Morgunblaðið - 12.09.1970, Side 19

Morgunblaðið - 12.09.1970, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPT. 1970 19 Ingibjörg Sigríður * Jónasdóttir — Attræð INGIBJÖRG frænka var áttræð 28. ágúst. Hún ber þó ekki ald- urinin með sér, alltaf jafn kát og skemmtileg, augun leiftrandi fjörug og hjartagæzkan vermir hvern þann, sem kemur í heim- sófen. Ingibjörg er fædd að Efrá- Brunná í Saurbæ í Dalasýslu, en fluttist tveggja ára með foreldr- um sínum, Ingibjörgu Loftsdótt- ur og Jónasi Jóniassyni, bónda og smið, í Borgarfjörðinn, að Galtár höfða í Sanddal í Norðurárdal. Þar ólst hún upp, þangað til fjölskyldan fluttist skömmu eft- ir aldamótin að Litla Skarði í Stafholtstungum. Ingibjörg var þó aðeims tvö ár á Litla Skarði, því að fjórtán ára byrjaði hún að sjá fyrir sér sjálf, sem kaupa- kona og vinnukona á ýmsum bæjum í Borgarfiirði. Árin kringum síðustu aldamót yoru engin sæluár í þjóðlífssögu íslendinga. Harðæri og náttúru- hamfarir þrengdu mjög að þjóð- inni og fjöldi fólks varð að flýja land. Fjölskyldan í afdal Norð- urárdalsins og í Stafholtstung- unum var ekki undanþegin tíð- arandanum. Jónas drýgði að vísu afrakstur jarðarinnar með smíðum fyrir sveitiraa, því að hann var afburða smiður bæði á tré og járn og orðlagður fyrir hæfileika sína um allt héraðið. Búskapurinn lenti því oft mikið á móðurinni Ingibjörgu og elztu systkinunum, og það kom fyrir að legið hafi við örvsentingu um viðurværið. Ekkert til á bsenum nema mjólkursopi, sem ekki var undirstöðumikill í vaxandi barnahóp, þótt góður væri, og veik von um að elzti bróðirinn, Jóhannes, næði í nokknar rjúp- ur eða aðra veiði, sem rættist víst furðanlega oft, þótt hann væri aðeins á unglingsaldri. Hanin mun snemma hafa tamið sér ábyrgðarhlutverk gagnvart systkinum sínum og hafði þá Inigibjörgu, sem var næstelzt, með i ráðum. Elztur s'ystkinanna er sem sagt Jóhannes trésmiður hér í Reykjavík. Þá kemur Ingibjörg, síðan koma Ragnheiður og Magnús, en þau eru bæði dáin, Magnús dó nú í vetur sem leið. Þá kemur Árni trésmiður í Reykj avík og tvíburi hanis, sem dó í fæðingu, og síðan yngstu bræðurnir Sveinn og Karl, en þeir eru báðiir dánir. Einnig er uppeldissystir, Lilja Júlíusdótt- ir. Borgarfjörðurinn er fögur sveit Efst gnæfir einbúinn mikli, minn isvarði hreysti og hreirxskilni, klappaður úr stuðluðu líf>a- rítbergi. Birkikjarr eykur unað hlíðardraga og árbakka og Hafn- arfjali og Skarðsheiðin spegla sig í sæbláum firðinum og logn- sælum fj allavötnum. Allt hérað- ið er vafið gróðri, lyngfléttum og grasbreiðum, en yfir öllu hvíl ir hiinn þrumgni máttur ískalds Eiríksjökuls og hann „veit allt, sem talað eir hér“, svo vitnað sé í föðurnafna systkinainna. Það er ekki í kot vísað að fá að fæðast og alast upp í slíku um- hverfi. Enda munu þeir feðgar Kveldúlfur, Skalla-Grímur og Egiill og síðar Snorri Sturluson vel hafa vitað hvað þeir gei’ðu, þegar þeir kusu þar hélzt að búa. En það ar viða fallegt á ís- landi og hver er sá, sem ekki þykir sín sveit fegunst? Það er að minmsta kosti alveg öruggt, að forfeður og frændur Ingi- bjargar yrðu ekki á sama máli um fegur'stu sveit landsios. Því varla er ofmælt, þótt sagt sé, að þeir séu um gjörvallt Vestur- og Norðurland. Foreldrar Ingibjargar eru eins og áður segir Ingibjörg Lofts- dóttir, fædd í Garpsdal í Gils- firði, og Jónas Jónasson, fæddur að Háreksstöðum í Noirðurár- dal. Loftur faðir Ingibjargar dó un.gur vimnumaður, en hainn var sonur Jóns Jón®sonar bónda að Víðivöllum í Steingrímsfirði og var hans fólk bæði úr Stranda- sýslu og Barðastrandasýslu. Móðir Ingibjargar Loftsdóttur var Sigríður Magnúsdóttir, Sig- urðssonar bónda í Múla í Gils- firði en kona Magnúsar var Imgi- björg dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra í Snartartungu á