Morgunblaðið - 05.09.1970, Síða 5

Morgunblaðið - 05.09.1970, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1970 Ég byr i aði á rós árið 1909 segir Jón Jónsson, Hann Jón Jónsson, sem nú er að verða áttræður, er bú- inn að mála myndir í nær 60 ár. Þó hefur hann ekki haldið nema tvær sjálfstæðar mál- verkasýningar, þá fyrstu íás mundarsal 1962 og næstu í Bogasalnum 1968 og seldi þá allar myndirnar nema eina. Nú er hann í dag að opna þriðju sýninguna sína á Ás- mundarsal. Hún verður opin kl. 14—22 fram til 14. þessa mánaðar. Við röbbuðum við Jón af þessu tilefni og spurðum hann m.a. um hans fyrstu spor á listabrautinni. Jón er, sem kunnugt er, bróðir Ás- gríms Jónssonar, listmálara, sem var 14 árum eldri en hann. — Það var þegar Ás- grimur kom heim frá Italíu ár ið 1909, að hann fór að hvetja mig til að læra hjá sér að teikna, segir Jón. Ég lét til leiðast. Ég byrjaði á rós. Mörg kvöldin sat ég yfir þessari rós og hafði mikið fyrir. Svo lánaði ég einhverj- um myndina og hefi ekki séð hana síðan. — Nú, ég lauk við rósa- myndina og Ásgrímur fór að útvega mér gifsmyndir. Fyrst fékk ég hönd, svo fót, siðan engilsmynd og mynd af grísk um spekingi. Þá fór ég að mála „stilleben", kyrralífs- myndir heitir það víst núna. Þá mynd á ég enn. Og þá kom fyrsta portrettið, mynd af Zophoníasi Baldvinssyni bil stjóra og kennara. Þannig byrjaði þetta nú. Ásgrímur var strangur kennari og var ekki aldeilis að segja annað en honum fannst. —• En þú hefur alltaf unn- ið líka? — Já, já. Ég fór til Siglu- fjarðar og var þar við hús- byggingar. Það var á fyrri stríðsárunum, líklega 1916. Við fórum um páska og ég man að skaflarnir voru nærri jafnháir simastaurunum. Þá kom ég strax auga á Hóls- hyrnuna. Fyrsta myndin mín þaðan var lika af henni. Ás- grími þótti hún góð og fékk svolitla von um mig þá. Á Siglufirði málaði ég 4—5 myndir. Annars vorum við svo mikið að vinna. Fyrst urð um við að moka snjónum of- an af húsinu, sem við áttum að vinna við fyrir Islandsfé- lagið. Ragnar Þórarinsson var yfirmaður okkar og bezti yfirmaður, sem ég hefi haft. Á Siglufirði var ég ekki að- eins húsamálari, heldur líka smiður og múrari. — En þú dreifst þig samt utan að læra að mála? — Já, ég fór til Hafnar og var þar veturna 1919—20 og 1920—21 hjá Viggo Brandt, sem var ágætis málari og kenndi við Kunstmuseet í Silf urgötu. Eftir fyrsta árið hafði ég tekið próf inn á Akademí- una og fór þangað í þriðju ferðinni. Við tókum prófið saman við Guðmundur í Mið- dal. En hann fór svo til Þýzkalands. Ég vildi ekki fara frá Danmörku, enda kunni ég ekki þýzku. Finnur Jónsson var þarna líka og fór til Þýzkalands. Og Ásmund- ur, sem fór til Svíþjóðar. Próf essor Ejnar Nielsen var strangur við okkur. Hann sagði við mig: Komdu nú með reglulega karlmannlegar myndir! Og hann sagði líka: Af hverju lærirðu ekki hjá bróður þínum, þessum mikla listamanni? Þá skammaðist ég mín. En ég var kominn til Hafnar til að sjá hvað hinir strákarnir voru að gera og til að skoða myndir á söfn- unum. Það var sannarlega nautn að skoða allar þessar myndir. Viggó Brandt benti mér alltaf á góðu listaverk- in. Hann var mér svo velvilj- aður. — Þegar ég kom svo heim, var ekki um annað að hugsa en stranga vinnu, bætir Jón við. Ég var kominn i skuldir. Skuldaði Ásgrími orðið 1400 krónur og það var mikið. Ekki gat ég þolað að vera með skuldabakka á bakinu og hefi aldrei gert. — Sýndirðu ekki myndirn ar þinar? — Jú, ég var með á samsýn- BUDBURDARFOLK OSKAST í eftirtolin hverfi Lindargötu — Hverfisgötu