Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SBPTEMBER 1970 11 ánægju af því. Og í því sam- bandi vil ég ekki láta hjá líða, að það komi fram, að ég gleðzt yfir þekn áhuga, sem nú er vaknaður á að forða gömlu hús unum frá eyðileggingu, og ég hrópa húrra fyrir ungu mönn- unum, sem þessa dagama hafa hengt upp plaköt til áróðurs fyrir því að verja gömlu húsin. Auðvitað á þetta ekki við um öll gömul hús, en einihvers staðar verður að draga mörk- in. Að vísu er ástandið varðandi þessi mál sýnu betna hér í Reykjavík en t.d. í Hafniarfirði. t»ar hefur mönnum tekizt að gjöreyðileggja eimu álfaborg- ina, sem hér var í byggð. Þegar ég kom ungur drengur fyrst til Hafnarfjarðar með afa mínum árið 1928 þá var þessi bær í mínum augum eins og álfaborg. Ekkert annað kom til mála. Og það hefði svo sem ekki verið ónýtt nú í öllu túr- istafarganinu að geta sýnt út- lendingum Hafnarfjörð eins og hann var. Það er ekki ýkja lamgt síð- an ég fór í Hafnarfjörð með tveim útlendum lisitmálurum. Þeir voru svo yfir sig hrifnir, að þeir hefðu helzt kosið að hafa rúllustól til að geta málað allt í kring um sig en þá var mér hugsað að sennilega hefðu mennirnir hreinilega gengið í björg, ef þeir hefðu séð þenn- an yndiafagra bæ eins og bann var. — Eru ekki annarts þessi verðmæti auk ýmissa náttúru- verðmæta í stórhættu? — Jú, svo sannarlega og hættan eykst með ári hverju meðlan þessi jarðýtuhugsana- gangur er við lýði. Og mig hryllir við því, ef gamla andlit Reykjavíkur á eftir að verða einhvers konar uppblástur. — Ertu bundinn af einhverj- um sérstökum ismum, Fúsi? — Nei, það held ég ekki. En á hinn bóginn hef ég alltaf augun opin fyrir öllu, sem fal- legt er, hverju nafni aem það nefnist. Það er eins og gengur sumir geta ekki teiknað en eru góðir kóloristar og svo öfugt. Listin sjálf er ótæmandi en hitt skipt ir öllu máli, hvernig menn tjá hana. 'EKKI HORFA í DRULLU- POLLINN OG GLEYMA FEGURÐINNI í KRINGUM SIG — Þú ert mikill Reykvíking ur, Fúsi? — Já, mér er það ekkert launungarmál, að um þann stað þykir mér alltaf vænzt og mér sárnar oft, hve fólk er andvaralaust og beinlínis sof- andi fyrir allri þeirri fegurð, sem borgin hefur upp á að bjóða. Mönnum hættir til að horfa bara í drullupollinn og gleyma fegurðinni í kring um sdg og þá er líka hætta á ferð- um, því um leið og menn sjá einunigis drullupollinn, þá sikynja þeir ekki lengur fegurð ina og hún hverfur úr hugum manna smátt og smátt. — Hvaðan eru landslags- myndir þínar? — Þær eru víða frá t.d. úr Skorradalnum og hér úr ná- grenninu m.a. utan af Seltjam arnesi. — Og þá skulum við snúa okkur að músíkinni. — Já, þessa dagana kemur út hefti með lögum eftir mig. í heftinu eru fjörutíu og átta lög og Lithoprent hefur annazt prentun og frágang og Félags- bókbandið séð um band. Eins og þú sérð, þá er ljómandi vinma á þessu. — E-r lögunum raðað í heft- ið eftir einhverri sérstakri reglu? — Nei, þar hefur bara handa hófið ráðið. — Er ekki arnnars erfitt að vinna svona hefti? — Jú, fyrst þarf að tei'kna þetta alllt upp, nótumar og text ana, og það hefur gert Gunnar Sigurjónsson og síðan er það ljómyndað og að lokum