Morgunblaðið - 12.09.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 12. SBPT. 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóii Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Rttstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. AUÐUR AUÐUNS RÁÐHERRA ingflokkur Sjálfstæðis- flokksins tilnefndi í gær frú Auði Auðuns til þess að verða fjórði ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjórnkmi. Á fundi þing- flokksins voru viðstaddir 19 þingmenn og hlaut Auður 18 atkvæði, en einn seðill var auður. Auður Auðuns mun taka við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra, en Jó- hann Hafstein heldur áfram að gegna embætti iðnaðar- og orkumálaráðherra ásamt forsætisráðherrastörfum. — Formlega verður gengið frá myndun hins nýja ráðuneytis fyrir þingbyrjun. Skipun Auðar Auðuns í ráðherraembætti er söguleg- ur viðburður, sem markar merk tímamót í stjórnmála- sögu landsins. Hún er fyrsta konan, sem tekur sæti í ríkis- stjórn íslands og með því er brotið blað í afskiptum kvenna af opinberum mál- um. Raunar hefur Auður Auðuns jafnan verið braut- ryðjandi í starfi kvenna á op- inberum vettvangi. Hún varð fyrst íslenzkra kvenna til þess að ljúka iagaprófi frá Háskóla íslands og hún er eina konan, sem gegnt hefur starfi borgarstjóra í Reykja- vík. Um nær aldarfjórðungs skeið átti hún saeti í borgar- stjórn Reykjavíkur en á Al- þingi hefur hún setið síðan 1959 og er eina konan, sem nú á sæti á Alþingi. íslenzkar konur hafa verið furðu seinar til virkrar þátt- töku í stjórnmálum, með ör- fáum undantekningum. En á síðustu árum hefur kviknað ný ráhugi meðal kvenna á því að hazla sér völl á opin- berum vettvangi til jafns við karlmenn. Enginn vafi er á því, að í hópi kvenna eru fjöl margar hæfileikakonur, sem eru ekki síður vel fallnar til stjómmálastarfa og annarra opinberra ábyrgðarstarfa en karlmenn. Sjálfstæðisflokkur inn hefur lengi lagt ríka áherzlu á að veita fulltrúum kvenna aðstöðu til stjóm- málaafskipta. Á því Alþingi, sem nú situr er eina konan úr röðum Sj álfstæðismanna. Á síðasta kjörtímabili borgar- stjómar Reykjavíkur var eini fulltrúi kvenna úr hópi Sj álf- stæðismanna. Og þannig hef- ur það lengi verið. Sjálfstæð- isflokkurinn er sá íslenzkra stjómmálaflokka, sem sýnt hefur komum mestan trúnað og traust. Nú hefur nýtt spor verið stigið í þessa átt, spor, sem vafalaust hefur hvetj- andi áhrif á konur til virkrar þátttöku í opinbemm mál- um. Á löngum stjómmálaferli hefur frú Auður Auðuns sýnt, að hún er miklum kost- um gædd til þess að takast á hendur það sögulega hlut- verk að verka fyrsti M. kven- ráðherrann. í nær aldarfjórð- ungs sfarfi að borgarmálum Reykvíkinga lagði hún mesta áherzlu á afskipti af fræðslu- málum, heilbrigðismálum og velferðarmálum. Á þessu tímabili hafa mikil umskipti orðið í öllum þessum mála- flokkum og þar hefur Auður Auðuns átt mikiun hlut að máli. Það er Sjálfstæðismönn- um um land allt mikið fagnaðarefni, að frú Auður Auðuns hefur verið valin til þess, fyrst Menzkra kvenna, að taka sæti í ríkisstjórn fs- liands. Og Morgunblaðið veit, að það mælir fyrir munn al'lra landsmanna, er það ósk- ar frú Auði velfarnaðar í því ábyrgðarmikla starfi, sem hún tekst senn á hendur. M U mf erðarf ræðsla ^ð undanförnu hefur geng- ið yfir veruleg óhappa- og slysaalda í umferðinni, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Þessi óhöpp og slys ættu að vera áminning um, að nauðsynlegt er að halda áfram þeirri miklu um- ferðarfræðslu, sem hafin var, er hægri umferðin gekk í gildi og hafði tvímælalaust mikil áhrif í þá átt að skapa J aukna umferðarmenningu. En reynslan sýnir, að ekki má slaka á að nokkru ráði, « heldur þarf að halda uppi skipulagsbundinni umferðar- , fræðslu og áróðri allt árið um 1 kring. Þá fækkar slysum og óhöppum. lÍ Concordevél Breta og Frakka. Verður hætt við CoilCÍ Stjórnklefi Concorde. Þessa dagana virðist algert fjármálaöngþveiti vera yfir- vofandi í flugvélaframleiðslu vestrænna ríkja, og flugfélög- in eru mörg hver einnig í mikl- um vanda stödd. Það eru mörg atriði sem hjálpast að við að skapa þetta ástand: 1) Kostn- aður við hönnun hljóðfrárra farþegaþota hefur farið langt fram úr áætlun. 2) Concorde þota Breta og Frakka er sögð vera allt of lítil til að geta borgað sig. 3) Töluverðir gall- ar hafa komið fram á Boeing 747, risaþotunum, og þeir hafa kostað hundruð milljóna doll- ara. 4) Lockheed og McDonnel Douglas eiga í harðri sam- keppni um sölu 365 farþega þota fyrir styttri flugleiðir, og Lockheed verður svo til örugg- lega gjaldþrota ef það tapar. 5) Stóru flugfélögin hafa þurft að fjárfesta gífurlegar upphæð ir í 747 risaþotunum, og þær eru langt frá þvi að vera farn- ar að bera sig. Enn meiri fjár- festing í hljóðfráum þotum gæti riðið þeim að fullu ef þær borga sig ekki. Ef við lítum fyrst á hljóð- fráu þoturnar, er bezt að byrja í Sovétrikjunum, en þau eru eini aðilinn fyrir utan Breta og Frakka og Bandaríkjamenn, sem hafa lagt út í smíði slikra — bæði flug leiðendui f élög eigí hagsörðu og margi ekki tíma bæta ven hljóðfrár við þau v sem eru í farkosta. Rússneska þotan heit ir TU-144, og er minnst af þess um þrem. (Sjá mynd og saman- burð á vélunum.) TU-144 var fyrst í loftið, og hún verður einnig fyrst tekin í notkun, þar sem Rússar hyggjast hefja far- þegaflug með henni milli New York og Moskvu, árið 1972. Rússar hafa þegar hafið mikla söluherferð, ekki aðeins í Rússmeska þotan, TU-144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.