Ströndum og konu hans Sigríðar Sveimsdóttur bónda á Kleifum í Gilsfirði, Sturlaugssoniar. Um Jón i Snartartungu er þáttur í Þjóðháttum Finns Jónssonar á Kjöi'seyri og um Svein á Kleif- um er þáttur í sagmaþáttum Fjallkonunnar. Báðum er þeim lýst mjög lofsamlega. Fóstursonur Jóns og Sigríðar og systurisonur hans og bróður- somur hennar var séra Sveinn Níelsson prófastur að Staðar- stað, en hann var sem kunnugt er faðir Hallgríms biskups, Elísabetar móður Sveims Björns- sonar forseta, og Sigríðar móður Haraldar Níelssonar prófessors og ömmu Dungals systkinannia. Faðir Jónasar eða Jónas Jón- asson eldri var fæddur í Bjarm- arhöfn í Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi, en móðir hans var Ingi björg Jónsdóttir, fædd á Bjarmar stöðum í Dalasýslu og var henn ar fólk Dalafólk í ættir fram. Faðir Jómasar eldri var Jónas Samisomarson hreppsstjóri í Bjarmarhöfn, en kona var var Sigríður Pálsdóttir prests á Undonfeili í Húnaþingi, Bjarna- sonar, en samtímaheimildir lýsa honum sem góðum klerki, radd- manni, skáldmæltum gáfumanni og mjög vel látnum. Hamn var sonur Bjarma Péturssomiar prests á Melstað í Miðfirði, en Bjarni var úr Mývatnssveit og víðar úr Þingeyjarsýslu, og konu hana Steinuninar Pálsdóttur prests á Ufsum í Svarfaðardal, Bjama- sonar. Hún var aftur á móti syst- ir Bjarna Pálssomar landlæknis, en Bjarni var svo sem kunmugt er faðir Steinuramar móður Bjarna Thorarensen, skálds og amtmamns Norðlendinga. Móðir Sigríðar Pálsdóttur var Guðrún Bjamadóttir prests á Mælifelli í Skagafirði, Jónsson- ar, en móðir Guðrúraar var Sig- ríður systir séra Einars á Sauða nesi í V-Þimg., föður séra Stefáns á Sáuðanesi föður Einiars á Reyn istað, föður Katrínar móður Ein ars Benediktssonar, skálds og sýslumanins Rangæinga. Foreldrar Jómasar Samsonar- somar hreppstjória voru Samson Sigurðsson, skáld og bóndi að Klömbrum í Vesturhópi og Ingi- björg Halldórsdóttir, Hallssonar, prests á Breiðabólsstað í Vestur- hópi. Sonur Halldórs var séra Pétur á Tjöm á Vatnsnesi, faðir Péturs prófasts á Víðivöllum í Skagafirði, föður Péturs biskups, Jóns dómsstjóra og Brynjólfs Fjöinismanns. Jón var svo sem kumnugt er afi Páls Zophamias- sonar, búniaðarmálastjóra og al- þingismanns og amnarra ágætra marama. Séra Halldór var sonur Halls prófasts í Grímstungu í Húna- þingi, Ólafssonar prófasts á saima stað, en til er eftirfarandi lýsiinig á Halldóri í samtímaheim ildum: „Hann var hraustmenni og taliinin með fríðustu mömnum, málsnjall og raddmaður ágætur enda kunni vel söng, kennimað- ur góður, bar skyn á lækningar, góður mimrii háttar mönmum, en skapstór og harður í mannraun- um.“ Faðiir Samsonar var svo Sig- urður hreppstjóri í Vesturhópi, Jónssonar, Sigurðssonar bónda á Gröf á Vatnsnesi, Jómsisoniar. Þessa tölu sagði mér Sigurgeir Þorgrímsson, sá sem ég nú þekki fróðastan um ættir íslendinga. Vonandi verður það ekki tal- in ætthreykni, þótt sagt sé, að það sé gott að vera komin af slíku fólki. Rammíslenzku af- burða- og alþýðufólki, sem vissi alltaf, þrátt fyrir oft á tíðum fátækt og basl, áð Eldgamla ísafold með drottniain'na norður- ljósahásal að eldsbrumandi jökl- unum, myndi sínum mögum kær meðan að uppi er öll heimsins tið. Hvað er í rauninmi fátækt og basl á móti því að eiga tindrandi rómantík Bjaroa Thorarensen eða leiftrandi andagift Eiinars Benediktssonar? Enda hvarf fá- tæktim og baslið eins og dögg fyrir' sólu, þegar fólk með eymd í arf varð umgborin tíð og lærði að þekkja ástkæra fósturmold, sótti þann gráa utar og virkjaði tröllbrot fossanma. En umfram allt skildi sinn eigin málstað og reisti í verki viljams merki, því vilji var allt sem þurfti til þess að við íslendingar yrðum ein auðugasta þjóð heimsins. Ingibjörg man því, eios og aldamótakymslóðin, tímana tvenna og núna við þenman áfaniga, þegar níundi áratugur- inin hefst, horfir hún ánægð aft- ur. Glöðu dagarnir í Borgarfirð- inum urðu margir og fólkið gott. Til dæmis varð henni dvölin hjá því mikla öndvegisfólki, Ragn- heiði og Hirti í Arnarholti ógleymanleg. Einnig var hún lengi á Hvanneyri, Ferjubakka og í Borgamesi og aldrei brást félagsskapur Borgfirðinganna. Einu sinini heyrðist kveðið í Borgarfirðinum: „Vögum vér og vögum vér, með vora byrði þunga. Upp er komið sem áður var, í öld Sturlunga, í öld Sturl- ungá.