Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEGPTEMBER 1970 3 Framliald aí bls. 24 og með ljðjfan barðahatt á höfði, en drottnirigin var í hvítri sum- arkápu. Þegar þær mæðgur Ingiríður og Margrét hittust, kyssti dóttirin móður sina á kinnina og bauð henni góðan dag. Forsetahjónin og konungs- fjölskyldan gengu svo inn í hin miklu ver sjónvarpsins og gafst m.a. kostur á að sjá litasjón- varpssendingar og þegar verið var að gera litsjónvarpsmynd af óperettuflutningi. Var þetta af- ar fróðlegt að sjá enda fór ekki milli mála, að hinir tignu gestir voru mjög undrandi á allri þeirri miklu tækni og útbúnaði, sem þarna var að sjá. T.d. var gengið i gegnum „byggðasafn" sjónvarpsins, þar sem geymd eru öll hugsanleg húsgögn óg húsmunir, ljósakrónur og ann- að i stíl allt frá dögum Lúðviks XIV og fram til vorra daga. Við blaðamennirnir höfðum gaman af því að sjá langa hillu af rit Borgarráðsformaður Kaupmannahafnar, Egon Weidekamp, ávarpar forsetahjónin í hátíðasal RáS- hússins í Kaupmannahöfn í gær. Undir kórónunni við veggteppið sitja þjóðhöfðingjarnir og konur vélum af ölíum hugsanlegum ár- Þeirra f,a vinstri: Ingiríður Danadrottning, herra Kristján Eldjárn, Eriðrik IX Danakonungur og gerðum. frú Halldóra Eldjárn. Er gestir höfðu gengið undir leiðsögn ráðamanna sjónvarps- ins var boðið upp á kaffi og kransaköku. Haakon Stangerup, prófessor hafði orð fyrir heima- mönnum, er hann ávarpaði gest- ina og í ræðu sinni minnti hann m.a. á samstarf danska og ís- lenzka sjónvarpsins og sagðist vilja hafa þá ánægju af því að geta sagt forsetanum, herra Kristjáni Eldjám frá, að danska sjónvarpið hefði látið kanna hversu margir hefðu horft og hlýtt á ræðu hans í Fredens- borgarhöll og hefði sú athugun leitt í ljós, að áhorfendur hefðu verið nærri 2 milljónir. Fór hann síðan miklum lofsorðum um þessa ræðu forsetans. • ATHÖFN I RÁDHÚSI KAUPMANNAHAFNAR Frá sjónvarpsstöðinni í Glad- sakse var ekið beinustu leið til 1 fyrrakvöld iiéldu forsetahjónin dönsku koniingshjóniiniim veizlu í Langeiinie-Pavillonen. Á mynd- inni sést er herra Kristján Eldjárn og frú Halldóra bjóða Ingiríði drottningu og Friðrik konung vel- komin til fagnaðarins framan við veitingastaðinn. ráðhúss Kaupmannahafnar. Framan við það hafa blakt stór ir danskir og íslenzkir fánar og íslenzkir fánaborðar allt frá þvi er heimsóknin hófst. 1 dag var svo festur yfir aðaldyrum ráð- hússins stór islenzkur fáni. Um klukkan 11 komu forseta- hjónin að ráðhúsinu, en þar var þá fyrir allmikill mannfjöldi, sem fagnaði þjóðhöfðingjunum. Þeg- ar þeir gengu inn í anddyri ráð- hússins, sem er hið veglegasta — hátt til lofts og vítt tii veggja — stóðu fjórir lúðrablás- arar uppi á svölum og blésu í hornlúðra af sömu gerð og eru i merki dönsku bændasamtak- anna. Tóku ýmsir af forráða- mönnum borgarinnar á móti gestunum í anddyrinu, en fylgdu þeim síðan i hátíðasal ráðhúss- ins. 1 miðjum sal voru 4 stólar undir skjaldarmerki Danmerkur og Kaupmannahafnarborgar. Þar tóku þjóðhöfðingjarnir sér sæti ásamt konum sínum. Gegnt þeim voru hin fornu skjaldar merki ríkja innan hins danska konungsríkis, er ráðhúsið var reist 1903. íslandsfálkinn er þeirra stærstur og fyrir miðju en umhverfis hann eru svo skjaidarmerki