Morgunblaðið - 05.09.1970, Page 6
6
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMRER 1970
TAKIÐ EFTIR — hreytuim gömtum kæli- skápum í frystistoápa. Flijót og góð þjórvusta. Sími 50473.
ÁMOKSTURSVÉL óskast til kaups. Mætti vena mioni gerð af Betta vél. TM- boð send+st Morgunblað'inu merkt „4729."
VOLKSWAGEN, RÚGBRAUÐ, til sötu, ángerð '62. Ný slkipti- vél, sikoðaöur '70. Simi 50570.
UNG AMERiSK HJÓN óstoa eftit Ktifli íbúð á teigu í Kópavogi, Hafnarfinði eða Ganðahneppi. S3mi 51846.
BÓKHALD Tefe að mér bóklhald og hvers kooar s>krifstofovin.nu. Ti'lboð menkt „Góð þjónusta 4115" sendrst Morgun.blaðinu.
HAFNARFJÖRÐUR íbúð óskast í stuttan tíma. Upplýsingar í síma 50263.
PRJÓNAVÉL Til sölu er Passapp 12 pnjónavél. Verð 10.000 kr. Uppfýsingar í síma 40714.
VOLKSWAGEN FASTBACK 1967 til sötú. Ávail'lt eikið er- liendis, ný vél, ijósiblár að íit og með áklæði. Mjög góóur bitl. Uppiýsingar f síma 23668 eftir hádegi, laugardag.
HÁRSKERASVEINN ós'kast í vi.nn’U í ra’kara stcrfu í Reykjaivík. Upplýsingar í síma 81017 eftir kii. 7 á kvötdin.
KEFLAVlK Óska eftir að tatoa á lieigu þriiggja heribergija ibúð. Get greitt 3—4 márvuði fyrinfnam. Upplýsingar i síma 1502 ki. 9—12 f. h.
DÖKKBLÁ BARNAKERRA hvanf frá Sléttahrauni 21, Hafnarfirð'i 27. ágúst. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar, vinsamlegast hringi í sima 51971.
HEIMAMYNDATÖKUR Bama- og brúöka<upsmynda- tökur í conrect colouir. — Vönduðustu iitmyndiir á mark aðnum. — Stjömuljósmyndir, Flókagötu 45, sími 23414.
HÚSBYGGJENDUR Framleiðum miW'iveggjaplötur 5, 7, 10 sm wvwþuirrkaðer. Nákvæm Sögun og þyktot. Góðar plötut spara múrhúð- un. Steypustöðin hf.
HÚSEIGENDUR Þéttum steinsteypt þök, '>ak- rennur, svabr o, fl. G »*xtm bindandi tilboð. Verktakafélagið Aðstoð. simi 40258.
TVÆR REGLUSAMAR stúlkur ósika eiftir 2ja<—3ja henbergja Sbúð frá 1. októtaer. Upplýsingar í síma 38184 eða 15050.
MESSUR A MORGUN
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Séra Jón Auð-
uns.
FiladeMa, Keflavik
Guðsþjónusta kl. 2. Willy
Hansen prédikar. Haraldur
Guðjónsson.
Keflavíkurkirkja
Messa kl. 5. Sr. Björn Jóns-
son.
Hvalsneskirkja
Messa kl. 2. Sr. Bjöm Jóns-
son.
Árbæjarkirkja i Holtum
Messa kl. 2. Séra Magnús
Runólfsson.
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11. Ræðuefni:
„Mammon". Dr. Jakob Jóns-
son.
Fríkirkjan i Beykjavik
Messa kl. 2. Ingibjörg Mjöll
Pétursdóttir, Njálsgötu 20.
verður fermd. Séra Þor-
steinn Bjömsson.
Háteigskirkja
Messa kl. 2. Séra Guðmundur
Óli Ólafsson, Skálholti, mess-
ar. Séra Arngrímur Jónsson.
Laugameskirkja
Messa kl. 11. Séra Garðar
Svavarsson.
Hafnarfjarðarkirkja
Messa kl. 2/ Séra Garðar
Þorsteinsson.
Neskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Séra
Frank M. Halldórsson.
Kópa vogskir k j a
Guðsþjónusta kl. 10.30. Séra
Gunnar Ámason.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ól-
afur Skúlason messar.
BústaðaprestakaU
Guðsþjónusta í Réttarholts-
skóla kl. 11. Séra Ólafur
Skúlason.
Dómkirkja Krists konungs í
Landakoti
Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Há
messa kl. 10.30 árdegis og lág
messa kl. 2 síðdegis.
Stokkseyrarkirkja
Messa kl. 2. Séra Magnús
Guðjónsson.