“ Ingibjörg gæti vafalaust tekið undir fyrrihluta þessarar fornu vésagnar, en samt er ég viiss um, að öld Sturlunga yrði henni kær, ef félagsskapur Borg firðinga fylgdi með, því þá verð- ur hún glöðust í bragði og augun ljóma, þegar minnzt er á það fagra hérað og þess góða fólk. Árið 1930 fluttist hún til Reykjavíkur og hefur búið hér að mestu síðan. Til að byrja með vann hún mest við húsaðstoð en réði sig seimna til kexverksmiðj - umnar Frón og var þar hjá hon- um Ágústi sínum, sem hún kall- ar jaf.nan svo, samfellt í sautján ár eða þangað til hún varð að hætta vegraa aldurs. Sýniir sá starfstími hjá sama aðila glöggt hvernig hennii likaði. Hér í Reykjavík varð Ingi- björg fyrir miklum harmi. Hún trúlofaðist en lungnabólga varð kærasta henrnar að bana. Um þemnan atburð hefur aldrei ver- ið talað en í slíka átt var ekki aftur farið. Marglyndi eða fjöl- lyndi er ekki öllum að skapi. Ingibjörg dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði og er það mikið til vegha gigtar, sem hún er að leita sér læbniinga við. Líkar heruni vel öll umönnun þar. Hefur hún mikla trú á hljóðbylgjulækning- um. Margir líta inn til hennar, því skírt mega skatn-ar líta, að þar héfur sú, sem glímdi við Ása-Þór á sínum tíma, hitt fyrir ofjarl siinin. Við systkinabörnin höfum líka alltaf verið hænd að hennd og viljum ekki missa fé- lagsskapinn. Með henn.i hefur alltaf samnazt, 'að við erum meira en við sjálf. Nýlega varð Ingibjörg fyrir því mikla tjóni, að hús það„ sem íbúð heninar var í, branm svo að segja til grunna og allt innbú hennar stónskemmdist í eldi og vatni. Tryggingin mun hafa ver- ið lág og bæturnar því litlar sem engar. Má segja, að þar hafi far- ið í eirnu vetfangi allt það, sem henni hafði tekizt að eignast. Mér fimns að lokum orð henm- ar, þegar henni var sagt frá brun anum, missi veraldlegra eigna og ævistritið orðið að engu, lýsa vel þessari áttræðu föðunsystur minni. Hún sagði aðeins: „Það var hægt að segja mér verri fréttir“. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Kennarar Kennara vantar að Gagnfræðaskólanum í Keflavík á kom- andi vetri. Upplýsingar gefur skólastjórinn i síma 92-1045 kl. 10—12 f.h. Málarar Tilboð óskast í að mála að utan húseign- ina nr. 68 við Gnoðarvog. Upplýsingar í síma 15536. Ralmagnsveitur ríkisins vilja ráða RAFMAGNSVERKFRÆÐING og RAFTÆKNIFRÆÐ- ING til starfa hið fyrsta. Aðalstarfssvið verða: Undirbúningsathuganir, hannanir og eftir- lit með byggingu fjarstýrðra orkuvera og orkuflutningsvirkja, kerfaathuganir, orkuöflunarspár og ýmiss konar önnur áhuga- verð verkefni á þessum sviðum. Umsækjendur hafi staðgóða þekkingu og helzt nokkra starfs- reynslu. Umsóknir sendist fyrir 17. þ.m. til Rafmagnsveitna ríkisins, starfsmannadeild, laugavegi 116, Reykjavík. Stocklets- sokkahlífar Alltaf renna STOCKLETS sokkahlífarnar út. Ný sending kemur á mánudag. Ekki missir sá er fyrstur fær. = ÚTSÝNIÐ 5 AUGAÐ GLEÐUR Veitingasalurinn efstu hæð opinn allan daginn. Matseðill dagsins Úrval fjölbreyttra rétta. ZZ Hjá okkur nj'ótið þér ekki aðeins úrvals veitinga, Barjnn opinn 12-14.30 og 19-23.30 » heldur einnig eins stórkostlegasta útsýnis, sem ZZ völ er á í Reykjavík. Borðapantanir í síma 82200. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.