Færeyja, hinna gömlu dönsku nýlendna í Vest ur-Indíum, svo og Grænlands. Formaður borgarráðs Kaup Framhald á bls. 16 STAKSTEII\IAR í»röngsýni og afturhald Nú nýverið er lokið leynilegri atkvæðagreiðslu innan þing- flokks sjálfstæðismanna, þar sem þingflokkurinn útnefndi for sætisráðherraefni. Að vonum hef ur það vakið töluverða athygli, að niðurstöður þessarar atkvæða greiðslu voru birtar opinberlega. Til þessa hefur starfsemi þing- flokkanna farið fram með mik- illi leynd og fátt hefur spurzt út um það, sem þar hefur farið fram. Þess vegna er eðlilegt, að þessi nýbreytni þingmanna Sjálf stæðisflokksins veki nokkurt um tal. Dagblaðið Þjóðviljinn fer um þetta atvik nokkrum orðum og segir í því tilviki m.a.: „Það er einkennilegt tiltæki að hafa um það skriflega atkvæðagreiðslu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hverjum fela skyldi að mynda nýja stjórn, greina frá því opin- berlega að atkvæðagreiðslan stæði yfir og birta niðurstöður hennar opinberlega. Ekki er kunnugt að þetta hafi nokkurn tima verið gert fyrr í nokkrum fIokki“. Þessi ummæli Þjóðvilj- ans eru enn eitt dæmi um það steinrunna afturhald, sem ræður ríkjum í herbúðum íslenzkra kommúnista. Á sama tíma og nýr hugsunarháttur er hvarvetna að ryðja sér til rúms, þá heyrast slíkar stunur í íslenzkum komm- únistum. Ný öfl hafa komið fram á sjón arsviðið, sem vinna að því að gera stjórnmálastarfið opnara og frjálslegra; krafan um nútíma vinnubrögð fær víðast hljóm- grunn. En Þjóðviljinn telur slíkt vera „einkennilegt tiltæki“ og rökstuðningurinn er sá, að ekki er vitað til þess, að starf þing- flokka hafi „nokkurn tima í nokkrum flokki“ farið fram fyrir opnum tjöldum. Á berlegri hátt verður afturhaldssemin tæp ast opinberuð. Reyndar er þessi birting á at- kvæðatölum í þingflokki sjálf- stæðismanna aðeins eitt lítið dæmi af mörgum, sem gefa til kynna að verið er að sveigja stjórnmálastarfsemina inn á nýj ar brautir. Afturhald Þjóðvilj- ans fær ekki stöðvað slíka þró- un; það er mjög almennur hug ur fólksins, að áfram verði hald ið á þessari braut. Nútímaleg vinnubrögð Sjálfstæðismenn hafa yfirleitt haft forgöngu fyrir nútímalegri vinnubrögðum í stjórnmálastarf inu. Reyndar er þetta svo eðli- legt og sjálfsagt, að ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum hvað eftir annað. Enda væri það ekki gert, ef ekki kæmi til áköf andstaða aftur- haldsafla í íslenzkum stjórnmál- um með kommúnistana í Alþýðu bandalaginu í fyrirsvari. Þessi nýbreytni hefur einkum miðazt að tvennu. í fyrsta lagi hefur verið unnið að því að auka hið beina vaid almennings. 1 því tilviki eru prófkjörin tvimæla- laust stærsta skrefið, sem stigið hefur verið til þessa. í öðru lagi má nefna viðleitni í þá átt að gera allar stjórnmálaumræður opinskáar og frjálslegri. Þetta c gert í þeim tilgangi að fá fram fleiri sjónarmið, svo að stjórnmálaumræður geti orðið uppbyggilegri og stuðli að al- mennum áhuga. Almenn þátttaka í stjórnmála starfi og stjórnmálaumræðum er hornsteinn lýðræðislegra stjórnarhátta. f sjálfu sér er það engin tilviljun, að megin and- staðan gegn þessum umbótum skuti einmitt koma frá komm- únistunum í Alþýðubandalag- inu. — Forsetinn v / *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.