LangholtsprestakaU
Guðsþjónusta kl. 2. Prédik-
ari séra Guðmundur Óskar
Ólafsson. Sóknarprestar.
Ásprestakall
Messa í Laugarneskirkju kl.
2 (Altarisganga) Prestur séra
Magnús Guðmundsson. Sókn-
arnefndin.
Filadelfía, Reykjavik
Guðsþjónusta kl. 8. Willy
Hansen prédikar. Ásmundur
Eiríksson.
ÚR ISLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM
Sending
Eftir sögn Friðbjargar Sigurð
ardóttur á Vogum við Mývatn,
en hún sagði dóttur sinni, Sig-
riði Jónsdóttur, ekkju Sveins
Þórarinssonar amtskrifara á
Möðruvöilum.
Friðbjörg var unglingsstúlka á
Veisuseli í Fnjóskadal, þegar
þetta gerðist. Var hún fóstur-
dóttir bóndans þar, Þorsteins
Vigfússonar. Þorsteinn þessi átti,
er hann var milli kvenna, dreng
er Eyjólfur hét, með kvenmanni,
er hét Amfríður. Hún bjó með
systur sinni á bæ þeim í Laufás
sókn er heitir Fagribær. Hún
var skörungur mikiU og hug-
stór. Hana hafði viljað eiga mað
ur, sem Magnús hét, fom i
skapi og göldróttur, en hún
vildi ekki þýðast hann. Vakti
hann þá upp sjódauðan mann
og sendi henni. En þar eð hún
var svo einhuga, vogaði draugsi
ekki að henni, en ásótti bam
hennar, Eyjólf, svo mjög, að
hann kvaldist af flogum og datt
jafnan niður með froðufalli.
Stundum þegar fólk kom að, var
búið að troða honum undir sæng
ur og í skot, sem draugsa var
líka eignað.
Einhverju sinni á aðfangadags
kvöld var Friðbjörg inni í eld-
húsi að sjóða ýsu til jólanna, því
til sveita er blautur fiskur sæl-
gæti. Eldiviðurinn var slæmur
og logaði illa, og varð hún mest
megnis að brenna hefilspónum,
sem fuðruðu jafnóðum upp.
Verður henni þá litið til dyr-
anna og sér, hvar stór maður í
sjóklæðum og með barðastóran
hatt er að bograst inn í dyrn-
ar. Henni varð hverft við, en
sagði þó, í þvi hún rauk í fang-
ið á honum til að komast út:
„Ekki skaltu gjöra mig vitlausa,
djöfullinn þinn.“ Vék hann sér
þá frá, en hún smaug hjá honum
og vissi hún af honum á eftir
sér inn göngin, er hún hélt laf-
hrædd inn í baðstofuna, og
mundi hún það síðast til, að
fólkið í baðstofunni þreif í hana,
er hún kom upp í stigagatið, og
sagði við hana: „Hvaða ósköp
em að sjá þig barn, þú ert föl
eins og dauðinn." Leið því næst
yfir hana, og fyrst seinna rank-
aði hún við sér uppi í rúmi. 1
sömu andrá var guðað á glugg-
anum uppi yfir henni. Var það
sendimaður frá Arnfríði í Fagra
bæ, barnsmóður Þorsteins, þess
erindis, að hún bað Þorstein
að taka drenginn af sér, því
hann væri nú svo mjög ásóttur
af draugs völdum. — Þetta átti
að hafa verið draugurinn, er
slæddist undan sendimanninum,
sem Friðbjörg sá í eldhúsinu.
Drengurinn var sóttur, og var
mjög kvalinn af missýningum og
slögum, þar til Þorsteinn faðir
hans fékk róðukrossa og aðra
helga dóma hjá Torfa á Klúk-
um í Eyjafirði, alkunnum 1 þá
daga fyrir að hnekkja valdi og
vitsmunum galdramanna. Dreng-
urinn náði tvítugsaldri og var
jafnan heilsulítill og héralegur.
En Magnús galdramaður
drukknaði á Eyjafirði, og fannst
á honum dauðum nokkuð af
galdraskruddum. Hann var jafn
an auðnulítill sagður.
Úr þjóðsögum Thorfhildar Hólm
GAMALT
OG
GOTT
Álfkonan og mennski maður-
inn.
Ég er úr
álfa löndum,
en þú ert maður
úr miðhluta-heimi.
Þá haustar hér
og herðir að vetri.
þá vorar þar
vanda eftir.
Þá hér er sjór
með heiði og skýjum.
þá er þar himinn
með heiði og skýjum.
VÍSUKORN
TU Hjálmars Þorsteinssonar
skálds frá Hofi.
Með kærri þökk fyrir þátt-
töku í sumarvöku tjtvarpsins,
<2.9. ‘70.
