendi. íslenzkur skipasmíðaiðnaður hefur slitið bamsskónum. Skipasmíðastöðvamar hafa verið byggðar upp á skömrn- um tíma og hafa þegar kom- izt í kynni við erfiðleika og verkefnaskort, en þá örðug- leika hafa þær staðizt. Skipa- smíðastöðvarnar færast nú stöðugt meira í fang. Þær hafa smíðað fiskibáta, smáa og stóra, flutnmgaskip og nú em að hefjast smíðar skut- togara, bæði minni og stærri. Að því mun koma, að skipa- smíðastöðvar okkar hefja út- flutning á fiskiskipum, enda á aldagömul reynsla okkar sem fiskveiðiþjóð að vera nokkur trygging fyrir því, að íslenzk fiskiskip standist ströngustu kröfur, sem til slíkra skipa eru gerðar. Fiskveiðihefð okkar og þekking á því sviðd ætti einn ig að skapa gmndvöll fyrir miklum veiðarfæraiðnaði í landinu, bæði til eigin nota og til útflutnings. Fyrir nokkmm árum óttuðust menn, að veiðarfæraiðnaður- inn væri að líða undir lok, en þá var ráðizt í endumýj- un stærstu veiðarfæraverk- smiðju landsmanna með mjög jákvæðum árangri. Hér hafa aðeims verið nefnd nokkur atriði, sem sýna, að tækifærin á íslandi eru mörg. Þjóðin er vel und- ir það búin að hagnýta þau, sakir góðrar menntunar og þekkingar. En til þess þarf líka kraft, dug og áræði. Á umliðnum árum hafa ís- lendingar sýnt, að þeir hafa þá eiginleika til að bera í ríkum mæli. Þá eðliskosti Nýju Delhi, 2. sept., AP. INDVERSKA þingið sam- þykkti í dag að svipta alla fyrrverandi fursta landsins, 279 að tölu, öllum forréttind- um þeirra. Er þetta talinn mikill sigur fyrir Indíru Gandhi, forsaetisráðherra. Neðri deild þingsins sam- þykkti með 336 atkv. gegn 155 stjórnarskrárbreytingu, þar sem felldar eru niður ár- legar greiðslur til furstanna fyrrverandi, en þær námu um 600 millj. kr. — svo og önnur eigum við nú að hagnýta til hins ýtrasta og hefjast handa af krafti og þrótti og stefna að nýju framfarasikeiði, sem gefi í engu eftir þeirri miklu uppbyggingu, sem orðið hef- ur á fyrsfa aldarfjórðungi hins íslenzka lýðveldis. sérstök forréttindi, eins og frítt rafmagn og vatn, toll- frjálsan innflutning og út- flutning á ýmsum vörum og að láta sérstaka, vopnaða verði standa við bústaði þeirra og ennfremur, að hætt yrði að skjóta fallbyssuskot- um í virðingarskyni, er þeir kæmu til eða færu frá höfuð- borgum þeim, þar sem þeir væru búsettir. Efri deild indverska þings- ins mun fjalla um frumvarp- ið síðar í þessari viku og er talið, að þar muni frumvarp- ið einnig verða samþykkt, enda þótt það sé alls ekki víst. Furstamir, sem einu sinni voru yfir 600 i Indlandi, fengu framangreind forréttindi fyrst árð 1947 fyrir að láta af hendi 500.000 fermílur af landi, er Indland varð sjálfstætt ríki, en yfir þessu landsvæði höfðu þeir ríkt hver á sínum stað með valdi yfir lífi og dauða þegna sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.