frá 14-56 Laufásvegur frá 2-57 — Sjafnargata Laufásvegur frá 58-79 — Stórholt Hátún — Miðbœr — Aðalstrœti TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 ingum á árunum 1920—30. Við höfðum listvinafélag, sem reisti Listvinahúsið á Skóla- vörðuholti og þar var sýnt. Við höfðum líka alltaf fundi, sem voru haldnir í ljósmynda stofunni hennar Sigríðar Zo- ega á efstu hæðinni i húsi Garðars Gíslasonar. Þórarinn B. Þorláksson var þarna fremstur í flokki. Hann var svo mikill félagsmaður og hugsaði um meira en bara sjálfan sig. Ásgrímur bróðir minn var með og Jón Stefáns son. Og systkinin Sigríðurog Geir Zoega, vegamáiastjóri voru í hópnum, og fleiri sem ég man ekki eftir á stund- inni. Ég var alltaf dauðfeim- inn að koma þarna, eins og ég er alltaf. — Varstu ekki kvæntur þá? — Nei, ég gekk í það heil- aga 1927. Þá var ég orðinn 36 ára gamall. Mér leiddist ein- lífið og svo hitti ég ágætis stúlku. Hún hét Soffía Frið- riksdóttir, ættuð frá Vest- mannaeyjum. Við eigum tvo syni, Guðlaugur er verzlunar maður og Jón Friðrik málari. — Og alltaf málaðirðu myndir, jafnhliða húsunum? — Ég málaði alltaf með- fram vinnunni. Ég sýndi Ás- grimi oft myndirnar mínar. Stundum hrósaði hann mér, og stundum ekki. Hann kom Jón að mála við Gullfoss. oft heim til mín á sunnudags morgnum og skoðaði mynd irnar hjá mér. Hann hrósaði mér heldur við konuna mína en í mín eyru. Árið 1950 fór ég að nota vatnsliti. Ég hafði alltaf verið hræddur við vatnslitina. Ásgrímur var svo flinkur með þá. En þarna hugsaði ég mér að reyna og byrjaði á litlum myndum. Svo fór ég með þær til Ásgríms. Hann skoðaði þær og sagði: Heldurðu að þú getir farið að mála eins og einhver meist- ari? Svo gretti hann sig. Ég fór með myndirnar í hinn endann á húsinu, til Jóns Stefánssonar. Hann tók bet- ur í þær. Hvort ég þekkti Kjarval? Jú, jú, einu sinni hafði ég vinnustofu í austur endanum á Listvinahúsinu og Kjarval var í vesturendan- um. Þegar hann kom yfir einu sinni, var ég búinn að gera af honum karikatúr, þar sem hann var með skegg. Ég held að hann hafi bara orðið vond ur, karlinn. Hann fór og mál- aði af mér þessa voðalegu mynd, þar sem hann dró fram allt það Ijótasta. Ég sá mér ekki fært annað en rifa þær báðar. — Ef þú ættir mynd Kjar- vals núna, gætirðu selt hana fyrir stórfé? — Það hefði ég aldrei vilj- að. Ég hefi heldur ekki selt myndir eftir Ásgrím, þó ég eigi þær. Talið berst að nýju mynd- unum á sýningunni í Ásmund arsal, sem Jón kveðst hafa málað á undanförnum árum. Sú elzta er frá 1956. — Hún er úr Mosfellsdalnum, máluð nákvæmlega þar sem Halldór Laxness byggði seinna Gljúfrastein. Ég var svo oft búinn að mála þarna. Fyrst var ég í Mosfellsdalnum árið 1940, leigði þá kofa á Hraða- stöðum. Þá var hernámið og allir hræddir, einkum þeir sem voru með krakka. Ég var þarna allt sumarið og við vor um á ferðinni um allt, ég og konan mín. Flestar mynd- irnar minar þaðan eru farnar frá mér. Myndirnar á sýningunni eru 36 talsins, 12 olíumyndir og 24 vatnslitamyndir. Fyrir- myndirnar eru allt frá Snæ- fellsnesi að Heklu, en seinni árin hefi ég verið mest á Þing völlum. Ég fer um og tek skissur og mála svo inni- myndir eftir skissunum. Landslagið hér hjá okkur er svo breytilegt. Maður verður að vera fljótur að ná því. Ás- grímur sagði alltaf, að maður yrði að sjá myndina áður en maður málaði hana og ég er honum sammála í því. PHILCO FRYSTIKISTUR ——— 1' ........•*•p—• , ■ ' HEIMILISTÆKI SF. SÆTÚNI 8 - SÍMI 24000 HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.