Ennþá bera mætir menn,
með sér hlýjar vökur
Hressing var að heyra enn,
Hjálmars rödd og stökur.
Verjist falii, gýgjuglans,
greypt i Hallir, Braga.
Þar mun snjalla, harpan hans.
hljóma alla daga.
Guðni Eggertsson.
Þar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk.
12.34).
í dag er laugardagur 5. september og er það 248. dagur ársins
1970. Eítir lifa 117 dagar. Árdegisháflæði kl. 8.35 (tír íslands
almanakinu).
AA- samtökin.
Viðtalstími er í Tjarnargötu 3c a?ia virka daga frá kl. 6—7 e.h. Simí
'-Ö373.
Almannax upplýsingar nm læknisþjónustu í borginnl eru gefnar
símsvara Læknafélags Reykjavikur, sima 18888. l-ækningastofur eru
lokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina. TekiS verður á móti
beiðnum um lyfseðla og þess háttar að Gíyðastræti 13. slmi 16195.
frá ki. 9-11 á laugardagsmorgnum
Tajmlæknavaktin
er í Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 5—6.
Næturlæknir í Keflavík
5. og 6.9. Arnbjörn Ólafsson.
7.9. Guðjón Klemenzson.
Læknisþjónusta á stofu á laugar-
dögum sumarið 1970.
Sumarmámuðina (júní-júlí-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vík lokaðar á la’Ugardögnm, nema
læknastofan í Garðastræti 14, sem
er opin alla laugardaga í snmar
kl. 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabeiðnir hjá læknavaktinni
sími 21230, fyrir kvöld-. nætur- og
helgidagabeiðnir.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið alla da.ga, nema laugar-
daga, frá kl. 1.30—4. Aðgangur
ófeeypis.
Gömul mynd af Meðalfellsvatni
Nú sit ég bér við giiuggann þá sólarlagið er
sezt á norðurf jöllum það glöggt nú héðan sér.
Og fevödsins skjuggiar færast á fjöU og heiðarbrún
og friður vorsins breiðist yfir engi og tún.
Hve sælt er það að vaka um sumarbjarta nótt
og sjá fcve allTí stoepniumni verður þá avo rótt.
Ég elaíca svona vornótt ég elaka. svona frið
og ævinlepa huiggast óg slika minining við.
Hugiir minn oft reikar um heimisins víðan geim,
hæ.tir vi8 að leitr að hugðaretfnum þeiim,
sem ofan standa manmileigu au@un.uim að sjá
og ö”u því sem fagunt er þráir hamin að ná.
FysUinn Eymundssom.
Gangið úti
í góða
veðrinu
FRÉTTIR
Kvenfélag Óháða safnaðarins
Félagsfundur þriðjudaginn 8.
sept. kl. 8.30 í Kirkjubæ. Vetrar
starfið rætt.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins í Reykjavík
heldur fund þriðjudaginn 8. sept
kl. 8.30 í Slysavarnahúsinu á
Grandagarði. Þær konur, sem
eru í hlutaveltunefndinni, eru
sérstaklega beðnar að mæta.
Skemmtiatriði verða.
SÁ NÆÍST BEZTI
Kaupmaður nokkur átti dóttur gjafvaxta, sem var trúlofuð mál-
flutningsmanni. Lögfræðingur þessi þótti hinn mesti refur og reyf-
ari í öllum viðskiptum, og var ekki í miklu áiiti hjá tilvonandi
tengdaföður. Á aðfangadag jóla fær dóttir kaupmanns sendingu,
sem var jólagjöf frá unnustanum. í henni var refskinn, fagurt og
verðmætt. Dóttirin sýndi föður sínum gjöfina og dáðist mikið
að henni, en kaupmaður hleypti brúnum, brá þremur fingrum bak
við eyrað og sagði: „Satt er það, oft er gjöf lík gefanda".
Séra Árni fór eitt sinn um haust, frá sinum Snæfellingum, aust-
ur í fagurt mannlíf í Árnessýslu og gisti á mörgum bæjum, m.a. á
Hamarsheiði. Um morguninn settist hann inn í eldhús, þar sem
þær stóðu í sláturgerð, Þorbjörg húsfreyja, Jóhanna Bjarnadóttir
og Margrét Þorláksdóttir, hver annarri fróðari um allar ættir,
prestaævir og hiskupaævir, svo og um allar huldufólkssögur,
draugasögur og kraftaverkasögur, allar vottfestar og dagsannar.
Um kvöldið kom Jóhann húsbóndi inn frá útiverkum og spurði:
„Situr þú hér enn í eldhúsinu, sjálíur prófasturinn?" „Já, góði,
hér hefi ég setið í háskóla í allan dag!“