prent- að. Ég vildi nota tækifærið og þakka öllum, sem hafa verið mér hjálplegir við að koma þessu hefti út. — Hver gefur þetta út? — Það geri ég srjálfur. Ég hef sjálfur gefið út öll þau lög, sem út hafa komið á nótum eftiir mig nema eitt. — Og hvaða lag er það? — Það var „Við eigum sam- leið“ fyrsta lagið mitt, sem kom á þrykk. Þeir Pétur Pét- ursson útvarpsþulur og Páll Finnbogason gáfu það út eða Pétur og Páll. — Er ekki svona útgáfa dýr? — Jú, rándýr, segir Fúsi og brosir. — Lögin þín hafa gert víð- reist? — Já, þau hafa bæði farið austur og vestur. Kerlimg nokk ur, sem lék á píanó á vertshúsi í Kaupmanmahöfn, sagði mér eitt sinn, að lögin mín hefðu gert sig að alkóhólista. Land- inn dældi svo miklu af alkó- hóli í dömuna fyriir að spila lögin mín, að hún mátti ekki við meiru. — Þú sagðir fyrir vestan og austan. Hafa lögin þín líka komið við í Ameríku? — Já, ég fékk eitt siinn afar elskulegt bréf frá frú einni vestur í Ameríku og bréfinu fylgdi prógram þar sem á voru lög eftir mig ásamt lögum eft- ir stórmeistarana Handel og Mozart og mátti ég vel una fé- lagsstoapnum. — Segðu mér hvernig er svo samkomulagið á milh tón- skáldsins og listmálarans? — Afskaplega gott og ég held að um skilnað verði varla að ræða úr því sem komið er. — Heyrðu Fúsi, ég minnist þesss, að einhvern tímann hef ég séð eða heyrt, að kennari þinn í Englandi hafi alltaf kall að þig Fúsó. Var það hann sem breytti í-inu í ó eða einhver annar? — Það var Pétur heitinm Jónsson, söngvari, sem kallaði miig þetta alltaf, en hann var kennari minn í söng um ára- bil, og ég vil gjarnan, að það komi fram, að f'áa menn rríet ég meir en Pétur heitinn. — Hefur þér annars aldrei dottið í hug að taka upp Fúsó nafnið sem listamanmsnafn? — Nei, en annars væri það ékki svo vitlaust, segir Fúsi og hlær ,og nú kemur húsmóðirin með kaffisopann og afsakar, að allt sé á rúi og stúi, myndir hér og nótur þar. MAÐUR SNÝR SÉR Á HÆL FRÁ SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUM — Já, vinur það fylgir þessu bardússi alls konar amstur og áhyggjur en ég reyni að vera á fyrra fallinu til að allt fari -kki í handaskol, en sýningi.n stendur bara í átta daga eg verður alls ekki framlengd, segir Fúsó og nú er kominn áhyggjusvipur á andlitið á honum. Ég veit, að fólk hlakkar til að sjá myndimar hans ,sem eru bæði fjölbreytilegar og skemmtilegar eins og allt, sem kamur frá Fúsó. Eftirmála þessa spjalls skul- um við hafa orð meistara Kjarvals, sem hann sendi í bréfi til Fúsa í janúar 1947 en þar segir: „Það er gaman að skoða þessa sýningu Sigfúsar Hall- dórssonar. — Og ekki meira um það, því nóg annað er að starfa. En áður en þetta er skrifað kemur manni til hugar að réttast væri að skrifa um þessa sýningu og svo byrjar maður að skrifa en það endar með því að þegar maður er bú inn að skrifa heilmikið um á- hrif og útlit þessara mynda, þá finnst manni sjálfar myndimar betri, en það sem maður hefur skrifað um þær, og að prenta það kæmi ekki til mála. Og maður snýr sér á hæl frá sjálfum sér og öðrum og sendir Sigfúsi Halldórasyni kærar kveðjur með þakklæti og ósk- um alls góðs á liistabrautinni“. Og að lokum tek ég undir óskir meistarans og segi: Hjartanlegar hamingjuóskir þér til handa kæri vin og haltu áfram að mála og senda frá þér lögin ljúfu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 35., 36. og 37. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Ásgarði 125, þingl. eign Þorsteins Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 9. sept. n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, tollstjórans í Reykja- vik og ýmissa lögmanna, fer fram opinbert uppboð að Síðu- múla 20, (Vöku h.f.), laugardaginn 12. september n.k. kl. 13,30, og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðir: R. 220, R. 905, R. 1543, R. 1686, R. 2148, R. 2214, R. 2440, R. 2544, R. 2629, , R. 2947, R. 3092, R. 3306, R. 3510, R. 3592, R. 4117, R. 4416, R. 4433, R. 4489, R 4885, R. 5033, R. 5060, R. 5120, R. 5780, R. 5989, R. 6231, R. 6315, R. 6427, R. 6688, R. 6779, R. 6971, R. 7027, R. 7424, R. 7742, R. 8769, R. 8792, R. 8851, R. 9039, R. 9105, R. 9490, R. 9519, R. 9535, R. 9745, R. 10800, R. 10941, R. 11033, R. 11205, R. 11225, R. 11307, R. 11559, R. 12225, R. 12909, R. 13309, R. 13363. R. 13646, R. 13793, R. 13903, R. 13962, R. 14259. R. 14276, R. 14353, R. 14388, R. 14505, R. 14523, R. 15137, R. 15170, R. 15383, R. 15388. R. 15596, R. 15885, R 15917, R. 16391, R. 16472, R. 16479. R. 16642, R. 16733, R. 16784, R. 16860, R. 17167, R. 17574, R. 17956, R. 18191, R. 18267, R. 18323, R. 18398, R. 18429, R. 18586, R. 18899, R. 18914, R. 19205, R. 19212, R. 19467, R. 19586, R. 19672, R. 19850, R. 19917, R. 19994, R. 20108, R. 20578, R. 20637, R. 20781, R. 21168, R. 21337, R. 21508, R. 21693, R. 21878, R 21953, R. 22334, R. 22387, R. 22777, R. 22803, R. 22841, R. 22876, R. 22968, R. 23061, R. 23270, R 23353, R. 23471, R. 23647, R. 23760, R. 23774, A. 2074, G. 1174, G. 3061, Y. 297, Y. 753, Y. 1034, Y. 1922, Ö. 706 og bifhjól R. 11941. Ennfremur verður seit: Jarðýta T.D. 9 International, vöru- lyfta, Caterpillar-jarðýta, lyftari Tomotor jarðýta á beltum, skurðgrafa og vélkrani Koehring. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Leikir í dag laugardaginn 5. sept. kl. 16.00. MELAVÖLLUR KL. 16.00. Víkingur — Í.B.V. AKRANESVÖLLUR KL. 16.00. * I.A. — From Mótanefnd. e )unna 1 framleiðandi 'DdfiCnn. UNDIRFATNAÐAR býður viðskiptavinum sínum að líta inn á kaupstefnuna ÍSLENZKUR FATNABUR 3.—6. september 1970. IITIR ^SNIÐ y ■Æ Kven- og t e I p u - Söluumboð: K.MÓHANNSSON HF. (Reynir Lárusson - Karl Jóhannsson) P.O. Box 1331 - Sími 2-51-80 - Hverfisgötu 82 Reykjavík. iKJj Nauðungaruppboð sem auglýst var í 10., 12. og 13. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Asgarði 165, talin eign Sigurðar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 9. sept. n.k. kl. 15,30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 18., 20. og 22. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á Ásgarði 101, talin eign Hallgríms A. Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar og Sigurðar Hafstein hdl., á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 9. sept. n.k. kl. 14,30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.